Framtíðin - 15.04.1923, Page 2

Framtíðin - 15.04.1923, Page 2
18 fRAMTímN „FRAMTIÐIN“ keniur út tvisvar á niánuði í mánuðunum okt.—júní, og fjórum sinnum á mánuði í mánuðunum júH—sept. Að ininsta kosti koma út 30. tölublöð á ári. Árgangurinn kostar 3 krónur er greiðist fyrir 1. júlí. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hinrik Thorarensen. Afgreiðslumaður blaðsins er kaupnt. Andrés Hafliðason og sé anglýsingum skilað til hans eða á prentsmiðjuna. Blað- ið kemur út á sunnudagsmorgna. NÝKOMIÐ í verslun Margrétar Jónsdóttir: Álnavara allskonar. Blúndur. Lífstykki. Sokkar. Höfuð- föt (Islends Dethuf). Tvinni. Sápa. Sigti. Dúkkur. Hárgreiður. Höfuð- kambar. Átsúkkulaði o. m. m. fl. 10—15 prc. afsláttur gefinn af eldri vörum. at Sundkensla. Á næstk. vori fer fram sundkensla við Barðslaug í Fljótum. Geta þar fengið tilsögn 15—20 menn. F*eir, héðan úr Siglufirði, sem í hyggju hefðu að sinna þessu, snúi sér til Vilhj. J. Hjartarsonar fyrir 1. maí. skipaður nyr miðréttur. Málinu var vísað til 2. umræðu. Rafljósin. Eg hef verið svo heppinn, að sjá gjaldaskrá fyrir notkun rafmagns í Siglufjarðarkaupstað, sem bæjar- stjórnin samdi í fyrra vor. þessi stórmerkilegu lög eru í 9. grein- um, staðfest af stjórnarráðinu. 1. gr. er um verð á rafmagni til Ijósa. Gjaldið er miðað við 16 kerta Ijós, og er fyrsta Ijósið dýrast, svo smá lækkandi að 5 Ijósum. Hvert Ijós fram yfir 5 Ijós er t. d. einni krónu ódýrara heldur en fyrsta ljósið, og hvert Ijós fram yfir 20 Ijós er einni krónu og 50 aurum ódýrara heldur en fyrsta Ijósið. Gjald þetta er fyrir tímabilið frá 1, janúar til 14. maí, en 50% hærra frá 1. ágúst til 31. desember. Flestir rafljósanotendur í þessum bæ, eru efnalitlir verkamenn, með ómegð, hafa þröng og lítil húsa- kynni og nota auðvitað fá ljós. Bæjarstjórn Siglufj. blygðast sín ekki fyrir, að láta þessa stétt greiða hæðsta gjaldið. Hinir fáu, sem nota mikið Ijós, hafa bæði efni og húsakynni til þess, verðlaunar bæjarstj. með ó- dýrari ljósum!! Hróplegt er þetta og annað eins hjá bæjarstjórn Siglufjarðar. Hvernig greiddu fulltrúar verkamanna atkvæði í þessu máli ? Voru bæjarfulltrúarnir hræddir við það að ljósin seldust ekki nema með lækkandi gjaldi? Nei, óhugs- andi að svo hafi verið, því raf- Ijósastöðin framleiðir ekki helming þess rafmagns sem bæjarmenn þarfnast til Ijósa! 2. gr, »Rafmagn fyrir strokjárn kostar hlutfallslega sama og fyrir rafljós, þannig að greitt er jafnt fyrir hvert »vatt«, sem strokjárnið er merkt fyrir og fyrir hvert kerti í rafljósum samkv. gjaldaskránni. Raforkunefnd getur nieð sam- þykki bæjarstjórnar veitt undanþágu frá þessu, þegar vatn er meira en nauðsynlegt til ljósa«. — Þannig er 2. gr. orðrétt. — f þessari grein gætir bæjarstjórnin sömn reglu og í 1. gr. nefnilega þess, að útiloka efnalitla menn frá því að nota strokjárn og verða njótandi þessa þæginda. Eg tek til dæmis, að not- að sé strokjárn af minstu gerð, 320 vatt, það kostar 131 kr. og 25 aura, yfir sama tímabil og nefnt er í 1. gr. Hvaða verkamaður getur greitt þessa upphæð fyrir notkun á strokjárni? Auðsjáanlega nær þessi liður tilgangi sínum og þarfnast víst ekki frekari skýringar. Svo er seinni liðurinn í 2. gr. mér alveg ráðgáta. Hvað er það sem rafveitunefnd getur með samþykki bæjar- stjórnar, veitt nndanþágu frá, þegar vatn er meira en nauðsynlegt til ljósa? Má ekki allur almenningur fá að vita um í hverju þessar »undan- þágur« eru fólgtiar? Er hér einhver afsláttur, sem rafveitunefnd og bæj- arstjórn, getur gefið þeim mönnum sem nægileg efni hafa til þess að nota rafstrokjárn? Rafljósastöðin framleiðir 26 kilo- vatt, með fullri speunu (230 volt). Bæjarreikningarnir sýna, að seld- ur rafstraumur til ljósa, er meir en 26 k.v. svo er einnig seldur raf- straumur í nokkur strokjárn, eða rafveitunefndin selur bæjar- mönnum þann straum« sem ekki er til. Vélarnar geta ekki framleitt nema í mesta lagi 26 kilovatt með 230 volts spennu, hvað mikið vatn sem er! Með þessari sölu standa Ijós- in aldrei 230 volta spennu, þau eru altaf hálf dauf, allan Ijóstímann. A ð g e f n li t i I e f ii i: Erfrekar hægt að selja þann rafstraum sem ekki e r t i I, t i 1 s t r o k j á r n s, h e I d- uren til Ijósa? (Framh.) Qj. Grímsey. Út í regin hafi stendur Grínisey. »KIettur úr hafinu.« F*ar hefur hún staðið frá ómunatíð; sjálfkjorinn vörður fyrir alt norðurland. í þús- undir ára hefur hún beðið eftir því, að vit og vilji mannsins hagnýti sér sérstöðu hennar, og leitaði þangað frétta um veður og vind. Óefað mundi margur farmaðuiinn, sem horfið hefir, hafa beðið byrjar og ekki lagí frá landi, ef hann hefði vitað það sem Grímseyingar vissu um veðrið og veðurútlit. Alt býðtir síns tíma. F*að hyllir undir Gríms- ey; hún er að færast nær. F’að eru nú liðin full 30 ár síð- an eg kom fyrst til Grímseyjar. Mér sýndist þá að eyjan mundi vera mjög óvistlegur bústaður, og réði eg það mest af því, að húsa- kynni sýndust mjög slæm, og nær því enginn landbúnaður. Túnrækt

x

Framtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.