Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 40

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 40
S---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------v ★ MIÐAPRENTUN Xakið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar, kvitt- anir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyr- irliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. Leitið upplýsinga. HILNIR hp Skipholti 33 — Sími 35320. V------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ J Hún opnaði augun, sneri andlit- inu að perlugráum glugganum. Föl, köld birta skein þaðan inn í herbergið. Hún leit flöktandi augum yfir ókunn húsgögn, ókunna hluti. Guð minn góður, hvar var hún stödd? Það var svo erfitt að hugsa um það, nærri því ómögu- legt. Svefninn var ennþá í öll- um limum hennar, lamaði hugs- anir hennar, sljóvgaði hana. Hvar var Júrgen? Hvað hafði gerzt? Einhver hafði klætt hana úr kjólnum, sokkunum, skónum. Einhver hafði lagt hana í þetta rúm.... Janine settist upp, ýtti úfnu hárinu frá andliti sér með báð- um höndum. Höfðu þau ekki verið í þessari villu kvöldið áð- ur? Ásamt stúlkunni . . . fyrir framan arininn? Þegar þú hefur drukkið úr glasinu, hafði Júrg- en sagt, þá förum við. Og hvar var hún núna? Hún þreifaði eftir lampa við rúmið, en fann engan. Húsið virtist alveg hljótt, hundar geltu einhvers staðar, fyrir utan glugg- ann grillti í skuggana af risastór- um grenitrjám í morgunskím- unni. Hún stóð varlega upp, gekk á mjúku teppinu til dyra, opnaði þær, læddist út. Það var svo kyrrt, að hún gat heyrt sinn eig- in andardrátt. Hún gekk hljóðlaust berfætt eftir ganginum, þrýsti niður hurðarhandfangi og sá allt í einu ljós. Janine var á undirkjólnum, fötum, sem maður gengur venju- lega ekki um í í ókunnum hús- um. Annars hefði hún líklega gengið beint niður tröppurnar. En hún mjakaði sér nú hljóð- lega meðfram handriðinu og ríndi niður í átt að birtunni, sem kom frá arinhorninu og breidd- ist út um stofuna. Hún beygði sig fram á við. Og þá kom hún auga á Júrgen. Hann sat í einum leðurstólnum, hún sá andlit hans greinilega, augu hans, hendur, hreyfinguna, þeg- ar hann slökkti í sígarettu sinni. Stúlkan, sem hún hafði kynnzt í gærkvöldi, stóð upp úr sæti sínu fyrir framan arininn. Ung- frú Westphal. Hún var öðruvísi útlits en kvöldið áður, uppsett, dökkt hár hennar féll nú niður á axlirnar, andlit hennar var mjög fölt, og ekkert bros sást þar lengur. Janine sá, hvernig hún gekk til Júrgens, settist á hné hans, hún sá, hvernig Júrgen þreif hana til sín, hún sá, hvernig þau kysstust, glefsuðu hvort í ann- að, föðmuðust. Hún sá, að Júrg- en hafði lokað augunum og hend- ur hans titruðu. Hún sá þetta allt svo ömurlega greinilega. Og allt í einu varð henni allt ljóst. Á einni svipstundu. Á sársaukafullan, grimmilegan, miskunnarlausan hátt. Maðurinn þarna niðri var eig- inmaður hennar. Og hún, hún var ekki Janine Laurent. Hún var Janine Siebert. Hún féll á gólfið þarna uppi á dimmum ganginum, með hend- urnar þrýstar fyrir munn sér, til þess að hrópa ekki upp. Líf hennar stóð nú ljóslega fyrir hugskotssjónum hennar, í öllum smáatriðum. Tjaldið var dregið frá.... XII. Á þessari stundu hefði verið betra að hún hefði getað grátið. En engin tár komu. Henni var aðeins hræðilega kalt. Þú vildir þó vita líf þitt, Jan- ine? Nú veiztu það. Maðurinn þarna niðri, sem faðmar að sér stúlkuna fyrir framan glóandi eldslogana, hann er líf þitt. Viss upplifun, hafði dr. Sart- orius sagt, getur á einni sekúndu gert alla fortíðina ljósa.. . . Nú var að því komið. Berfætt, aðeins klædd undirkjól, vöknuð úr þungum, draumlausum svefni, stóð hún nú á ókunnu lystihúsi og skildi, hvers vegna fortíð hennar varð henni nú ljós. Hún hafði einu sinni lifað hið sanna. Mánuðirnir þar á milli virtust hafa leystst upp. Henni fannst eins og það hefði allt gerzt í gær. Aðvörunarbréfið, skrifstofuhúsnæðið, rauðhærða stúlkan, heitu orðin, sem hún hvíslaði: „Til þess að fá þig, Júrgen, mundi ég gera allt, allt.“ Hún mundi það allt svo greini- lega. Eftir stúlkunni, eftir hræddu andliti hans, eftir orð- um hans: — Leyfðu mér að minnsta kosti að útskýra, Jan- ine! Það er ekkert að útskýra, hafði hún svarað. Hún hafði farið heim með leigubíl, gengið gegnum eld- húsið í síðasta sinn, gegnum stofuna . . . hún hafði dregið af sér giftingarhringinn, pakkað niður í litla tösku.... Þá brast eitthvað innra með mér, hugsaði hún. Nei, ég hat- aði hann ekki. ÍSg skammaðist mín aðeins vegna ástar minnar, fyrir allt, sem milli okkar hafði verið. Og ég flýtti mér út á flug- völl, steig inn í fyrstu vél, af því ég vildi aldrei þurfa að sjá hann framar.... Dagurinn í gær var orðinn að deginum í dag, rauðhærða stúlk- an að svarthærðri, skrifstofuhús- næðið að glæsilegu einbýlishúsi. En annars var enginn munur, í hæsta lagi sá, að þau tvö þarna niðri voru ótrufluð.... Ást, hugsaði hún döpur. Allt þetta kallar hann ást. Ein sefur, meðan hann rennir niður renni- lásnum á kjól hinnar. Brátt mun hann hafa náð takmarki sínu. Janine hefði getað gengið nið- ur, komið honum aftur að óvör- um, slett sannleikanum í andlit hans, en eina tilfinning hennar var flökurleiki, óbeit. Hún skreiddist aftur inn í rúmið, sem hún hafði vaknað í. 40 VIKAN 18' tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.