Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 18
Gerviöstrogenin tvö, mestranol og etinylöstradiol, en annað hvort er í hverri Pillu, eru því sem næst jafngild. Progestogenin sjö eða þar um bil eru hins vegar ekki jafn sterk, svo mælieiningin er ekki óbrigðult mark um styrkleikann. Af tveimur aðalflokkum progestogens eru nortestosterone stofnarnir gerviefni skyld karlhormónum, en skammturinn svo lítill að útilokað er, að nokkur karleinkenni komi fram hjá neytandanum. Þau eru aflmikil til að koma í veg fyrir egglos, og þótt þau verki sem gagnöstrog- en á leghálsinn og legið, breytast þau að vissu marki í östrogen í líkam- anum. Progesterone acetate stofnarnir hafa eiginleika eðlilegs progesterone og koma ekki jafn ákaft í veg fyrir egglos, en vernda yfirborð legsins og hindra ótímabæra millitíðablæðingu. Og sem gagnöstrogen gerir það leg- hálsslímið seigara fyrir sæðið. Pillurnar eru kallaðar östrogenískar eða prógestogenískar, eftir því hvort efnið er áhrifameira, eða í jafnvægi, séu áhrifin jöfn. En oft er deiluatriði, hvort um jafnvægi er að ræða eða hvort efnið hefur meiri áhrif. [ vali eru progestogenískar Pillur notaðar þegar konur eru of léttar, hafa of miklar blæðingar, bólur eða fílapensla, óeðlilega loðið hörund, höfuðverk fyrir tíðir og þrútnar æðar. Ostrogenískar pillur eru aftur gefn- ar þeim sem hafa þveröfug einkenni. Á kon^ á hættu að verða ófrísk, ef hún skiftir um Piiliitegund? Gerðar hafa verið ýmsar tilraunir á konum í þessu tilliti, án þess að til þungunar kæmi. En til örvggis er talið ráðlegra að nota aukagetnaðarvörn fyrsta Pillutímabilið, ef nýja Pillan inniheldur verulena minni skammt hor- móna, einkum östrogens, sömuleiðis ef konan hættir með blandaða Pillu en tekur til við raðpillu. LANGTÍMAAUKAVERKANIR, eftir dr. Alfred Byrne. Er óhætt að taka Pilluna stöðuqt í svo sem 20 ár? Það veit enginn. Þær vísindalegu tilraunir, sem lengst hafa verið reknar, varpa varla miklu Ijósi á það, því þar vantar rannsóknir á sambærilegum hópi kvenna, sem ekki nota Pilluna. Því miður koma áhrif sumra krabba- vekjandi efna ekki fram fvrr en eftir 10—40 ár, en þar er bót í máli, að í staðinn fyrir núverandi Pillu verða komnar einfaldari og öruggari getn- aðarvarnir löngu fyrir þann tíma. Eq hef áhyqgiur af frásöf?num um. að lan^tíma- taka P'lli'nnar waMi ófr'ósemu Fr bað rétt? Til þess bendir fátt, svo ekki sé meira sagt. Frá Astralíu eru skýrslur um konur, sem ekki höfðu tíðir í meira en ár eftlr að töku Pillunnar lauk, en engin sönnun bendir til þess, að Pillan hafi átt sök á því, og ekki hafi verið um tilviljun að ræða. Sömuleiðis hefur verið skýrt frá eggjastokka- breytingum í nokkrum (ótölugreindum) konum, sem tóku Pilluna, en ekki hafa verið teknar saman skýrslur um sama fyrirbæri hjá konum, sem ekki taka Pilluna. Þegar eitthvað fer öðruvísi en gott þykir, er hætt við of mikilli til- hneygingu til að skella skuldinni á Pilluna. Er rétt, að Pillan geti orsakað æðastíflu? Hve m»kil or áhættan?______________________________________________ Ákveðið sámband hefur reynzt milli Pillutöku og myndunar „venous thrombosis", það er trefja f æðunum. Aðal hættan af slíkum trefjum, „thrombi", er að þær geta setzt sem tappar í nauðsynleg líffæri og þannig ef til vill valdið dauða. Tengslin eru túlkuð á mismunandi hátt eftir því hverjir rannsaka þau. Rannsókn hjá Konunglega læknaskólanum brezka (The Royal College of General Practitioners) sýndi, að hætta á æðastíflu eykst þrisvar sinnum við töku Pillunnar. Sérfræðingar Læknisfræðilega rannsóknarráðsins (Medi- cal Research Council) komust að þeirri niðurstöðu, að konur sem taka Pilluna eru níu sinnum líklegri til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna blóðtappa en þær, sem ekki nota hana. Loks áætla nýjustu skýrslur Lyfjaeftirlitsnefndarinnar (Committee of Safety of Drugs), að inntökugetn- aðarvarnir séu líklegar til að valda dauða 1,3 heilbrigðra kvenna á aldrin- um 20—40 ára og 3,4 á aldrinum 35—44 ára af hverjum 100.000 neyt- endum Pillunnar á ári hveriu, vegna blóðtappa í lungum og heila (slagi). En á hinn bóginn er vert að benda á, að hættan á dauðsfalli við þungun er meiri en þessi, — þótt ekki sé reiknað með öðru en blóðtappa af völd- um þungunarinnar. Ennfremur er öllum öðrum aðferðum getnaðarvarna ábótavant þannig að þeim fylgir ofurlítil hætta á dauðsfall vegna þung- unar. Er ein tegund Pillu annarri líklegri til að valda blóðtappa? Ef svo, þá hver? Enn hefur engin augljós munur fundizt á pillutegundum. En þar sem Pillurnar innihalda nokkrar mismunandi gerðir progestogens móti aðeins tveimur mjög áþekkum östrogenum, er talið líklegt, að östrogenið fremur en progestogenið eigi sök á blóðtappanum, og niðurstöður rannsóknarstofu- tilrauna styðja þetta. Sé þetta rétt, kunna raðpillur að vera hættulegri en blandaðar, því yfirleitt innihalda þær meira östrogen. Mögulegt getur því reynzt að minnka eða bægja frá möguleikanum til blóðtappa með því að nota mjög vægar pillur, sem teknar verða stöðugt („continuous Pill"), sem eingöngu innihalda Progestogen svo sem chlormadione. Sá möguleiki er nú í rannsókn. Eg hef lesið, að Pillan kunni að valda krans- æðastíflu. Er það rétt? Lyfjaeftirlitsnefndin brezka hefur leitað svars við þessu. Ekki fundust nægi- lega sterkar sannanir til að svara spurningunni játandi, þótt kransæðastífla virðist ofurlítið algengari meðal Pilluneytenda en hinna. Getur Pillan skaðað lifrina? Séu rottur mataðar tímum saman á því sem í hlutfalli við þær er gríðar- stór skammtur af östrogeni, fá þær lifrarskemmdir og stundum bólgur. En rottulifur er mjög gjörn á að bregðast einmitt þannig við. on ekki þarf að vera, að ákveðin áhrif á smádýr eigi einnig við um fólk. Sænsk rannsóknarnefnd um óæskilegar hliðarverkanir lyfja hefur fengið 150 skýrslur um gulu og gallaða lifrarstarfsemi Pillunevtenda, þó ekkert varanlegt. Hún telur líkurnar nægilegar til að telja Pilluna valda að þessu, en erfðaeiginleikar kunna að gera sænskar konur sérlega næmar á þessu sviði. Dunlop lyfjaeftirlitsnefndin hefur fengið fáeinar skýrslur um sama, en hefur átt of annríkt við blóðtapparannsóknir af völdum Pillunnar til að rannsaka sérstaklega, hvort hér er um meira en tilviljun að ræða. Einhvers staðar !as ég. a.ð rétt. væri að hvíla sig á Pillunni á þriggia ára fresti eða svo. Hvers vegna er það? Nú hafa hundruð þúsunda kvenna notað Pilluna stöðugt ( meira en ára- tug, og þetta er úrelt álit. Þótt langtímaverkanir og möguleg hætta séu höfð í huga með fullri gagnrýni, er almennt talið, að ekki sé ástæða til að takmarka notkun Pillunnar við ákveðinn árafjölda. Er ástæða ti! að óttast, að Pillan kunni að valda briósta- eða rnóðurlífskrabba7 Brjóstkrabbi er algengasta krabbamein í konum, svo það hlýtur óhjá- kvæmilega að koma einnig fyrir hiá þeim, sem nota Pilluna. En ekki verður séð, að það sé algengara hjá þeim. Meira að segja þykir nokkur ástæða til að ætla, að Pillan geti dregið úr líkum til krabba í móðurlífi. Hve oft á kona. sem notar Pilluna, að fara í læknisrannsókn? Konan þarf hvort eð er að fá Ivfseðil fyrir Pillunni endurnýjaðan með nokkru millibili. En það er talið sjálfsagt öllum konum eldri en 35 ára, hvort heldur þær taka Pilluna eða ekki, að fara í leghálsrannsókn á þriggja til fimm ára fresti. ÞUNGUN OG PILLAN, eftir dr. Peter Bishop, dr. Alfred Byrne, dr. Hilary Hill og dr. Geraldine Howard. Taki þunguð kona, sem ekki veit af því, Pill- una, hefur það þá einhver áhrif á barnið? Progestogenmagnið í flestum núverandi Pillutegundum er svo lítið, að óhugsandi er, að það geti haft áhrif á barnið. Hins vegar hafa áberandi karlleg einkenni og meðfædd vansköpun yfir meðallagi komið fram hjá börnum kvenna, sem hafa að læknisráði fengið mjög stóra skammta af progestogeni fyrstu 13 vikur meðgöngutímans. 18 VIKAN 18-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.