Framtíðin - 29.04.1923, Qupperneq 2

Framtíðin - 29.04.1923, Qupperneq 2
22 F R A M T í Ð I N „FRAMTIÐIN' kemur út tvisvar á mánuði í mánuðiinum okt.—júní, og fjórum sinnum á mánuði í mánuðunum júlí—sept. Að minsta kosti koma út 30. tölublöð á ári. Argangurinn kostar 3 krónur er greiðist fyrir 1. júlí. Utgefandi og ábyrgðarmaður: Hinrik Thorarensen. Afgreiðslumaður blaðsins er kaupm. Andrés Hafliðason og sé auglýsingum skilaðtil lians eða á prentsmiðjuna. Biað- ið kemur út á sunnudagsmorgna. Siglufjarðarprentsmiðja. símalögin frá 1919 línu frá Pórs- höfn lil Skála og ennfremur til Gunnóifsvíkur, frumv. um sýslu- vegasjóði, frumv. um að banna dragnótaveiðar í landhelgi, frumv. um lífeyrissjóð barnakennara. Fallin frumvörp. Jón Baldvinsson bar fram frum- varp um, að þingmönnutn Reykja- víkur yrði fjölgað upp í 7. Sömu- leiðis bar hann, ásamt Einari Ror- gilssyni, fram frumvarp um sérstak- an þingmann fyrir Hafnarfjörð. Bæði þessi frumvörp voru feld írá 2, umræðu með miklum atkvæða- mun. Jónas Jónsson bar fram frumv., í efri deild, um afnám eftirlauna Björns Kristjánssonar, og frumvarp um breytingar á bannlögunum. Bæði þessi frumvörp voru einnig feld frá 2. uinræðu. Ennfremur eru fallin: Frumv. um einkasölu á saltfiski og síld, frumv. um skifting Eyjafjarðarsýslu í ívö kjördæmi, frumv. um stofnun sjóðs til eflingar bindindisstarfsemi í land- inu, frumv. um afnám jojóðskjala- varðarembættisins. Rá ðh erra skifti. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra seg’ir af sér. Klem- ens Jónsson atvinnumála- ráðherra tekur við embætti hans. Rvík 19. apríl. Magnús Jónsson fjármálaráðherra hefur fengið lausn frá ráðherraem- bætti sínu, cg íekur við kennara- embætti sínu við háskólann. Klent- ens Jónsson tekur við embætti hans og er nú bæði atvinnu- og fjármálaráðherra. Rafljósin. Framli. 3. gr. »Heimilt er mönnum á eigin kostnað, að setja upp hemil, ef það er gert af manni, sam raf- veitunefndin telur til þess hæfan, og gjalda notendur þá aðeins fyrir þann straum, sem fer gegnum hemilinn. Pó má enginn hemill vera settur fyrir stærri straum en þann, sem straumnotaudi hefir leyfi til að nota til Ijósa.« Frágatigur 3. gr. er ekki allskost- ar fullnægjandi. Byrjunin er að vísu spor í rétta átt, tii þess að koma á skipulagí, á sölu og noíkun raf- straumsins, en þar sern hér er að- eins um h e i m i I d en ekki s k u 1 d- b i n d i n g u, að ræða, tel eg 3. gr. lítils virði. Eitt er þó unnið við 3. gr. reglugjörðarinnar, og það er, að bæjarstjórn og' rafveitu- nefnd Siglufjarðarkaupstað- ar viðurkennir (óbeinlínis) að rafstöðin sé eingöngu áætiuð fyrir Ijós, en ekki strokjárn / í lteild sinni kemur 3. gr. nokkuð í bága við aðrar greinar reglugjörð- arinnar. T. d. 2. gr. viðurkennir, að raf- straumur til strokjárns sé jafn rétt- hár og rafstraumur til Ijósa, (eða jaínvei rétthærri, samkv. undanþág- utiuin) en síðasta málsgrein 3. gr. nemur algjörlega þennan rétt úr gildi, og um leið fæst einnig viður- kenning fyrir því að ekki sé hægt að selja straum til annars en Ijósa. Eg get ekki séð að þeir rafljós- notendur, er rafveitunefnd leyfir notkun á strokjárni (með undan- þágu! samkv. 2. gr.) finrii mikla hvöt hjá sér til, að notfæra sér þessa »heimild«, ef viðkomandi hefir ekki nægilegan Ijósastraum til að hita strokjárn gegnum »Hemil«, þeim mun eflaust finnast það mun frjálsara að mega nota rafstraum- inn óhetnlað eins og nú er; og ekki er haft á móti því að þeir sem hafa mörg Ijós, og þeir sem liafa fá Ijós, án réttar til notkunar á strokjárni, setji upp hemil hjá sér, en hvers- vegna skyldar þá ekki bæjarstjórn- in alla rafljósanotendur til þess að sitja upp hemil? Er það af greiðvikni við þá fáu sem rafveitu- nefndin leyfir notkun á strokjárni umfram Ijósiti? Eg get ekki séð aðra ástæðu lijá bæjarstjórn og raf- veitunefnd fyrir því að hafa núver- andi sölufyrirkomulag o’g eftirlits- leysi á notkun rafstraumsins. Ekki get eg talið það til eftirlits, þótt svo eigi að teljast, að bærinn hefir einkasölu á glóðarlömpum þeim er nota skal. Rað gat faiist ofurlítið efiirlit í þessu fyrstu árin sem raf- stöðin starfaði því þá var talsver)- um erfiðleikum bundið fyrir almenn- ing að útvega sér lampana og önn- ur tæki til notkunar við rafstraum. Nú er þetta orðið svo breytt, að hver sem vill getur útvegað sér allskonar glóðarlampa og raftæki, svo að segja hvar sem vera skal utan Siglufjarðar. Þarna er því engu öðru að treýsta en ráðvendni þeirra er strauminn nota og má kalla að það gangi oftrausti næst, enda sennilega einsdæmi, þegar um er ' að ræða fyrirtæki sem er almenn- menningseign; er mér heldur ekki kunnugt um að nokkuð svipað íyrirtæki, nær eða fjær, sé þannig starfrækt. Bæjarmenn eiga það á hættu að ofhleðsla getur orðið hvenær sem vera skal, með núver- andi fyrirkomulagi og rafstöðin gjöreyðilagst á svipsluudu. liver bæri ábyrgðina ef rafstöðin eyði- legðist vegna ofhleðslu, bæjarstjórn og raíveitunefnd eða rafljósanot- endur? Eg mun dæma ábyrgðina á hendur þeirra fyrnelndu, þaó er f þeirra valdi að útiloka algerlega þessa hættu, með því að skamta hverjum einstökum þann straum er hann hefir létt á til Ijósa gegn- um hemil. Á sjálfri rafstöðinni ætti einnig að. setja upp »öryggi« eða »hemil«, sem útilokaði hærri hleðslu en 26 kv. Þessi hemill, á raístöðinni, verður alveg ómissar.di tæki, um

x

Framtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.