Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 46
PIRA-SYSTEM HIN FRÁBÆRA NÝJA HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGKVÆM OG ÖDÝR X’að er ekki margt, sem heí'ur lækkað í verði að undanförnu. Það hafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið. Sjáið myndina; hér þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæður geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar eru lausn nútímans. HÚS OG SKIR hff. Ármúla 5 — Sími 84415 — 84416 miklir riddarar þjótandi út úr bíl, æddu inn í húsið og byrjuðu að stofna til illinda. Þetta kemur ekki fyrir nú. Það er kannski meðfram af því að nú er boðið upp á meira en áður á skemmtistöðunum. — Þú hefur samið allmörg lög. Simbi sjómaður hefur víða orðið vinsæll. — Já, hann sigldi víða. Það var gerður góður rómur að því lagi í Þýzkalandi, og í Danmörku var það líka gefið út. Það var danskur söngvari að nafni Otto Branden- burg, sem margir kannast við, sem söng það inn á plötu. Svo söng ég það sjálfur á ensku og íslenzku. — Þýddirðu textann á ensku? — Nei, það var ekki beint þýtt, en efnið notað í nýja textann. Það var einhver amerískur höfundur sem gerði hann. Eg held að það hafi verið sá sami sem gerði textann við Monu Lisu. Imudico fékk einkarétt á útgáfu lagsins í Kaupmannahöfn og seldi það út um hvippinn og hvappinn. Nú, og ég gerði lag, sem ég söng inn á mína fyrstu plötu, O, borg, mín borg, við texta eftir Vilhjálm frá Skáholti. Svo lét ég eitt lag fylgja með á plötunni núna. Það heitir Með beztu kveðju, við texta eftir Kristin Reyr. Það hefur ekki heyrzt ennþá, en kemur von- andi. TOMMY STEELE VARÐ STÓR- SNIÐUGUR — Hverjir eru þínir uppáhalds dægurlagasöngvarar, bæði erlendir og innlendir? — Þeir eru margir; ég hlusta á allt, sem mér finnst í eyra fallandi. Mér finnst gaman að hlusta á Frank Sinatra. Túlkun hans á texta er oft stórkostleg. Svo er það söngvari sem ekki heyrist mikið ! núna, Billy Eckstein. — Já, hann var frægur hér í eina tíð. — Og er eitthvað á uppleið aft- ur. Svo eru það vitaskuld menn eins og Tom Jones. — En eru karlar eins og Presley og Tommy Steele alveg dottnir upp fyrir? — Presley er alltaf í fullu gildi, kemur alltaf annað slagið með plöt- ur á toppnum. Tommy Steele varð bara stórsniðugur, gerði það gott. Hann syngur endalaust, er alltaf í söngleikjum. Hefur meðal annars verið á Broadway. Hann var með í söngleiknum Sixpence, sem kvik- mynd hefur verið gerð eftir og von er á fljótlega. Og ef maður lítur hingað heim, þá má minnast á menn eins og Ragnar Bjarnason, sem gætu verið söngvarar hvar sem væri. Það er erfiðara að leggja nokkurn dóm á þessa ungu stráka, sem hafa komið fram með eina plötu. Þetta er ef- laust indælt fyrirbrigði, fyrir jafn- aldrana, en fleira getur gengið. Ég var að segja við son minn, sem er fimmtán ára og fylgist vel með þessu, að það væri gaman að gamli maðurinn — það er að segja ég — skuli komast á lista yfir beztu plöt- ur ársins, í kosningu sem fór fram í Glugga Lesbókar Morgunblaðsins. Það var ekki dónalegt að fá sitt nafn þar, aleini gamlinginn innan um allt þetta. Þetta er spursmálið, það að vera með. Og ég tók sér- staklega eftir þv( f fyrra, þegar ég var á Hótel Borg. Þar voru margir ungir krakkar, svona upp í tuttugu og eins, skólakrakkar. Ég sá þá glöggt að spursmálið er ekki að vera með tíu efstu lögin á vin- sældalistanum. Það er atriði að hafa með eitthvað, sem þau muna eftir sem vinsælu, þá eru þau þakklát. Og þeim fellur mörgum við róleg, falleg lög, krökkunum. Mörg höfðu gaman af Til eru fræ, af því að text- inn er eftir Davíð Stefánsson, báðu mikið um það, og lika Það var fyrir átta árum, kannski vegna þess að það er eftir Tómas. Og svo var eitt lag enn, sem var orðið eins konar þjóðlag þeirra þarna niðri á Borg að minnsta kosti, það var Horfðu á mánann. Það var mjög skemmtilegt hvernig þau tóku við því. SÉ EFTIR REVÝUNUM — Þú söngst það hér fyrr á árum. — Já. Þegar Röðull var opnaður, fyrir átta eða tfu árum. Það er ítalskt. Pálmar Olafsson gerði text- ann við það, þá menntaskólapiltur. — Þú hefur komið ótal lögum á framfæri hérlendis. Hvað . þeirra hefur þér þótt hvað vænzt um? — Það er erfitt um að segja, maður er hrifinn af svo mörgum. Mér hefur til dæmis þótt ákaflega vænt um lag eins og Blátt lítið blóm eitt er, eða Kapri Katarína. Og mörg fleiri. — Saknarðu nokkurs úr fortíð- inni? — Já, einkum revýanna og kaba- rettanna, sem var miklu meira um hér áður, fyrir svona tíu-fimmtán árum. Þetta vantar, þótt svo reynsl- an væri sú á árunum, þegar við vorum með þetta, að rætnir oq per- sónulegir brandarar gengju bezt f fólkið. Það er svolítið leiðinlegt. En samt sem áður — það er eftirsjá f þessu. Það þarf enginn að segja mér að við eigum ekki góða hum- orista eins og áður. Ef éq mætti ráða einhverju um framtíðina, þá hefði ég mestan áhuga á að syngia á slíkum skemmtunum, það er það sem söngvarar gera erlendis. Þar fylgja slík skemmtiatriði nætur- klúbbunum. En hér hefur maður orðið að þræla út sem hljómsveitar- söngvari, syngja maraþon, það er oft erfitt. Syng venjulega annað hvert lag á kvöldi. En ég hef ekk- HlíflR ER ÖRKIN HflNS NDfl? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa jþeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: , Olfna Kristinsdóttir, Framnesvegi 12, Keflavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. Nafn Heimili Orkin er á bls. 18. 46 VIKAN 18-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.