Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 18

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 18
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Þitt blíða bros Hafið þið tekið eftir því hvað konurnar í sumum erlendum kvennatímaritum eru alltaf glaðar og skælbrosandi? Þær eru að segja frá ömurlegri ævi sinni; börnin hafa gengið í i gegnum hinar mestu písiir bæði andlega og líkamlega, eiginmaðurinn er versta fól, i móðir þeirra verri viðureignar en allir árar vítis og heimilishundurinn örviti. Samt brosa þær og það ekkert venjulegu brosi. Andlitið hreinlega Ijómar af sælu. Ieinu blaðinu stendur kona sem er nýbúin að ganga í gegn- um gjaldþrot fjölskyldunnar, heldur hand- töskunni sinni þétt upp að brjóstinu og brosir eins hún hafi aldrei þekkt fjárhagsáhyggjur. Hún segist ætla að verða fast- eignasali og bjarga þannig öllu. Önnur lýsir því hvernig dóttir hennar varð öryrki vegna læknamistaka. Hún segir margar sögur af sam- heldni læknanna sem hylma hver yfir með öðrum og móðgandi ummælum þeirra við þær mæðgur. En þær eru svo glaðar á myndinni að engu er líkara en dóttirin hafi nýlega lokið prófi úr læknaskólanum með láði. Enn önnur saga segir af písl- um konu sem bjó við slíkt og þvílíkt andlegt ofbeldi af hálfu móður sinnar að flestir hefðu brotnað niður and- lega og aldrei náð fullorð- insaldri. Hún er þroskaleg miðaldra kona, öll eitt sól- skinsbros og stendur fyrir framan æskuheimili sitt þar sem hún hefur búið allt sitt líf því móðir hennar flæmdi alla vonbiðla á brott. Hvað með það, kann ein- hver að spyrja? Er ekki betra að fólkið horfi bjart- sýnt fram á veginn fremur en að leggjast í þunglyndi og sjálfsvorkunn? Það á ekki 18 Vikan að láta erfiðleikana buga sig og það eru ekki erfiðleik- arnir sem þú verður fyrir í lífinu sem skera úr um hversu vel þér gengur held- ur hvernig þú tekur á þeim. Jú, vissulega er betra að taka hraustlega á móti þótt menn hafi storminn í fangið og okkur er sagt að það séu einmitt réttu viðbrögðin. Taka öllu með jafnaðargeði og byggja upp jákvætt hug- arfar. Við, sem drögumst nf T'‘/ 1 ■ .3 Mg ■ -M ¥ jtBÉÉ t’WW 'i þreytt heim á kvöldin og tekst að missa innkaupapok- ann á hliðina svo appelsínur og niðursuðudósir rúlla frjálslega um allar jarðir og súkklaðikökustykkið, sem keypt var í laumi í bakarí- inu, klessist saman undan þunga frosna lambalærisins, erum yfirleitt ekki svo glað- sinna. Sjálf sparka ég venju- lega bölvuðum appelsínun- um austur á Hornafjörð og klessi kökuh. (botnið sjálf) kirfilega ofan í götuna, enda er hún orðin þannig að tæp- lega er hægt að leggja hana sér til munns hvort eð er. Við konur erum hins veg- ar snillingar í því að finna til og halda við sektarkennd. Þess vegna veit ég að ég á að fara að dæmi þessara brosmildu hversdagshetja og tína upp appelsínurnar, safna saman niðursuðudós- unurn og gefa smáfuglunum kökuna. Eg finn því ævin- lega til leiðinlegrar vanlíð- unar þegar ég staulast inn úr dyrunum eftir að hafa tekið slíkt skapvonskukast. Þegar ég var yngri tók það mig talsverðan tíma að ná mér og bæla niður sektarkennd- ina. Með árunum verð ég hins vegar stöðugt forhertari svo ég get eiginlega með sanni sagt að nú varir hún aðeins þar til ég hef rifjað upp hversu ótrúlega útrás það veitti mér að klessa kökuna undir hælnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.