Framtíðin - 29.04.1923, Blaðsíða 3

Framtíðin - 29.04.1923, Blaðsíða 3
FRAMTÍÐIN 23 leið og hann er öryggi gegn því að raístöðin eyðileggisí aí ofhleðslu, þá er hann hemill á r a f - v e i t u n e í n d o g b æ j a r s t j ó r n sem er engu minna virði fyrir bæjarbúa! 4. gr, »Verð á rafmagni til suðu eða hitunar, eða vélareksturs ákveð- tir rafveitunefnd með samþykki bæjarstjórnar, verði á annað borð nokkuð rafmagn selt til slíkrar notkunar.« Par sem núverandi rafstöó hefur »Jafnstraums«-vél er hún mjög óheppileg til þeirra þarfa sem 4. gr. getur um; enda héfur reynslan hér á Siglufirði sannað þetta, hitinn verður ekki nægilegur á suðuplöt- unum, til þess að elda við, nema . með nokkuð löngum tíma. Til suðu og hitunar er ávalt notaðar »Skiftistraums«-vélar. — 5. gr. »Þegar vatnsskortur er svo mikill, að vatn nægir ekki til Ijósa í bænum, er rafljósanotendum skylt að spara ljósin hver hjá sér, eins og þeim er frekar unt. Þegar suo stendtir á er rafveitunefnd heimilt að láta slökkva ljós á bryggjum og pöllum, þegar ekki er verið að vinna þar. Sömuleiðis í sölubúðum eftir Iokunartíma.« Bæjarstjórninni hefir ekki fundist vanþörf á þessari 5. gr. og eflaust hefur hún kostað mikil heilabrot, enda er það mikils virði að r a f - ljósanotendur spaii ljós- i n h v e r h j á séiyþegar e n g- i n 1 j ó s e r u ! Hvenær á að spara strok- jámin sem leyfð eru umfraw Ijósin? Þeirra er hvergi getið í sambandi við sparnað á rafstraumn- um þegar vatnsskortur er. Síðastliðinn vetur var töluverður vatnsskorttir, svo rafljósiri entust skamma stund daglega, yfir langan tíma; en þar sem fiestir rafljósanot- endur hafa ekki séð þessi lög, og og gátu þeir því auðvitað ekki breitt samkvæmt þeim. Bæjarbúum er víst forvitni á að vita hvaða sparnaðariáðstöfun raf- veitunefndin gerði á rafstraumnum, yfir þann tíma í vetur sem vatns- skortur var. Spurði eg því einn bæjarfulltrúann, sem einnig er í raf- veitunefnd, um þetía atiiði. Bæjarfulltrúinn og rafveitunefnd- armaðurinn svarar því fyrst að h a n n h a f i a 11 s e k k i s é ð þessilög! ogað rafveitu- nefndin hafi leyft notkun á 11 s t r o k j á r n u m, umfram ljósin, endurgjaldslaust, s e m u p p b ó t á k e y p t u m r a f s t r a u m t i I s u ð u, á s í ð- a s 11 i ð n u s u m r i! Þannig fer rafveitunefndin (auð- vitað með samþykki bæjarstjórnar) að spara þann straum sem er svo takmaikaður til Ijósa, þegar vatns- skortur er. Sama tíma sem rafljósa- notendur mega aðeins nota allra nauðsynlegustu Ijós, leyfir rafveitu- nefndin straumnotkun ti! s t r o k- j á r n a, u m f r a m þ v í s e m s t ö ð i n g e t u r f r a m 1 e i 11, er jafngildir tíu 16 kerta Ijósum í 24 hús! og eftirgjöfá gjaldi sem nemur kr. 1443,75, sam- kvæmt 2. gr.H En hverjir eru þessir 11 rafstrok- járnseigendur, sem verða fyrir þessu láni? Það eru flestir bæjarfulltrú- amir og rafveitunefndarmenn, og nokkrir vinir þeirra. (Framh.) Oj. Erl. símfréítir. Ráðstefnan í Lusanne.- Ráðstefnan í Lusanne er komin saman til þess að ræða um deilu- mál Orikkja og Tyrkja. Fulltrúar Breta, Bandaríkjanna, ítalíu og Tyrklands eru komnir til ráðstefn- unnar, en fulltrúar Frakka og Orikkja eru ókomnir. Samkoinulagshorfur taldar góðar. Verslunarsamningur. Danmörk og Soviet-Rússland und- irskrifuðu verslunarsamning 23. þ.m. Danska ríkisþinginu var slitið á miðvikudaginn og hafði samning- urinn þri ekki hlotið staðfestingu þess. Islendingar eiga kost á að ganga inn í samninginn, Ruhr. Smáskærur milli Þjóðverja og Frakka í Ruhr, sló í götubardaga í Muhrheim, margir særðust og fjórir biðu bana. Curson lávarður. Utanríkisráðherra Breta Curson lávarður hélt ræðu í lávarðadeild- inni á dögunum um þysku skaða- bæturnar. Ráðlagði hann Þjóðverj- um að koma fram með nýja skaða- bótauppástungu, þar sem gert er ráð fyrir ábyrgð af hálfu iðnaðarius, og að fallast á úrskurð óvilhallra maniia urn skaðabótaupphæð. Rýska stjórnin lofar að íhuga þessar til- lögur. Ríkisbankinn þýski. Ríkisbankinn þýski hefur hækk- að forvezti úr 12 upp í 16%. Enski skipastóllinn. Bretar tilkynna að þeir séu nú búnir að fylla það skarð er höggið var í skipastól þeiria á ófriðarárun- um. Vcrslunarfloti þeirra er einn þriðji af verslunarflota heimsins. Innl. símfréttir: Samband ísl. samvinnufélaga ætl- ar að höfða skaðabótamál gegn Birni Kristjánssyni út af bækling hans, og heimta 500 þús. krónur í skaðabætur. Mokafli í Vestmanhaeyjum. Siglufjörður. Kvenféígið »Von« hélt skemtun á Sumardaginn fyrsta í ieikfimis- húsinu. Til skemtunar var: ræða, upplestur, söngur og dans. Skemt- unin var vel sótt og fói ágætlega fram. Hákarla- og hnýsuveiði er tals- verð hér fyrir utan þegar á sjó gefur. Bessi Rorleifsson fór fyrir nokkru einn á bát í hákatlalegu; var hann um sólarhring í ferðinni og kom með bátinn hlaðinn af Iifur og hákarli. Er þetta rösklega gert af manni á sjötugsaldri. — E.s. »Noreg« kom hingað um síðustu helgi frá Akureyri. Með skipinu komu Stangeland heildsali qg Friðbjörn Níelsson kaupmaður. Ásgeir Pétursson, Karl Nikulásson og Eggert Einarsson voru með skipinu og fóiu með því aftur til Akureyrar. — Esjan var á Hólmavík í fyrradag. E.s. Willemoes kom hingað snöggvast á fimtudagskvöld, og skipaði hér upp 60 fötum af stein- olíu. —

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.