Vikan


Vikan - 21.09.1999, Síða 59

Vikan - 21.09.1999, Síða 59
Lesandi segirfrá hann fæddist. Maðurinn minn þurfti að sinna sínu starfi og því var ég mikið ein á tímabili, bæði heima og með drengnum á barna- deildinni. Að loknu sex mánaða hryllingstímabili eins og ég vil kalla það, fékk hann að koma heim. Þessi litli líkami var sífellt veikur og mjög veikburða. Mér fannst svo oft að hann væri að deyja í höndunum á mér. Ég þorði ekki að sofna og mér fannst enginn annar geta gætt hans nægilega vel. Ég var komin í vítahring streitu og þreytu. Fjölskyldur okkar buðust til að gæta hans svo við kæm- umst út úr húsi en í hvert skipti sem reyndi á slíkt kom eitthvað upp á. Yfir- leitt endaði pössunin á að við komum heim löngu áður en við ætluðum eða viðkom- andi fór upp á sjúkrahús með Sigurð. Þegar við héldum upp á eins árs afmæli hans vonuð- umst við til að nú væri veik- indatímabilinu að ljúka, því fór fjarri. Stuttu seinna kom í ljós að hann var mikið lík- amlega fatlaður sem var hugsanlega afleiðing veik- indanna og mikillar lyfja- notkunnar. Ég man að ég reyndi að bera mig vel þegar læknirinn tilkynnti okkur þetta en ég brotnaði algjör- lega saman. Ég sat inni í svefnherbergi og grét stans- laust heilan dag. Mér fannst eins og Guð væri að refsa mér fyrir einfaldleikann, hann væri að refsa mér fyrir að hafa verið svona upptek- in af sjálfri mér. Þetta væri mín lexía í lífinu. Ég lærði svo sannarlega mikið á stutt- um tíma. Lífsýn mín gjör- breyttist, ég varð jákvæðari manneskja, því get ég ekki neitað. Maðurinn minn brást við á annan hátt. Hann lokaði allar tilfinningar inni og vildi helst ekki ræða þá staðreynd að sonur hans væri fatlaður og oft á tíðum alvarlega veikur. Einhvern veginn náðum við að láta lífið rúlla áfram, reyndar fannst mér það oft vera meira í líkingu við rúss- neska rúllettu. Ég vissi aldrei hvort ég myndi gista heima hjá mér eða inni á sjúkrahúsi. Auðvitað fann ég að við höfðum fjarlægst en ég leiddi aldrei hugann að afleiðingunum. Sigurður átti hug minn allan, alltaf. Ég var skyndilega farin að hugsa á allt öðrum nótum um hann. Ég elskaði barnið meira en allt annað í lífinu og var tilbúin að fórna öllu til að hafa hann heilbrigðan. Þegar maðurinn minn skynj- aði hversu áköf ég var fyrir hönd Sigurðar fannst mér eins og hann yrði afbrýði- samur. Á tímabili reyndi hann að skapa okkur róm- antískar stundir. Hann stakk upp á því að við færum til útlanda en ég vildi ekki heyra á það minnst. Hann leigði sumarbústað fyrir okkur svo við gætum farið út úr bænum og haft það huggulegt. Tíu tímum eftir að við vorum komin á stað- inn kom neyðarhringing og Sigurður var kominn inn á sjúkrahús. Eftir þá ferð reyndi ég ekki að fara neitt langt til að slaka á. Það var eins og barnið fyndi það á sér að ég ætlaði í smá hvíld. Óumflýjanlegt uppgjör Heilsufarið lagaðist þegar Sigurður var orðinn fimm ára. Ég sá fram á bjartari tíð með blóm í haga. Vinkon- urnar voru farnar að spyrja hvort ég kæmi nú ekki með annað barn núna þegar allt gengi vel. Ég gat ekki hugs- að mér það. Sigurður væri barnið mitt sem þyrfti alla mína orku og athygli allan sólarhringinn og ég gæti ekki boðið öðru barni upp á að lifa við slíkt. Maðurinn minn var á annarri skoðun. Honum fannst tilvalið að Sigurður eignaðist systkin. Ég held að fyrsta alvarlega rifrildið okkar hafi orðið eftir þessa umræðu. Næstu vikur og mánuðir einkenndust af ei- lífum pirringi og rifrildum. Við gátum ekki verið sam- mála um neitt varðandi Sig- urð og mér fannst maðurinn minn sífellt fjarlægjast son sinn. Einn daginn upplifði ég að hann skammaðist sín fyr- ir fötlun Sigurðar. Ég tryllt- ist af reiði. Eftir að hafa rætt ítarlega við hann gerði ég mér grein fyrir að við vær- um ekki þessi fullkomna fjölskylda sem við höfðum ætlað að búa til. í fjölskyldunni væru þrír ólíkir einstaklingar sem pössuðu ekki alveg saman. Ég var engan veginn tilbú- in að kyngja þeirri stað- reynd að sambandið á milli okkar hjónanna hefði breyst. Sama afneitunin átti sér stað og þegar Sigurður greindist með sjúkdóm sinn. Ég fór aftur að vinna úti þegar Sigurður hóf sína skólagöngu. Það var mér mikill léttir að lifa venjulegu lífi að nýju. Fljótlega eftir að ég hóf störf stóð ég sjálfa mig að því að hrífast af vinnufélaga mínum. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir að hjónabandinu væri endan- lega lokið. Við hjónin rædd- um málin al- Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. varlega og vorum sammála um að við höfðum einfald- lega þroskast í sitt hvora átt- ina. Okkur þótti óskaplega vænt um hvort annað en það var eitthvað sem var búið í sambandinu okkar. Við tók- um sameiginlega ákvörðun um að skilja. Sigurður myndi búa hjá mér en pabbi hans vildi fá að taka þátt í ummönum og uppeldi hans. Sigurður og ég bjuggum áfram í húsinu en hann flutti út. Það gengu allir sáttir frá skilnaðnum og við erunt öll þrjú mjög góðir vinir. Fyrrverandi maðurinn minn kynntist fljótlega annarri konu og á með henni tvö börn í dag. Ég hef oft á tilfinningunni að hann skammist sín ennþá fyrir fötlun sonar síns. Hann er a.m.k. mjög duglegur að senda ljósmyndir um jólin af „nýju“ börnunum en Sigurð sýnir hann ekki. Ég hef ekki ennþá gengið skrefið að ganga í hjónaband að nýju en er í sambúð með manni sem er óskaplega góður við Sigurð. Hann veit- ir honum allan þann stuðn- ing sem nokkur faðir getur gert. Ég hef ekki eignast fleiri börn. Þrátt fyrir að hafa horft upp á hjónaband- ið fara í vaskinn í öllum veikindunum þá finnst mér lífið hafa gefið mér mikið. Það var minn vanþroski að sjá ekki til þess að samband- ið gengi upp á sínum tíma og kannski vorum við ein- faldlega of ólík til að geta orðið hamingjusöm. Pening- ar og dauðir hlutir voru okkur ofar í huga en vellíð- an og heilbrigði. í dag veit ég betur því Sigurður er sú besta gjöf sem lífið gat gefið mér. IlcimilÍNfmiKÍft cr: Vikan „Líf'srcynslu.saj»a“, Seljavcgur 2, 101 Rcykjavík, Netfang: vikan@frodi.is

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.