Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 6

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 6
HIKI jafnvel englar við að halda þangað, sendið Hammarskjöid", varð einhverjum að orði. Fáum mönnum er gefið tækifæri til að efla eða rjúfa frið í heiminum. Samt er Dag Hammarskjöld, hinum sænska framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúað fyrir erindum í þágu friðarins, sem venjulega eru aðe.ins falin voldug- um forsætisráðherrum og prinsum. Á sviði al- þjóðamála er hann nú orðinn samningasnilling- ur nr. 1. Enginn veit í rauninni neitt aS ráði um hann. „Einkalíf manns ætti ekki að koma fram á opin- berum vettvangi", segir hann. Og vinir hans fást ekki til að leysa frá skjóðunni. Hann trúir þeim þó fyrir því, að hann líti á sjálfan sig bæði sem dulspeking og efnishyggju- mann, rómantíker og raunsæismann. Hann er með öðrum orðum fullur af andstæðum — ein- mitt það sem starf hans krefst. Sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna er hann aðalframkvæmdastjóri félagsskapar, sem telur 80 meðlimi og hefur nálægt 900 milj. króna fjár- hagsáætlun. Laun hans eru yfir 300 þús. krónur á ári, og auk þess hefur hann aðrar 300 þús. krónur í risnu og 200 þús. fyrir húsnæði. Hann hefur sænska ráðskonu og þjón og ekur loft- kældum kátilják. 1 starfi sínu þarf hann að hafa afskipti af ótal hagnýtum smámunum, sem mundu gera hvern meðal fulltrúa alveg ringlaðan. Það er Dag Hammarskjöld sjálfur, sem á við New York borg um bílasvæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar og sam- þykkir reikninga fyrir hundrað tonn af pappír, 200,000 simtöl og hreinsun á meira en hálfri milljón fermetra gólffleti og 11 km. af teppum. Og milli þess sem hann ræðir við hinn þvera Nasser, hefur honum tekist að lækka útgjöldin um 130.000 með þvi að stjórna „heimilinu" sínu, eins og hann kallar það, eins og þjálfuð sænsk húsmóðir. Þessum manni er heimilað í sáttmála Sam- einuðu þjóðanna að blanda sér í hvaða alþjóðadeilu sem er, ef hann álítur að hann geti orðið til að- stoðar við að leysa hana. Fyrir hans tilstilli er hægt að leggja hvers konar ógnun við friðinn fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Sjálfur gerir hann frumdrög að um 30% af samþykktunum, sem lagðar eru fyrir Allsherjarþingið. Og oft hefur hann hönd i bagga með öllum undirbúningsskjöl- um, sem stuðla að lokaákvörðun fulltrúanna sjálfra. Árið 1952 lét Tryggve Lie, þáverandi aðalrit- ari, af störfum, til að hjálpa til við að draga úr ólgunni, sem þá var með versta móti milli aust- urs og vesturs. 1 fimm mánuði deildu stórveldin fimm um eftirmann hans. Að lokum komu þau sér saman um að heppilegt værí að hann kæmi frá hinni hlutlausu Svíþjóð. Frakkland og Bret- Alþjóðlegi samningasnillingurinn DAG HAMMARSkjOLD land stungu þá upp á hinum lítt þekkta for- manni sænsku sendinefndarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, sem hafði vakið athygli þeirra með hlédrægni sinni og skörpum gáfum. Dag Hammarskjöld hefur til að bera djúpstæða tilfinningu fyrir siðgæði, í hvaða aðstöðu sem er. I hinni nýafstöðnu Súezdeilu stóð hann frammi fyrir agndofa og áhyggjufullu þingi. Þrátt fyrir sín 52 ár, minnti hann á mjög ungan, harmi lostinn mann. Með óbeinum orðum, sem ekki var þó hægt að misskilja, bauðst hann til að segja af sér. Án þess að láta það í ljós, viðurkenndi hann þá staðreynd, að vinir hans og stuðnings- menn, Bretar og Frakkar, hefðu þverbrotið und- irstöðureglur Sameinuðu þjóðanna. Þjóðir heimsins svöruðu umsvífalaust og í einu hljóði með traustyfirlýsingu. Og með þingið að baki sér, leitaði Hammarskjöld þegar í stað skjótrar lausnar. Hann og fulltrúi hans, Ralph Bunche, stungu upp á alþjóðlegri löggæzlu. Inn- an tveggja sólarhringa var hann á leiðinni aust- ur, til að leggja tillöguna fyrir Nasser. Hvort hann hefur valið beztu leiðina, er mats- atriði, en heillyndi Hammarskjölds var aldrei dregið í efa. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna krefst starfsliðs, sem hefur til að bera alþjóðlega víðsýni, en enga þjóðlega hleypidóma eða samúð með þjóðlegum sérhagsmunum. Hammarskjöld uppfyllir þau skilyrði. Hann aðhyllist enga sérstaka stjórn- málastefnu. Hann virðir erfðavenjur eins og góð- ur íhaldsmaður og trúir á þjóðfélagslegt jafn- rétti, eins og góður sosialisti. Sem góður alheims- sinni stefnir hann að heimssamfélagi. Hammarskjöld er einlægur aðdáandi dr. Alberts Schweítzers og hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá honum. Hann er Schweitzer innilega sammála um að virðingu eigi að bera fyrir öllu lífi og um mörg önnur velferðarmál. „Ekkert líf er meira fullnægjandi en það, sem eytt er í eigingjarna þjónustu við land sitt eða mannkynið," segir hann. „Sú þjónusta krefst þess að öllum persónu- legum hagsmunum sé fórnað." Þessi óeigingjarna hollusta við starfið (hann er piparsveinn) hefur sett svip sinn á feril hans frá upphafi. Þegar hann var ráðuneytisstjóri f jármálaráðuneytisins í Stokkhólmi, logaði iðulega ljós í f jármálaráðuneytinu alla nóttina. „Hann er enn að telja," sagði þá lögregluþjónninn fyrir utan. Oft var klukkan orðin sjö að morgni áður en hann fór og kom þá við hjá rakaranum sín- um á heimleiðinni. Styrkur Hammarskjölds ligg- ur í rökvisi hans. Höfuðið stjórnar hjartanu. Þeg- ar hann er að reyna að samræma gagnstæðar skoðanir, verður hann ekki æstur eða lætur draga sig inn í deilurnar. Hann lætur sér nægja stuttort heildaryfirlit. Þegar hann var að reyna að leysa deilu Israelsmanna og Araba árið 1956, neitaði hann að blanda sér í umræðurnar um nokkuð annað en „vopnahlé". „Maður verður að gera ráð fyrir að hinn að- ilinn geti haft £ réttu að standa," segir hann. „1 sjálfs síns augum hefur hann góðan málstað. Það hlýtur að vera eitthvert atriði í röksemda- færslu hans, sem hægt er að fallast á." Hann kveður tilganginn með samningaviðræðum alls ekki að leika á hinn aðilann. „Það má aldrei gleyma því, að hver sem niðurstaðan verður, þá verða allir aðilar að halda áfram að búa saman," hefur hann hvað eftir annað sagt. Snemma var augljóst að Hammarskjöld mundi ná frama. Þeg- ar hann var f jórtán ára gamall og átti heima í 400 ára gömlum kastala í Uppsölum, á faðir hans að hafa sagt: „Ef ég væri eins vel gefinn og Dag, þá hefði ég kannski getað orðið eitthvað." Faðir hans var forsætisráðherra á árum fyi-ri heimsstyrjaldarinnar. Vinir Dags orðuðu þetta öðru vísi. „Gallinn við Dag, er að hann er svo fjári fær," sögðu þeir. Seinna sagði Sten bróðir hans um hann. „Yngri bróðir minn nær alltaf góðum árangri, rólega og án nokkurs fyrirgangs. Hann er fæddur sátta- semjari." Við háskólanámið kom í ljós þessi hæfileiki Hammarskjölds til að einbeita sér að verkefninu, sem fyrir hendi liggur, og sökkva sér niður í það. Hann gaf sér lítinn tíma til hverskonar hégóma, og útskrifaðist með heiðri og sóma eftir tvo- þriðju af venjulegum námstíma. Þegar hann lauk ritgerð sinni um „Stefnu í markaðsmálum", lét hann undan duttlungum sín- um, sem ekki kemur oft fyrir. Undirtitill ritgerð- arinnar var úr Llsa í Undralandi: „Ég gæti sagt miklu meira, ef ég vildi, sagði hertogafrúin ánægjulega." Snemma á æfinni tók Hammarskjöld upp rit- störf (hann skrifar ennþó rómantísk ljóð), en um fertugt var hann viðurkenndur aðalfjármálaspek- ingur Svíþjóðar sem formaður bankaráðs Sví- þjóðarbanka. Nú kallar hann sig aðeins „tækni- legan hagfræðing." Hlédrægni Hammarskjölds er ákaflega einkenn-. andi fyrir hann. Hann forðast allt opinbert um- stang og fer ekki fram á neina sérstaka tillits- Hammarskjöld er framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, félags- skapar, sem telur yfir 80 meðlimi og hefur nálægt 900 milj. króna fjárhagsáætlun. ....Myndin er af fundi í gæzlu- verndarráðinu. fi VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.