Framtíðin - 17.11.1923, Blaðsíða 1

Framtíðin - 17.11.1923, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Hinrik Thorarensen. / I. ár. Siglufirði 17. nóv. 1923 28. blað Fjárhagsáætlun Siglufjarðar 1924. Fjárhagsáætlun kaupstaðarins er nú nýlega afgreidd af bæjarstjórn- inni. Frumvarp fjárhagsnefndar var samþykt óbreytt að mestu, og fremur fáar breytingartillögur komu fram. — Aukaúísvörín. Aukaútsvörin, sem niðurjöfnunar- nefndin bráðlega fer að jafna bróð- urlega niður á borgarana, verða lOO'^þúsund krónur. Fjárhagsnefnd- in var sammála um, að hafa út- svörin svona há/*og á bæjarstjórn- arfundunum, er áætlunin var til umræðu á, heyrðist engin rödd um, að þau væru of há, eða nokkur ttslæða til aö lækka þau. f fyrra var aðeins 58 þús. jafnað niður, og verða útsvörin því 42 þúsund krónum hærri í ár. Petta kann að virðast stórt stökk, en peninga þarf til framkvæmda og í mörg horn er að líta. Siglufjörður er ungur kaupstað- ur, ekki fullra 5 ára enn, og vantar því margt hjer, sem aðrir kaupstaðir hafa og þykir sjálfsagt að hafa. Á þessum 5 árum, síðan bærinn fjekk kaupstaðarrjettindi, hefur þeg- ar margt verið gert, svo sem íagð- ar nýjar götur, keypt söitunarpláss, bryggjur bygðar og íshús bygt. Þótt ísh^sið sje hlutafjelag að nal'n- inu til, má þakka bæjarstjórninni að öllu leyti að það er upp komið. Petta eru helstu framfarir undan- farandi ára, og væru þær vafalaust enn meiri ef ekki dýrtíð og verð- fall á íslenskum afurðum, sjerstak- lega síldinni, hefðu hamlað. Þess- um framförum vill bæjarstjórnin halda áfram og fremur auka hrað- an en draga úr, og þess vegna leyfir hún sjer að seilast svona langt niður í vasa borgaranna í ár, og vafalaust. gerir hún það með góðri samvisku, því aikunnugt er, að, í sumar hefur útgerðin borið sig mörgum sinnum betur en í fyrra, ekki vegna þess að síldarafl- inn hafi ekki verið góður bæði ár- in, heldur vegna hins, að í fyrra var verðið afar lágt á saltsíldinni, og fór lækkandi eftir því sem á veturinn lelð, en í 'ár hefur síldar- verðið verið hátt og farið stöðugt hækkandi. Er því ekki ólíklegt, að 100 þús. króna útsvör í ár sje til- tölulega lægra en 58 þús. í fyrra. Framkvæmdir á næsta árí. Þegar gjaldaliðir fjárhagsáætlun- arinnar eru athugaðir, rekur maður strax augun í það, hvað mikillri upphæð er varið til að efla þrifn- aðarástandið í bænum, — Má þar 'nefna: /. Lokun Álalæks. A bæjarstjórnarfundi, er haldinn var í byrjun októbersmánaðar, tii- kynti form. heilbrigðisnefndar, að nefndinni hefði borist beiðni frá Matthíasi Hallgrímssyni um að mega leiða ræsi frá vatnssalerni út í lækinn, og veitti nefndin þetta leyfi. Heilbrigðisnefndin er hæsti- rjettur í öllum heilbrigðismálum, og gat bæjarstjórnin því ekki breytt þessum gerðum nefndarinnar þótt hún hefði kosið það. Hjer var því ekki nema um tvent að ræða, ann- aðhvort að loka læknum eða láta hann vera sem opið sorp- og sal- ernisræsi fyrir öll hús fyrir ofaft lækinn, við Lækjargötu, við Grund- argötu, við efri hluta Eyrargötu og við efri hluta Aðalgötu. Þegar bú- ið er að leyfa einum borgara að mega nota lækinn til slíkra hluta, þá er ekki hægt að neita öðrum um það, — Að hafa lækinn sem opið sorp- og saurræsi, er ekki að eins ljótt og særandi fyrir augað, sjerstaklega þegar svo vill til, að lækurinn rennur gegnum þveran bæinn, heldur stafar af því svo mikil sýkingarhætta, að segja mætti, að háttvirt heilbrigðisnefnd og bæj- arstjórn væru búin að setja þarna upp ræktunarstöð fyrir bakteríur. Taugaveikisbakterian myndi sjer- staklega þrífast vel og dafnast í þessari ræktunarstöð, jafnt vetur sem sumar, þar sem hún þolir frost og klaka, og berst nær ein- göngu frá sjúklingnum með þvagi og saur. Og eins og kunnugt er, er hjer taugaveikis-*Bazil!entrager«* og má því altaf búast við að veikin gjósi upp, — þess vegna er það *) Heilbrigð manneskja, er gengnr með lifandi bakteríur í sjer, er sýkja aðra. beinlínis s k y I d a bæjarstjórnar- innar, að gera alt sem í hennar vaidi stendur, til að minka sýking- arhættuna, og til að hefta útbreið- slu veikinnar, ef hún skyldi koma upp í bænum. Þetta hvortveggja gerir bæjarstjórnin með því að loka læknum, þar sem þrifnaðarástand bæjarins batnar stórum við það. Heilbrigðisskýrslur alstaðar frá sýna, að óþrifnaður í bæjarfjelög- um og sýkingarhætta af taugaveiki haldast í hendur. Á þeim stöðum þar sem þrifnaður er á lágu stigi, eins og t. d. í sumum ríkjunum í Suður-Ameríku, er taugaveikin tíð- ur gestur, aftúr á móti þar sem þrifnaður er góður, kemur tauga- veiki tiltölulega sjaldan fyrir. Pað, hvort taugaveiki kemur oft eða sjaldan fyrir, nota heilbrigðis- fræðingarnir sem mælikvaðra fyrir þrifnaðar- og mentunarstig land- anna. Bæjarstjórnin hafði í sjálfu sjer ekkert um að velja. Þessi sampykt heilbrigbis- nefndarínnar var sama og skipun frá nefndinni um að loka íæknum. Og óneitanlega hefði verið rjettara', að nefndin sjálf hefði samtímis komið með tillög- una um lokunina. En þar sem eng- engin slík tillaga vár í fundargerð- inni, kom H. Thorarensen læknir með tillögu um að læknum skyldi lokað, og var hún samþykt nieð öllum atkvæðum, — Á fjárhags- áætlun eru veittar 10 þúsund krón- ur til þessa þarfaverks, og verður sú upphæð vafalaust nægileg. — 2. Holræsakerfi. Annar aðalliðurinn til að efla þrifnaðarástand bæjarins er, að veita á 28 þúsund krónur til að leggja holræsakerfi. Lokun Álalæks er fyrsti liðurinn í þessu kerfi. Fjár- hagsnefnd lagði til, að þegar á næsta ári yrðu lögð holræsi í Aðalg., Eyrarg., Vetrarbraut, Norðurg. og álma frá órundargötu í Alalæk. Með þessu móti geta næstum öll hús á eyrinni fengið frárensli. Flóvent kom með þá breytingar- tillögu, að á næsta ári yrðu holræsi aðeins lögð í Aðalgötu. Fjárhags- nefnd vildi ekki fallast á, að binda sig við eina göíu, áleit að verkið yrði tiltölulega ódýrara að taka fleiri götur í einu, og þörfin væri svo mikil, að ekki væri þess vegna ástæða til að smáskamta það nið- ur Hún tilkynti, að álit verkfræð- inganna yrði leitað, og taldi sjálf- sagt, að fara eftir þeirra tillögum, hvort sem þær kæmu í bága við tillögur nefndarinnar eða ekki. FIó- vent gerði sig ánægðan með þetta og ,tók tillögu sína aftur. Benedikt Jónsson verkfræðingur, gerði teikningu " að holræsakerfi fyrir kaupstaðinn fyrir nokkrum ár- um. Pessar teikningar hefur Jón Þorláksson verkfr. athugað og gert kostnaðaráætlun. Samt sem áður er það ætlun bæjarstjórnarinnar að leita frekari upplýsinga hjá verk- fræðirigum, sem eru sjerfræðingar á þessu sviði, — áður en verkið er hafið. — »Framtíðin« hefur áður minst á hve þörfin fyrir holræsi er mikil, og hvaða gleðidagur muni upp renna fyrir húsmæðurnar þegar þær ekki þurfa að láta bera skólpið út í fötum og hella þvi svo að segja við húsdyrnar. — Á fjárhagsáætluninni eru veittar 8 þúsund krónur til holræsagerðar, en auk þess er gert ráð fyrir, að tekið verði alt að 20 þús. króna lán til að framkvæma verkið. Framh. Erl. símfrjettir. Bylting í Bayern. Föstudaginn 9. nóv. gerðu Fas- cistar tilraun til að koma einræðis- stjórn á í Bayern. Peir er fyrir því stóðu voru fascistaforinginn Hitler, Ludendorf hershöfðingi og von Cahr forsætisráðherra. Náðu bylt- ingarmenn yfirráðum í Munchen, og var von Char útnefndur stjórn- arformaður, en Ludendorf hermála- ráðherra. Alríkisstjórnin sendi her- lið til borgarinnar, sveik þá von Cahr þá Ludendorf og Hitler í trygðum, þóttist hvergi vera við byltinguna riðinn og ljet taka Lud- endorf höndum, en Hitler tókst að flýja en náðist þó síðar. Ludendorf ~var þó látinn laus eftir að hafa gefið drengskaparorð um, að gera ekki byltingartilraun að nýju. Þýsku stjórninni hefur tekist að

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/372

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.