Vörður - 11.07.1923, Side 1

Vörður - 11.07.1923, Side 1
I. ár. Reykjavík 1 1. júlí 1923. 8 blað. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦<= ♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦ ♦ ♦ * ♦ ♦ ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦ ♦♦♦ Kaupmenn ♦ ♦ ♦ ♦ og Kaupfjelög. Vjer höfum fengið aðalumboð fyrir sápu- verksmiðjuna Spörck & Co. A/S. í Þrándhsimi sem er sú elsta og stærsta í Noregi í sinni grein. Verksmiðjan framleiðir margar tegundir af afbragðs góðri Blautsápu, Stangasápu, Handsápu og Pvottadufti, ennfr. Blæsóda og Krystalsóda. Petta firma býr einnig til hina viðurkendu 13 sápu, er allir er reynt hafa, hæla. Vörurnar mæla með sjer sjálfar. — Leitið upplýsinga og sendið pantanir til verslun Ólafs Ámundasonar, Reykjavik, eða aðalumboðsmanns fyrir Island. L ♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Bjarni Ólafsson & Co. Akranesi. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦ >♦♦♦♦♦♦♦♦♦ til Tr. ritstj. Pórhallssonar. Það má víst ekki minna vera, en að jeg kvitti fyrir móttöku binna persónulegu skeyta, sem þjer, hr. ritstj. sendið mjer i síðasta tölublaði blaðs yðar. Pjer hafið fundið ástæðu til, útaf yfirlýsingu þeírri frá Auðkúlu- prestum, sem birt hefir verið í tveim blöðum, að taka í sama strenginn og þeir og gefa mjer heiðarleikavottorð. Fyrir þetta bæri injer líklega að vera yður þakklátur, þó að jeg reyndar viðurkenni, að jeg á heldur erf- itt með það og ástæðurnar eru einkum þær, að jeg bæði finn það á blaði yðar, að það met- ur slík vottorð lítils og að jeg hefi orðið þess var undanfar- andi, að það er ekki það besta úr forðabúri yðar, sem þjer ætlið mjer. Hins vegar verð jeg að viðurkenna, að jeg er svo gam- aldags, og svo »langt á eftir Tímanum«« að jeg virði ekki að vettugi heiðarleikavottorð góðra manna. Jeg lít sem svo á, að heiðarleiki sje eitt af því allra fyrsta, sem heimta verður af hvaða manni sem er, í hvaða stöðu sem er. Annars vil jeg benda á það, að þjer gangið lengra í blaði yðar en að gefa mjer þetta heiðarleikavottorð. Pjer segið að þjer álítið mig vel fallinn til að vera sýslumann og skrifstofustjóra. F*jer gangið því lengra um vottorðsgjafir en áður- nefndir merkisprestar. Jeg ætti þvi sjálfsagt að vera yður þakk- látari en þeim og þó er jeg það ekki Jeg befi sem sje nokkuð ákveðna hugmynd um, að yfir- lýsing þessara presta sje af betri hug gefin en yðar yfirlýsingar. Auk þess hefi jeg altaf heyrt, að til þess að geta dæmt um eitt- hvert mál, þurfi dómarinn að þekkja það, en jeg veit, að þjer þekkiö hvorki störf sýslumanna nje skrifstofustjóra til neinnar blítar og því siður hvernig jeg hefi leyst þau störf af hendi. Dómur yðar um þetta er þvi marklaus og sýnilega til þess eins gerður að klóra yfir fyrri árásir yðar, er þjer sáuð, að þjer voruð komnir í ófærur og er svo að sjá sem yfirlýsing prest- anna hafi opnað augu yðar fyr- ir því. Það skal jeg taka fram, að jegskil yfirlýsingprestanna þann- ig, að hún sje eins mikið eða öllu fremur stíluð til »Tímans« en min. Jeg skil hana sem að- vörun samviskusamra manna til yðar, um að berjast heiðar- lega. Það er þvf ofur skiljanlegt, að yður sje illa við þessa yfir- lýsingu. Og jeg get fullvissað yður um. að það er fjöldi manna viðsvegar um land, sem finnur hvernig bardagaaðferð yðar er og dæmir hana að maklegleik- um. Fað er auðfundið á skrif- um yðar, að þjer hafið skilið umrædda yfirlýsingu á þann hátt, sem hjer er sagt, því að ella munduð þjer ekki hafa rokið upp til handa og fóta til þess að hæla mjer fyrir heiðarleika og góða framkvæmd þeirra em- bættisstarfa.sem jeg hefi unnið, að undanskildum ráðherrastörfum og auðvitað þingmenskunni. Fað hefði líka verið altof mikið að taka alt aftur í einu. Þjer segist aldrei hafa dróttað að mjer neinu óheiðarlegu. hjer hafið þó sagt, að jeg hafi gefið þinginu ranga skýrslu og aö jeg hafi gert það í ákveðnum pólitískum tilgangi. Þetta kallið þjer ekki óheiðarlegt, en fyrst svo er, er ekki til neins fyrir okkur að deila um það. Okkar skilningur á þessu er svo mismunandi. En jeg skil það, að þjer viljið nú hafa sem lægst um þessar ásak- anir, eftir að jeg hefi hrakið þær svo eftirminnanlega, að þjer treystist eigi að svara. Dóm yðar urn þingmensku mína og ráðherrastarf fjölyrði jeg ekki um, því að jeg hefi ný- lega skrifað um það hjer í blað- inu og þjer engu svarað. Jeg vil aðeins minna yður á það, að ekki einn einasti af Framsókn- armönnum tók undir árás yðar á fjármálastjórn mina, í þinginu í vetur, aö Jónasi frá Hriflu ein- um undanskildum og þykist jeg því ekki þurfa frekari vitna við að svo komnu. Mun almenning- ur þessa lands sjá af þessu, að þjer takið yður dómaravald um fleira en þjer getið um dæmt af þekkingu. Hinum stöðugu brigslum yðar í minn garð um valdagirni er ekki heldur áslæða til að svara, þvi að þjer vitið vel, að jeg átti kost á að halda áfram ráð- herrastarfi er siðustu stjórnar- skifti urðu, en að jeg kærði mig eigi um það. Jeg bendi þvi aðeins á þetta til að sýna bar- dagaaðferðina. Þjer segið í blaði yðar, að jeg hafi sótt eftir »siðferðisvoltorði« og »sótt um leyfi til að flagga með því« og hjer eigið þjer við yfirlýsingu Auðkúluprestanna. Fetta segið þjer, þótt þjer vitiö, að þann dag sem yfirlýsingin^ er gefin, var jeg norður í Skaga- firði og þótt yfirlýsingin sje gerð útaf árásum á mig í þvi blaði »Tímans,« sem út kom 23. júní þ. á. Þetta blað gat jeg ekki hafa sjeð hinn 27. júní, er yfir- lýsingin var gefin út, því að þá daga sem á milli voru var jeg á ferð í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum. Af þessu er auð- sætt, að jeg gat ekki hafa beðið um þetta vottorð eða yfirlýsingu. Af þessu sjest, að þjer skýrið rangt frá um þelta. Jeg get ekki sagt um það, hvort þjer álítið, að jeg hafi beðið prestana um þessa yfirlýsingu, en jeg veit með sjálfum mjer, að jeg hefi aldrei gert það og hið sama vita höfundar yfirlýsingarinnar. Jeg hafði ekki minstu hugmynd um yfirlýsinguna fyr en jeg las hana í »Vísi« og jeg vissi ekk- ert um, að hún yrði tekin f »Vörð« fyr en jeg sá hana þar. Gagnvart mjer og höf. yfirlýs- ingarinnar hefir »Timinn« unn- ið það eitt, að hann gerir sig beran um að halda því fram, sem hann getur ekki vitað hvort satt er eða ósalt. Hann hirðir ekki um, lætur kylfu ráða kasli um, hvort hann segi satt frá eða ekki. Slík blaðamenska dæm- ir sig sjálf. Jeg hefi orðið svo fjölorður um yfirlýsingu þessa til þess að sýna bardagaaðferð yðar, en alls ekki af því að mjer sje illa við yfirlýsinguna. Þvert á móti met jeg mikils slíkar yfir- lýsingar góðra manna, sem finna sig knúða til að gefa þær af eigin hvötum. Hitt mun rjett, að yöur sje lílið um slík liltæki gefið og skil jeg það vel. Ráð yðar um að hafa yfir- lýsinguna í vasanum í kosninga- bardaganum i Skagafirði er sjálf- sagt að þakka, en jeg hefi held- ur hugsað mjer að hafa með- ferðis nokkur blöð af »Tíman- um,« því að hann hefir hingað til reynst mjer drjúgur málsvari norður þar. Um enska lánið og gengis- hækkunina vil jeg aðeins leiða athygli að því, að spádóma mína um gengið getið þjer ekki hrak- ið með öðru en því að ganga út frá, að gengið fari eigi á 30 árunum næstu niður úr því, sem það var 1921, þótt allir voni, aö það komist í fult lag á 5—10 árum. Pjer eruð altaf að hamra á því, hversu alt verði gott hjer á landi þegar þjer og Jónas hafið meiri hluta á þingi, en gengið er þó sjáanlega ekki tilætlunin að laga eflir þessari kenningu að dæma. Reykjavik, 9. júlí 1923. Magnús Guðmundsson. II Ijómleikar. Pau Dóra og Haraldur Sigurðs- son hafa nú endurtekið hinn fyrsta hljómleik sinn og haldið nýjan hljómleik 3ja þ- m. með breyttri söngskrá, Eins og undanfarið ljek Har- aldur ýms sigild verk eftir á- gæja höfunda, Fr. Chopin, César Franck o. fl., og var því öllu tekið með hjartanlegum fögnuði. Frúin söng nú alltnörg lög á þýsku og dönsku og 3 íslensk: Gígjan og Ein sit jeg úti á steini eftir Sigf. Einarsson og Sólskríkj- an eftij Jón Laxdal. Alt var þetta sungið af mestu snild og framburður íslenskunnar var aðdáanlega góður, eígi að eins með hliðsjón af því, að söug- mærin er útlend kona, heldur I raun og veru, og á hún mikinn heiður skilð fyrir að sýna máli voru þann sóma. Fyrirspurn um fjárveitingar, Af því að jeg þykist vita, að »Vörður« sje öllum þing- hnútum kunnugur, ætla jeg að biðja hann að gefa mjer upp- lýsingar um það, sem hjer fer á eftir, því að langt mun að bíða þingtíðindanna. Er það við- víkjandi fjárveitingum, sem þing- maður Vestur-Skaftfellingæ(Lár- us Helgason) gat komið fram I Alþingi þ. á. En þótt peninga sje golt að fá til hins eða þessa, þá furðar þó ýmsa á, hvernig fjeð er hjer veitt. Er þetta þann- ig lagað, að svo virðist sem hjer hljóti að vera um annað tveggja eða hvortveggja að tefla, að þingmaðurinn hafi beitt sam- þingismenn sína blekkingum, eða (og) að hjer hafi átt sjer stað óforsvaranlegt gáleysi eða jafnvel ósvifni i meðferð á al- þjóðarfje, með »hrossakaupum« og þvíl. I 1. Er fyrst að nefua fjárstyrk til sjúkrahúss og læknisbústað- ar í Siðuhjeraði, I fjáraukalögum fyrir 1923, — þriðjungur kostn- aðar, alt að kr. 10000,00 (tíu þús. kr.). í þessu læknishjeraði var við síöustu áramót um 960 manns, að því er talið er. Til Sjúkraskýlisbyggingar var búið að safna þar að sögn fje (sam- skotum), er skiftir mörgum þús- undum króna, Heyrst hefir, að sýslusjóður hafi veilt til þessa 1000 kr. Læknisbústaður er þar að Breiðabólsstað. Sú jörð er rikiseign. íbúðarhús er þar stórt úr timbri (járnvarið) og átti sýslufjelagið það, en seldi það i fyrra hreppum læknishjeraðs- ins fyrir þriðjung verðs, rúm 3000 kr„ eftir því, sem oddviti sýslunefndarinnar hefir skýrt frá á sýslufundi. í vetur var svo á- kvarðað að reisa þar sjúkra- skýli« — skúrbyggingu við lækn- ishúsið, fullnægjanlega stórt handa þessu litla hjeraði, um leið og dubba skyldi upp ibúð- arhúsið. Var gerð um það á- ætlun, allrííleg er fullyrt og átti alt að kosta (sjúkraskýlisbygg- ing og full viðgerð á húsinu), eftir því, sem áheyrendur á sýslufundi hjer I sýslunni, i vor heyrðu sýslunefndarmann af Siðu skýra frá, kr. 10000,00— 12000,00, eða alls ekki yfir 12 þús. kr. og var þess jafnframt gelið af sama manni, að land- læknir og stjórnarráð hefði tall- ist á þetta. Áður hafði heyrst, að áætlunin væri eitthvað yfir 8000 kr. En svo kom til þingsins kasta. Eftir einhverjar mismunandi til- lögur, sem sagt er að þingmað.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.