Framtíðin - 15.04.1923, Blaðsíða 3

Framtíðin - 15.04.1923, Blaðsíða 3
sama sem engin, kýr engar og fátt sauðfé. Mér leist svo á, að eyjarskeggj- um mundi reynast langir vetrár þarna úti í regin hafi, og erfitt að ná til lands, ef á þyrfti að halda, þar sem ekki var um annan farkost að ræða, en opna báta. En hitt sá eg líka, að margt mátti til bjargar verða þar í eynni, svo enginn þurfti að svelta, og gjafmildur var Ægir þau tvö sumur sem eg var að fiski- veiðum fram við Grímsey. Svo liðu árin; eg gleymdi Gríms- ey; gleymdi því, að þarna úti í hafi væri forðabú fyrir fjölda manns — »þar má ala heilan her«, sagði Ein- ar Þveræingur. Reynslan mun sýna að slíkt var eigi ofsagt. Hvers virði Grímsey er, mun best sýna sig þegar Grímseyingar fá þá sann- girniskröfu uppfylta, að fá gott símasambaud við meginlandið, greiðar skipaferðir, og viðunandi verslunarviðskifti. Það er þetta þrent sem þá mest vantar. Síðastliðið sumar kom eg út í Grímsey; og sýndist mér þá eyjan alt önnur en fyrir 30 árum síðan. Grímseyingar standa nú mikið bet- ur að vígi, til þess að mæta Vetri og fylgifiskum hans — hríðum og harðviðri, ís og ósjó. — Nú eru húsakynni alt önnur og betri, stór tún blasa við þegar á höfnina er komið. Nú hafa eyjarbúar 14 kýr og margt sauðfé, og hafa þeir nægi- Iega mjólk, sem er eitt aðalskilyrð- ið fyrir vellíðan þeirra. F*egar eg kom út í eyna nú í vetur, þá leist mér svo á, að þar væri engin þröng í búi. Eg hafði ekki búist við að hitta þarna úti jafn myndarlega og hugsandi menn, eins og reyndin varð á. Pað er sannarlega kominn tími til þess, að Grímseyingum sé gef- inn kostur á betri samgöngum við meginlandið en verið hefir, og gefa þeim tækifæri til þess að sæta betri verslunarviðskiftum en verið hefir. í Siglufirði er skipakostur nægileg- ur, höfnin oftast íslaus, og áhættu- laust að halda uppi ferðum milii lands og eyjar, þegar símasamband er fengið. Greiðar samgöngur við land, hljóta að verða báðum máls- FRAJVtjfÐjN aðilum til hagnaðar, og þá einkum eyjarbúum. Það mundi auka áhuga þeirra á að framleiða sem mest, því eg lít svo á að jafn fámennur ‘flokkur og eyjarbúar eru —- um 100 manns — geti ekki notað til fulls gæði eyjarinnar. Vinna við eggjatöku og fuglaveiði í bjarginu er afar erfið, og útheimt- ár margt fólk. Fuglveiðin er líka á þeim tíma árs, þegarönnur aðalstörf- in kalla að, einkum heyskapurinn. Illkleyft fyrir jafn fáa menn, að sinna hvoítveggju svo vel sé. Fiskimiðin kringum Grímsey virð- ast líka ótæmandi, og þar gætn margir haft atvinnu. Vonandi keniur loftskeyta stöð í Grímsey á þessu ári, og hún mun verða til ómetanlegs gagns fyrir eyjabúa sjálfa og þá ekki síður fyrir fiskiflotann norðanlands. F. Erl. símfréttir. Svarti dauði. Svarti dauði geysar á Indlandi, deyja 8 þús. manns úr honum á hverri viku. Stjórnin í Svíþjóð fallin. Brantingssíjórnin í Sviþjóð farin frá völdum. Þingið feldi frumvarp stjórnarinnar um styrk til atvinnu- lausra, og sagði hún þá strax af sér. Búist var við að frjálslyndi fiokkurinn myndaði nýja stjórn með tilstyrk jafnaðarmanna, en það tókst ekki, og er haldið að íhaldsflokk- urinn taki við stjórnartaumunum. Prestar líflátnir. Ráðstjórnin í Moskva hefur látið lífláta kaþólska presta, og dæmt marga yfirmenn kirkjunnar í æfi- langt fangelsi fyrir mótspyrnu gegn stjórninni. Kirkjuhöfðingjar í Ev- rópu hafa sent kröftug mótmæli. Skotskir og þýskir fiskimenn. Óeirðir í Aberdeen á Skotlandi milli skotskra og þýskra fiskimanna. 3 þús. skotskir fiskimenn hafa gert verkfall til að mótmæla fsfisksölu Þjóðverja f Aberdeen. 10 Trotzki veikur. Trotzki liggur veikur. Segja lækn- arnir að hann hafi krabbamein í maganum. Verkbann. Vinnuveitendur í öllum bygging- argreinum á Englandi hafa gert verkbann, og eru 500 þús. manns atvinnulausir. Irskir uppreisnarmenn. Stjórnin í Dublin tilkynnir, að hún hafi handsamað í alt 10 þús. írska uppreistarmenn, en þó sé ennþá 2500 undir meikjum de Valera. Sorgarathöfn í Pýskalandi. Verkamennirnir er mistu lífið í óeirðunum í Essen í fyrri viku, voru jarðsettir á þriðjudaginn. Fór þá fram sorgarathöfn um alt Þýska- land. Loftferðir. Nýbyrjað er á daglegum loftferð- um milli Manchester — London — Hamborg — Berlín. Hugo Stinnes. H. Stinnes, auðkýfingurinn þýski fór inn í Ruhrhéraðið þrátt fyrir bann frönsku stjórnarinnar. Var hann tekinn fastur og settur í fang- elsi, en þó slept aftur daginn eftir gegn loforðum um, að hann færi strax burtu úr Ruhr, sem hann og gerði. Innl. símfréttir: Kristinn Benjamínsson kyndari á Borg var myrtur í Barcelona á Spáni. Pétur Ólafsson konsull, sem ferðast hefur um Suður Ameríku til að ransaka saltfiskmarkað, hefur sent Alþingi skyrslur sínar. Telur hann markaðshorfur fremur slæmar. Dágóður afli á togarana. Siglufjörður. »Goðafoss« kom hingaó á mánu- daginn. Farþegar voru fáir. Með skipinu var Friðjón Jensson læknir. Hefur hann dvalið í útlöndum í 3 mánuði til að kynna sér nýjustu

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.