Framtíðin - 22.09.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 22.09.1923, Blaðsíða 1
FRAMTIÐIN Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. I. ár. Ný rafmagnsstöð. Mjer liefur borist til eyrna að komið hafi til orða að reist yrði mótorstöð á Siglufirði til fram- leiðslu raforku í viðbót við Hvann- eyrarárstöðina, og vildi jeg af því mjer er þetta mál vel kunnugt, fara nokkrum orðum um þetta í sam- bandi við fyrirhugaða útbyggingu nýrrar vatnsaflsstöðvar vió Selá. Þegar um slíkt mál er að ræða sem íramleiðslu raforku til bæja, þar sem búið er í haginn fyrir baejai fjelagið fyrir marga tugi ára fram i tímann, ber skyldu til þess að athuga vandlega alla málavexti áður en til framkvæmda kemur. Hver sá maður er ákvarðanir á að taka um slík mál, verður þegar í stað að leggja fyrir sig tvær mjög einfaldar en engu að síður algjör- lega ákvarðandi spurningar, nefnil. 1. Hver er sú virkjun sem fjár- hagslega gefur bæjarfjelaginu þann varanlega besta árangur? 2. Er sú virkjun framkvæmanleg þannig að bæjarfjelagið geti risið undir, þeim kostnaði sem óhjákvæmilegur er fyrstu árin? Hin fyrri þessara spurninga felur auðvitað einnig í sjer þá hlið málsin.s, hver virkjun sje sú, sem með nútímans verklegri þekkingu tryggi hagkvæmasta rekstur og sem minsta fyrning á vjelum. hegar litið er á hver sje sú virkj- un sem gefi bes.tar vonir um var,- anlegan hagnað fyrir bæjaifjelag Siglufjarðar, þá virðist mjer, með þeim kunnugleik sem jeg hefi tii málanna, að ekki geti leikið neinn vafi á því að vatnsaflsstöð við Selá sje s j á 1 f s a g ð a lausnin a því máli. Pað er því miður ekkj tæki- færi hjer til að fara svo nákvæm- ■ega út í það mál sem þörf og nauðsyn ber til, og verð jeg því að láta mjer nægja að setja hjer fram nokkrar af þeim þýðingar- mestu ástæðum sem styðja þá skoðun mína. Við vatnsaflsstöð á Siglufirði er sjerstaklega að athuga: 1. Aflgjafinn (vatnsaflið) kostar ekkert, 2. Fyrning á vjelum er hverf- andi ef pössunin er góð. 3. Eftir þeim mælingum sem hingað til hafa verið gerðar, má fyllilega gera ráð fyrir að úr Selá megi fá 100 hesta orku þegar hún er með minsta móti á vetrum, en á sumrum og haustum tvisvar sinnum meira. 4. A Siglufirði liagar alveg sjer- staklega til hvað snertir afnot aflsins. í öðrum kaupstöðum landsins verður að ganga út frá minni afnotum orkunnar á sumrum en á vetrum. Hjá Siglfirðingum hagar svo til að framtíð bæjarfjelagsins er að mjög verulegu leyti undir því komin að næg og ódýr orka sje á boð s t ó 1 u m á s u m r i n, og Siglufirði 22. sept. 1923 24. blað mKSm Halló! — Á mánudaginn sel jeg Haframjöl 32 kr. pokann gegn borgun um leið. Aðeins þennan eina dag! Notið tækifærið! Friðb. Níelsson. það er einmitt sá tími sem nægilegt vatnsmagn er f Selá. Við mótorstöð á Siglufirði keni- ur sjerstaklega til athugunar: 1. Aflvakann (olíuna) verður að kaupa árlega dýru verði frá útlöndum. Par af leiðir að rafstraumurinn yrði að vera svo dýr, að aðeins gæti kom- ið til greina að nota hann til Ijósa, — sem þó yrðu dýr, — og alls ekki til neins ann- ars. Selárstöðin mundi aftur á'móti geta framleitt talsvert afl til suðu t'yrir utan nægi- legt afl til ljósa. 2. Eftir fenginni reynslu verður að gera ráð fyrir að olíumót- or með svo mikilli notkun sem hjer er um að ræða, sje að mestu leyti ónýtur eftir 7—8 ára brúkun. 3. Vegna stráumverðsins og tak- mörkun aflsins gæti ekki komið til mála að nota afl frá mótorstöðinni til iðju nema i mjög smáum stíl. Jeg vil hjer nota tækiíærið til að benda á enn einn kostnaðarlið sem mótorstöð hefur í för með sjer, og það er rafgeymir. Rafgeymir er naðsynlegur í sambandi vió mótor- stöð, til þess að mótorinn ekki þurfi að vera í gangi þegar notk- unin er litil, og við það sparast talsvert af olíu. En hann er dýr og fyrnist tiltölulega fljótt. í teksturs- kosnaði er venjulega geit ráð fyr- ir að árleg fyrning rafgeymara sje 10-15%. Hvað nú snertir þá spurning hvor af þessum báðum virkjunum sje framkvæmanlegri fyrir bæjarfje- lagið þegar litið er á þann kostnað sem er óhjákvæmilegur fyrstu árin, þá vil jeg láta þess getið að jeg hefi atluigað þetta mál nokkuð ná- kvæmar, og er það álit mitt, að ár- legur reksturskosnaður* við 100 hestafla stöð við Selá mundi ekki fara fram úr árlegum reksturkosn- aði við mótorstöð sem aðeins nægði til Ijósa. Vegna erfiðleika við að fá pen- ingalán er viðbúið að ekki yrði hægt t. d. á komandi vori að byggja stærri stöð við Selá en 100 hfestöfI, samsvarandi minsta venju- legu vatnsrensli á vetrum; en hæg- lega mætti þegar í fyrstu gera ráð fyrir annari vjelasamstæðu jafnstórri bæði hvað snertir stærð vjelahúss- ins, gildleika vatnspípunnar í fjalls- hlíðinni og gildleika koparþráðanna niður i kaupstaðinn. Regar svo væri búið um í fyrstu, mætti með tiltölulega mjög litlum kostnaði stækka stöðina upp í 200 hestöfl, og selja straum til iðnaðar á sumrin. Af ofangreindum ástæðum finst mjer alls ekki rjett að ráðast út í byggingu mótorstöðvar með frekar vaxandi en minkandi árlegum reksturskostnaði, áður en ransakað er til hlýtar hvort* Selárstöðin ekki fullnægi betur þeim skilyrðum bæði fjárhagslegum og öðrum sem *) í árlegum reksturskostnaði felst:rent- ur og afborgiin, laun stöðvarstjóra, olíu- eiðsla, fyrning o. s. frv. Siglfirðingum eru haganlegust. Bæjarstjórn Sigluíjarðar hefur ákveð- ið og gert ráðstafanir til að mæla vatnsmagn Selár á komandi vetri nákvæmar en áður hefur verið gert, og virðist einnig þess vegna rjett- ara að bíða með byggingu mótor- stöðvarinnar þatigað til útkoma þeirra mælinga liggur fyrir. Að lokum vil jeg hvetja Sigl- firðinga til að leggjast á eitt og reyna að koma sjer upp hæfilegri vatnsaflsstöð, því með öðru móti fá þeir aldrei nóg og ódýrt r a f m a g n Akureyri 2. Sept. 1923 Ásgeir Bjarnason. Erl. símfrjettir. Stór bruni. Stór bruni í borginni Berkley í Kaliforniu, 600 hús brunnu, tjónið metið 9 miljón dollara, Óeirðir á Pýskalandi. Kommunistaóeirðir miklar í Bad- en á Þýskalandi, hefur lögreglan víða farið halloka og orðið að kalla sjer herlið til hjálpar. Grikkir og ítalir. Líldegt er að sættir komist á milli Orikkja og ítala. Uppreisn á Spáni. Uppreisn á Spáni, hjeraðið Catalonía er á valdi uppieisnar- manna, og hafa þeir myndað bráða- birgðastjórn í Barcelona, hefur hún tilkynt að konunginum og stjórninni \ Madiid sje vikið íra völdum. Oánægjan með stjórnina í Madrid fer stöóugt vaxandi vegna ófara Spánverja í Marokko, og er uppreisnin bein afleiðing af því. Alt landió er í hernaðarastandi. — Frá London er símað, að bylt- ingarmenn hafi sigraó á Spani, stjórn Ahlucena gieifa hefur beðist lausnar. Primo de Reviera yíiikap- teinn hefur myndað einræðisstjórti fyrir hernaðarsinna, og vetður ekk- ert þingræði fyrst um sinn. Kon- ungur heldur völdum. Kommunistar í Bú/garíu. Nýja stjórnin í Búlgaríu er að uppræta kommunista hreyfinguna þar í landi, hefur hún látið hand- sama 400 foringja hennar og eru þeir sakaðir fyrir landráð, fyrirætl- un þeirra var að gera byltingu með hjálp Rússa. Hjermeð tilkynnist þeim, sem ennþá skulda frá uppboði „Verslunin Hamborg“ að verði skuldirnar ekki greidd- ar innan viku, verða þær af- hentar til iögtaks. Siglufirði 22. sept. 1923 Sig. Kristjánsson. Kartöflur eru ódýrastar í „Hamborg.“ Karlm.fatnaður á 35 kr. settið, selur Ásgeir Pjetursson. Vetrarfrakkar kosta aðeins kr. 30.00 hjá Ásgeir Pjeturssyni. Pýska markið. Pýska markið hefur aldrei staðið eins lágt og nú, fyrir eitt sterlings- pund fæst einn miljarð marka. — Ríkisbankinn þýski hefur hækkað forvexti upp í 30%. Pýska stjórnin lieíur ákveoið að koma á fót banka sem gefi út gulltrygða seðla, og hygst með því að hefja gengio. A Iþjó ða bandalagið. írland hefur fengið inngöngu í Alþjóðabandalagið. Bandaríkin hafa endurtekið neitun sfna um inn- göngu í það, og bera nú fyrir sig framkomu Mussolini gegn Grikkj- um. Innl. símfrjettir: Tveir listar eru komnir fram í Reykjavík. Morgunblaðslisti með þá Jón Porláksson, Jakab Möller, Magnús Jónsson, Olaf Thors og Jafnaðarmannalisti með þá Jón Bald- vinsson, Hjeðinn Valdimarsson, Hailbjörn Halldórsson og Magnús V. Jóhannesson. Eins og sjá má af auglýsingu í blaðinu í dag, hafa nokkrir alþingiskjósendur hjer í bænum boðað til almenns landsm~ála- fundar, næsta mánudag kl. sjö og hálf síðdegis. Einn af alþingisframbjóðendum sýslunnar, Stefánjóh. Stefánsson cand. jur- is sem staddur er nú lijer í bænum, verð- ur frummælandi, en allir eru velkomnir á fundinn, og má því búast við fiölmenni.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.