Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 14

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 14
Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 4. HLUTI - Þakka ySur fyrir, en þér eruS ennþá óvinur minn, sagSi Dinny. - Ungfrú Cherrell, ég skal gera allt sem á mínu valdi stend- ur til aS breyta áliti ySar á mér. Ég er ySar auSmjúkur þjónn, og ég vona aS meS tímanum geti ég orSiS eitthvaS meira. Þegar veiðimennirnir voru komnir á sinn stað, eítir hádegisverð- inn, fóru konurnar á eftir þeim með stafstóla sína, til að horfa á veiðarnar og sitja karlmönnunum til heilla. Dinny og Fleur gengu samhliða. Þær þekktust ekki mikið, og höfðu ekki hitzt í meira en ár. Dinny virti Fleur fyrir sér og dáðist að því í huganum hve glæsi- leg hún var, og hugsaði með sér að hún gæti örugglega fengið holl ráð, því að Fleur var alltaf úrræðagóð. — Ég heyrði bréfið frá þér til Hilarys frændp lesið í lögreglu- réttinum, Fleur. — Ó, það. Það var skrifað eftir beiðni Hilarys, ég þekki raunar ekki þessar stúlkur. Það er erfitt að kynnast þeim. Sumt fólk hefur lag á því að smeygja sér inn undir hjá öðrum, ég get það ekki, enda hef ég enga löngun til þess. Eru sveitastúlkurnar hjá ykkur erfiðar? — Hjá okkur þekkjum við allar ungar stúlkur, reyndar allt fólk- ið í nágrenninu og vitum yfirleitt allt um það. Fleur virti hana fyrir sér. — Já, það er óhætt að segja, Dinny, að þú ert föst fyrir. Þú verður dásamleg ættmóðir; -— en ég er ekki á því hreina með hver ætti að mála þig. Það er kominn tími til að eitthvað frá gömlu ít- ölsku meisturunum komi aftur.... — Segðu mér, sagði Dinny, — var Michael í þinginu, þegar fyrir- spurnirnar um Hubert voru lagðar fram? — Já, og hann var mjög reiður, þegar hann kom heim. — GrOtt! — Hann var að hugsa um að gera eitthvað frekar, en þá var komið að þinglausnum. En hvaða máli skiptir hvað þeir ræða þar? Ég held það sé það síðasta sem fólk leggur eyrun að nú. — Ég er hrædd um að faðir minn taki gerðir þingsins alvarlega. — Já, eldri kynslóðin. En það eina sem almenningur lætur sig varða er fjárhagsáætlunin. Og það er ekkert skrítið, það stendur allt og fellur með peningum. — Segirðu þetta við Michael? — Ég þarf þess ekki. Þingið er ekki orðið annað en reikningsvél. — Þeir búa þó til lög ennþá. — Já, vina mín, en alltaf eftir á. Ef þú vilt sannanir, þá líttu bara á ástandið í landinu! Hverjum vilt þú standa hjá, þegar við komum til veiðimannanna? — Saxenden lávarði. Fleur starði á hana. — Ekki vegna fegurðar hans eða skemmti- legheita. Hvers vegna? — Vegna þess að ég ætla að fá hann á mitt mál vegna Huberts, og ég hef lítinn tíma. — Ég skil, en ég ætla að vara þig við, vina mín. Láttu ekki svip- inn á Saxender gabba þig. Hann er undirförull, gamall refur. Hann er reyndar ekki svo gamall. Dinny gretti sig. — Ég reyni hvað ég get. Lawrence frændi hefur gefið mér nokk- ur ráð. — Varaðu þig, tautaði Fleur. — Jæja, ég fer til Michaels, hann hittir betur,- ef ég er hjá honum. Diana verður hjá Ameríkananum. — Ég vona, sagði Dinny, — að hún trufli hann svo hann hitti engan fugl. — Ég held að það geti ekkert truflað hann. Eg gleymdi Adrian, hann verður að sitja á sínum stafstól og hugsa um beinin sín og Diönu. Þá erum við komnar. Farðu í gegnum þetta hlið. Þarna er Saxenden, þeir hafa sett hann á bezta staðinn. Farðu þarna og komdu að honum aftan frá. Michael er yztur, hann fær alltaf versta staðinn. Dinny klifraði yfir lága girðingu, og nálgaðist lávarðinn varlega. — Er yður sama, lávarður, þótt ég sitji hér, ég skal vera ósköp hæglát. — Já, já, hm-m. — Þér eruð ekki hrifinn af að hafa mig hér. Á ég að fara? — Nei, nei! Þetta er allt í lagi. Sg hitti hvort sem er ekki fjöður í dag. Þér verðið mér kannski til heilla. Dinny settist á stólinn sinn og klóraði einum veiðihundinum bak við eyrun. — Þessi ameríski náungi hefur hitt framhjá mér þrisvar sinnum. — - En ósmekklegur. — Hann miðar á fugla sem alls ekki eru í skotfæri, en hittir þá alla. Allir fuglarnir sem ég missi fljúga þarna við sjóndeildarhring, og þar hæfir hann þá. Hann segist ekki sjá þá, þegar þeir eru fyrir framan sigtið hjá honum. — Það er skrítið. Dinny sá átta fugla fljúga upp, rétt eins og þeir væru á sama bandi. Bang-bang. ... — Fjandinn hafi það, sagði Saxenden lávarður. Dinny sá alla átta fljúga burt. — Þetta hlýtur að vera birtunni að kenna, sagði hún. — Nei, það er ekki birtan, sagði lávarðurinn, — það er lifrin. Eg hef séð bletti í allan dag. Sjáið þér nokkurn tíma bletti? — Nei, sagði Dinny, — stundum stjörnur. Dinny leit á hann út undan sér. Hann leit út fyrir að vera ánægður. — Nú er augnablikið komið, hugsaði hún. — Segið þér nokkurn tíma við Ameríkana að þeir hafi unnið stríðið, Saxenden lávarður? — Hvers vegna ætti ég að gera það? — En þeir gerðu það, var það ekki? — Segir þessi náungi það? 14 VIKAN 18- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.