Vörður - 11.07.1923, Blaðsíða 3

Vörður - 11.07.1923, Blaðsíða 3
V ö R Ð U R 3 er því óbreytt með öllu. Jeg veit líka um það, að menn úr fjarlægum sveitum, sem heyrt hafa nöfnin í fyrsta sinn, hafa hneikslast á fr-endingunni. Hannes Þorsteinsson skjalavörð- ur segir í ritgerð sinni: Rann- sókn og leiðrjeltingar á nokkr- um bæjarnöfnum á íslandi og bírt er í Árbók Fornleifafjelags- ins 1923, að Vaglar sje rjettara en Vaglir (sjá bls. 70. o. v.). Jeg ætla, að síst þurfi fleiri ástæður fyrir jafn auðveldu rnáli, ekki síst þegar engin dæmi eru til- færð á móti, nema þetta ímynd- aða »lögmál tungunnar«. Jeg er viss um að doktorinn frnnur þetta, þegar hann hugsar sig (vel) um« og heldur ekki þess- ari »háskalegu villukenningu® lengur fram. Að sinni skal ekki rætt um hin nöfnin. Seljar, Nesja, Gilji (Giljar er prent- villa í grein minni). Giljir er nafnið vanalega í framburði. Því verður ekki neitað að eins- atkvæðisnöfn hvorugkyns í fleir- tölu, bæta oft við sig endingu. En nöfnin verða þá að þessum »umskiftingum«, sem einstaka mönnum þykir vænt um í mál- inu. Endingin í þessum nöfn- um er bersýnilega komin úr þgf. og ef. orðanna. Og þetta er yngri breyting, en margur heldur. Skal betur um það rætt á sin- um tíma. Orðið farar (nú farir) á ekkert skylt við þessi nöfn. Svo mikið veit jeg í málfræði (þótt prófessorinn telji mig þurfa þar þekkingar við) að ýms kv.k. orð u (o) stofna — (í fornmáli) t. d. sakar, farar, gjaf- ar, laðar — fá endinguna ir i nútíðarmáli — og fer það eftir föstnm reglum, eins og doktor- inn veit best sjálfur. En þeim nöfnum, sem bjer er um að ræða, kemur þetta ekkert við, því ekkert þeirra er kvenkyns- orð, en orðið »farar« nolaði jeg í sambandi við nafnið Dæl. (Dælar-Dælir). Þá segir dr. F. J. að jeg »syndgi móti þeim kröf- um og reglum«, að »bera fulia virðingu fyrir hinum fornu rit- um og framburði nafnanna í nútiðarmáli«. Hann tekur svo dæmi nöfnin íbishóll, Keta og Marbæli. Til þess að þetta verði ekki oflangt mál, leyfi jeg mjer að vísa til áðurnefnds rits og þar vona jeg að sjáist, að flest- öll nöfnin eru færð til hins rjetta máls samkvæmt hinum fornu ritum, þau sem þess þurfa. En hvers vegna ber ekki próf. sjálfur virðingu fyrir »hinum fornu ritum« og ritar þvert of- an í þessa kenningu: Vaglir, Akrir, Fjósir, Seljar o. s. frv. Því einmitt í fornritum íinnasl ekki þessar myndir. Um Ketij — og Marbæli tek jeg það ein- mitt fram, að skýringarnar sjeu »óviss tilgáta« og alt óvíst um merkingu þeirra nafna upphaf- lega. Það lítur annars út fyrir að engin megi koma fram með »tilgálur«, þar sem heimildir brestur, nema höfundur ritgerð- arinnar í Safni til sögu ísl. um »Bæjanöfn á lslandi«. Par úir og grúir af tilgátum og er afar freistandi að nefna nokkrar þeirra, sem »betra hefði verið að hafa ekki sett á blað«, en rúmleysis vegna, verð jeg að sleppa því. Þó vil jeg benda á það, að á hefir stundum breyst í a — í nöfnum t. d. Hárlaugs- staðir hafa stundum verið Harð- laugs og »Jarligs« — afbökunin finst líka. Um Ketunafnið skal jeg að eins geta þess, að þar hef jeg fundið nýja skýringu — og þarf engu að breyta. En lítið þrekvirki tel jeg það, að nefna sem dæmi um vafasamar skýr- ingar hjá mjer, einmitt þau nöfnin, sem jeg tel sjálfur mjog »óviss«. í*arf ekki því að svara. Doktornum til upplýsingar skal jeg geta þess, að ritháttur- inn íbis finst i Manntalsbókum Slcagafjarðarsýslu frá 1800. Svo það hefir ýmist (eins og nú er gert) verið ritað með p eða b- Kynlegt að vera skuli verra að skilja og skýra p-hljóðið, eins og b herðist ekki oft í p, t. d. Kambs-örnefni eru þrávalt Kamps- í framburði samsettra nafna sbr. forn. orð. sba = spá.*) Nöfnin, Rembihnútur, Roð- gúll, Brók, Gónandi, Vestan- nepja, Gloppa, Húkur, Pjatla þykja mjer ljót. Prófessornum þykja þau falleg. Sínum aug- um lítur hver á silfrið, og ekki allir eins. Læt jeg mig þennan smekk litlu skifta. Eitt verð jeg að minnast á, sem er verulega athugasemda- vert. Dr. F. J. segir á einum stað: Hefði Keta heitið Kelta, þá er jeg ekki í neinum vafa um. að þá væri nú skrifað og framborið »Ketta«. Jeg skal geta þess, til að fyrirbyggja misskiln- ing, að skýringu þessa felli jeg alveg niður sem »óvissa tilgátu«. En það er staðhæíing próf. um að þetta hefði ekki getað afbakast. Og einmitt þessi trölla- trú hans á nútíðarframburði kernur víðar í ljós, sbr. áður um regluna. Var ekki til skams tíma sagt Grillir og skriíað? Lftið á Markaskrárnar og flestar jarðabækur. Og segjum við ekki venjulega Hofdalir f. Hofdælir (sem er upprunanafnið og skilj- anlegra). Þorleifsstaðir fr. Þor- leiksstaðir — Krithóll fr. Krydd- hóll, Hólkot f. Dæluhóll o. m. fl. svo jeg telji að eins nöfn hjer í Skagafjarðarsýslu. Að ógleymd- um öllum meiri háttar nafna- ruglingi og gerbreytingum sem orðið hafa. Nei, það er ofdjúpt tekið í árinni, þegar uin Tor- skilin nöfn er að ræða, að full- yrða að þau heiti það frá önd- verðu, sem þau eru kölluð í nútíðarmáli, þótt það beri sam- an við fárra alda gömul skjöl. Og því segi jeg þetta: Þegar fornar heimildir þrýtur og aðr- ar yngri ásamt nútíðarframburöi, þá er leyfilegt að setja fram þær tilgátur, sem næst fara heimild- unum. Mjer þykir vænt um þær upplýsingar prófessorsins að rannsóknir á staðanöfnum sjeu nú framdar um öll Norðurlönd af miklu kappi, »því það gefur vonir um að hliðstæðar rann- sóknir verði þó gerðar hjer á íslandi fyr en síðar«. (Af áður- vitnuðu, orðalagi — sjest — að »öll Norðurlönd«, er að frátöldu íslandi, því ekki er mjer kunn- ugt um, að hjer sjeu þær rann- sóknir reknar af kappi). Óþarft ’) Óöali, Knjei, trjei — þgf. at óðal, knje, trje — þekkja Islendiug- ar hjer heima vel í framburði — en i eignarfalli hverfur i-hljóðið. (56 prentv. fyrir 61—2 bls.). flnst mjer, að nota k.k. orðið skilningur í kvenkyni (»í rangri skilningu« 142 bls.), því kven- kynsorðið mun að meslu niður- lagt, en þetta getur blekt fá- kunnandi menn. Ýmsir hafa orðið til þess, aö rita hlýlega um áðurnefnt rit mitt, og er jeg þeim þakklátur fyrir. Þeim hefir skilist, að frá skýringunum var gengið eftir þeim föngum sem fyrir hendi vóru, og það voru miklir erfið- leikar á þessu verki fyrir mann, sem var búsettur upp í sveit á íslandi, fjarri góðum og fjöl- breyttum bókasöfnum, og önn- um kafinn við margháttuð bú- störf og samankreptur af viðj- um örðugra fjárhagsvandræða, sem aðrir bændur nú á límum. Margeir Jónsson. Ullartollurinn í Ameríku heitir grein sem Garðar Gísla- son hefir skrifað í Verslunar- tíðindin. Telur blaðið rjett að skýra lesendum sínum stuttlega frá aðalinnihaldi hennar, sökum þess hvað hjer er um merkilegt mál að ræða og þýöingarmikið fyrir íslenska bændur. Banda- ríkjamenn hafa undanfarið keypt mestan hluta ullarinnar íslensku og hafa notað hana mest til gólfdúkaiðnaðar. Var hún toll- frjáls nú síðustu árin, síðan nokkru fyrir strið, en þar á undan var nokkur tollur á henni, en þó lágur. Nú hafa Bandaríkin tekið upp þá stefnu sem mörg önnur ríki að koma á hjá sjer verndartollum til að hlynna með því að inn- lendri framleiðslu og iðnaði og afla sjer tekna með því og hafa þau gengið mjög langt í þessu og lagt háa tolla á flestar að- íluttar vörur. Á meðal þessara vara sem þeir hafa lagt háa tolla á, er ullin og gekk sá toll- ur í gildi í seplember s. 1. Er allri ull skift í 2 flokka eftir gæðum. Er lakari flokkurinn tollskyldur þannig: 11 cents (cent 6l/a eyri) hvert enskt pund (9/ao kíló) ullar, af inníluttum gær- um, 12 cent enskt pund óþveg- innar ullar 18 c. e. pd. hálf- þveginnar ullar og 24 c. e. pd. fullþveginnar ullar. Ull sem fellur undir þenna llokk verður tollfrjáls ef hægt er að sanna að hún hafi verið notuð til gólfdúkagerðar innan þriggja ára frá innflutningsdegi. Heyrði íslenska ullin í fyrstu undir þenna flokk. Betri flokkur ull- arinnar er tollskyldur þannig: 30 cent enskt pund fullþveginnar ullar af innfluttum gærum. 31 c.e. pd. aunarar fullþveginnar ull- ar. Ull sem til þessa flokks telst nýtur engrar ívilnunar eða und- anþágu. Undir þeunan flokk var svo íslenska ullin sett. Ákvað tollstjórnin það 26. jan. s. 1. að öll íslensk ull sem flyttist til Bandarikjanna eftir 26. febr. skyldi falla undir þenna betri flokk og tollhærri. Tollurinn er því nú 31 cent pr. enskt pd. og svarar það til kr. 3,80 á kgr. og er auðsætt, að meðan þetta helst er ekki um neinn ullarmarkað að ræða í Bandaríkjunum. — Er merki- legt, að Bandaríkin skuli setja íslensku ullina í betri flokkinn nú þar sem þau skipuðu henni í 3ja flokkinn nokkru fyrir stríðið og í 2. flokk fyrst eftir að tollurinn var settur á. Er vonandi að takast megi að fá þetta leiðrjett því ella horfir til stórvandræða með söluna því að Ameríkumenn geta ekki keypt hana með þessum tolli og Eng- lendingar kváðu ekki vilja gefa mikið fyrir hana. Bókafreg'n. Vatuslœkuiug:ftr eftir Pórð Sveinsson. Rvík 1923. Bókav. Guðm. Gamalíelssonar. Það er all-almenn skoðun, að sjúkdómum fjölgi og heilsu þjóð- arinnar fari hnignandi; en jafn- framt þessu sýna þó opinberar skýrslur að meðalæfi manna hjer á landi lengist altaf á síð- ari áratugum nokkurnveginn jafnt og þjett. Af þessu virðist helst mega draga þá ályktun/ að margir lifi við ljelega heilsu og sífeldar þjáningar. Meðal þeirra sjúkdóma er vissulega færast í vöxt er geð- veikin. Svo er eigi að eins hjer heldur víðast hvar meðal vest- rænu þjóðanna og virðist svo sem taugaveiklun af ýmsu tæi ætli að verða eitt af hinum miklu meinum 20. aldarinnar. Rit það er hjer ræðir um er alþýðufyrirl., til orðinn vegna greinar þeirrar í Alþýðubl. er rjeðist á Geðveikrahælið á Iíleppi sl. vetur. Vatnslækningar hr. Þórðar Sveinssonar hafa menn dálítið þekt af afspurn, og þær hafa eins og allar nýungar sætt misjöfnum dómum. 1 fyrirlestri þessum er nú til- raunum hans og árangri þeirra allitarlega lýst í stuttu máli, og virðist at því, að bæði hafi vatnskostur þessi bjargað mörg- um frá vitfirringu og sömuleiðis að ýmsir aðrir kvillar hafi lagst óvenjulega ljett á sjúklinga, er hans hafa neytt. Meðal kvilla þessara nefnir læknirinn inflúensu, taugaveiki, gikt o. m. fl. jafnvel drykkjufýsn. Um vatnskost þenna í sam- bandi viö geðbilun segir lækn- irinn á 6. bls.: »Jeg nota vatnskost á byrjun- arstigi. Það er áreiðanlega auð- veldast að lækna geðveikina í byrjun . . . Jeg nota vatnskost- inn á þann hátt, aö jeg læt sjúkl- inginrr ekki drekka annað en heitt vatn, eitt glas á hverjum hálf- tíma eða klukkutíma, eftir lyst- inni. Þegar þessi aðferð er höfð eru geðveikisköstin venjulega bú- in á 10.—14.—20. degi, standa mjög sjaldan lengur«. Siðar í bókinni eru svo til- færð margvísleg dæmi og eru sum af þeim næsta furðuleg þeim, sem altaf neyta 3ja mál- tíða á degi hverjum æfina út. Segir þar meðal annars frá sjúkl- ingi einum, er hann hafði sam- dægurs og fyrirl. var haldinn sýnt 2 læknum úr Rvík. Hann hafði þá lifað samfleytt f 42 daga á heitu vatni og var hraust- ur og vel útlítandi með sljettar kinnar og hafði fótavist. Hjer eru ekki ástæður til að fara nákvæmlega yfir efni bók- arinnar, heldur vekja athygli á henni. Bókin kostar 1 krónu og er það ódýr bók nú á timum. En það eitt skal sagt, að eigi getur lesandanum dulist að hjer sje um mjög virðingarverðar og álitlegar tilraunir að ræða. Hjer virðist um bæði gamalt og nýtt að ræða. Föstur hafa tíðkast með þjóðunum frá ó- muna tíð. Þær hafa verið trúar- atriði og skipað mjög veglegan sess, og enginn skyldi álíta hje- gómann einberan liggja þar til grundvallar. Nú hefir Þórði Sveinss. hugkvæmst þetta sama, og sannprófar hann það eftir visindalegum reglum og notar heita vatnið ásamt föstunni til andlegrar og likamlegrar heilsu- bótar og má af þessu vonast eftir verulegum árangri mann- kyninu til heilla. Á. M. Jón Leifs. Jón Leifs er maður sem veit hvað hann vill. Þannig segir einn músikdómari um hann ný- lega, en þetta mun framar ööru einkenna hann og feril hans. Jón hefir i vetur ferðast víða um Þýskaland og haldið or- kesterkonserta og hefir á þeim ferðum hlotið einróma lof merk- ustu manna á sviði tónlistarinn- ar. Þegar þess er gætt hve Jón er ungur maður og eins hins hve sá vegur er þröngur og fá- um fær sern liggur til þess, að kunna og geta stjórnað orkestri er það furðulegt hve mikil afrek J. L. hefir unnið því eftir því lofi að dæma sem hann hefir hlotið, er hann kominn langt út yfir hið venjulega og stýrir með föstum tökum erfiðustu tónverkum með frumlegum og sjálfstæðum skilningi og leiðir líf í þunga og torskilda hætti i Edduljóðum tónlistarinnar. J. L. veit hvað hann vill þessvegna hefir hann haldið leiðar sinnar hvað sem hver hefir sagt. J. L. getur það sem hann vill þess- vegna hefir hann komist leiðar sinnar frá einu takmarki til annars. — Tímiim heldur áfram aö fara með þau vísvitandi ósannindi og blekkingar, að eg sje bolsivíkki. Færir hann sig nú upp á skaftið og segir, að eg muni hafa sótt um að verða ritstjóri Alþýðu- blaðsins. — Eg hef nú áður hjer í blaðinu hrakið þetta en skal nú bæta við dálitlu til þess að menn sjái hve óhlutvant þetta blað er og hve ósvífnir þeir menn eru sem að blaðinu standa nánast. — Skömmu eftir að það kvisaðist í vor, að eg mundi verða ritstjóri að þessu blaði. fór hr. Jónas Jónsson 5. landskjörinn heim til eins skólabróður míns hjer í bæn- am. Sat Jónas hjá honum á annan tima og spjallaði margt

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.