Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 61
BREYTTUR MAÐUR
David Arquette var eitt sinn einn mesti villingurinn í Hollywood og þaö furða
sig margir á að hann skuli enn vera lifandi eftir alla fífldirfskuna og dópneysl-
una á árum áður. í sumar giftist hann Courteney Cox, sem leikur í Vinum, og
hann þakkar henni fyrir að bjarga sér. „Ég er enn að þroskast en finnst sem
ég sé að verða fullorðinn smám saman," segir David. Þau kynntust þegar þau
léku saman í spennutryllinum Scream fyrir þremur árum. „Ég var strax hrifinn
af henni en hún var ekki alveg jafnhrifin af mér. Ég held að hún hafi verið
hrædd við mig. Við vorum einu sinni samferða í limmósínu á flugvöllinn og ég
varð alveg haugfullur. Ég var ekki vanur að fá frítt áfengi og varð alveg kiikk-
aður.“ Nú er Arquette hættur í ruglinu. „Ég varð að breyta hugsunarhættinum
til að samband okkar gæti gengið upp. Ég var algjört partíljón. Til þess að hún
sætti sig við mig varð ég að vera alvarlegri og ekki alveg eins skuggalegur."
Arquette segir að Cox hafi líka þurft hugarfarsbreytingu. „Hún varð að læra að
treysta mér. Það er ekki auðvelt." ,
ALVEG EINS OG STRÆTO
Sjarmörinn Hugh Grant hefur verið mikið í sviðsljósinu í sumar, enda
hafa verið frumsýndar tvær nýjar myndir með honum sem vakið hafa
mikla athygli. Grant hafði lítið sem ekkert gert af viti í þrjú ár áður en
rómantíska gamanmyndin Notting Hill var frumsýnd og í kjölfarið fylgdi
síðan gamanmyndin Mickey Blue Eyes. „Ég er alveg hrikalegur í að
skipuleggja vinnuna mína,“ viðurkennir Grant. „Það er undarlegt að
gera lítið í tvö til þrjú ár og leika síðan í mörgum myndum í röð. Þetta
minnir mig á strætisvagnana í London. Maður þarf að bíða eftir þeim í
einn og hálfan tíma og síðan koma fimm í einu.“
ROKKSTJARNA
Michael Keaton verður 48 ára hinn 9. september
og hann hefur heldur betur hægt ferðina í leik-
listinni. Síðasta mynd hans hét Jack Frost og var jóla-
mynd í fyrra en síðan hefur Keaton verið í fríi frá kvik-
myndunum. Hann lék tónlistarmann í myndinni og
kannski hann hafi áhuga á að leggja það fyrir sig í
framtíðinni. Hann segist aldrei hafa dreymt um að
verða rokkstjarna en eftir að hafa prófað þetta á hvíta
tjaldinu segist hann vel geta hugsað sér að breyta til.
„Þetta er mjög gott fyrir sálina. Það er ólýsanleg víma
sem fæst af því að hafa þúsundir aðdáenda til að öskra
á mann,“ segir Keaton. Til að undirbúa sig fyrir hlut-
verkið dustaði Keaton rykið af gamla gítarnum sínum
og munnhörpunni og fékk leiðsögn frá Trevor Rabin, fyrrum liðsmanni Yes.
Þeir sömdu saman annað af tveimur lögum sem Keaton söng sjálfur í mynd-
inni. Þrátt fyrir að hafa fengið smjörþefinn af tónlistarheiminum þá segist
Keaton ekki hafa hugsað sér að feta í fótspor kappa eins og Keanu Reeves og
Bruce Willis sem hafa gefið út sínar eigin plötur. „Ég ætla ekki að gera sömu
heimskulegu mistökin og sumir aðrir leikarar,'1 segir Keaton.
Rós Vikunnar
Það er Bókabíllinn og starfsfólk hans sem fær Rós Vikunnar að þessu sinni. Erla
Guðmundsdóttir sendir starfsfólki Bókabílsins, sem kemur í Hraunbæinn, sínar
bestu þakkir fyrir alla hjálpina sem hún hefur fengið og biður um að starfsfólki hans séu sendar rósirnar í þakklætisskyni. „Það er svo
gott að nota þessa þjónustu, maður fær svo góðar móttökur og hjálpsemin við viðskiptavinina er svo mikil. Ég geng bara inn hjá þeim
og spyr hvað ég eigi nú að lesa næst og það bregst ekki að mér er hjálpað að finna eitthvað sem hentar mér fullkomlega. Starfsfólk
Bókabflsins á svo sannarlega skilið
að fá rósir fyrir elskulegheitin.“
RÓSVikunnar
Þekkir þú einhvern sem á skilið
að fá rós Vikunnar? Ef svo er,
hafðu þá samband við „Rós Vik-
unnar, Seljavegi 2,101 Reykjavík“
og segðu okkur hvers vegna. Ein-
hver heppinn verður fyrir valinu
og fær sendan glæsilegan
rósavönd frá Blómamiðstöðinni.