Vikan - 14.11.2000, Side 18
Texti: Jóhanna Harðardóttir
Sjúkdómur
en ekki vesaldómur
Lfður ðér illaP
Þegar manni líður illa and-
lega er stundum erfitt að meta
sjálfur hvort um er að ræða
tímabundna vanlíðan sem
hverfur af sjálfu sér eða sjúk-
dóm. Til er próf frá Karólínska
sjúkrahúsinu I Stokkhólmi sem
notað er til að meta hvort sjúk-
lingur sé haldinn þunglyndi.
Þegar þú tekur prófið skaltu
hafa í huga andlega líðan þína
undanfarna þrjá daga. Gerðu
hring utan um þá tölu sem lýs-
ir best líðan þinni (notaðu 0,5
1,5 og 2,5 ef þú ert mitt á með-
al tveggja staðhæfinga). Taktu
þér ekki of langan tíma til að
svara, reyndu að svara viðstöðu-
laust öllum spurningunum.
Oroleiki
0 Ég er yfirleitt róleg(ur).
0,5-
1----- Ég fæ stundum óróleikaköst.
1,5-
2,5-
Ég er oft mjög óróleg(ur),
stundum er sú tilfinning mjög
sterk og ég verð að taka mig
á til að hafa stjórn á henni.
Ég er með stöðuga, sterka
kvíða- og óróleikatilfinningu
sem ég hef enga stjórn á.
Einkenni þunglyndis eru mörg. Gleðin hverfur úr lífi
þunglyndissjúklingsins, hann getur fengið slæm kvíða-
köst og það verður erfitt að einbeita sér og framkvæma
auðveldustu hluti.
Þunglyndi er algengari sjúkdómur en of hár
blóðþrýstingur og sykursýki. Samt sem áður
eru sjúklingarnir ósýnilegri. Ein ástæðan er
sú að sjúklingarnir sjálfir gera sér oft ekki
grein fyrir að þeir séu haldnir sjúkdómi, önn-
ur ástæða eru fordómarnir gegn sjúkdómn-
um sem því miður eru enn til staðar og koma
í veg fyrir að sjúklingarnir leiti sér hjálpar og
tjái sig um sjúkdóminn.
Það er mjög áríðandi að þeir sem haldnir eru
þunglyndi leiti sér lækninga en til þess þarf
sjúklingurinn að vera meðvitaður um að
hann sé haldinn sjúkdómi.
Skapið
Svefn
0,5-
1,5-
Ég er ýmist glöð (glaður) eða 0-------
leið(ur), allt eftir því sem um-
hverfið býður upp á. 0.5-
Ég er yfirleitt niðurdregin(n), 1 —
en líður þó stundum sæmi-
lega. 1,5-
Ég er yfirleitt niðurdregin(n) 2 —
ogsvartsýn(n). Éggleðstekki
2,5—| yfir hlutum sem venjulega
hefðu glatt mig.
Ég er svo niðurdregin(n) og
óhamingjusöm(samur) að
mér gæti ekki liðið verr.
2,5-
Ég sef rólega og nýt þeirrar
hvíldar sem ég þarfnast. Ég
á ekki erfitt með að sofna.
Ég á stundum erfitt með að
sofna og sef ekki eins vel og
venjulega.
Ég sef a.m.k. tveim tímum
minnaenvenjulega. Égvakna
oft á nóttinni, jafnvel þótt
ekkert trufli mig.
Égsef mjög illa, allt niður f 2-
3 tíma á nóttu.
\
18
Vikan