Vikan


Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 60
DEKUR I BOLINU Leikkonan smávaxna meö mótormunninn, Rosie Perez, giftist leikritaskáldinu og leikstjóranum Seth Zvi Rosenfeld í sumar. Rosenfeld þykir efnilegur leikstjóri og nýverið lauk hann við sína aöra mynd, sem nefnist King of the Jungle, en þar leikur Perez annað aðalhlut- verkanna. Mótleikari hennar er John Legu- izamo. Rosie er þekkt fyrir að láta allt flakka í viðtölum og einu sinni sagði hún frá því að hún hafi tekið þátt í morði þegar hún var tán- jij ingsstúlka. Hún talar líka opinskátt um sam- bandið viö Rosenfeld og þeirra ástalíf. Rihga Royal Hotel í New York er uppáhalds ástar- hreiðrið hennar og þar eyða hjónakornin heilu dögunum í bólinu. „Ég elska freyðibaðið, her- w bergisþjónustuna, dekrið og kynlífið þar!“ ■ segir Rosie og bætir við að hún þurfi aldrei að fara fram úr rúminu. „Við étum, drekkum og lesum blöðin í bólinu. Ég fer aldrei fram úr nema til að fara á klósettið.“ Rosie er senni- lega þekktust fyrir að leika í þáttunum Do the Right Thing og White Men Can't Jump. Hún var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir aukahlutverk í myndinni Fearless árið 1993. Þessa dagana er hún að vinna að gerð nýrra sjónvarpsþátta. Fyrirsætan Angie Everhart var eitt sinn í hópi þeirra efirsóttustu í bransanum. Hún var þekkt fyr- ir eldheit ástarsambönd við stjörnurnar í Hollywood og var m.a. trúlofuð Syivester Stallone í nokkrar vikur. Auk þess var hún orðuð við Jack Nicholson, Kevin Costner og Albert Mónakóprins. Þegar hún var sem mest í sviðsljósinu bauð karla- ritið Playboy henni 70 milljónir króna fyrir að sitja fyrir berrössuð á síðum blaðsins en hún afþakkaði boðið. Nú er Everhart ekki eins vinsæl og þráir sennilega athygli á ný því heyrst hefur að hún hafi samþykkt að fækka fötum fyrir Ijósmyndara blaðs- ins fyrir verulega lægri upphæð. Angie er ekki lengur eins eftirsótt fyrirsæta og áður og hefur nú snúið sér að leiklistinni. Stóra hlutverkið hennar var í erótísku myndinni Another 9 1/2 Weeks sem þótti frekar misheppnuð. Nú er hún að leika í nýj- um sjónvarpsþáttum sem kallast The Dream Team. Meðal mótleikara hennar þar er gamli Dýr- lingurinn og 007, Roger Moore. GETUR VERIÐ ANDSTYGGILEG Chrissie Hynde, söngkona The Pretenders, var að senda frá sér nýja breiðskífu. Platan heitir Viva El Amor og er tileinkuð eiginmanni hennar, kól- umbíska listamanninum Lucho Brieva. Þrátt fyr- ir rómantískan titil þá hefur Hynde enn gaman af því að ganga fram af fólki. Nýlega tróð hún upp á næturklbúbbnum China Club og byrjaði á því að aðvara áheyrendur. „í kvöld ætla ég bara að flytja ný lög og ef ykkur líkar það ekki þá megið þið éta það sem úti frýs!“ sagði söngk- onan ákveðin en eftir fyrsta lagið var komið annað hljóð í strokkinn. „Ég var bara að grínast áðan. Auðvitað læt ég gömlu lögin fylgja með. Þið vitið hvað ég get verið andstyggileg!" TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON ,6. sep!.: Rosie Perez (1964), Swoosie Kurtz (1944) 7. sept.: Angie Everhart (1969), Corbin Bern- sen (1954), Chrissie Hynde (1951) 8. sept.: LarenzTate (1975), David Arquette (1971) 9. sept.: Henry Thomas (1971), Hugh Grant (1960), Michael Keaton (1951) 10. sept.: Colin Firth (1960), Amy Irving (1953) 11. sept.: Harry Connick Jr. (1967), Virginia Madsen (1963), Brian De Palma (1940) 12. sept.: Rachel Ward (1957), Linda Gray (1940) m •; ",.j; .= =D Amy Irvlþg ■ verðurifr** ára hinn 10f fSeptember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.