Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 14
14 Sumarsaga — baB myndi gleöja mig, að vera yður til aðstoðar. Hann brosti glettnislega. Slminn hringdi. — bú komst ekki upp á þilfar, eins og þú hafðir lofaö, sagöi röddin I símanum á- sakandi. — Ó, Ben. Ég geröi það ekki vegna þess aö ég er dálltið slæm I fætinum. — bað var leitt. Ég hitti þig þá við miðdegisverðinn? — Já, örugglega. — Jæja, þá sjáumst við. Við gætum þá fengið okkur heilsubót- argöngu á þilfarinu eftir matinn. — Ég er alveg til I það, sagði hún. Hún lagöi heyrnartólið hægt frá sér. Henni geðjaðist vel að Ben, jafnvel betur en hinu fólkinu, sem hún kunni ltka prýðilega við. bað væri liklega skynsamlegt af henni að gera arfleiðsluskrá, áður en hún færi I land; áöur en hún hitti Eric aftur. Mjög bráðlega eignaðist hún mikinn auð. Hún gat ekki hætt á það, að Eric fengi neitt af þvi. bess vegna væri skynsamlegt aö arfleiða einhvern annan að eign unum, arfleiða einhvern, sem ekki hafði hugmynd um þessi auðæfi. Ef Eric næði til hennar, áður en hann vissi aö það væri til- gangslaust, yrði það sennilega mál lögreglunnar. Var þá ekki jafn gott að arfieiða Benjamin Cook, eins og einhvern annan? Hann var sennilega ekki vel fjáður. HUn settist við skrifborðið. begar hún haföi lokið við skrift- irnar, hringdi hún á herbergis- þernuna og bað hana að koma og hafa með sér einhvérn af yfir- mönnum skipsins. baö leið ekki á löngu áður en þernan kom og i fylgd með henni var Angelo. — Mig langar til að biðja ykkur að vera vottar að þvi, að ég skrifa undir þetta plagg. bað er arf- leiðsluskrá min, — þetta er bara til að fyrirbyggja... — Ég skil, signorina, sagði Angelo og Susan haföi á tilfinn- ingunni, aö hann skildi þaö i raun og veru. bð stóðu tvær kampavinsflös.k- ur á borði þeirra frú Aber- crombie, þegar Val leit á borðið. bær voru frá Mildred og Augustus. betta átti sennilega að gleðja þær siðasta kvöldið, sem þær voru um borö i Beatrice Cenci. Meðan á máltiöinni stóð, heyrö- ist aftur þetta undarlega hljóð, sem kom einhvers staðar neðan frá. Nokkrir farþeganna urðu varir við, aö þjónarnir litu á Urin sin. Hve langt yrði þar til að til- kynning kæmi um að land væri framundan? Dick Slade stóð I skyndi upp frá borðinu sinu og greip um hjólastól frú Abercrombie. Hann lét fagur- lega útbúinn gjafapakka detta i kjöltu hennar og svo ók hann af stað með hana. Val, sem nú var oröin ein við borðið, stóð upp. — bér ætlið þá ekki upp á þil- far? bað var Angelo, sem stóð fyrir framan hana og varnaði henni vegar. — Ég er þreytt, sagði hún. — Komum við ekki' til hafnar á morgun? Hannyppti öxlum. betta leiðin- lega urgandi hljóð kom ennþá einhvers staðar að neðan. Angelo gretti sig svolftið. — Komið Ut á þilfar sem snöggvast, sagði hann. Við siglum fram hjá systurskipi okkar eftir nokkrar minútur. bað er Eleanore Duse. Guido var rétt að sofna, þegar drepið var á dyr hjá Gloriu. Hún opnaði, en hörfaði svo undrandi nokkur skref aftur á bak. — Gott kvöld. bað var faðir Service og hann gekk inn i klef- ann. — bað er svolitiö sem mig langar til að útskýra fyrir yður, sagði hann. — bér hafið lagt fyrir mig spurningar... Getið þér kom- ið sem snöggvast Ut á þilfar? — Allt i lagi, sagði Gloria, — við komum rétt strax. — Við.....? Hann var undrandi. — Að sjálfsögðu við Guido. bér látið yður þó ekki detta f hug, að ég skilji barnið eitt eftir hérna? — Er.... ó... nei. Hann var samt mjög undrandi. — barna kemur hún, sagði Ben Cook. — barna Ut við sjóndeildar- hring. Susan leit i áttina þangað Nú var orðið fullt af farþegum við borðstokkinn. — Við skulum labba um hinum megin stundar- korn, sagði Ben. — bað er rólegra þar. — Ég vil ekki missa af þvi að sjá hitt skipið. bað var svo rólegt hinum meg- in á skipinu. að það var engu lik- ara en að þau væru á öðru skipi. bar var ekki nokkur sál á ferli. bokan var nú aftur að leggjast yf- irog það var ómögulegt aö greina fólk, sem var lengra fram á. SUs- an og Ben gengu þögul fram og aftur, gengu stundum fram hjá einu og einu pari, sem haföi kosið að vera út af fyrir sig. En þokan var orðin svo svört, að það var engu likara en að þau væru þarna ein. Susan brosti vingjarnlega til Gloriu og Guidos litla, hún var hissa á þvi að sjá prestinn með þeim og henni fannst ekki laust við að presturinn liti reiðilega til drengsins. bau gengu nú i hring fram í stefni skipsins, þokan var ekki eins þétt þar. Ljdsin á Eleanore Duse komu i ljós. begar Susan kom auga á Val og Angelo, voru þau einmitt á leið frá mannfjöldanum við borð- stokkinn og gengu yfir að hinni hliðinni, þar sem rólegra var. bau voru i alvarlegum samræö- um og virtust ekki taka eftir nein- um öðrum. — Biddu andartak. Hún fann tak Bens um arm sér verða fast- ara, þegar hún sneri sér að mann- fjöldanum. Hann dró hana með sér inn i skuggann. — Við höfum ennþá svo margt að tala um. — Nú fer grinið að byrja, sagði Butler glaðlega. — Ég vil alls ekki missa af þvi. — Hafiö engar áhyggjur, sagði hann. — Ég skal sjá til þess, að þér fáið sem besta yfirsýn. Besta yfirsýn var lika við vatnsborðið. bau áttu lika eftir að komast nær Eleanore Duse, en þau. hafði grunað. Henni fannst þau nálgast hitt skipið meö ofsahraða. baö leit ekki út fyrir að hægt væri að forðast árekstur. Butler hrukkaði ennið. Var þetta skelfilega urg að verða enn- þá háværara? bað var svo mikill hávaði frá farþegunum, að hann gat ekki gert sér grein fyrir þvi. Nú var ekki mikill timi til stefnu. begar allra athygli beindist að Eleanore Duse.... Varlega, næstum innilega, ók hann stólnum aftur eftir skipinu. — Ættum við ekki að fara yfir að hinni hliöinni nú? Við missum af öllu. Hún leit um öxl og horfði framan i hann. — Nei, þaö gerum við ekki. Bros hans var mjög innilegt. Hvers vegna var hún þá svona miður sin? Hann gekk nú hraðar. Hann varð skyndilega svo óþolin- móður og vildi ljúka þessu af sem fyrst. Stjórnborösþilfarið var alveg mannlaust; þau höfðu ekki séð nokkra hræðu I nokkrar minútur. Nú átti að vera komið að sigling- unni framhjá hinu skipinu og hann gat þá látið til skarar skrlöa. En hvað var aö Beatrice Cenci? Um leið og hraöi Eleanore Duse virtist aukast, hægði Beatrice Cenci á sér. Nú var þetta urgandi hljóð óþolandi hátt. Bjöllur glumdu um allt. Blistur frá báð- um skipunum voru ærandi. — Við skulum flytja okkur að hinni hliðinni! — bú skalt fljótlega komast að hinni hliðinni.elskan! bú ferð beint I sjóinn. Og hann ýtti stóln- um á ofsahraða út að broðstokkn- um. — Hvað.....? — Já, beint i sjóinn..... Eitt- ÞJÓNUSTA UM ALLT LAND Reykjavík: Hekla h.f., Laugavegi 170-172, Aðalumboð Borgarnes: Bifreiða- og Trésmiðja Borgarness Patreksfjörður: Bílaverkstæðið Logi ísafjörður: Vélsmiðjan Þór h.f. Bolungarvík: Vélsmiðja Bolungarvíkur Víðidalur: Vélaverkstæðið Víðir Dlönduós: Vélsmiðja Húnvetninga Sauðárkrókur: Bílaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga Hofsós og nágrenni: Bilaverkstæðið Sigtúnum Siglufjörður: Bílaverkstæði Magnúsar Guðbrandssonar Ólafsfjörður: Bílaverkstæðið Múlatindur Akureyri: Baugur h.f., Norðurgötu 62 Húsavík: Vélaverkstæðið Foss h.f. Egilsstaðir: Arnijótur Einarsson Seyðisfjörður: Vélsmiðjan Stál h.f. Neskaupstaður: Dráttarbrautin h.f. BMavarahlutaverslun Eiríks Ásmundss Reyðarfjörður: Bílaverkstæðið Lykil'l Hornafjörður: Vélsmiðia Hornafjarðar Hvolsvöllur: BMaverkstæði Kaupfélag Rangæinga ÍSelfoss Bílavei'kstæði Kaupfélags Árnesinga Keflavík: Bflavehkstæði Birgis Guðnasonar Kópavogur: Vélvagn s.f. HEKLA HF- LAUGAVEGI 170—172 - REYKJAVÍ K 4§>--^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.