Vikan


Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 7

Vikan - 26.09.1957, Blaðsíða 7
semi. 1 Sviþjóð gengur um hann saga, sem sýnir þetta vel. Honum þykir gaman að fara í göngu- ferðir og hjóla. Heitan sumardag nokkurn stökk hann af hjólinu sínu og gekk rakleiðis inn í aðal- hótelið í bæ einum í Svíþjóð, klæddur stuttbuxum og skyrtu, opinni í hálsinn, og með ljósa hárið í óreiðu. Þegar hann bað um herbergi, svar- aði afgreiðslumaðurinn í hótelinu. „Það er heppi- legra fyrir yður að fara á farfuglaheimilið. Það er ekki langt héðan.“ Formaður bankaráðs Svi- þjóðarbanka þakkaði fyrir og sneri við án þess að segja nokkuð fleira. Skrifstofa Hammarskjölds í New York og ibúð hans eru búnar fögrum norðurlanda húsgögnum, sem sýna vel smekk hans fyrir að allt sé sem einfaldast og jafnframt í röð og reglu. Þar er menningarblær yfir öllu. A veggjunum hanga mál- verk eftir Picasso og grammofónninn leikur Brahms eða Back músík. Hann slær stundum gesti sína alveg út af laginu, með því að stein- sofna í miðri setningu. En hann gerir þá enn- þá meira undrandi þegar hann vaknar og segir: „Nú, svo vikið sé að því sem frá var horfið . . .“ og heldur svo áfram nákvæmlega þar sem hann var staddur. Ætt og uppruni Fœðingarstaður og ár: Fæddur 29. júlí 1905 í Jonkoping suðvestur af Stokkhólmi. Yngst- ur fjögurra bræðra. Ætterni: Kominn af sænskum riddara, sem tók upp nafnið Hammarskjöld, þegar Karl 9. sló hann til riddara fyrir hugrekki árið 1610. Faðir hans var forsætisráðherra á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og er talinn hafa átt mikinn þátt í því að Svíþjóð líélt hlutleysi sínu. Útlit: Hammarskjöld er 178 sm. á hæð og vegur um 150 pund. Hann hefur skærblá augu og fíngert ljóst hár. Hann gengur alltaf berhöfðaður og mest í gráum eða bláum föt- um. Tómstundaiðja: Þykir gaman að músík eft- ir Brahms, Schubert og Tchaikovsky, en einkum þó músík eftir Bach ef Pablo Casals leikur hana á cello. Uppáhalds rithöfundar: Thomas Mann, Thomas Wolfe, Virginia Wolfe. Sagan ein getur ákveðið það hvort Hammai'- skjöld er hinn „mikli maður“ okkar tíma. Ferð hans til Mið-Asíuríkjanna var tekið með nokki- um semingi. Misheppnuð tilraun hans i Ung- verjalandsmálinu skaðaði álit hans sjálfs og Sameinuðu þjóðanna. En með því að vera ábyrgð- armaður fyrstu atómráðstefnunnar i friðarþágu í Genf (í þeirri trú að vísindamaðurinn sé hinn sanni alþjóðasinni), kom hann á einhverjum stór- kostlegustu skiptum milli þjóða á hugmyndum og upplýsingum, sem nokkurn tima hafa farið fram í heiminum. Sem forstjóri Sameinuðu þjóðanna vill hann leika hlutverk sáttasemjara. Hann trúir á „stöð- ugar framfarir i átt til lausnar.“ Ef haldið er í framfaraátt, finnst honum nægileg ástæða til bjartsýni. Ein aðaltómstundaiðja Dags Hammarskjölds er að klífa fjöll. Yfir arinhillunni í íbúðinni hans í New York hangii' ísöxi, sem Everestfarinn Tensing gaf honum. Á hana er haganlega grafið: ,,að þér megið klífa til ennþá meiri hæða.“ Hammarskjöld segir, að til að klífa fjöll þurfi alla þá hæfileika, sem við þurfum á að halda nú á dögum: þol, þolinmæði, vel undirbúna og hug- vitsama áætlun og ófrávíkjanlegt raunsæi. „Við sköpum okkur örlögin sjálf" segir hann ennfrem- ur. „öruggasti fjallgöngumaðurinn er sá, sem aldrei efast um hæfileika sína til að yfirstíga alla erfiðleika.“ (Christoplier Collison) FEIMNIN Er hún „JTANN er dauðfeiminn", sagði forstjórinn við XI aðstoðarmann sinn og kinkaði kolli í áttina til gestsins. „Það þýðir ekkert að reyna að tala við hann.“ Maðurinn, sem um var rætt var duglegur vél- fræðingur, sem sendur hafði verið til fyrirtækis- ins til þess að útskýra hvernig reiknivél nokkur virkaði. Hann var hræðilega feiminn. Hann stóð hálfskjálfandi með glas í hendinni, meðan for- stjórinn gei'ði allt sem í hans valdi stóð til þess að róa hann. En hann var ekki allur þar sem hann var séð- ur. Þegar hann átti að fara að skýra vélina, varð hann allur hinn mælskasti, svaraði öllum fyrir- spurnum fullum hálsi og var jafnvel fyndinn á köflum. Flestir þeir, sem feimnir eru, verða mjög frjáls- legir, þegar talað er um eitthvað, sem þeir hafa vit á. Þá getur maðurinn breytzt skyndilega og orðið bókstaflega að öðrum manni. Feimni er raunar ekki annað en minnimáttarkennd gagn- vart öðrum. Feimni er börnum og unglingum eiginleg. Sál þeirra er eins og opin bók, enginn treystir þeim fyllilega. Má rekja feimnina til sektartilfinningar bainsins. Ef barnið hefur gert eitthvað af sér, eða jafnvel hugsai' um eitthvert afbrot, verður það feimið innan um fullorðið fólk. Allir þeir, sem þjást af feimni, eru vantrúaðir á sjálfs sins kosti, bæði börn og fullorðnir. Þeim finnst þeir engu geta leynt fyrir öðrum. Þegar feimnin grípur mann, vill maður helzt láta jörðina opnast undir fótum sér og hverfa úr þessu örð- uga umhverfi. Feiminn maður þolir blátt áfram ekki augnaráð annarra. Okkur finnst við auðvitað alltaf vita ástæðuna fyrir feimni okkar. Við erum fullviss um, að feimni okkar stafi aðeins af því, að við erum ung og fávís, eða höfum eitthvað líkamslýti. Ef X væri stór og myndarlegur eins og eldri bróðir hans myndi hann aldrei vera feiminn; ef húð Y væri eins falleg og húð vinkonu hennar myndi hún aldrei þjást af feimni. En ef við hugsum nánar um málið, þá kom- umst við að þvi, að aðrir, sem hafa þessa galla eru alls ekki feimnir. Sá sem er feiminn, er alltaf að leita að ástæðunum fyrir feimni sinni. Og oft- ast hefur hann rangt fyrir sér, þegar hann þyk- ist vera búinn að finna ástæðuna. Anna var mjög falleg stúlka, vel menntuð og bráðgáfuð. Hún fór til sálfræðings vegna þess að hún þjáðist af feimni. Sálfræðingurinn sá ekkert athugavert við hana. Eftir að hann hafði athugað hana í hálftíma, sagði hún við sálfræðinginn: „Auðvitað sjáið þér hversvegna ég forðast að sýna mig innan um aðra.“ Hann sagðist ekkert sjá, en hún hélt því fram, að hann væri aðeins svona kurteis. Að lokum hallaði hún sér áfram og benti lækn- inum á örlítið ör neðan við aðra augnabrúnina, þar sem skorið hafði verið á smákýli. „Sjáið þér bara,“ sagði hún. „Hvernig get ég sýnt mig með þetta hræðilega ör?“ Læknirinn átti bágt með að koma auga á örið, en önnu fannst það eyðileggja andlit sitt gjör- samlega að hafa þetta ör. Hið innra með sér, óskaði hún, að allir karlmenn litu hana hýru . auga, en þegar litið var á hana, fannst henni allir horfa á örið. Sálfræðingnum heppnaðist loks að sannfæra hana um, að hún væri hrædd um að aðrir tækju eftir því, hve sólgin hún var í, að láta taka eftir sér. Það var ekki andlitslýtið, sem var orsök feimni hennar. Jafnvel fólk, sem er mjög illa farið og lim- lest þai'f ekki að vera feimið, enda þótt það hafi kosfur eða galli? áður lifað eðlilegu lifi. En menn eru oft lengi að sætta sig við það. Hermenn, sem skaðbrennd- ust í framan í stríðinu, hafa margir sýnt, að það þarf meira til, til þess að verða feiminn. Það er stundum sagt við feiminn mann, að hann eigi að reyna að vera eðlilegur. En auð- vitað þarf ekki að segja honum það. En feimni getur blátt áfram verið aðlaðandi. Menn eiga erfitt með að þola sjálfsánægða uppvöðsluseggi. Þessvegna skaltu alls ekki „vera feiminn við að vera feiminn“. Reyndu heldur að hugsa um það, hversvegna þér finnst svona leiðinlegt að vera feiminn. Þú verður að horfast í augu við staðreyndirn- ar og svara heiðarlega spurningum samvizku þinnar. Oft kvarta menn undan minnimáttarkennd. En allir þjást meira eða minna af minnimáttarkennd. Náunginn er alltaf einhverjum kostum búinn, sem þú ert ekki. Það eru allir minnimáttar á ein- hvern hátt. En það er kjánaskapur að eyða tím- anum í að hugsa um þetta. Feimnin, eða minni- máttarkenndin stafar af því, að manninum finnst hann ekkert geta. Honum finnst alltaf einhver geta gert það betur. En feimnin getur oft komið manni í vandræði. Mönnum hættir til að roðna, svitna eða skjálfa. Sá sem feiminn er getur átt erfitt um andar- drátt innan um margt fólk, eða getur alls ekki haldið rétt á hnífapörunum í veizlum. Sumir taka upp á því að stama, eða verða mjög æstir. Oftast er þessu þannig farið, þegar menn eru þreyttir eða illa fyrirkallaðir, eða innan um margt fólk. Stúlku hættir til að hafna heim- boði til starfsfélaga sinna, sem hún ekki þekkir nægilega og sitja í kvikmyndahúsum öllum stundum, Við þetta eykst feimni hennar til muna. Líf þess sem þjáist af feimni fer að mótast af feimni hans. Oft kennir hann feimni sinni um, að hann hafi t. d. ekki lært að dansa, eða sé lítið málgefinn, þannig getur feimnin bókstaf- lega eyðilagt líf mannsins. Sá sem feiminn er, er oft sakaður um að eyða öllum sínum frístundum í einrúmi. Hann er jafn- ' vel sakaður um sjálfselsku. En þetta er rangt. Sá sem feiminn er, er aldrei ánægður með sjálf- an sig. Hann fyrirlitur sjálfan sig og hagar sér eftir því. Ef hann gæti horfzt í augu við galla sína og sætt sig við þá, mundi hann öðlast meira sjálfstraust og þar með traust annarra. Framhald á bls. lJf. Hún ætti að hafa eitthvað fyrir stafni. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.