Vikan


Vikan - 14.11.2000, Side 23

Vikan - 14.11.2000, Side 23
h v e r f areinn úr hópnum ákvaðaðfara í gönguferð til að rétta úr bak- inu eftir að hafa bograð daglangt í garðinum. Hann gekk fram hjá kirsuberjatré en sá ekkertóvenjulegtfyrren íbaka- leiðinni að hann rak augun í hauskúpu sem lá á jörðinni við rætur trésins. Hann tók hauskúpuna með sér heim og hringdi til lögregl- unnar til að láta vita af fundi sínum. Um þetta leyti var Janna ekki eina unga stúlkan sem hafði horfið á þessu svæði því ekki færri en níu ungar og fal- legar stúlkur höfðu horfið á tveggja ára tímabili. Sex höfðu fundist myrtar en þriggja var enn saknað. Hver hafði leikið ungu stúlkurnar svo grátt var ekki vitað en vitað var að hvarf Jönnu var ekki líkt hvarfi hinna. Fljótlega var hægt að sanna að hauskúpan sem fannst væri höfuðkúpa Jönnu Hanson. Nú reið á að finna fleiri líkamsleif- ar til að hægt væri að finna vís- bendingar um hvað hefði kom- ið fyrir ungu stúlkuna. Landslagið alueg eins og miðillinn lýsti Dví Lögreglumönnunum í Snohomish héraði sem ætlað var að rannsaka málið fannst þeirsitja uppi með óleysanlega gátu. Það var enn möguleiki á að Janna hefði strokið að heim- an og ætlað að setjast að í hippakommúnunni, eins gat það verið að henni hefði verið rænt frá húsvagninum og hún gat hafa dáið eðlilegum dauð- daga þótt það væri ótrúlegt. Doug Fraser rannsóknarlög- reglumaðurstjórnaði rannsókn- inni og þótt hann vissi það ekki voru lögreglumennirnir undir hans stjórn að leita að vísbend- ingum á landsvæði sem líktist mjög þeirri mynd sem sjáand- inn hafði dregið upp nokkrum mánuðum fyrr. Fljótlega fund- ust eyrnalokkar, úr og fleiri lík- amsleifar og af þeim sönnunum var hægt að ráða að Janna Han- son hafði verið myrt. Ekkert fannst þó sem benti á hver morðingi hennar gæti verið. Fraser skipaði samstarfs- mönnum sínum að fara aftur yfirgamlar skýrslur, sem tengd- ust hvarfi Jönnu, í leit að vís- bendingum. Rannsóknarlög- reglumennirnir komust fljótt að því að tveir garðyrkjumenn höfðu verið að vinna á lóð Nile Country klúbbsins daginn sem Janna hvarf. Annar þeirra var hinn hálfsjötugi Sven Torgerson sem hafði farið á eftirlaun skömmu eftir áramótin 1975. Hinn, Kenneth Burke, hafði gengið um lóðina og tínt sam- an rusl sem hafði fokið inn á golfvöllinn þegar stormur gekk yfir kvöldið áður. f upprunalegu skýrslunni kvaðst hann ekki hafa séð Jönnu Hanson og ekki orðið var við neinar mannaferð- ir. Hann kvaðst hafa farið að húsvagninum seinna um morg- uninn til að setja nýtt þrep í tröppurnar sem lágu upp að dyr- um vagnsins en hann kvaðst ekki hafa orðið var við manna- ferðir. Hann var með lykla að húsvagninum en þegar lögregl- an bað um þá seinna fundust þeir ekki. Framdi sjálfsmorð áður en hann var ákærður Lögreglan skoðaði nú náið og betur en fyrr framburð mann- anna tveggja um ferðir sínar daginn sem Janna hvarf. Þeir fóru einnigogyfirheyrðu Kenn- eth Burke að nýju og fundu að hann varð órólegri eftir því sem á viðtalið leið. Lögreglumenn- irnir þrýstu ekki fast á hann um svör þótt þeir yrðu varir við missagnir í framburði hans en ákváðu að skoða betur það orð- spor sem af honum fór. Þeir komust að því að Kenn- eth hafði skotið liðþjálfa sinn I hernum fimm skotum með skammbyssu og verið dæmdur í fangelsi fyrir vikið. Eins bar ungur maður, sem oft hékk í ná- grenni klúbbsins, það að um- mæli Kennethsum konurværu oft vafasöm og hálf ógeðfelld. Kenneth var því boðið að taka lygamælispróf en þegar að því kom var hann svo stressaður að ekki var að marka niðurstöður prófsins. Torgerson var fluttur til annars landshluta til að njóta ellinnar en lögreglumennirnir höfðu uppi á honum og þá ját- aði hann að hafa látið vera að segja lögreglumönnunum sem rannsökuðu hvarfið að Kenn- eth hefði komið inn í vinnuskúr þeirra félaga um hálfellefu hinn 26. desember og boðið félaga sínum að fara í hádegismat. Hann hefði tekið skellinöðru sem þarna var og farið burtu á henni og Sven, sem greip tæki- færið til að njóta jólanna örlít- ið lengur fegins hendi, hafði u r Doreen Hanson með mynd af dóttur sinni. Inngangur að Nile Country klýbbnum þar sem hús- vagninn stóð. tekið eftir að hann var mjög stressaður. Það var ekki fyrr en eftir klukkan eitt þennan sama dag að Sven varð var við vinnu- félaga sinn aftur. Lögreglan var nú sannfærð um að Kenneth Burke hafði hitt Jönnu Hanson í húsvagni vin- konu sinnar og ráðist á hana. ( viðtölum við hann urðu lög- reglumennirnir fljótlega varir við sterkar tilhneigingar til ofbeld- is og mikla niðurbælda árásar- girni en áður en til ákæru og réttarhalda gæti komið skaut Kenneth Burke sig. En Doreen Hanson gat með sanni sagt við blaðamenn, þegar minningarat- höfn um dóttur hennar var lok- ið, að sú fullvissa hennar að dóttir hennar myndi aldrei strjúka að heiman hefði verið rétt. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.