Framtíðin - 25.03.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 25.03.1923, Blaðsíða 1
 I. Árgangur. Siglufirði 25. mars 1923. 3. tölublað. Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. Fiskiveiðalogin 1 922. Niöurl. Kryddsíld. í lögunum er útlendingum einnig bannað að krydda sild í landi og landhelgi. Markaður saltsíldannnar er óneitanlega takmarkaður, þar sem það aðeins eru Svíar sem borða hana, en markaður krydd- síldarinnar er ótakmarkaður. Krydd- síldin er mest öll tekin upp úr tunnunum strax og út kemur og sett í dósir og seld sem »Gaffel- biter« út um allan heim. Auk þess hefur hvert síldkryddunarfirma sína sérstöku aðferð við að blanda kryddið, og halda' þau aðferðum sínum algjörlega leyndum. Að úti- loka firmu þessi frá því að krydda hér á landi er sama og neyða þau að leita til annara landa þar sem hægt er að fá nýja síld. Við það missum við toll, verslun og atvinnu, sem vér síðar munum minnast á, en hvað vinnum við við það? Ekki neitt, af þeirri einföldu ástæðu, að þó við vildum taka okkur til og fara að framleiða þessa kryddsíld, þá getum við það elcki sökum þess að viö þekkjum ekkl aðferðina. Af- leiðingin verður aftur á móti sú að salta verður þá síld sem þessi firmu myndu kaupa, við það verður fram- leiðsla saltsíldarinnar meiri og þá um leið meiri hætta á verðfalli og tapi á lienni. Að banna útlending- um að krydda síld hér á landi, eins °g lög þessi gera, er beinlínis að stuðla að því að sem minstúr hagn- aður verði á saltsíldinni. íslending- ar geta auðvitað kryddað síld með einhverri aðferð, en sú síld verður aldrei sama varan og erlendu firm- uin krydda hér hvert með sinni aðferð. — Það er því alt önnur aðstaða með kryddsíldina en salt- síldina. Kryddsíldin hefur heims- markað, saltsíldin hefur aðeins markað í Svíþjóð. Af kryddsíldinni eru framleiddar margar mismunandi tegundir en af saltsfldinni ekki. Síldarbræðsluverksmiðjur. Verksmiðjur þessar framleiða síld- arolíu, sem notað er í smjörlíki o. fl., áburðarefni og kraftfóður. Fyrir afurðir þessara verksmiðja er heimsmarkaður. í fyrra seldi síldar- bræðsluverksmiðjan ,Ægir‘ í Krossa- nesi t. d. allar sínar afurðir austur til Japans, og önnur verksmiðjan hér á Siglufirði seldi einnri norskri smjörlíkisverksmiðju alla sína olíu. Á þessu sést best hversu afar stór og mikill markaður er fyrir afurð- irnar og hversu afar lítið brot það er sem þær verksmiðjur, sem til eru á landinu, geta fullnægt. Pað væri víst óhætt þó nokkrar verk- smiðjurnar bættust enn við, það er ekki sennilegt að það myndi valda miklu verðfalli á þessum vöruteg- undum á heimsmarkaðinum. Síðasta stimar gerðu fjöldamörg íslensk síldveiðarskip samning um að selja 1500—2000 mál af nýrri síld. Um 20. ágúst voru sum skip- in búin að fiska það sem samn- ingurinn hljóðaði upp á og vildu fá kaupandann til að kaupa áfram, en hann vildi ekki. Og þessi skip gátu ekki fengið einn einasta út- gerðarmann til að kaupa af sér síld til söltunar, söktim þess að allir höfðu nóga síld því veiðin var svo ínnilegasta þakklæti tjáum við hérmeð öllum þeim, er á svo margati og hjartanlegan hátt hafa sýnt okkur hluttekningu við sjúkdóm, andlát og jarðar- för okkar elskaða eigin- manns og föður, Pórðar sál. Pórðarsonar vitavarðar frá Siglunesi. Margrét Jónsdóttir, og börn. mikil. En síldarbræðsluverksmiðjan ■»Ægir« í Krossanesi tók á móti þeim öllum með opnum örmum og borgaði 10 kr. fyrir hvert mál. Og það voru mörg skip sem veiddu þúsund rnál eftir að vera búin að fullnægja sínum samningi og fengu fyrir þau 10 þúsund krónur. Hefði ekki þessi verksmiðja boðist til að kaupa síldina, hefðu öll þessi skip orðið aö hætta veiðunum þegar að vertíðin stóð sem hæðst. — í lögunum er atvinnumálaráðherra veitt heimild til að leyfa eigendum síldarbræðsluverksmiðja að nota er- lend skip til veiða, þó má ekki veita leyfi þetta nema til tveggja ára í senn. Ef banna á þessunt verksmiðjum að nota erlend skip til veiðanna verða þær að hætta að starfa, sök- um þess að íslenski síldveiðarflot- inu getur ekki' veitt svo mikla síld að hann, auk þess að veiða síld til söltunar, fulllnægi verksmiðjun- um. Verksmiðjur þessar bræða feikna mikla síld, hver verksmiðja

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.