Vörður - 11.07.1923, Blaðsíða 4

Vörður - 11.07.1923, Blaðsíða 4
4 v ö;;r ð u r án þess þó að láta uppi neitt sjerstakt erindi. Að lokum sveigði liann svo talinu að mjer og spurði hann hvort hann gæti ekki sagt sjer eillkvað um mig, »því að ein- hverju yrði maður að klína á mann-skrattann«. — Skólabróðir minn sagðist hafa sagt honum að það yrði nú erfitt því að eg væri ungur maður og liefði ekki gefið mig að öðru en námi mínu hingað til. Já, Jónas sagði, að það væri fjandi að fást við þetta, en altaf væri þó hægt að »klína« því á hann að hann væri bolsivíkki. Skólabróðir minn sagðist hafa sagt honum, að það mundi nú lítið þýða því að allir hjer í Reykjavik, sem mig þeklu, vissu að þetta væri ósatt. »Já en maðurreynir það nú, það er betra en ekkert og úti á landinu trúa þeir því«, sagði Jónas. I næsta blaði »Tímans flulti svo presturinn þessi sannindi og nú endurtekur hann þau aftur. — Sýnir þetta vel sið- ferðisástandið hjá báðum þess- um mönnum og hve einkar vel þeir eru fallnir til þess að skýra satt og samviskusamlega frá mönnum og málefnum í blaðinu. Magnús Magnússon. Verðlann. »Vörður« heitir »Tímanum« því að gefa honum alt að kýr- verði ef hann getur komið með einhverja pólitíska grein, sem í því blaði hefir staðið nú 2—3 siðustu árin, þar sem ekki sé mjög hallað rjettu máli og tiltölu- lega lítið af blekkingum. Annað eins vill hann líka gefa honum ef honum tekst að sýna fram á það, að »Vörður« hafi farið með ósannindi eða blekkingar. — Vonar blaðið að Tíminn og að- standendur hans verði þakklátir fyrir þessa hugulsemi og reyni að vinna til auranna. Utan úr heimi, §kaðabAtadellan. Alt er enn í sama þófinu milli Frakka og þjóðverja út af Ruhrtök- unni og skaðabótagreiðslunum. Eru Frakkar altaf að herða á, leggja stórsektir á einstaka menn og borgir og beita íbúanna æ meira og meira harðýðgi. Er ástandið í þessu hersetna landi afskaplegt og sífeldar smáupp- reisnir. Óttalegt er einnig að lesa frásagnir í útlendum blöð- um um hermdarverk negranna og annars óþjóðalýðs sein Frakkar hafa í setutiði sinu i Rinarlöndunum. Svífast þeir einskis gagnvart kvennfólki og jafnvel börnum enda fara kyn- sjúkdómar hræðilega í vöxt og er í sumum borgum svo komið að rýma verður sjúkrahúsin lil þess að koma þessum aumingj- um þar að. Fullyrt er í erlend- um blöðum, að Frakkar styðji mjög og leggi fje fram, til þess að reyna að losa Rínarlöndin frá Fýskalandi og gera þau að sjálfstæðu lýðveldi. Er talið að þeirri stefnu sje altaf heldur að aukast fylgi. Nýkomnar fregnir herma, að Englendingar muni nú ælla að fara sinna ferða í skaðabóta- málinu ef þeim semur ekki um það við Frakka og Belgi. Muni England láta sjer nægja að fá þær skaðabætur frá þjóðverjum sem nægi til þess að greiða vexli af skuldum Englendinga lil Bandaríkjanna. Jafnframt er sagt að Bandaríkin og England ætli að krefja Frakka um skuld- ir þeirra. Er það eina lífsvon Rjóðverja nú að Englendingar og Banda- ríkjamenn komi þeim til hjálp- ar, en þá von hafa þeir lengi haft og orðið eintóm vonbrigði að þessu. Þýska markið fellur stöðugt og fást nú um 30 þús. mörk fyrir danska kr. Uppþot eru hjer og hvar í landinu en heíir tekist aö bæla- þau niður. Sögusagnir ganga um það, að Þjóðverjar muni hafa í nánd við Hamborg, mikinn her vig- búin, en sennilega eru þetta kviksögur einar, ICretar og l'rakkar auka nú í óðaönn ílugher sinn. Hafa Frakkar borið fram lillögnr að fimmfalda útgjöldin til flugvjela- smiða og Englendingar hafa ný- lega veilt ærna tje til þessa. Nýlega var borið fram tillaga á þingi breskra verkamanna um það að skora á þingmenn flokks- ins að greiða atkvæði á móti öllum fjárveitingum til vfgbún- aðar en tillagan var feld. — Enn lítur ekki friðsamlega út f lieim- inum. Baiularíkjamenii herða stöðugt á bannlögunum. Hafa þeir gert upptækt vín fyjir Bret- um, og síðustu frjetlir segja að skipstjórar sem flytja áfengi í höfn í Ameríku verði fangelsaðir og skipin gerð upptæk. Eru aðrar þjóðir, sjerstaklega Bretar, injög æfar út af þessu og telja þetta brot á alþjóðarjetti. Dómur er nú nýfallinn í Landmandsbankamálinu fræga f Danmörku. Var Príor dæmdur í 800 kr. sekt. Riis Hanssen i 2000 kr. sekt og Friis yfirfor- ráðamaður í 500 kr. sekt. Allir aðrir, er ákærðir höfðu verið, voru sýknaðir. Bretap borguðu nú fyrir skömmu 4600 miljónir dollara upp í hernaðarskuldir sinar í Bandaríkjunum. Frægt belgiit blaö hefir nýlega mótmælt áðförum og stefnu Frakka og Belgja í Ruhr- málinu og krefst þess að Belgfa gangi í lið með Englandi og slfli sambandinu við Frakka. — Hefir þetta vakið hina mestu furðu bæði í Frakklandi og Belgíu og víðar. Illtar miklir voru í Banda- rfkjunum nú fyrir skömmu og urðu mörgum að bana. Á eftir kom svo fellibylur. Velti hann um húsuin og drap marga. — Margt er eftirsóknarvert í Ame- ríku. Etnu-gosið hefir magnast aftur stórkostlega og fjöldi nýrra gýga myndast. Talið er að um 30 þús. hús hafi gereyðilagst og mikil flæmi af írjósömu landi. Neyðin hjá fólkinu kvað vera mjög mikil og er samskota leit- að um alia Ítalíu. Á ársþlngi breskra verka- manna var feld tillaga sem borin var fram um það að taka kommunista í samband verka- lýðsfjelaganna. Var tillagan feld með 2,800,000 gegn 366,000 at- kvæðum. Stórbrunar urðu fyrir nokkru í Gefle i Svíþjóð. Brunnu þar stærstu sögunarverksmiðjur heimsins og tjónið er talið í tugum miljóna. 9 cRvall Jyrirliggfanól: Ofnar, Eldavjelar, Þvottapottar, Rör, Ristar, Eldfastur steinn og leir. Allskonar Matar- poltar, Steikarpottar, Pönnur, Vöflujárn, Kaffibrennarar, Mortel, Lfmpottar, Iíola- ausur, Sótrammar, Gufurammar, Hringir á eldavjelar, Járnskólestar, Handrið á eldavjelar o. m. fl. Qaröur (Regensen) átti 300 ára afmæli nú fyrir skömmu. Voru hátfðahöld mikil þar og sendu gamlir íslenskir garðbúar heillaóskaskeyti. Hvenær ætli vjer íslendingar höldum upp á 300 ára afmæli islenska garðsins? j^KAPPREIÐAR Sunnudaginn 29. júli næstkomandi efnir wHestamanna- fjelagið Fákur« til kappreiða, í þriðja sinn á þessu ári, á skeiðvellinum við Elliðaár. Innlendar frjettir. Frú Theodóra Thorodd- sen átti 60 ára afmæli nú ný- lega. Ymsir vinir hennar sendu henni þá 3000 kr. að gjöf. Var þriðji hluti þess frá Vestfirðing- um. I.istasafu Einars Jónssonar- myndhöggvara hefir nú verið opnað og er til sýnis tvisvar í viku, sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 2—4. Ætlu ferðamenn utan af landi er hingað koma að setja sig ekki úr færi að skoða það. Mun ef til vill sfðar verða skýrt nánar frá þessu merkilega safni í blaðinu af manui, sem vit hefir á þeim hlutum. Verðlaun verða hin sömu og áður og auk þess 25 kr. handa fljótasta hesti í hverjum flokki á stökki^ Gera skal aðvart um hesta þá, sem reyna skal, Sigurði Gíslasyni lögregluþjóni á Skólavörðustíg 10 í Reykjavík, eigi siðar en fimtudaginn 26. júlí kl. 12 á hádegi, Én austan Hellisheiðar má gera aðvart Daníel Daníelssyni í Sigtúnum. Peir hestar sem keppa eiga, skulu vera á skeið- vellinnm föstudaginn 27. júlí, kl. 6 síðdegis. Verða þeir þá æfðir undir hlaupin og skipað í flokka. Reykjavík, 6. júlí 1923. Skeidvallarnefndin. Tóm steinolíuíöt Brunl. Eldur kviknaði í hús- inu nr. 11 við Grundarstíg 28. júnf sl. kl. 9 að morgni. Hafði gasæð sprungið í eldhúsinu og átti eldurinn þar upptök sín. Húsið var úr steini en með timburloftum og var þriggja hæða steinhús með kvislum á 4 hæð. Eldurinn magnaðist skyndilega og brunnu loft öll úr efri hæð- um hússins alt lauslegt að heita málti. Bjargaðist fólk nauðug- lega og ein kona varð að kasta sjer út um glugga á 3 hæð og var gripin í segli og sakaði ekki. — Neðstu hæð hússins sakaði ekki og ekki kjallarann að mun. Eigandi hússins, Kristján Einarsson kaupmaður er nýlega hafði keypt það af Hjálmtý Sigurðssyni, var fjarverandi. Varð hann fyrir allmiklu tjóni og eins aðrir íbúar hússins. Slökkviliðið þótti ganga með afbrigðum vel fram við björg- unina. Iiandsmálafuiidur var nýlega lialdinn á Akureyri og var afskaplega fjölménnur um 800 manns. Töluðu þeir þar jafnaðarmennirnir Jónas Jónss. 5. landskjörinn og Hjeðinn Valdimarsson. En á móti aðallega Björn lög- maður Líndal og Steingrímur Jónsson bæjarfógeti. Þóttu ræður hinna síðartöldu mjög góðar en Jónasar ræða hafði lengdina eina sjer til á- gætis. Hafði hann talað fullar utan af landi kaupum vjer á 8 kr. hingað komin, gegn greiðslu við móttöku (með póstkröfu). — Hjer í bænum kaupum vjer fötin sama verði og sækjum þau til seljanda og greiðum andvirðið samstundis. — Hringið í síma 262. 11 í. Ilrogn & Lýsi - Reylijavík 2 stundir og mest verið endur- tekningar á þvf sem hann hefir sagt í Tímanum og á Alþingi. Hafði Akureyringa syfjað mjög undir ræðunni og þótt hún með afbrigðum leiðinl«g. Skeytli Jónas því engu en bjelt áfram vaðlinum. — Heyrst hefir, að Björn Lindal muni bjóða sig fram á Akureyri og hafi fengið skriflegar áskoranir frá rúmlega 300 kjósendum þar. Bifreiöarslyg vafð hjer ný- lega mjög sorglegt. Stúlka 12 ára gömul, Guðrún Ásgeirsdóttir að nafni frá Selbúðum, varð undir bifreið og skaddaðisl svo slórkosllega á höfði, að hún beið bana af litlu síðar. Eliki hafa samningar tekist enn á milli útgerðarmanna og sjómannafjelagsins. Standa stöð- ugar deilur um mál þelta í dag- blöðunum. Aðalfundur islands- batilta var haldin þann 8 júlí. Var þar samþykt að leggja til hliðar fyrir tapi 1,157,048,09 kr. °8 að greiða hluthöfum 5°/o af hlutafjenu. Var þetta hvoru- ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ *♦♦♦♦♦♦* ♦ ♦ ♦♦♦♦ ♦ : ♦ : ♦ ♦ Í ♦ | ♦ ♦ Aðalstræti 9. Simar: 890 og 949. ♦♦!!♦♦ ■>♦♦♦<■ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ tveggja samþykt með öllum greiddum atkvæöum. Kauiimenn og ltaupfje- 1ÖS! Munið eftir að auglýsa í »Verði«. Það margborgar sig. — Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.