Framtíðin - 20.05.1923, Blaðsíða 3

Framtíðin - 20.05.1923, Blaðsíða 3
FRAMTÍÐIN 31 Söltunarlaun verða í sumar greidd með 75 aurum fyrir kúf- saltaða tunnu síldar og vikupeningar 5 krónur. Útgerðarmenn í Siglufirði og Akureyri. á að greiða. Þessi réttindi haldast meðan húsið stendur. Stúdentar hafa boðið öllum sýslum og kaup- stöðum landsins þessi sömu kjör, og vonast þeir til að allir leggist á eitt til að koma húsinu upp. — Málinu var frestað. — Er vonandi að háttvirt bæjarstjórn taki vel í þetta mál og veiti þessar 5 þús. krónur. Líklegt er að enginn kaup- staður og engin sýsla landsins geri sér þá skömm að skerast úr leik, því hér er verið að reisa minnis- varða íslenska sjálfstæðisins. Rafljósin. Niðurl. Eg hefi nú hér að framan kynt almenningi »gjaldskrá fyrir notkun rafmagns í Siglufjarðarkaupstað«, og hafa flestir brugðist ókunnug- lega við. Sömuleiðis hefi eg laus- lega drepið á það helsta er mér finst athugavert við »!ög« þessi, og reynt að sýna fram á galia þeirra að nokkru. Vildi eg svo að endingu benda á það í stuttu máli hvernig æski- legast væri að þessum lögum yrði breytt, svo eigi sé algjörlega hægt að áfella mig fyrir það, að rífa nið- ur annara verk án þess að byggja upp eða benda á eitthvað betra í staðinn Eg skal taka það fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að fram hafa komið tillögur í bæjarstjórn- inni er farið hafa í sömu átt og eg bendi á um óréttlæti gjaldtaxtans. Það var bæjarfulltrúi frú Guðrún Björnsdóttir sem benti á að gjald- skráin væri óréttlát, (kæmi þyngst niður á þeim sem nota fá Ijós — fátækustu heimilin) og fylgdi bæj- arfulltrúi hr. Friðbj. Níelsson þar frúnni að málum. En þessu var ekki gaumur gefinn af meiri hluta. Sömuleiðis mun frúin hafa farið þess á leit, að rafstraumur til strok- járna yrði afnumihn. En þar stóð hún ein uppi. þlauðsynlegustu umbætur laxtans og annars þess er að ljósakerfi bæjarins lýtur tel eg þessar: 1. Áð frá 1. ágúst n. k. fái hver einasti rafljósanotandi straum sinn gegnum »hemil« (takmarkara — ekki mæli —) og að hver rafljósa- notandi fái a ð e i n s þann straum er hann hefir rétt á til ljósa. Með því að hafa hemil hjá hverj- um Ijósnotanda vinst það: að menn nota ekki meiri stiaum en þeir hafa rétt á, (til ljósa) og greiða. Þá fell- ur auðvitað burtu allur réttur til straumveitingar í strokjárnin, og um leið hægt að miðla því straum- magni til þeirra bæjarmanna er alls engin rafljós hafa. Hemillinn getur stuðlað að því að þeir sem hafa fá ljós geta haft meiri þægindi af þeim fáu Ijósum heldur en nú er, og þeir sem hafa mörg ljós gætu minkað vi sig Ijóstöku, því menn geta haft ljós- stæði í hverju herbergi þótt þeir hafi ekki það mikið Ijósmagn að hægt sé að láta loga á þeim öllum í einu, því óþarfi er það flestum að öilum jafnaði að láta loga sam- tímis í öllum sfnum herbergjum. 2. Gjaldskránni ætti að breyta á þann veg að fyrstu tíu (16 kerta) ljósin verði ódýrust. En hvert ljós sem þar væri framyfir yrði 100% dýrara. þetta myndi óefað koma í veg fyrir það að menn tækju fleiri ljós en nauðsyn krefði. Þetta er með öðrum orðum eina skynsamlega ráðið — og í alla staði réttmætt — til þess að sem flestir geti orðið Ijósanna aðnjót- andi. Par á móti er þetta »afsláttar- princip«, sem nú ^ildir, beinlínis Peisuföt og ágætur olíuofn til sölu í Vetrarbraut 14, með tæki- færisverði. Góðir borgunarskilmálar. til þess fallið, að örfa menn sem þykjast hafa efni á, að »f)otta« sig með óþarfri ljósaeyðslu. 3. Mér finst það iiggja í augum uppi að rafstöðvarstjóri sé sjálf- kjörinn f rafveitunefndina. Hann á að sjálfsögðu að eiga þar sæti. Hann er eini maðurinn sem hefir »tekniska« og »praktiska« þekk- ingu til brunns að bera. Og óhætt er að fuliyrða það, að allir sem nú skipa rafveitunefndina hafa grátlega litla þekkingu til að bera hvað raf- veitumálin snertir. Að minsta kosti verður að álykta svo eftir gerðum og lagasmíðum nefndarinnar. Raf- stöðvarstjóri á að vera ráðunautur nefndarinnar á sínu þekkingarsviði. Hann á að setja upp og stilla heml- ana, innsigla þá, eftirlíta og gera við þá o. fl. Siglfirðingar eiga ekki og inega ekki láta*sér lynda að una við þetta fyrirkomulag eins og það n ú e r. Þeireigaaðkrefj- ast þess að rafveitunefnd og bæjarstjórn breyti taxtanuni og rekstursfyr- irkomulaginu í þá átt er bent hefir verið á hér. Krafa okkar á að vera þ e s s i: Rafljósastöðin til ijósa og einskis annars. — Burt meö strokjárnin ! Oj.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.