Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 2

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 2
Eg þarf svo að fá að vita hvaða bœkur eru kenndar í dönslcu, ensku og reikningi í 3. bekk verknáms. Er verknámsskólinn orðinn fullskip- aður núna? SVAR: Verknámskólinn er orðinn alveg fullskipaður. Kennslubækurn- ar, sem þú spyrð um, eru: 1 dönsku: Kennslubók í dönsku 2. hefti eftir Ágúst Sigurðsson (síðari hluti) og Danskir leskaflar 1. hefti. 1 ensku: Kennslubók í ensku handa byrjendum eftir Boga Ölafs- son (lesið aftur að kafla 200). 1 reikningi: 2. hefti A af kennslu- bók eftir Jón Gissurarson. Getið þér gefið mér eftirfarandi upplýsingar um Loftskeytaskólann: 1. Hvar starfar skólinn og hver er skólastjóri lians? 2. Hvað kostar skólavistin? 3. Hverjar eru aðálnámsgreinarn- ar? Þarf að taka inntöku/próf í skól- ann ? 5. Hvað þarf maður að vera gam- all til að fá inngöngu? 6. Hver eru laun loftskeytamanna núna ? SVAR: Loftskeytaskólinn er rek- inn á vegum Landsímans og er tveggja vetra skóli. Inntökupróf eru í ensku og reikningi. Skólinn er rek- inn nokkuð óreglulega. Það byrjaði ný deild haustið 1953, önnur 1956 og síðan aftur núna í haust. Skólinn var settur 16. september. Skólagjöld eru engin frekar en í öðrum skólum. Til frekari upplýsinga skaltu hafa samband við Landsímann (Einar Fálsson). Um laun loftskeytamanna getum við sagt þér það eitt, að þau þykja ágæt. Viltu birta fyrir mig dœgurlaga- texta, sem þetta er úr: ,JSg ann þér, ég ann þér, er húmar ég held á þinn fund.“ Eg held að Ingibjörg Smith hafi sungið það. SVAR: Já, það er rétt hjá þér. Ingibjörg hefur sungið þetta inn á hljómplötu. Gjörðu svo vel: Kom nótt, kom nótt, vefðu hjúp þínum hljótt, um hlíðar og döggvaða grund. Við hjartastað þinn býr, húmþögla nótt, Forsíðumyndin er af norska selfangaranum Polarbjörn, sem festist í ís við Grænland og sökk. Á- höfnin yfirgaf skipið og flutti sig út á ísinn, en það- an var henni bjargað til Thule á Grænlandi. Flugvél frá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli flaug norðureftir til aðstoðar undir eins og fréttist af vandræðum skips- ins og var þessi mynd tekin úr henni. mín hamingja og óskastund. Ég ann þér, ég ann þér. Er húmar ég held á þinn fund. Hver dagur verður mér döpur bið, en draumarnir rætast þá stund, er göngum við ein saman hlið við hlið um hlíðar og döggvaða grund. Ég ann þér, ég ann þér. Er húmar ég held á þinn fund. Svar til Önnu í Grœnuhlíð og Sísíar: Jane Mansfield er ráðin hjá 20th Century Fox. Nýjasta myndin sem hún leikur í er „The Wayward Bus,“ sem gerð er eftir skáldsögu Johns Steinbeck. Geturðu ekki sagt mér eitthvað um þýzku kvikmyndaleikkonuna Romy Schneider og birt fyrir mig utanáskrift hennar? SVAR: Utanáskrift Romyar Schneider höfum við því miður ekki. Siðast þegar við fréttum af henni, var hún að leika í París. Romy er 19 ára gömul og sem stendur vin- sælasta kvenstjarnan í Þýzkalandi ásamt Maríu Schell. Móðir Romyar, Magda Schneider, var einhver vin- sælasta kvikmyndastjarnan í Þýzka- landi fyrir 20 árum, og hún leyfir Romy því aðeins að leika, að hún fái að hafa eftirlit með henni. ,,Ég vil heldur að þú sért í námunda við kvikmyndavélina en viö unga menn,“ segir hún við dóttur sína. Romy er frá Munehen. Svar til „Einnar eftirvœntingar- fullrar“: Gregory Peck leikur hjá Metro-Goldwyn-Mayer. Nýjasta myndin hans heitir „Tizkuteiknar- inn.“ BRÉFASAMBÖND Hörður S. Kristinsson (við ópenna- lata stúlku, 20—24 ára), 1035 S. Menlo Ave., Los Angeles 6, Calif. U.S.A. — Kristín Þorsteinsdóttir (við pilt eða stúlkur 14—16 ára), Barmahlíð 4, Reykjavík. — Hjördís Ólafsdóttir (við pilta 17—21 árs) og María Gestsdóttir (við pilta 14—16 ára), báðar í Svefneyjum, Flatey, Breiðafirði. Fjölskylda þjóðanna Alþjóðleg ljósmyndasýning. Opin daglega frá kl. 10 til 22. Aðgangur ókeypis. Iðnskólinn við Vitastíg. * ut svarsskrá 195 7 Skrá um útsvör einstaklinga og félaga (aðalniðurjöfnun) í Keykjavík árið 1957 liggja frammi til sýnis í skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík, Austurstræti 16 (Pósthússtr. 7) frá þriðjudegi 17. þ. m. til mánudags 30. þ. m. (að báðum dögum meðtöldum) alla virka daga kl. 9 f. h. til kl. 5 e. h. Frestur til að kæra yfir útsvörum er að þessu sinni til mánudagskvölds 30. þ. m. kl. 24, og her að senda skriflegar útsvarskærur til niðurjöfnunarnefndar, þ. e. í bréfkassa Skattstofunnar í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, fyrir þann tíma. Er vakin sérstök athygli á því, að gjaldendum er nauð- synlegt að kæra nú á ný, þótt þeir hafi sent kærur áður, ef þeir vilja ekki una álagningu nefndarinnar. Þeir, sem kynnu að óska eftir uplýsingum um álagn- ingu útsvars síns, samkv. síðari málslið 2. gr. laga nr. 48, 20. aríl 1954, sendi skriflega beiðni til nefndarinnar fyrir þann tíma. Gjaldendur hafa nú þegar fengið tilkynningu um út- svör þau, sem á þá hafa verið lögð. Reykjavík, 16. september 1957. Niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavik. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 495.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.