Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 54
Ég tók margar örlaga-
ríkar ákvarðanir sem
ung stúlka. Núna þegar
ég er orðin eldri horfi
ég til baka og sé eftir
mörgu sem ég gerði.
Mín mestu mistök í líf-
inu voru að trúa því
sem í bréfinu stóð að
unnusti minn væri ást-
fanginn af annarri
stúlku.
Eg var rétt í
kringum tví-
tugt þegar ég
hitti stóru ást-
ina. Við skul-
um kalla hann Ólaf þótt það
sé ekki hans rétta nafn. Við
hrifumst strax hvort af öðru
og framtíðin var björt. Ég
hafði lokið skyldunámi en
var óákveðin um framhaldið
en Ólafur var í háskólanámi.
Við vorum ekki farin að búa
saman en eyddum öllum
stundum saman. Ari eftir að
við kynntumst bauðst mér
það tækifæri að fara í skóla
og læra fræði sem ekki voru
kennd á íslandi. Námið tók
eitt ár. Ég hafði lengi borið
þennan draum í brjósti mér.
Ég hafði alltaf verið ákveðin
í því að verða ekki bara
gagnfræðingur heldur
mennta mig meira og því
fannst mér upplagt að flytja
til Danmerkur. Ólafur var
hins vegar ekki búinn að
ljúka námi sínu hérna heima
og því var ekki hentugt fyrir
hann að flytja á þeim tíma-
punkti. Ég vissi ekki alveg
hvað ég átti að gera. Mig
langaði mikið að fara en
helst vildi ég líka að Ólafur
kæmi með. Mér fannst tæki-
færið vera þess eðlis að ég
myndi alltaf sjá eftir því að
fara ekki. Ég sá vinkonur
mína festast í hlutverki hús-
mæðra áður en þær sáu
heiminn, ég vildi fara aðrar
leiðir. Ég hugsaði með mér
að ef ástin væri sönn myndi
hún þola fjarlægðina. Faðir
minn var sjómaður og oft
lengi í burtu í einu, ég sá
hversu vel foreldrar mínir
stóðu saman þótt hann væri
mikið frá. Fjölskylda og vin-
ir þrýstu á mig að fara utan
og Ólafur hvatti mig líka
heilshugar. Hann sagði að
hann kæmist ekki fyrr en
eftir a.m.k. ár og ef mér lík-
aði vel þá myndum við hefja
búskap í Danmörku. Annars
myndi ég bara vera í eitt ár
og koma heim aftur. Á þess-
um tíma voru flugferðir ekki
eins tíðar og í dag og miklu
dýrara að kaupa flugmiða.
Foreldrar okkar sýndu
þessu mikinn skilning og
vildu gefa okkur farmiða
svo við gætum hist á árinu.
Við ákváðum að ég kæmi
heim um jólin og Ólafur
myndi e.t.v. koma út til mín
um sumarið. Ég tók örlaga-
ríka ákvörðun um að gerast
heimsborgari og flytja til
Danmerkur.
Erfið kveðjustund
Ég man hversu kvíðin ég
var þegar brottfarardagur-
inn nálgaðist. Vinkonur
mínar voru með stjörnur í
augunum og fannst að ég
hlyti að vera sú heppnasta í
heiminum að vera að fara til
Kaupmannahafnar. Ólafur
bar sig vel og reyndi að
hvetja mig í hvert skipti sem
ég fékk bakþanka um að
fara. Loksins rann dagurinn
upp. Fjölskyldur okkar
beggja fylgdu mér út á flug-
völl ásamt Ólafi. Faðmlag
hans var hlýtt og þétt. Við
lofuðum að skrifast reglu-
lega á og minntum hvort
annað á að ég kæmi heim
eftir einungis fjóra mánuði.
Mér leiddist hræðilega
fyrstu vikurnar og dauðsá
eftir að hafa farið. Þegar
u.þ.b. mánuður var liðinn af
dvölinni fór mér að líða bet-
ur. Ég fékk mörg bréf frá
Ólafi og ég var ekki lengi að
svara honum til baka. Ég sá
strax að Ólafur var rnaður-
inn sem mig langaði að eyða
ævinni með. Ég var næstum
því ákveðin í að fara alfarin
heim um jólin þegar eitt
bréfa hans barst í hendur
mér.
I því kvað við nýjan tón.
Hann skrifaði að hann væri
orðinn ástfanginn af annarri
stúlku á íslandi. Fjarvera
mín hefði gert það að verk-
urn að hann fór að hugsa
sinn gang og sæi að það sem
væri okkar á milli væri ekki
ást. Nýja stúlkan í lífi hans
væri stóra ástin og hann bað
mig að hafa ekki oftar sam-
band við sig.
Ég sat með bréfið í hönd-
unum og skalf í drykklanga
stund. Síðan byrjaði ég að
gráta og grét það sem eftir
var dagsins. Ég hafði ekki
oft hringt heim en þetta
kvöld hringdi ég hágrátandi
til móður minnar sem var
greinilega brugðið við frétt-
ina. Hún reyndist mér mikil
hjálparhella þótt heilt haf
væri á rnilli okkar. Hún
skrifaði mér strax og reyndi
að hringja þegar hún gat. Á
þessum tíma var oft erfitt að
hringja á milli landa.
Ég skrifaði Ólafi bréf,
þótt hann hefði beðið mig
um að láta sig í friði. Ég var
mjög fegin eftir á að hafa
skrifað honum nákvæmlega
hvað mér bjó í brjósti jafn-
vel þótt hann vildi ekkert
með mig hafa. Mamma vildi
endilega að ég kæmi heim
um jólin og keypti handa
mér flugmiða. Foreldrar
mínir og systkin komu til að
taka á móti mér og reyndust
mér vel. Enginn spurði mig
spurninga varðandi Ólaf og
allir reyndu að finna eitt-
hvað sniðugt að gera svo ég
myndi ekki setjast ein út í
horn með hugsanir mínar.
Ég reyndi að forðast staði
þar sem ég gæti hugsanlega
hitt hann en auðvitað lang-
aði mig að sjá framan í hann
og leyfa honum að horfast í
augu við mig.
Hann skrifaði mér að hann væri orðinn ástfang-
inn af annarri stúlku á íslandi. Fjarvera min
hefði gert það að verkum að hann fór að hugsa
sinn gang og sæi að það sem væri okkar á milli
væri ekki ást. Nýja stúlkan i lífi hans væri stóra
ástin og hann bað mig að hafa ekki oftar sam-
band við sig.
54 Vikaii