Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 39
Við hverja snertingu hans Framhald af bls. 31 heyrðist þegar greinilega í niði árinnar. Og þótt hún hefði gleymt öllu, þá hlaut hún samt að vita, að hún var ósynd. Allt í einu snarstanzaði Júrgen. Hann starði út í náttmyrkrið eins og hrætt dýr. Hljóð sírenunnar kom nær. Hann vissi að um nótt skjátlað- ist manni auðveldlega. Fjarlægð- ir renna saman. Slys, reyndi hann að sannfæra sjálfan sig um. Á þjóðveginum þarna fyrir handan. Hvað kemur mér það við, þótt umferðarlögreglan sé kölluð út? Þarna fram undan er ekki einu sinni gata, aðeins tré, runnar, þverhnýpi . . . Bara enga ofsahræðslu, engar falskar ákvarðanir, ekki missa stjórn á taugunum á síðustu minútu. En sírenan kom nær og nær. Hljóð hennar reif í tætlur kyrrð næturinnar. Fyrsta sírenuhljóð- inu fylgdu fleiri. Hann heyrði vélardrun, ískrandi hemlaför, stígvélaþramp . Allt í einu var Janine blý- þung í örmum hans. Vöðvar hans neituðu að hlýða. Óttinn gerði hann stjarfan. Nei, þetta var ekkert slys á þjóðveginum, þetta var annars konar útkall, . hundruðir lögregluþjóna e.t.v., ljóskastarar, hundar . Til baka, hugsaði hann. Ein- asta von mín. Ég verð að reyna að komast inn í húsið. Júrgen var að uppgjöf kom- inn, en óttinn við að upp um hann kæmist, lamdi hann áfram. Hann þaut áfram, féll á kné, stóð aftur upp án þess að missa takið á Janine. Leiðin virtist nú vera löng, eng- ar fimm mínútur, heil eilífð. Svitinn klístraðist í augu honum. Hálfblindur staulaðist hann áfram. Aldrei hefði hann getað ímyndað sér, að Janine gæti verið svona þung, honum fannst hún allt í einu vera sem járnhlekkir er hlekkjuðu líf hans á allan hátt. Nær dauða en lífi náði hann til bakdyra hússins. Gaby dró hann inn. Hún virtist ekki eins kaldrifjuð og áður. — Komdu henni upp á loft, sagði hún titrandi. — í herbergið mitt. Háttaðu hana og komdu henni í rúmið. En fljótur nú. Allar spurningar urðu að bíða. Bjallan hringdi og Gaby varð að fara til dyra. Júrgen þorði ekki einu sinni að kveikja ljós uppi. Hann af- klæddi Janine í myrkrinu, bar hana yfir í rúm Gabýar og breiddi ofan á hana. f baðherberginu kveikti hann á litla lampanum yfir speglin- um. Hann var grænn í andliti. Hár hans klístraðist við ennið. Varir hans voru blóðugar. Hend- ur hans voru óhreinar og rifnar af trjágreinum. Þegar hann hafði lagað sjálfan sig nokkurn veginn til og heyrði útidyrunum niðri lokað, fór hann niður. Gaby þrýsti fullu whiskyglasi í hendi hans. Hann drakk það í einum teig. Honum fannst hann hafa geng- ið gegnum allar kvalir helvítis. — Hvað er um að vera? spurði hann æstur. — Nágranni okkar er skart- gripasalinn Kressner, svaraði Gaby. — Þjófar réðust á hann fyrir hálfri klukkustund. Hann slasaðist hættulega. Allir gim- steinarnir úr fjárhirzlum hans eru horfnir. Lögreglan heldur, að árásarmennirnir hljóti enn að vera einhvers staðar í nágrenn- inu... . Júrgen lét sig falla niður á hægindastól hjá arninum. — Lögreglan verður þá næstu klukkustundir í nágrenninu. — Við bíðum, sagði Gaby og brosti kalt. — Við höfum nægan tíma. Hún mun sofa lengi enn- þá. Þessa nótt sat dr. Haller meir en tvær klukkustundir í and- dyri Bayerischen Hof. Hann drakk mokkakaffi og sódavatn og reyndi að koma auga á Júrg- en Siebert meðal þess fólks, sem fékk lykla sína hjá afgreiðslu- manninum. — Hvenær kemur Júrgen Sie- bert vanalega heim? spurði hann. — Venjulega mjög seint, svaraði næturvörðurinn, — ég held þetta sé þýðingarlaust fyrir yður. Getið þér ekki talað við hann við morgunverðinn? Haller var þreyttur, þrátt fyr- ir mokkakaffið. Úr hans var tíu mínútur yfir eitt. Auðvitað, hugsaði hann, í fyrramálið ætti að nægja. — Góða nótt, sagði hann og klæddi sig í frakkann á leiðinni út. — Viljið þér skila eftir skila- boð til hans? hrópaði afgreiðslu- maðurinn eftir honum. — Nei, takk. Þetta átti að koma honum á óvart. Tíu mínútum síðar opnaði hann dyrnar á íbúð sinni. Hann kastaði frakka sínum yfir stól- bak og valdi í síðasta sinn sím- númer Sauccouci hótels. Ungfrú Laurent komin heim? — Nei, herra læknir. — Vilduð þér skila til henn- ar að hringja til mín snemma í fyrramálið? — Sjálfsagt. Janine vaknaði hægt til með- vitundar, eins og sá, sem flýtur upp á yfirborð djúps brunns. MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri íjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGI SÚPUR FRÁ SVISS • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea -with Smoked Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • llVegetables • 4 Seasons • Spring Vegetable Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbragð 18. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.