Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 26
ÍG Hff HAfT HGHRUG GAMAH AF HSSU HG KSS VEGHA . ER EGAÐÞVI VIDTAL VIO HAIIK MORTENS TEXTS: DAGUR ÞORLESFSSON Ilaukur og hljómsveit 1969. Gítarleikari er Eyþór Þorláksson, en liann útsetti öll lögin á nýjustu hljómplötu Hauks. S S B <? ? »s Svo undurmikið hefur gengið á í sögu okkar síðustu þrjá áratugina að oft virðist sem óratíð sé liðin frá lýðveldistökunni á Þingvöllum 1944. Síðan þá hefur furðumargt borið við og gengið um garð, „eins og sýn- ing skuggamynda á tialdi", og þeg- ar maður annað veifið rekur aug- un í eitthvað, sem var í fullu gildi i stríðslok og er það þó enn, þá staldrar maður við eins og hálf- hissa: er ekki lengra síðan? Haukur Morthens er Ijósara dæmi þessa en margt annað. Hann er trú- lega fyrsti íslendingurinn, sem gerði dægurlagasöng sér að atvinnu og þ í fullum gangi og gildi enn í dag, sem virðist með miklum ólík- indum einmitt í þessari grein söng- listar, þar sem ætla mætti að goðin væru óven'iu fIjót að rísa til dýrk- unar en gleymast síðan. En auðvit- að á dægurlagatónlistin sem annað sína klassísku hlið, og Haukur Mort- hens er ein sönnun þess. Nú, þegar hann skemmtir gest- unum í Atthagasal Sögu, er ekki að sjá að hann hafi breytzt mikið síð- an hann söng fyrir gesti Bláu stjörn- unnar upp úr stríðinu, þegar söngv- ar eins og Jón ó Jón og Vindlingar viskí og villtar meyjar og Dísa ( dalakofanum komust á hvers manns rn VIKAN 18'tbi;’ ' 'il'r' varir fyrir hans tilstilli. Hann er enn sjálfum sér líkur, háttprýðin sjálft og hógværðin ( framkomu, en þótt heldur lágur og þybbinn vöxturinn ásamt fölu hörundi og dökku hári og augun gæti bent á franskan eða ítalskan uppruna, er hann eins há- norrænn að ætt og hægt er að vera, Norðmaður í föðurætt og Rangæ- ingur í móðurætt. — Faðir minn var frá Norður- Noregi, frá Nerö, segir Haukur. — Edward Morthens hét hann. Hann var einn þeirra, sem fluttist uppá Austfirðina, þegar þar voru upp- gangstimar. Síðan settist hann að í Reykjavík og stundaði þar verzlun- arstörf. Og þar er ég fæddur, seytj- ánda maí, á þjóðhátíðardegi Norð- manna. SÁ ENDINGARBEZTI Við Haukur ræddumst við í Heið- argerði 41, þar sem hann býr ásamt konu sinni og þrem sonum. Á milli okkar á borðinu höfum við segul- band auk kaffis með dýrindis rjóma- pönnukökum, sem frúin hefur bor- ið fram. Sterkari veiga er ekki neytt, enda hefur Haukur alla tíð verið alger bindindismaður á áfengi og tóbak einnig. Ég spyr: — Gæti hugs- azt að það væri meðfram ástæða 'Z?XX. .. til þess, hve vel og lengi þú hefur dugað? — Það hefur sjálfsagt hjálpað í og með, því vindrykkju álít ég ekki til ágætis eða framgangs nokkrum manni. — Þú hefur átt þín uppvaxtarár í bænum, sem nú er orðin alvöru- borg? — Já. Ég gekk hér í barnaskóla, vann sem sendisveinn og lærði prent. — Þú ert fyrsti prófessjónal dæg- urlagasöngvarinn hérlendis, er ekki svo? — Ég veit ekki hvort hægt er að fullyrða það, það er aldrei að vita nema einhver annar gefi sig þá fram. En það er anzi langt síðan ég byrjaði á þessu fyrst. 1944. Svo fjörutíu og fimm, þá byrjaði ég að syngja með Bjarna Böðvarssyni. Þá sungum við saman um hríð, við Al- freð Clausen. Svo var ég i Bláu stjörnunni, sem starfaði hér í Reykja- v(k í nokkur ár. Þetta var eins og menn muna revýuflokkur með að- setur í Sjálfstæðishúsinu og Harald- ur A. Sigurðsson og Alfreð Andrés- son voru þar hvað frægastir manna. Bláa stjarnan er mér alltaf minnis- stæð, menn eins og Alfreð og Har- aldur A. Það var svo gaman að vera innan um þetta fólk. Og Emilía Jón- asdóttir. Þetta var alveg sérstakt fólk. — Ef þú ert ekki fyrsti atvinnu- dægurlagasöngvari okkar, sem þú að öllum líkindum ert, þá ertu alla- vega sá endingarbezti. Þú hefur stundað þetta linnulaust frá því að þú byrjaðir og ert í fullum gangi enn. Hvernig hefurðu farið að þessu? — Ég hef fylgzt með, tekið tillit til þess sem fólkið hefur viljað á hverjum tima. Það er atriði sem stöðugt verður að hafa í huga. Sem stendur er ég með hljómsveit, sem spilar í Átthagasalnum á Hótel Sögu. — Hverjir eru með þér þar? — Það eru alveg glimrandi menn, Eyþór Þorláksson, gítarleikari, Guðni Guðmundsson, sem spilar á orgel og píanó, og Sverrir Sveinsson á bassa. NAUÐSYNLEGT AÐ SKIPTA — Og er nóg að gera? — Já, það er mikið um árshátíð- ir þarna, átthagafélög og stéttarfé- lög. Annars hef ég verið á flestum skemmtistaðanna hér í borg. Ég var á Röðli í þrjú og hálft ár, þótti það langur tími, varð að breyta. Nú, svo

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.