Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 12

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 12
ÞEGAR . KÆRASTINN SVEIK JÖNU Þegar ég sit á skrifstofu minni, heyri ég jönu okkar þjösnast ofan stigann með kúst og skarnskúffu. Aður fyrr var það vani hennar að raula sálmalög eða enska þjóðsöng- inn fyrir munni sér, en nú var hún þegjandi og róleg við störf sín. Það hafði borið við, að ég óskaði eftir slíkri þögn og konan mín líka. En þegar þögnin var fengin og enginn hávaði heyrðist framar, var eins og við kynnum ekki rétt vel við það. Og þó að ég hálfskammist mín fyrir að segja það, þá dauðlangaði mig til að heyra Jönu syngja eða raula brot úr danslagi, svo sem til merkis um, að skap hennar væri farið að jafna sig. En hvað okkur langaði til, að öllu væri lokið með unnustann hennar Jönu, áður en það varð! Jana var alltaf mjög frjálsmannleg í tali við konuna mína. Ræddu þær stundum alls konar efni af mesta kappi í eldhúsinu, og ég hafði oft gaman af að opna hurðina fram í eldhúsið og taka þátt í samtalinu. En eftir að Vilhjálmur kom til skjal- anna, var umræðuefnið alltaf Vil- hjálmur og ekkert nema Vilhjálm- ur, Vilhjálmur hér og Vilhjálmur þar, og þegar við héldum, að út- rætt væri um Vilhjálm í bili, þá hófst samtalið um Vilhjálm að nýju. — Trúlofunin hélzt í þrjú ár. Hvern- ig Jana kynntist Vilhjálmi og varð svona snarvitlaus í honum, fengum við aldrei að vita. Hvað mig snertir, þá held ég, að það hafi verið á götuhorninu, þar sem séra Barnabas Baux var vanur að halda samkomur á sunnudags- kvöldum. Unga fólkið dregst oft að hvers konar hávaða á götum úti, og ég hugsa, að Jana hafi staðið þarna á horninu og farið að taka undir sálmasönginn svona upp úr sér og eftir minni, — í staðinn fyrir að koma heim og borða kvöldmatinn, — og þá hafi Vilhjálmur komið upp að síðunni á henni og sagt „sæl", og hún hafi sagt „sæll", og upp úr því hafi svo kunningsskapurinn orðið. Konan mín hefur einstakt lag á að fá stúlkurnar til að segja sér alla skapaða hluti, og það leið ekki á löngu, áður en Jana sagði henni allt um Vilhjálm. — Hann er alveg einstakur mað- ur, frú, sagði Jana. — Ég veit bara, að þér trúið því ekki. Hann er und- irdyravörður hjá Maynard, vefnað- arvörukaupmanninum, og fær 18 12 VIKAN 18 tbl skildinga — nærri því pund — á viku. Hann er af heldra fólki, þetta er svo sem ekki verkafólk. Faðir hans var matjurtasali, frú, og varð tvisvar sinnum gjaldþrota. En systir hans vinnur á sjúkrahúsi. Þetta er sveimér gott gjaforð fyrir mig, blá- fátæka manneskjuna! — Eruð þið þá trúlofuð? spurði konan mín. — Ekki beint, frú, en hann er að safna fyrir hringunum. — Jæja, Jana mín, sagði konan mín. — Þegar þið eruð búin að op- inbera, skaltu bjóða honum heim eitthvert sunnudagskvöldið og gefa honum kaffisopa hérna í eldhúsinu. Efemía er alltaf svo móðurleg við stúlkurnar sínar. Skömmu síðar var Jana komin með splunkunýjan trúlofunarhring á hægri hendi, og var nú heldur betur völlur á henni. Gamla fröken Maitland, vinkona okkar, var eitthvað að fetta fingur út í, að vinnukonur skyldu ganga með svona dýrindis steinhringa, en konan min eyddi því, og Jana hélt áfram að spóka sig með hringinn. Mér virtist unnusti Jönu vera mjög efnilegur, ungur maður. — Vilhjálmur bragðar hvorki vín né tóbak, sagði Jana einn daginn, þegar hún var að tína saman tómar bjórflöskur. — Þetta er svoddan sóðaskapur af tóbakinu, svo að maður tali nú ekki um peninga- eyðsluna. Og svo tóbakssvælanl Ojbara! En sumir geta víst ekki án þess verið. Jönu renndi allt í einu grun í, að hún mundi höggva nokkuð nærri konu minni með þessu tali. Henni var nefnilega ekkert um reyking- arnar í mér gefið. — Ég þykist vita, að húsbóndan- um hérna líði aldrei eins vel og þegar hann er búinn að kveikja í pípunni sinni. En það er nú annað með svoleiðis menn. Vilhjálmur var fyrst fremur illa til fara. Hann var í gömlum, snjáð- um fötum, sem hann var löngu vax- inn upp úr. Hann hafði vatnsblá augu og gekk með regnhlíf, sem hann skildi aldrei við sig. Allt frá því fyrsta gazt Efemíu illa að honum. — Hann fer oft í kirkju, sagði Jana, — og það má heita, að kirkj- an sé honum faðir. — Sé hvað? hváði konan mín. — Sé eíns og faðir, sagði Jana. — Hr. Maynard er í Plymouth- bræðrasöfnuðinum, og Vilhjálmi finnst skynsamlegra að vera þar einnig. Hr. Maynard talar oft vin- samlega við hann, þegar þeir hafa tíma. Þeir etala bæði um það að nota vel alla spotta og láta þá ekki fara til ónýtis, og svo um sálarheill- ina. Maynard tekur mikið mark á Vilhjálmi og finnst hann vera svo nákvæmur, bæði með að passa spottana, og svo það andlega. Skömmu síðar heyrðum við, að yfirdyravörðurinn hjá Maynard væri farinn, og að Vilhjálmur væri orð- inn yfirdyravörður með 25 skild- inga laun á viku. — Hann hefur miklu betri kjör en maðurinn, sem ekur flutninga- vagninum, sagði Jana, — og þó er hann goftur og á þrjú börn. Og í hreykni sinni hét hún því að láta Vilhjálm sjá um, að við fengj- um óvenju fljóta og góða afgreiðslu, ef við verzluðum við Maynard. Eftir þessa upphefð jókst vel- gengni Vilhjálms dag frá degi. Einn daginn heyrðum við, að Mayn- ard hefði gefið Vilhjálmi bók. — „Brostu bara" heitir hún, sagði Jana. — En það er samt ekkert grín. Hún segir manni, hvernig maður á að komast áfram [ lífinu, og sumt sem Vilhjálmur las fyrir mig var ákaflega fallegt. Efemía sagði mér hlæjandi frá þessu, en svo bætti hún við alvar- leg í bragði: — Heyrðu, góðil Jana sagði mér dálítið, sem ég kann ekki við. Hún var búin að þegja dálitla stund, en sagði síðan allt í einu: Vilhjálmur tekur niður fyrir sig, þegar hann giftist mér. — Ég sé ekkert athugavert við, þó að þið giftist, sagði ég. En sið- ar rann smátt og smátt upp fyrir mér Ijós.... Eitt sunnudagskvöld, þegar ég sat við skrifborðið mitt — ég hef liklega verið að lesa góða bók — fór einhver fyrir gluggann. Ég heyrði undrunaróp á bak við mig og sá, að Efemía stóð með galopin augun og sem steini lostin af undr- un. — Georg, hvíslaði hún, og það var bæði undrun og ótti f röddinni. — Sástu nokkuð? Og svo sögðum við bæði sam- tímis, hægt og hátíðlega: — Silkihattur, hvítir hanzkar, ný regnhlífl — Það er kannski ímyndun, elsk- an mín, sagði Efemía, en mér sýnd- N Brezki rithöfundurinn Herbert George Wells var fæddur 21. september 1866. Hann var af lægri-miðstéttarfólki kominn; faðir hans var smákaupmaður, en móðir hans þjónustustúlka hjá aðalsfrú. Strax , æsku las hann allt sem hann náði í og hlaut námsstyrki, sem gerðu honum kleift að stunda nám við Lundúnaháskóla. Hann tók þaðan próf í vísindum með mjög hárri einkunn og góðum vitnisburði. Hann kenndi líf- fræði um skeið, en gerðist síð- an blaðamaður. Fyrsta bók hans kom út 1895. Hann skrifaði vísindalegar skáldsögur og eru einna fræg- astar þeirra The Time Machine (Timavélin), In the Days of the Comet og The War of the Worlds. Hin síðastnefnda varð heimsfræg, er hún var leikin í útvarp í Bandaríkjunum undir stjóm Orson Welles. Það var í október 1938 og þúsundlr á- heyrenda urðu. skelfingu lostn- ir og héldu, að menn frá Marz hefðu gert innrás inn í landlð. Wells hefur einnig samið fjölmargar skáldsögur, sem fjalla um þjóðfélagsvandamál og höfðu mikil áhrif á sfnum tima. En ef til vlll er bezta verk hans Outline of History, þar sem hann stefnir allri mannkynssögunni fyrir dóm- stól. Þessi bók hefur verið kvikmynduð og var myndin sýnd hér í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu, undir nafninu Mannsandinn- H. G. Wells lézf J3, ágúst 1946. V__________________________________/

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.