Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 15
— Ég hef ekki heyrt hann segja það, en ég er viss um að það er skoðun hans. Dinny sá að hann leit með athygli á hana. — Hvað vitið þér um hann? — Bróðir minn fór í leiðangur með honum. — Bróðir yðar? Aha! Það var rétt eins og hann hefði sagt: — Þessi unga stúlka ætlar að hafa gott af mér. Dinny fannst skyndilega eins og hún væri á hálum ís. - Ef þér lesið bók Hallorsens, þá vona ég að þér viljið lesa dag- bók bróður míns um leið. — Eg les aldrei neitt, sagði Saxenden lávarður, - Ég hef ekki tíma til þess. En nú man ég, — Bolivia, - hann skaut mann, vai4 það ekki? Og missti farangurinn? — Hann varð að skjóta manninn, til að bjarga lífi sínu, og hann varð að hýða tvo fyrir illa meðferð á skepnunum; þá flýðu allir nema þrír, og drápu múldýrin. Hann var eini hvíti maðurinn, inn- an um hóp af kynblendingum. Hún mætti köldu augnaráði hans hiklaust, og minntist orða Sir Lawrences: — Notaðu Botticelli-augnaráðið, Dinny! Má ég lesa nokkuð af dagbók hans fyrir yður? - Ja, ef það verður tími til þess. — Hvenær? — I kvöld. Eg verð að fara til borgarinnar á morgun. — Hvenær sem yður þóknast. — Það verður ekki tími fyrir miðdegisverðinn, ég þarf að skrifa nokkur bréf. Eg get beðið hve lengi sem er. Hún sá að hann virti hana vand- lega fyrir sér. — Við sjáum til, sagði hann, um leið og hitt fólkið kom í áttina til þeirra. Dinny yfirgaf hópinn og gekk heim á leið. Þegar hún hafði haft fataskipti fór hún inn til Fleur. Herbergisþerna frænku hennar var að nudda hálsinn á Fleur með rafmagnstæki, en Michael stóð í gættinni, með fingur á hvíta háls- bindinu. Fleur sneri sér við. Halló, Dinnv! Komdu og fáðu þér sæti. Þetta er nóg, þakka yður fyrir, Powers. Hvað er það, Michael? Stúlkan fór, og Michael kom til að fá hjálp við bindið. — Þarna, sagði Fleur; og þegar hún leit á Dinny, bætti hún við: Ertu með eitthvað nýtt um Saxenden? — Já. Ég á að lesa kafla úr dagbók Huberts fyrir hann í kvöld. Spurningin er: hvar hentugt er að æska mín og hans háæruverðug- heit.... — Vertu ekki að leika sakleysi, Dinny, þú ert ekki svo einföld, er hún það, Michael? — Aldrei einföld, en alltaf snillingur. Þú varst eins og engill, Dinny, begar þú varst lítil; eins og þú furðaðir þig á því að þú hefðir ekki vængi. Eg býst við að ég hafi verið hissa á því að þú sviptir mig vængjunum. — Þú ættir að vera í blúndubuxum á fiðrildaveiðum, eins og Gainsborough-stúlkurnar í National Gallery. Hættið þessu barnahjali. Það er búið að hringja í mat. Þú getur fengið litlu stofuna mína til umráða, hún er hérna hinum megin við bilið. Þá getur Michael komið þér til hiálpar, ef karlinn verður erfiður, og slegið hann niður með skónum sínum, eins og rottu. — Fínt, sagði Dinny, — en ég býst við að hann verði Ijúfur eins og lamb. — Það er ekki gott að segia, sagði Michael, hann er líkari geit. — Þarna er stofan, sagði Fleur, um leið og bau gengu út, — gangi þér vel. .. .! Dinny sat milli Hallorsens og Tasburghs hins unga. rétt við borð- endann, þar sem Saxenden lávarður sat við hliðina á frænku henn- s ar. Jean Tasburgh sat hægra megin við hann, við hornið. Hún var sannarlega lík hlébarða, og mjög fögur. Ljósbrún húðin, ávalt and- litið og dásamlega augu stúlkunnar hrifu Dinny. Saxenden lávarð- ur virtist líka hrifinn af henni. Dinny hafði ekki fyrr séð hann svo rjóðan. Lafði Mont talaði við Wilfred Bentworth, sem sat til v.instri við hana. Næst honum sat Fleur og talaði við Hallorsen, svo Dinny varð að hlusta á Tasburgh hinn unga, sem varla dró nös, en Dinny gat stöðvað orðaflauminn, með því að horfa í áttina til systur hans. — Ó, hún, sagði hann. Hvað finnst vður um hana? — Hún er töfrandi. — Eg skal segia henni það, en hún deplar ekki einu sinni augun- um. Hún er jarðbundnasta vera sem ég þekki. Hún virðist vera að tæla sessunaut sinn. Hver er hann? — Saxenden lávarður, — Ó, en hver er þessi Jón Boli við hornið hinum megin? — Wilfred Bentworth, hann er kallaður „landsdrottinn“. — Og næst yður — sá sem er að tala við lafði Mont? — Það er Hallorsen prófessor, frá Ameríku. — Hann er glæsilegur maður. — Svo er sagt, sagði Dinny þurrlega. — Finnst yður það ekki? — Karlmenn eiga alls ekki að vera svona laglegir. — Það er gott að hevra yður segja það. -—■ Hvers vegna? — Þá fá þeir ljótu tækifæri. — Ó! Farið þér oft á slíkar veiðar? — Sjáið þér til, ég er svo ánægður að hafa að lokum hitt yður. Að lokum? Þér höfðuð ekki heyrt mig nefnda fyrr en í morgun. — Nei, en það kemur ekki í veg fyrir það að mér finnst þér vera dásamleg. — Drottinn minn! Hagið þið ykkur þannig í sjóhernum? — Já, það fyrsta sem okkur er kennt er að taka fljótar ákvarð- anir. — Herra Tasburgh.... — Alan. — Eg fer nú að skilja þennan orðróm um konu í hverri höfn. — Ég á ekki eina einustu, sagði ungi maðurinn alvarlega. — Þér eruð sú fyrsta sem ég þrái. Sjáið þér til, sjóherinn er mjög erfiður. Þegar við sjáum eitthvað, sem við girnumst, verðum við að snúa okkur að því að öðlast það. Við höfum svo nauman tíma. — Hve gamall eruð þér? spurði Dinny hlæjandi. — Tuttugu og átta. Hún horfði á hann vingjarnlegum augum. — Nú verð ég að snúa mér að óvininum. — Óvini? Get ég ekki gert eitthvað við hann? — Það yrði ekki að neinu gagni, enda þarf ég fyrst að láta hann gera það sem ég vil. Það er leiðinlegt. Mér lízt hann hættulegur. — Hinn sessunautur yðar bíður eftir að ná af vður tali, hvíslaði Dinny og sneri sér að Hallorsen. Hann hneigði sig og sagði: — Ungfrú Cherrell! rétt eins og hún væri nýkomin frá tunglinu. — É'g heyri að þér séuð góð skytta, prófessor. — Ja, ég er ekki vanur því að fuglarnir séu svo gott skotmark. Ég venst því með tímanum. En þetta er nýtt fyrir mér. — Það er þá ánægjulegt? — Það er það vissulega. En sérstaklega þó að vera undir sama þaki og þér, ungfrú Cherrell. — Kanóna til hægri og kanóna til vinstri, hugsaði Dinny. Hafið þér nokkuð hugsað um það hvernig þér getið bætt um fyrir bróður mínum? Hallorsen lækkaði róminn. — Eg er mikill aðdáandi yðar, ungfrú Cherrell, og ég skal gera það sem þér óskið. Ef þér viljið, skal ég skrifa dagblöðunum og afturkalla ummæli mín í bókinni. Og hvers óskið þér í staðinn, Hallorsen prófessor? — Einskis, nema vináttu yðar. Bróðir minn hefur fengið mér dagbók sína til birtingar. Ef það er yður huggun, þá gerið það. — Eg hef verið að hugsa um það, hvort þið tveir gætuð nokkurn tíma skilið hvorn annan. — Eg held að við höfum ekki gert það. Og þó voruð þið aðeins fjórir hvítir, var það ekki? Hvað var það eiginlega sem þér höfðuð á móti bróður mínum? — Ef ég segi yður það, verðið þér ennbá reiðari við mig. - Nei, ég get verið sanngjörn. — Jæja, í fyrstu fann ég að hann hafði myndað sér ákveðnar skoðanir um marga hluti, op beim vildi hann ekki breyta. Við vor- um þarna í ókunnu landi, hvorugur okkar þekkti til landshátta, meðal Indíána og fólks sem ekki var siðað nema að litlu levti. Samt vildi Cherrell höfuðsmaður að allt. yrði framkvæmt á hefðbundinn, brezkan hátt; hann setti reglur og krafðist að þeim væri hlýtt. Ja, ég reikna með að hann hefði skipt um föt fyrir miðdegisverð, ef við hefðum tekið það í mál. — Þér ættuð að taka til athugunar, sagði Dinny. sem komu um- mæli hans nokkuð á óvart, - að okkur Englendingum finnst bað! borga sig, hvar sem er í heiminum, að vera vanafastir. Við erum dreifð um allan heim, en við verðum alltaf fyrst og fremst Englend- ingar. Þegar ég les dagbókina, finnst mér að bróðir minn hafi ekki verið nógu strangur. — Ja, hann er ekki dæmigerður Jón Boli, hann beindi höfðinu að borðendanum, — eins og Saxenden lávarður og herra Bentworth; það gæti verið að ég hefði skilið hann betur, ef hann hefði verið líkur þeim. Það var eins og tilfinningar hans ætu hann upp, innan Framhald á bls. 48. i8. tw. vxka>r 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.