Vörður - 11.07.1923, Qupperneq 2

Vörður - 11.07.1923, Qupperneq 2
2 V Ö"R Ð U R urinn hafi komið fram meö sem fjárbeiðnir, er rekinn rembihnút- urinn á það með alt að 10000 kr. jjárveitingu eða nærri því eins háa og alt verkið á að kostali Nú er manni spurn: Vissi fjárveitingarnefnd og þingið ekk- ert um þessa málavöxtu? Kynti það sjer ekki málið betu.r en þetta? Fékk það enga áætlun um verkið að sjá (eða ekki þá rjettu)? Eða eftir hvaða reglu er slilkt fje veitt? Er það veitt í hrossakaupum og alveg út i bláinn? — Þó að til sje tekið »þriðjungur kostnaðar«, þá er þó ^þetta einkennilegt gáleysi, sem gefur of mjög undir fótinn með misbrúkun. Enda óskiljan- legt að veita fje á slikan hátt á þessum tímum. Þó ekki sje nema vegna fordæmisins.semþað gefur. Auk þessa beina fjártillags, veitti þingið í fjárlögunum fyrir 1924 lánsheimild úr viðlagasjóði alt að 5000 kr. til þess að kaupa læknisbústað f Síðuhjeraði. Eins og gefur að skilja er það ekki til þess að kaupa jörðina, sem engin ástæða er til að ríkið fari að selja, eða hjeraðið að kaupa af rikinu. Þaö hlýtur að vera til þess að kaupa husið, þó reyndar óskiljanlegt sje, því að læknishjeraðið hefir þegar keypt það af sýslunni, eins og getið var, fyrir rúmt 3000 kr.l Og mest af þvi kaupverði (alt sem talið er óborgað sýslusjóði) segja kunnugir einmitt standa sem lán i viðlagasjóði, sem sýslan fjekk fyrir fáum árum og nú er komið á hendur hreppanna! — Fjekk nú þingið ekkert um þetta að vita, eða er það orð- in regla, að fjárveitinganefndir og þingmenn kynni sjer ekkert hvernig á stendur? Er bara fjenu ausið út f vitleysu, eða með »hrossakaupum« um atkvæði eða einhverju lúalegu svoköll- uðu flokksfylgi? 2. Jóhannesi Guðmundssyni á Herjólfsstöðum (áður á Sönd- um) hefir í fjárlögum þeim, er þingið samþykti, verið veitt 1000 kr., vegna skaða af Kötlu- gosi. Hverja skýrslu gaf nú þingmaðurinn um ástæður hjer að lútandi? Eða var ekki um það spurt? Var því leynt, að Jóhannes, sem kunnugir fullyrða að ekki hafl beðið meiri skaða, þegar öll kurl komu til grafar, en ýmsir aðrir um miðbik Vestur- Skaftafellssýslu, fjekk fyrir sjer- staka aðhlynning meiri hluta sýslunefndar, langmestan styrk úr Kötlusjóði (af samskotunum), ssm sje kr. 3500,00, þar sem enginn annar fjekk nema mest nokkur hundruð og flestir í tug- um? Skýrsla um þessa úthlutun var gefin út hjer í sýslu fyrir fáum árum og er mönnum það minnisstætt. — Eða var frá því skýrt af þingmanninum, er hann bar fram þessa fjárbeiðni, að samkvæmt slíkri veitingu á fjöldi bænda í Skaftafellssýslu rjett- mœta kröfu til styrks vegna ó- bætanlegs tjóns, er þeir biðu af völdum Kötlugossins? Ef þingmaðurinn hefir drep- ið yfir þetta, var þá heldur ekki af öðrum neitt grenslast eftir þessu, en Qenu að eins fleygt út? 3. Eftir því, sem komið er út af skjalaparti þingtíðindanna, hefir þingm. V.-Skaft. loks beðið um allmikla fjárfúlgu, eins og hann orðaði það, til lendingar- bóta í »Bás« við Vík í Mýrdal, helming kostnaðar alt að kr. 7500,00 [og þannig fjelst fjár- veitingarnefndin í neðri deiid á það og siðan sjálf neðri deild. Hvaða kynning höfðu nú þing- menn af málavöxtum hjer? — Vissi fjárveitinganefnd ekki, að hjer hvorki var nje gat verið um neina lendingarbót að ræða, heldur að eins vegagerð í fjalls- skriðu (sbr. skýrslu verkfræð- inganna um hafnarrannsóknir 1917—21, bls. 7—8, og er sú skýrsla nú i margra höndum). Að áliti verkfræðinganna og fjöl- margra annara er vegagerð þessi eða vegur á þessurn stað hættu- spil, enda að mestu alveg á- rangurslaus, þar sem einmitt lendinguna eða lendingarbótina vantar í »Básnum«, en hún má víst kallast ókleif um órekjan- lega tíð og enda vafasamt, hvort nokkurn tima tekst (sjá sömu skýrslu, þar sem tilraun til lendingarbótu í »Bás« er talin muni kosta ekki minna en hálfa milj. kr.j. Margir telja þvi sliku fje til vegabóta í skriðum þess- um gersamlega varpað í sjó og urð, án vonar um nokkurn á- rangur. Eða ráðlögðu verkfræð- ingar þessa fjárveitingu, sem vitanlega átti að vera skilyrði fyrir henni? í fjárlögunum, eins og þau sjást endanlega afgreidd frá þinginu, er þó þessi fjárveiting flutt úr 16. gr. og til 13. gr. B. vegamál, er nú breytt um nafn frá því, sem flutt var og sam- þykt í neðri deild, og heitir orð- ið: Til vegagerðar að »Bás« o. s. frv.; er eins og einhver skima hafi þá að síðustu verið farin að renna upp fyrir þingmönn- um (væntanlega í efri deild) og að þeir hafi orðið blekkingar- innar — lendingaragnsins — varir! Það er ekki gott að hafa á móti því aö leggja fje til »lendingar- bóta«, ef það er kallað því nafni, enda þótt sum dæmin frá liðn- um árum ættu að gera menn varfærna í því, að rasa ekki fyrir ráð fram og að blanda ekki saman virkileika og »húm- búkki«, þvi að slíku er aldrei bót, En þetta mun vera þakk- látt þingmanna-kjósendafylgis og hrossakaupamál nú á tímum. Blaðið verður að virða mjer til vorkunnar, að við búand- menn svona langt í burtu frá þingstaðnum höfum ekki getað fylgst með í ræðum og skýring- um þingmanna. En upplýsinga um þessi atriði er beiðst sök- um þess, að siðspilling í fjár- uiálum fer mjög í vöxt á landi voru. Og%svo er hitt, að þótt það takist í eitt skifti eða svo að svæla út fje með misjöfnu móti, þá er enginn vafi á því, að ef eitthvað er óheilt við fjár- veitingar til einhvers kjördæmis, þá hefnir það sín siðar og kem- ur niður á hlutaðeigandi hjer- aði og er verst fyrir það í fram- tíðinni, Skajt/ellingur. Svör. »Vðrður« er ekki »þinghnút- unum« nægilega kunnur til þess að getað svarað fyrirspurnum þessum til fullrar hlítar. Eins og nærri má geta er erfitt að vita hvað bak við tjöldin gerist og ef um »hrossakaup« er að ræða munu þau eflaust þar gerast. Það er kunnugt af at- kvæðagreiðslum á þingi, að þingm. Vestur-Skaftfellinga er ör á fje rikissjóðs, en ekki minnist ritstj. »Varðar« og var hann þó þingskrifari, að örlæti hans kæmi fremur fram gagnvart hans kjördæmi en öðrum. Eftir því sem fyrirspyrjand- anum segist frá er fjárveitingin til sjúkraskýlisins alt of há, an bótin er þar, að ef stjórnin heldur rjett á, þarf ekki að verða skaði af þessu, því að fjárveit- ingin er bundin því skilyrði, að hún megi ekki fara yfir þriðjung kostnaðar. Mál þetta hlýtur að hafa legið fyrir fjárveitingarnefnd og um það munu ekki hafa orðið deilur í þinginu. En von- andi, að sjeð verði um það, að landssjóður verði ekki fjefleltur út af þessu og vel er að upp- lýsingar sem þessar komi fram til leiðbeiningar fyrir rjetta hlut- aðeigendur. Lánsheimildin til þess að kaupa læknisbústað í Síðuhjer- aði virðist eftir upplýsingum fyrirspyrjandans jafn fráleit, hvort sem þar er átt við húsið á læknisbústaðnum eða jörðina. Jörðina má að eins selja, ef það er samrýmanlegt ákvæðum þjóðjarða — eða kirkjujarða- sölulaganna og þá er ákvæðið í þeim lögum hversu fara skuli um greiðslu andvirðisins og þau ákvæöi eru hagkvæmari en láns- kjör fjárlaganna. Lánsheimíld þessi sýnist því næsta undarlegt, og það allra merkilegasta er að hún er ekki til neinna bóta fyrir hjeraöið eða aðra. Um styrkinn til Jóhannesar Guðmundssonar hjelt þingm. Veslur-Skaftf. allítarlega ræðu og skýrði svo frá i henni, að maður þessi hefði orðið harðar úti en nokkur annar á Kötlugos- svæðinu. Hann mun einnig hafa tekið það fram, að hann hafi fengið styrk úr samskotasjóði, en ekki skal um það fullyrt, hvort hann skýrði frá upphæð- inni eða hlutfallinu milli stj'rks hans og annara. En víst mun það, að þingm. fullyrti, að þessi maður ætti mesta sanngirniskröfu á slyrk vegna gossins. Lendingarbótamálið mun að- allega hafa sætt meðferð í nefnd og getur þetta blað eklti gefið uppl. um það mál. Ef fyrirspyrjandinn er ekki ánægður með þessi svör má ef til vill bæta úr því þegar þing- tíðindin koma. Jaröfræölngur danskur Niels Nielsen ferðast hjer um landið í sumar lil þess að rann- saka rauðablástur, og ætlar svo er til Kaupmannahafnar kemur að verja doktorsritgerð um það efni við Háskólann þar. Bjering Pelersen danskur stú- dent og Pálmi Hannesson stú- dent frá Skíðastöðum í Skaga- firði ferðast einnig um landið i sumar og ætla að kynna sjer háfjallagróður og siðasta gosið. Tyær Iögfræðisbækur. Einar Arnórsson próf. juris liefir nýlega gefið út, sjerstak- lega lianda Háskólanemendum, tvær lögfræðisbækur, aðra um áfrýjun einkamála en hina um afbrigðilega meöferð einkamála í hjeraði. Bækur þessar eru ekki prentaðar heldur fjölritaðar og er það eflaust gert kostnaðar vegna. Áður hefir Einar meðal annars gefið út bók um meðferð einkamála og aðra um meðferð opinberra mála, og þykja báðar ágætar bækur. Hann ritar manna Ijósast og betra mál en flestir. Lögfræðisþekkingu hefir hann svo mikla, að óhætt mun að lelja hann lögfróðastan mann hjer á landi. Þessar nýju bækur hans bera vott um sömu eiginleikana og fyrri bækur hans. Þær eru svo skýrar, að hver og einn getur fylgst með í þeim og trúlegt þykirmjer, aðlögfræðingar lands- ins vilji ná í þær sem fyrst. Sú bókin, sem fjallar um áfrýjun einkamála er vitaskuld einkum handa nemendum Háskólans, en sennilegt er, að hæstarjettarmála- flutningsmenn geti sólt þangað lausn ýmsra vafamála, því að ýms atriði eru þar tekin til meðferðar.semorkaðhafatvímæl- is. Bókin um afbrigðalega meðferð einkamála í hjeraði mun verða kærkominn gesturöllum hjeraðs- dómurum, því að oss hefir hingað til vantað mjög tilfinn- anlega kenslubók um þetta efni. Bókþessifjallar um sáttanefndar- mál.gestarjettarmál, víxilmál.sjó- dómsmál, fasteignamál, einka- lögreglumál, barnsfaðernismál, hjúskaparmál, eignardómsmál, ógildingardómsmál, mál til lög- ræðissviftingar og mál til að sanna dauða horfins manns. Eins og tekið hefir verið fram eru bækur þessar ljett og lipurt ritaðar og höf. er svo þektur orðinn sem vísindamaður, að enginn efast um rjetta meðferð efnisins, enda er tilgangurinn ekki að reyna að rökdæma bækur þessar, heldur að leiða athygli lögfræðinga og annara, sem það kynni að fýsa að vita, að þess- um nýju bókum. „Tíinlnn“. »Tíminn« forðast að nefna »Vörð« með nafni og kallar hann ýmsum uppnefnum, svo sem »kosningablaðið«, »flugrit« o, fl. o. fl. Af þessu er auðsætt, að »Timinn« óskar »Verði« ekki langra lffdaga, en vafasamt mun, að honum hepnist að standa yfir höfuðsvörðum þessa blaðs og þeir lifa stundum lengst, sem með orðum eru vegnir. En svo mikið er hægt að fullvissa »Tím- ann« um, að »Vörður« hættir ekki að koma út fyrst um sinn og kosningarnar í haust hafa engin áhrif á lífdaga hans. »Tíminn« er líka eitthvað með áhyggjur út af pappírnum í »Verði«, en viiji hanti fá upp- lýsingar um hvaðan pappírinn er, er best fyrir »Tímann« að spyrja prentsmiðjuna um það, þvíað húná samkv. samningum við blaðið að leggja til pappírinn. Þeir sem kynnu að hafa 1. og 2. tölubl. þessa blaðs til út- sölu, eru beðnir að gjöra svo vel og endursenda þessi eintök, ef þau ganga ekki þegar út, með því að upplagið er alveg á þrot- um og mikil eftirspurn eftir þvi. Svarað athugasemdum. í ársrili Fræðafjelagsins 1923 hefir próf. Finnur Jónsson birt rildóm um rit mitt: Torskilin bæjanöfn í Skagafjarðarsýslu. Vegna þess að sumar aðfinslúr doktorsins við skýringar mínar, byggjast að mínu álíti, á svo lausri undirstöðu, tel jsg rjett, að bindast ekki orða til and- svara. En alveg er það frágang- sök, að koma fram með allar ástæður í stutlu máli, og verð jeg að láta þetta nægja að sinni. Prófessorinn segir: »Hann (þ. e. jeg) kemur enn*j fram með þá háskalegu villukenningu að íleir- tölunöfn, sem Vaglir, Akrir, Fjósir eða Fjósar, Giljar, Seljar o. s. frv. sjeu röng ..... Það er eins og jeg sagði í ritgjörð minni, beinlínis lögmál I tung- unni að ummynda (einkum) hvorugkynsorð í fleirtölu, þegar þau verða eiginnöfn. Þella lög- mál er jafngamalt Islandsbygð og til vor komið frá Noregi. Hjer má engu hagga og ekki ástæða til að hagga neinu« (bls. 141). Hjer er margt að athuga. Fyrst og fremst hef jeg aldrei ritað um þetta fyr, og því er það rangt, að jeg komi enn með þessa »háskalegu villukenningu«. Endinguna ir í nöfnunum Vagl- ar og Akrar vill prófessorinn verja eftir mætti, og ritgerð hans sýnir að honum er illa við, að fleiri nöfn en þessi, sjeu færð til rjetts máls. Jeg hef sýnt fram á það í áðurnefndu riti, að endingin ir, finst í þessum nöfnum fyrst á síðasta hluta 15. aldar. — Samt hefir rjetta beyg- ingin ar- haldist við jafnframt, því Á. M. ritar Vaglar, Akrar, og ýmsir fleiri hafa alt af ritað þannig, og er gert enn í dag. Jeg verð að neita því eindregið, að það sje lögmál í tungunni, sem breytir þessum nöfnum. Þetta er vottur þess, að tilfinn- ing manna og smekkur fyrir rjetlu máli, hefir sljófgast (sbr. ruglinginn á stöfunum e og i í nútiðarmáli) og svo hafa þessi nöfn og fleiri aflagast í beygingu. I samnöfnum hefir beygingin haldist óbreytt til þessa dags og því er sagt, steinar, dagar, akrar, vaglar, baglar ekki, steinir, dagir o. s. frv. Orðin Vaglar, og Akrar, eru hrein a-stofnorð k.k. í fleir- tölu og jeg legg áherslu á það, að þess kyns orö með a-í stofni eru eldri en íslandsbygð,**) og sárfá þeirra hafa riðlast milli ílokka. Og furðulegt er það, að málfræðis prófessor skuli stað- hæfa að orðið steinar sje ekki tal- ið hliðstætt við áðurgreind nöfn. Það finst þó í frumnorrænu um árið 750 k.k, a-stofn sem nú, og *) Leturbreyting mín. M. J. **) Oröalagið: »Jafngamalt ís- landsbygð og til vor komið frá Noregi« — kann jeg ekki viö.

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.