Framtíðin - 25.03.1923, Blaðsíða 3

Framtíðin - 25.03.1923, Blaðsíða 3
FRAMTÍÐIN 11 Magnús Pétursson og Magnús Guðmundsson. Vélgæzla á mótorskipum. Magnús Kristjánsson hefur kom- ið fram með frumvarp um atvinnu við vélgæzlu á íslenskum mótor- skipum. Samkvæmt frumvarpi þessu getur enginn orðið yfirvélstjóri á mótorskipi, er hefur yfir 50 liestafla vél, nema því aðeins að hafa tekið fullnaðarpróf við vélskólann íReykja- vílc. Peir sem hafa tekið próf við námskeið Frskiveiðafélag íslands hafa rétt til að stunda vélgæzlu á mótoskipum er hafa alt að 15 hest- afla vél. Sveiiaprestar. Magnús Jónsson dócent kemur fram með frumvárp um að fella niður takmörkun á dýrtíðaruppbót sveitapresta, sökum þess hve land- búnaðurinn beri sig illa. Tekju- og eignaskattur. Neðri deild eyddi 3 dögum í að ræða um tekju- og eignaskattsfrum- varp stjórnarinnar. Jón Poiláksson^ kom með tillögu um að lækka skattinn yfirieitt. Skattur þessi kem- ur harðast niður á kaupstaðabúum, sérstaklega Reykvíkingum. Síðasta ár borguðu þeir 1 miljón og 103 þúsund krónur, en allir aðrir lands: menn greiddu 428 þús. Tillaga Jóns var feld og frumvarpinu vísað til 3. umræðu með litlum breytingum. Bindindissjóöur. Magnús Jónsson og Pétur Otte- sen hafa komið fram með frumvarp um stofnun sjóðs til eflingar bind- indisstarfsemi í landinu. Magnús talaði með frumvarpinu og Jón Baldvinsson á móti. Að loknuin umræðum var því vísað til allsherj- arnefndar. Fátækralögin. Efri deild er búin að afgreiða frumvarp um breyting á fátækra- lögunum til neðri deildar. Er sveit- festistíminn í frumvarpi þessu 3 ár. Bannlögin. Undanþága frá bannlögunum er afgreidd til efri deildar. Magnús Jónsson hafði framsögu í málinu í neðri deild. Gat hann þess að við værum jafn háðir fiskimarkaðinum á Spáni og verið hefði f fyrra, og að vér nú mættum jafnilla við því að veroa fyrir margra miljóna halla á fiskafurðum. Ættarnöfn. Bjarni Jónsson frá Vogi kemur fram með frumvarp um að banna öllum íslendingum að bera ættar- nafn. Peir sem nú hafa ættarnafn og eru eldri en 10 ára mega bera það til dauóadags, en þeir sem yngri eru eiga að leggja það niður. Samkvæmt frumvarpi þessi má skíra barn aðeins einu nafni og því ís- lensku, sé út af því brugðið eru bæði foreldrar barnsins og prestur- inn dæmd til að greiða háar sektir ali að 2000 kr. Erl. síinfréttir. Norsku bannlögin. Óðalsþing Norðinanna hefur sam- þykt frumvarp stjórnai innar um að leyfa óhindraðan innflutning vína, sem eru undir 21 °/0, með 59 atkv. gegn 53. Ruhr. Friðvænlegar horfur með Frökk- um og Pjóðverjum. Fulltrúar þeirra hafa komið saman í Bern, og tek- ist að koma á samkomulagi. Frakk- ar vinna kolanámurnar í Ruhr með hjálp pólveskra verkamanna. Bandamenn. Hermálanefnd bandamanna hefur tilkynt þýsku stjórninni að eftirlit bandamanna með Pjóðverjum verði tekið upp aftur. Pýsku blöðin skora á stjórnina að neyta eftirliti. Fjárhagur Breta. Tekjuafgangur á fjárhagslögum Breta fyrir síðasta ár er yfir 100 milj. sterlingspund, en hafði aðeíns verið áætlaður 3 milj. Tekjuafgang- inum verður varið til að grynna á ríkisskuldunum. % Breska stjórnin. Breska stjórnin hefur mætt mik- illri mótspyrnu í þinginu vegna ut- anríkispólitík sinnar. Traustyfirlýs- ing til stjórnarinnar var samþykt með aðeins 47 atkv. meiri hluta. Mussolini. Mussolini hefur ákveðið að hætta ríkisrekstri járnbrautanna ojj' selja þær einstaklingum í hendur. Ríkis- reksíurinn hefur reynst afar illa. Bretar og Canada. Deilur eru milli Breta og Canada út af því að Canada hefur upp á sitt eindæmi gert fiskiveiðasamning við Bandaríkin. Hneykslismál. Réttarhöld daglega í Landmands- bankamálinu. Glíickstadt er yfir- heyrður í fangelsinu. Er hann mjög tregur í svörum og þykist muna lítið. Sannast hefur að ýms mikils- varðatidi skjöl og bréf hafa verið brend eða horfið að hans undirlagi. Allir meðlimir gamla bankaráðsins liafa verið yfirheyrðir og eru undir ransókn. Álitið er að Landmands- bankamálið verði engu minna hneyksli en Albertsmálið. Vilna. Sendiherraráðstefnan í París hefur úrskurðað að Pölverjar fái Vilna- héraðið. Bæjarstjórn Reykjavíkur og Spönsku vínin. Borgarstjóri Reykjavíkur sendir áskorun bæjarstjórnar um það að reglugerð um sölu og veitingu vína frá 18. júlí 1922 verði breytt þann-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.