Vörður


Vörður - 03.01.1925, Blaðsíða 3

Vörður - 03.01.1925, Blaðsíða 3
III. ár. Reykjavík 3. janúar 1925. 1. blað. Ár ni alpingism. J ó ns s o n frá Múla, sem ráð- inn er ritstjóri »Varðar«. frá 1. jan. þ. á., eins og áð- ur hefcr verið skgrt frá, hefir beðið mig að gegna ril- stjórn blaðsins áfram fyrir sig, um óákveðinn tíma. Kr islj á n Al b e r t s o n. Framtíð íslenskrar tónlistar, Það eru rúmar þrjár aldir síð- an Pælestiina og Montverde lögðu grundvöll tískrar kljómlistar á ítaliu. Nokkrusíðar fluttiSchutz nýju stefnuna til ættlands síns, og varð frökiuður þjóðlegs þýsks skóla. Tvpr aldir eru síðan Bach reisti káborgir listar sinn- ar í Leipzig, en fyrir stórri öld óx fyrsti gróður tfskrar hljóm- listar meö vorrænum nágrönn- um vorum. Nú loks á 20. öldinni siglir landinn í kjölfarið. Við erum seinir á okku:. Öldum saman voru Hucbajdsquintarnir, sem urðu innlyksalhjer á miðöldun- um, kyrjaðir llgum rómi ímold- arkofunum. Vfur og hörmung- ar lögðust þiíngt fyrir brjóst búandauum. ..iðlegar líkams- hreyíingar, vJgg mjaðmanna, danssporin, sim gátu hljóðlíð- anda og útflúrssöng suðurlanda- búa, lágu ekki fyrir frónskum alþýðumönnunv. Islensku þjóð- lögin eru ravjfuð fyrir munni, þegar barist er hægum skrefum móti norðaustanhríð. Hljóðfall- ið er blýþungt og feðmi lag- anna sjaldan jieira en sexund. Við skál liðkVst landinn; þá fæðast drykK;usöngvar með skímu af Bko'óraturct, en það er ekki ítalskt Chianti, nje ung- verskur Tokavef, sembersöngv- ana, heldur Jveiskt og sterkt norrænt ko» nbyennivin. Khkjutó) : gundi voru því einráðar framundir miðja stu öld. I isyrjun aldarinn- ar reið Magnúr konferensráð í 'Ziðey á vaðið og vildi bann- færa quintsönginn og gregori- anslta tónið. en varð lítt ágengt. Löngu síðar fekk svo Pjetur CuðjohnseD inrieitt »nýja söng- inn«, og útrýmdist þar með smámsaman hinn forni. Hjer skal ekki um dæmt, hvort þar hafi farið betur eða ver, enda hlaut þessi eudurbót að koma fyr eða síðar. En víst er það, sð quintsöngurinn var þjóðleg- ur og ekki mjög óáheyrilegri, en söngvar þéir, sem rumdir eru af söngfjelögum núumþorp og sveitir allar. Nú er að lifna fyrsta glæta sjálfstæðrar íslenskrar tónlistar, og verður ekki sagt enn, hverja stefnu þróun hennar muni taka, en hjer skal reynt að benda Stuttlega á leiðir og vegu, er mættu verða gengi listarinnar heillavænlegir. Pjóðlegur er sá vísir ekki, sem fyrir hendi er, og ekki hægt að tala um neinn íslenskan »skóla« enn. Pau fáu tónskáld, sem hafa risið hjer á seinni árum, hafa átt erfitt upp- dráttar. Bægir sumum vankunn- átta, enda ekki fært nokkrum tónlistarmanni, að fá hæfilega ment hjer á landi. Svb. Svein- björnsson hefir sjeð það ráð vænst, að dvelja daga sína er- lendis, og hefir það ekki orðið til þess, að list hans yrði þjóð- legri. Hún hvilir enn á grund- velli Schumann - Mendelsohn- skólans, hefir hina innilegu, klassisku »cantilene« Mendel- sohns til að bera, en þrátt fj'r- ir formfegurð söngva (og sjer í lagi kóra) hans, og vinsældir þairra um land alt, er ekki hægt að sjá fram á, að sú stefna verði áhrifamikil um ókomna tónlist. Sigfús Einarsson hefir f söngvum sínum notað þjóðleg efni. Er raddsetning hans tísk- ari en Svb. Svb., en hann stend- ur að baki þvi tónskáldi að eðlisgáfum og »kontrapunktiskri« kunnáttu. Aðrir sem komið hafa fram á sviðið f tónskáldageríi, syngja af hjartans lyst, oft af gáfum, en sjaldnar af kunnáttu. Enginn þessara manna hefir, svo jeg viti, ráðist f stærstu form listarinnar. Pað er engin íslensk ópera til, engin sinfonia, ekkert oratorium, og erlend verk af þvf tagi, hafa aldrei heyrst hjer í heild. Skilyrðin til þess eru ekki fyrir hendi. Pað skortir fastan, lærðan kór, það skortir orkestur. Pess er ekki að vænta, að tónskáldin smfði verk, sem engin von er um, að geti kom- ist fyrir almenningsheyrnir. En meðan listamennirnir þurfa að leita sjer alhvarfs út um viða veröld og fyr en kornin er á hjer í Reykjavík föst miöstöð íslensks tónlífs, verður engin ís- lensk hljómlist til. Alþingi styrkir efnilega menn til náms og er það þakkgrvert. En það eitt er ekki nóg, ef lista- maðurinn þarf svo að flýja land að loknu námi. Pað verð- ur að skápa skilyrði til þess, að hann hafi ekki einungis, of- an í sig og á, heldur fyrst og fremst, að hann geti beitt kröft- um sínum á hlutverk, sem eru þess verð. Tilkostnaður yrði ekki mikill við að koma upp fyrirtækjum til listþrifa, en þing og stjórn þyrftu að taka málið í hendur sínar. Er þar ekki til mjög mik- ils ætlast, en þó ef til vill of- vaxið þeirri stefnu, sem ekkert telur framfarir, nema jarðabætur. Fyrsta, greiðasta og eðlileg- asta sporið f þessa átt, væri að koma á »motet-kór« við dóm- kirkjuna í Rvík. Yrði þá að setja kantor við kirkjuna auk organista, og væri hann kostað- ur af ríkisfje. Hentugast væri, að fá til þess útlending, sem væri vel að sjer um kórsöng, gæti kent söngeft- ir nótum o. fl. Sópran og alt- raddir kórs þessa væru drengir 7—13 ára, og teknir úr barna- skólanum, en tenórar og bass- ar úr mentaskólanum eða öðr- um opinberum skólum. Á 1—2 árum gæti verið kominn hjer á slofn kór, sem hefði á boð- stólum motettur Bachs og sam- tíðarmanna hans, messur Pale- strína o. fl. Slíkir kórar eru mjög tíðkaðir með öðrum þjóð- um, og hafa ýms mestu tón- skáld (m. a. Haydn, Schubert), fengið fyrstu söngment sína þar. Kostnaður yrði að eins laun söngstjórans og nótnakaup, en er fram liðu stundir, gæti kór- inn fleytt sjer fram sjálfur á á- góða söngskemtana. Hinn liðurinn, orkestrið er erfiðari viðfangs. Óhugsandi er, að í jafnlitlum bæ og Rvík er, geti meðlimir stórrar hljómsveit- ar verið annað en »dilettantar« að mestu leyti. En það vill svo illa til að piano og harmónium eru orðin aðalheimilishljóðfærin hjer, og læra sárfáir á fiðlu, en færri á önnur orkesturhljóðfæri. Pað tíðkast mikið í öðrum löndum, að menn komi saman á heimilum að kvöldi dags hver með sina íiðlu eða cello til quartettleiks. Sá siður er auð- vitað ekki til, þar sem enginn kann að fara með þessi hljóð- færi, og er því öll hljómlist á heimilum hjer í mestu niður- lægingu. Er leitt, að stroklist skuli vera svo lítt stunduð hjer, og hafa þó fiðla, viola og cello margt umfram piano og har- moníum. Vonirnar um, að gott orkest- ur kæmist hjer á fót, hafa ekki verið miklar. Reynt hefir verið, að halda við hljómsveitum með- al hjávirkra, en hafa stöðugt lognast útaf aftur, enda stofn- aðar f mjög svo ófullkominni mynd, því að mörg hljóðfæri hefir vantað. Nú lifnar aftur vonartýra um, að stofnun or- kesturs geti orðið fær: með bygg- ingu þjóðleikhússins fyrirhugaða. Par mætti slá tvær flugur í einu höggi, hefja leiklistina og hljóm- listina. Enda þótt ekki sje tilætlast, að óperur sjeu á leikskránni fyrst um sinn, hlýtur það að verða síðar, og er sjálfsagt að leggja grundvöll þess, undireins og leikhúsið tekur til starfa. En það má ekkert kák eiga sjer stað við það; 6—8 manna sveit með piano-undirleik væri frá- leit; því að slík samstilling er og verður »salon«- eða »kamm- er-musik«, og getur aldrei orðið vísir tii orkesturs. Betri væri stroksveit áu undirleiks, 10—12 manna, t. d. 5 fiðlur, 2 violae, 3 celli og 2 bassfiðlur. En best væri — jeg er vonlítill um slíkt —, aö hafa sveitina eins full- komna og unt er frá fyrstu. Pað væri þá, ef farið er eins langt og hægt er: 2 flautur, 2 obair, 2 clarinettur, 2 fagott, 2 horn, 2 trompetar, 7 fiðlur, 3 violae, 3 celli, 2 bassfiðlur og pákar = 28 manns. Petta eru mjög litlar kröfur á erlendan mælikvarða. Til samanburðar: borgin Gotha í Thuringen (70.000 íbúar) á óperuhús, sem leikið er i hvern virkan dag. Orkester þess er um 60 manna, og aukið alt að 90 mönnum við nýjar óperur (Wagner, Rich. Strauss o. fl.). Allflestir hljómleikarar sveitar- innar hafa tónlist að atvinnu. Petta er ekki einsdæmi, en tek- ið af handahófi. Hjer, i höfuð- stað ríkisins, er farið fram á 28 hjávirka hljómleikara — og öll vandkvæði á því. Til þess að kenna meðferð hljóðfæranna, þyrfti auðvitað að fá færa útlendinga, einn eða tvo. Kenslan yrði að vera eins ódýr og hægt er, helst ókeypis, enda væru kennararnir kostaðir af fje leikhússins, eða ríkisfje. Stjórnandi sveitarinnar væri annar þessara manna, eða þá íslendingur, og mun völ á mönn- um í þá stöðu. Skýjaborgir eru þetta, enn sem komið er, og er leitt til að vita. En motet-kórnum, að minsta kosti, mælti koma upp með sáralitlum kostnaði og fyrirhöfn, og sætir furðu að það skuli ekki hafa verið gert þegar. En til þess, að nokkrar framfarir verði í tónlífi voru, þurfa allir, sem bera hljómlist fyrir brjósti, að leggja nokkuð á sig — og sem hernaðarráðstöfun: að gera eins miklar kröfur og unt er. Pá fæst ef til vill einhver hluti af því sem beðið er um. Emil Thoroddsen. Alþingi er hvatt saman 7. febrúar næstkomandi, viku fyr en venja er til. Er ástæðan sú, að byrjun þings þennan dag fellur betur saman við skipa- ferðir kringum land. LeikhúsiO. Veislan á Sólhaugum. Við tslendingar þreytumst seint á því að stara inn i forn- öldina, dáðst að glæsimennum hennar, siðum og háttum. í eðli okkar er eitthvað, sem finnur að það á heima í hinu örlagaríka, ólgandi lifi er sögur og þjóðsagnir greina frá, — þráir að standa augliti til aug- litis við kappana er skreyttust pelli og purpura, og konurnar með eldinn í hjartanu. Veisl- urnar fornu, þar sem ekki var til sparað í skrauti og risnu, en þar sem mörgum örlagaríkum ráðum var ráðið, hafa margar kvöldvökurnar verið umræðu- efni út um allar sveitir lands- ins, og gert baðstofurnar hlýrri og bjartari, en ella myndi ver- ið hafa. Tvö af þeim leikritum Ibsens, sem efniviöirnir í eru sóttir í fornsögurnar, hefir Leikfjelag Reykjavíkur sýnt hjer, — Vík- ingana á Hálogalandi í fyrra og Veisluna á Sólhaugum nú, — tvö leikrit, sem eru vissulega langt frá því að sýna stærð og snild hins mikla skáldjöfurs, en hinsvegar sýnilega vaiinúrþeim flokki leikrita hans, sem allar líkur benda til, að hrífi okkur íslendinga mest. Pví er vel far- ið, að Leikfjelagið hefir valið þessi leikrit. En það er ekkert smáræði, sem ráðist er í af því að sýna Veisluna á Sólhaugum. Leikendafjöldinn, búningarnir, hljómsveitin, — alt hlýtur það að kosta ógrynni fjár á ísl. Ieik- húsmælikvarða. Og likur eru til, að Leikfjelagið hafi þurft að treysta meir en nokkru sinni áður á það, að Reykvikingar kynnu að meta starf þess, svo allur útbúnaður gæti orðið eins fullkominn og raun ber vitni um. Og láta Reykvíkingar von- andi ekki það traust sjer til minkunar verða. Gefur hin mikla aðsókn að leiknum, öll þau kvöld er hann hefir verið sýnd- ur, góðar vonir um það. Enda fer enginn erindisleysu í leik- húsið að þessu sinni. Skraut- legri búningar, yndislegri hljóð- færasláttur en kostur hefir ver- ið á áður, gera komuna þangað minnisstæða. Og meðferð margra leikendanna á hlutverkum sín- um, gera hana það líka. Sumir þeirra, sem undanfarna vetur hefir verið tvísýnt um, taka nú í vetur hvert viðfangs- efnið eftir annað föstum og ó- hikandi tökum. Og þeim, sem sjeð hafa leik sumra þeirra i Pjófnum, t. d. Óskars Borg og frú Soffíu Kvaran, kemur það ekki á óvart, þó persónurnar i Veislunni á Sólhaugum reynist þeim ekki eríiðar viðfangs.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.