Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 12
12 Sumarsaga var eitt, sem hægt var at> gera um þetta leyti og það var aö fara til messu. Henni fannst þilfarið ná sér upp aö hnjám og skyndilegur storm- sveipur kom tárunum til aö renna úr augum hennar. Fyrir ofan sig heyröi hiin tuldur i presti og hún varö undrandi, þegar hún sá að þetta var faöir Service. Hún vissi ekki aö hann talaði itölsku svona vel. En viö nánari athugun var þetta allt annar prestur, lægri vexti og alskeggjaður og aíls ekk- ert likur fööur Service. Hann myndi sennilega lesa messu klukkan korter yfir sjö. Þegar Gloria gekk burt frá messunni, hafði hún næstum þvl rekist á svartklæddan mann i dyrunum og vissi aö hann væri kominn til aö lesa næstu messu. En þaö var heldur ekki faöir Ser- vice. Hún sneri sér að messu- dreng, sem stöö rétt hjá henni. — Hvar er faðir Service? Hvenær messar hann? spurði hún. — Ég veit þaö ekki. Messu- drengurinn yppti öxlum letilega. — Þriöji presturinn? sagði Glora til skýringar. — Hvar er hann i dag? — Þaö er enginn þriðji prestur, sagöi drengurinn. Við höfum að- eins tvo presta og þeir eru báöir hér. Susan dró ábreiðuna alveg upp aö andliti sfnu. Golan var hress- andi en ansi köld. Hún fann það betur hér uppi, þar sem hún lá I hvildarstólnum sinum. „Oryggis vegna.... Orðalag erföaskrár fööur hennar kom henni einu sinni ennþá I hug, en þaö skeöi venjulega þegar hún var þre'ytt og einmana. Hún vissi aö Eric stóö sig vel. Þannig hugs- aöi hún vejulega þegar hún var úthvíld. Hún vissi aö þetta ó- happaatvik var aöeins sprottið af barnaskap. Hann myndi aldrei gera sllkt aftur, ef hann reyndi sllkt aftir, án árangurs, þá myndi þaö kosta hann aleiguna. — Þarna ertu þá! Benjamin Cook stóö viö hliö hennar meö tvo bolla af kjötseyði I höndunum.1— Ég kom hér meö hressingu handa þér. Hún leit undan. — Mig langar ekki I neitt. — Drekktu þetta, sagði hann á- kafur, — þú hefur gott af þvi. — Þaö er mjög vingjarnlegt af þér aö hugsa um mig, sagði hún, — en ég held að ég komi þvi varla niður. — Þú ættir bara að drekka þaö sjálfur. Aöur en hann gat svaraö, tók Beatrice Cenci eina af sínum snilldarlegu dýfum. Susan heyröi, sér til mikils léttist, að hann missti glasiö á þilfarið. — Hvaö var þetta? — Aöeins kjötseyöiö, sem fo'r til spillis. Hvers vegna skyldi hann taka þetta svona nærri sér? Ben Cook var náfölur. — Nei.... nei, ég átti ekki viö þaö, það eru þessi hljóö I skipinu. Þetta er eins og hrygla og svona lét það I alla nótt. — Þaö er ekkert til að hafa á- hyggjur af. Það er alltaf svona gauragangur um borð i skipum, þegar veörið er vont. Er þetta i fyrsta sinn, sem þú ferð I sjóferð? — Já, — já, þettta er I fyrsta sinn. Láta skipin alltaf svona i sjógangi? — Þetta er nú reyndar með versta móti, viöurkenndi hún. Aftur heyröist þetta óhugnan- lega hljóð, en svo var eins og skipiö rétti viö og var nú alveg komiö á réttan kjöl. — Hvaöan kemur þetta hljóð? — Sennilega frá lestunum, það er farmurinn sem veltur til. Þú hefur nú sennilega séð þegar ver- iö var að ferma skipið, áður en þeir lokuöu lestunum? — Jú, það sá ég reyndar. Hann varö skyndilega hugsandi. — Ég man það núna að ég furðaði mig á öllum þessum ósköpum og hugs- aöi meö mér hvort þetta væri öruggt. — Þaö eí alveg öruggt, sagði Susan dálltiö hörkulega. — Já, það er sennilega rétt. Rödd hans hljómaði samt þannig, aö hann væri alls ekki viss um þaö. — Þaö gæti eitthvaö hafa fariö úr skoröum, er það ekki? Þetta hefur verið mikill stormur. — Ég vona bara aö þetta sé um garö gengiö. Við höfum ekki enn- þá breytt um stefnu, er það? — Ég veit það ekki. Þaö getur svo sem verið. Við verðum komin til ítallu annað kvöld. — Hefuröu heyrt hvenær? Sus- an spurði dálítið ákafar en venju- lega. — Ja, jú... en þeir eru ekki al- veg vissir um tlmann. Upphaf- lega áttum viö aö vera komin I land síðdegis á morgun, en mér finnst llklegt aö þaö verði ekki fyrr en seint um kvöldiö. Þeir eru nú aö reyna að ná áætlun og vinna upp tafirnar af storminum. — Ég vona þin vegna, að þetta veröi ekki til þess aö þú farir ekki framar á sjó, sagöi Susan. — Ég er viss um að þú hefðir notiö vel sjóferöarinnar, ef veðrið heföi veriö betra. — Ég vona það sama þín vegna, sagöi hann. — Ég held að þú hafir alls ekki notiö ferðarinnar slðustu dagana. Ætlaröu aö koma upp á þilfar slödegis? — Já, sagði hún, — það held ég bara. — Ég fæ þá aö fylgjast meö þér eftir hádegisverðinn. — Ég ætla að fara I bláa silki- kjólinn, sagði frú Abercrombie. og perlufestina ætla ég líka að hengja um hálsinn. Hún var orðin rjóðari og hún leit miklu betur út, var jafnvel miklu unglegri en áður. Skyldi þaö vera aö þakka ferska loftinu á þilfarinu um morguninn, hugsaði Val og hún var ekki laus við ein- hvern óskiljanlegan ugg. Gat þetta verið tilhlökkun. Hlakkaöi hún til að sjá Dick Slade aftur? — t hverju veröur þú væna mln? spuröi frú Abercrombie. — Þú ætlar vonandi ekki að þrjósk- ast I kvöld lika, ég á við að þú veröir ekki I þessum fjárans ein- kennisbúningi? Ég vildi að þú færir I fallegan kjól. — Allt I lagi. Ég skal ekki vera I einkennisbúningi i kvöld. — Reyndar hefi ég ekki hugsaö mér að fara I hann aftur. Og hún brosti til frú Abercrombie. — Er það satt? Þú lofar þvl? — Ég lofa þvi. Frú Abercrombie sló I stólarm- inn meö flötum lófanum. — Og þegar viö komum að landi vil ég losna viö þennan andstyggilega stól, ég vil alls ekki sjá hann meir. Og hún brosti glaðlega til Val. — Þá segjum við það, sagöi Val. — Ég ætla að fara niður I gjafabúöina, ég á eftir að versla svolltiö. Ekki einkennisbúning, engan leikaraskap lengur. Henni létti I skapi við tilhugsunina. Hún sá ljómandi fallegan silkikjól á einni slánni, en hann var hræðilega dýr... En hún ætlaði ekki að láta sem hún heföi ekki ráð á þvi að kaupa hann. Hún var nú á leiðinni aö veröa hún sjálf og þessi kjóll hentaöi vel viö það tækifæri, gat veriö tákn þess Iifs, sem hún ætl- aöi aö lifa I framtiöinni. Gloria andvarpaði. Þaö var svo sem gott aö þessiferö var á enda. Guido yröi gjörspilltur, ef þessu dekri viö hann héldi áfram. Hann sat nú á gólfinu I gjafabúðinni, nagandi eitthvaö sælgæti, sem ein stúlkan haföi gefiö honum. Val Meadows gekk varlega kringum drenginn. Hún haföi séö kjólinn á öftustu slánni. Já hann var fallegur. Hún sneri sér fyrir framan spegil og bar við sig kjól- inn og hún óskaöi þess eitt andar- tak, aö Ralphie gæti séð hana. Minningarnar náöu taki á henni sem snöggvast. Húsið á hæöinni i borginni framundan, eins og þaö væri gert til þess, aö borgarbúar gætu litiö upp til þess og eiganda þess, Horatio gamla, sem var sjúkling- ur hennar. Og hann fyllti þetta hús af ættingjum. — Þau eru öll snarvitlaus, urr- aði hann stundum. — Og hvaö meö þig, stúlka min. Hvers vegna ertu hér? Ert þú ekki hrædd viö mig? Hún reyndi aö leyna brosinu, eins og hún geröi alltaf, þegar hún var að stelast til aö hitta Ralphie og njóta nokkurra augnablika meö honum. Hún var alltaf róleg á yfirboröinu. — Þú eyöileggur allt llfið meö þessu. Því I fjandanum viltu ekki giftast mér? Eöa leyfa mér að ættleiöa þig? —'Þú ert of gamall, til að gift- ast og ég er of gömul til aö láta ættleiöa mig. Þetta var einkamál á milli þeirra, einkaskemmtun, sem þau létu aldrei neinn annan heyra.Hún vissi heldur ekki hvaö gamli maöurinn haföi I huga. Þegar öll fjölskyldan haföi safnast saman I bókastofu gamla mannsins aö honum látnum, fannst henni þau helst minna sig á soltna úlfa. Hún sat þarna aö beiöni lögfræöingsins. Hún átti ekki von á neinni fjárfúlgu, en hún gat vel imyndaö sér, aö gamli maöurinn ætlaöi henni einhvern smá glaðning. Þegar þessi hræöilegi sannleik- ur kom I ljós, litu ættingjarnir um öxl og horföu ásakandi á hana. — Við förum aö sjálfsögöu I mál, sagði móöir Ralphies. Ralphie hafði sjálfur ekki sagt neitt. Val beið eftir þvl, aö Ralphie kæmi til hennar og segöi aö hann skildi þetta vel. Hún fann eitthvert ofboö grfpa um sig I henni sjálfri. — Ég kæri mig alls ekki um þessa peninga! Aö lokum lét Ralphie heyra I sér. — Vertu ekki of fljót á þér, Kaffið frá Brasilíu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.