Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 50
 *• RAFHA-HAKA 500 er bérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. *■ Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma vélina. V Þegar kærastinn sveik Jönu Framhald af bls. 13 — Nei, frú, það er satt, sagði Jana. — Þetta er aumingi. En þetta er allt úr kerlingunni. Hún gat aldrei fengið sig til að nefna stúlkuna með nafni, né við- urkenna að hún væri ung. — Ég skil bara ekki, hvernig sumt kvenfólk er gert að geta feng- ið af sér að tæla trúlofaða menn frá unnustum sínum. En það þýðir ekkert að vera að tala um þetta, sagði Jana. Eftir þetta steig Vilh|álmur aldr- ei fæti sínum inn í okkar hús. En það var eitthvað í fasi Jönu, kraft- urinn á henni, þegar hún var að þvo og hreinsa, sem sannfærði mig um, að ekki væri allt búið enn. iu RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full- komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi, þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakcrfin eru: 1. Ullarþvottur 30° 2. Viðkvæmur þvottur 40° 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90° 5. Suðuþvottur 100° 6. Heitþvottur 60° 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90° 8. Heitþvottur 90° 9. Litaður hör 60° 10. Stífþvottur 40° 11. Bleiuþvottur 100° 12. Gerviefnaþvottur 40° Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. Vlfl ÓOINSTORG UIIIUIUIIU SÍMI 1 0 3 2 2 Einn daginn spurði Jana konu mína, hvort hún mætti fara út til að vera við hjónavígsiu. Konan mín vissi undir eins, hver mundi ætla að fara að gifta sig. — Heldurðu, að þú ættir nokkuð að vera að fara, Jana mín, sagði hún. — Ég hefði gaman af að sjá hann einu sinni enn, sagði Jana. Tæpum hálftíma eftir að Jana fór, kom konan mín inn til mín. — Góði minn, sagði hún. — Jana hefur farið upp í geymslu og tekið allt, sem til var af gömlu skódrasli og farið með það í pinkli. Hún ætl- ar þó ekki.... — Jana er að spekjast, sagði ég. — Við skulum vona hið bezta. Jana kom aftur, föl í andliti og einbeitt á svip. Allir skórnir virtust vera í pinklinum. Konunni minni létti stórum, þeg- ar hún sá það, en það var of snemmt. Við heyrðum Jönu fara upp og láta skóna með talsverðum fyrir- gangi þar, sem hún hafði tekið þá. — Það var fullt af fólki við hjónavígsluna, sagði hún, þegar hún var komin niður í eldhús og farin að þvo kartöflur. — Og veðr- ið var svo indælt. Hún sagði frá mörgu smávegis, sem fyrir hafði komið, en það var augljóst, að henni lá eitthvað á hjarta, sem hún vildi ekki segja. — Það fór allt vel fram og virðu- lega, frú, en faðir hennar var ekki í svörtum frakka, átti eins og ekki heima þarna. Hr. Piddingquirk - Hver? — Hr. Piddingquirk — Vilhjálm- ur, sem einu sinni var, var með hvíta hanzka og i frakka eins og prestar eru í og með fallegt blóm. Hann var svo sætur. Það var rautt teppi á gólfinu, alveg eins og þeg- ar fyrirfólk giftir sig. Þeir sögðu, að hann hefði gefið þjóninum fjóra skildinga. Þau voru með regiulega fallegan vagn. Þegar þau komu út úr kirkjunni, var hent í þau hrís- grjónum og tvær litlar systur henn- ar stráðu blómum á götuna. Ein- hver kastaði morgunskóm, og ég kastaði stígvéli. — Já, frú, sagði Jana. — Ég ætl- aði að kasta í hana, en það fór þá í hann. Ég held, að hann hafi feng- ið glóðarauga. Ég kastaði bara einu stígvéli. Ég hafði ekki brjóst í mér til að kasta fleirum. Allir strákarnir æptu upp yfir sig, þegar stígvélið hitti hann .... Nú varð þögn. — Ég sé eftir því, að stígvélið skyldi hitta hann. Önnur þögn. Jana hamaðist á kartöflunum. — Hann var meiri maður en ég, eins og þið vitið, frú, og svo var hann afvegaleiddur. Kartöflurnar voru löngu tilbúnar. Jana stóð snöggt upp, varpaði önd- inni mæðulega og þreif fatið ofan af borðinu. — Mér er sama. Hann á einhvern tíma eftir að iðrast. Hann á það skilið! Ég er hreykin af honum! Ég átti ekki að líta svona hátt! Það fór bezt sem fór. Konan mín var í eldhúsinu að líta eftir matnum. Líklega hefur hún verið dálítið ströng á svipinn, þeg- ar Jana játaði á sig skókastið, en sjálfsagt hefur það ekki varað lengi, og Jana séð, að Efemía mín var ekki lengur reið, því að hún sagði: — O, frú! Að hugsa sér, hvað ég hefði getað átt í vændum! Hve ham- ingjusöm ég hefði getað orðið! Ég hefði átt að sjá þetta fyrirfram, en ég gerði það nú ekki. Þér eruð svo góðar við mig, frú, að lofa mér að segja yður þetta. Þetta hefur verið mikil reynsla fyrir mig. Og Jana féll háskælandi um háls- inn á konu minni. Eftir þetta virtist skapið í Jönu batna og hún vinna verk sín með meiri stillingu. Eitthvað fór að brydda á kunn- ingsskap -milli Jönu og slátrara- drengsins nýlega, en það er önnur saga.... ☆ Mig dreymdi Framhald af bls. 32 Og hann svaraði: — 19 ára! f sama bili vaknaði ég. Eg vil geta þess í lokin, að ég er orðin 23 ára. Dídí. ÞaS fylgir því alveg sérstök gæfa og blessun að dreyma guð, ekki sízt ef hann talar til þín. Þessi draumur getur þess vegna ekki táknað neitt annað en gott. Að horfa á sólarupprás er fyrir því, að þú fáir heitustu óskir þín- ar uppfylltar. Þú þarft því ekki að taka drauminn sjálfan alvar- lega, enda hefur reynslan þegar sýnt, að hann rætist ekki í hók- staflegri merkingu. 50 VIKAN 18- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.