Framtíðin - 29.04.1923, Side 1

Framtíðin - 29.04.1923, Side 1
* Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. I. Árgangur. Sigluíirði 29. apríi 1923. 6. tölublað. Alþingi. Landhelgin. Pétur Ottesen, Einar Porgilsson og Hákon Kristófersson komu með fyrirspurn til stjórnarinnar um hvað liði framkvæmdum hennar í land- helgisgæslumálinu, og hvað hún hefði gert út af ályktun þingsins um stækkun landhelgissvæðisins. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn- inni og sagði hann að bæði fyr- verandi og núverandi stjórn hefði starfað allmikið aó því, að hrinda máJi jæssu í framkvæmd. Sagðist hann bráðum geta lagt fram teikn- ingar og áætlanir um ísienskt strand- varnarskip. Stækkun landhelgis taldi hann ineira vafamál og erfiðara við- fangs. Bankaráð íslands. Jónas Jónsson flytur einnig frum- varp um bankaráð íslands. Samkv. frumvarpi þessu á 5 manna banka- ráð að hafa umsjón með öllum bönkum og sparisjóðum hér á landi. Bankaráðið á að liafa það hlutverk að marka aðallínurnar í starfsemi íslenskra lánstofnana, ákveða í sam- ráði við hlutaðeigandi bankastjórnir innláns- og útlánsvexti, og ákveða hversu veltufé bankan.na skuli skift- ast milli atvinnugreinanna í land- inu. Jón Magnússon talaði á móti frúmvarpinu, taldi að lítið gagn myndi verða af bankaráði með því skipulagi sem væri farið fram á. Áleit liann betra að skipa sérstakan eftirlitsmann til að hafa eftirlit með bönkum og sparisjóðuin. Frurnv. var vísað til 2. umræðu. Eldh úsdagurinn. Pegar fjárlögin koma til 1. um- ræðu, er venja að þingmenn komi með allar [Dær fyrirspurnir og ákúr- ur til stjórnarinnar, sem þ'urfa þyk- ir. Stjórnarandstæðingar eru þá van- ir að tína ait til sem liægt er og skella því á stjórnina. Pessi dagur heitir eldhúsdagur, og er hanu oft rósturssamur. Eldhúsdagurinn í neðri deild var laugardaginn 7. apr- íl, var hann frentur friðsamur efíir því sem vaní er að vera. Aðalárás- in var gerð á Magnús Jónsson fjármálaráoherra. M. J. leigir á Hót- el ísland, og hafði Itann látið rík- issjóð greiða sjálfúm sér 150 lcr. á mánuði hverjum l'yrir eitt herbergið í íbúð sinni, er hann notaði sem gestaherbergi. Pétur Ottesen og Jón Auðunn Jónsson vítlti ráðherra harðlega fyrir þetta, og töldu það vera hættulega brauí, að embættis- menn landsins færu í heimildarleysi að ávísa sjálfunt sér fé úr ríkis- sjóði. Pá réðist Iiákon í Haga að ráð- lierra fyrir sölu á Geysishúsinu. Við Geysir hefur verið gistihús er ríkissjóður átti. Hús þetta seldi M. J. fyiir 3 þús. krónur, og var það rifið og ílutt austur í sveitir. Pingmönnum þótti það óíyrirgefan- legt, að ráðherra skyldi fara að selja eina gistihúsið, sem til var við Geysi, því þangað er ferða- mannastraumur talsverður til að sjá hverinn fræga. Verðið þótti þeim einnig altof lágt. Magnús Jónsson ráðherra var prófessor í lögum við háskólann áður eu hann tók við ráðherrastöð- unni. Prófessorsembættið hefur ekki verið auglýst laust til umsóknar, heldur hefur það beðið eftir ráð- herranum, og hafa hinir kennararn- ir við lagadeildina og einn hæsta- réttardómari tekið að sér kensluna á meðan, þar ti! nú um síðustu mánaðamót, að kenslan féli alveg niður. Magnús Jónsson dócent réð- ist nú á nafna sinn, og krafðist þess að annaðhvort tæki hann aft- ur við embættinu eða það yrði veitt öðrum. Pá kom M. jónsson dócent með fyrirspurn til forsætisráðherra út af Olafsmálinu, spurði hann um hvað það hefði verið, sem komið hefði stjórninni til þess að náða Ólaf Friðriksson. Áleit hann hæstarétti með því misboðið, og' taldi það hættulegt fyrir löggæzlu [og laga- framkvæmd í landinu, ef ekki ætti að koma fram lögum við suma menn, sem enginn mundi þó hika við að beita vægðarlaust við aðra. Forsæíisráðherra svaraði að Hánn hefði álitið það sem hann gerði liina heppilegustu lausn inálsins til þess að komast hjá frekari vand- ræðum. Einnig mótmælti hann því, að hann hefði á nokkurn hátt mis- boðið virðingu hæstaréttar. Sunnlensku blöðin geta ekki um neinar árásir á atvinnumálaráðherr- ann Klemes Jónsson, og hafa þær því sennilega verið íaar og smáar. Klemens Jónsson er áreiðanlega okkar duglegasti og glöggasti stjórn- málamaður, og er vonandi að hann sitji sem lengst í ráðaneyti þjóð- arinnar. Afgreidd sem lög eru: Frumv. um berldaveiki í nautpen- ingi, frumv. um að taka upp í

x

Framtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.