Alþýðublaðið - 12.03.1923, Side 1

Alþýðublaðið - 12.03.1923, Side 1
I9231 Mánudaginn 12. marz. 57. tölublað. Fu n d u r í verkakTennafélaginu >Framsókn< þriðjudaginn 13. þ. tn. kl. 8x/a síðd. í Ungmennafélagshúsimi á Laufásveg 13. Stfópnln. Leikfélag Reykiavfkur. Nýjársnóttin verður leikln í kvöld (mánudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir allan daginn og við iunganginn. ® Síðasta sinn. @ Starfsmenn rfkisins brefjast launabóta. (Einkaskeyti til >Alþbl.<). ísafirði, 10. marz. Allir starfsmenn ríkisins á ísa- firði áttii fund með sér í gær. Vár þar samþykt einróma fund- árályktun um, að laun starfs- manná væru alt of lág með nú verandi dýt tíðaruppbót, og skor- að á samband starfsmánna ríkis- ins að beitast fyrir því að fá þetta að einhverju leyti tagfært. Það er algengt, að þegar menn eru að einhverju leyti staddir í vanda, grípa þeir í fátinu til þess, sem er hendi næst til að reyna að bjarga sér bili, en gefa sér ekki ráðrúm til þess að athuga, hvort það, sem þeir grípa til, er-til annars en að gera aðstöðu þeirra verri. Þannig fer auðvaldsliðum, þeg- ar þeir taka tíl þess ráðs að veifa >náttúrulögmálinu< sér til varnar. Raunar geta þeir þess aldrei, hvaða náttúrulögmál þeir eiga við, og er þó viðkunnan- legra, þegar vitnað er í lög, að nokkuð nákvæmlega sé til tekið. hlenn verða því að geta sér til um það, og er þó næst að hugsa sér, að þeir eigi við það lög- mál lffsins, sem kemur fram í því, að margt smátt sameinast í eina heild til þess að geta komið sér betur við að ná takmarki framþróunarinnar, sem er jafn- vægl, — jöfnuður. Þessu lögmáli fyigja jafnaðar- menn, þegar þeir safna saman í flokk þeim, sem vegna aðstöðu ginnar njóta ekki réttar síns tH lífsins, til þess að fá því komið til leiðar með mætti sameiningar- innar, sem þá vanhagar. En ef til vill eiga auðvalds- liðar ekki við þetta lögmál, held- ur hitt, sem viða gætir í nátt- úrunni, að sá, sem máttarminni er, verður að lúta í lægra haldi fyrir hinum sterka. En vitja þeir sjálfir lúta því lögmáli ? Ef svo er, þá er jáfngott, að þeir fái að flnna til þess, að >engiun má við margnumc. Það er líka >náttúrulögmál<. Og það eru allar horfur á því, að íslenzk alþýða fáist til þess heldur fyrr en seinna að láta auðingjana smakka sætleika þessa >náttúrulögmáls<. Verður fróðlegt að sjá, hversu vel þeir verða við, þegar þeir verða sjálfir að lúta >náttúru- Iögmálinu<. Skyldu kvein þeirra nú ekki stata af því, að þeim þyki >nátt- úrulögmálin< vera farin að njóta sín fullmikið innan þjóðfélags- ins? Eða er það ekki >náttúrulög- mál<, að það lifi, se;m bæfast er, en hitt deyi út, sem ekki getur áðlagast lífsskilyrðunum ? Kemur ekki þetta >náttúru- lögmál< mjög greinilega í ljós í því, að hér sem annars staðar fer þeim dagfjölgandi, sem að- hyllast jafnaðarstefnuna? Fyrir rúmnm 8 árum var Al- þýðuflokkurinn ekki til. Nýlega fékk hann vlð landkjör hátt upp í það eins háa atkvæðatöiu og gamall og rótgróinn stjórn- málaflokkur, og við nær allar bæjarstjórnarkosningar í vetur hefir hann sigrað. Hér í Reykja- vík hefir hann tvö atkvæði á móti þremur hjá öllum öðrum flokkum sameinuðum. Er ekki sýnilegt, að auðvalds- flokkarnir hérna eru að falla eins og gras á haustdegi, og að Alþúðuflokkurinn með jafnaðar- stefnuna þýtur upp eins og fífill í túni á vordegi — samkvæmt >náttúrulögmálinu<. Auðvaldsflokkarnir þurfa ekki að gá að því: Fyrir þeim er >uppdráttarsýkin viss eins og dauðinn<. Þó fyrirmunar þeim enginn að bera sig mannalega,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.