Vörður


Vörður - 03.01.1925, Blaðsíða 5

Vörður - 03.01.1925, Blaðsíða 5
V Ö R Ð U R 3 í*á væri gott fyrir hvatvisa dagdómendur að læra þessa vísu: Veita yndi vífin hlý, en veikt er lyndiö næma. Jeg er blindur alveg i Evusynd að dæma. En konurnar þyrítu líka að eignast visu á borð við þessa, og raula hana í eigin orða stað. Ástaskáld er Gisli betra en í meðallagi. Rarf enginn að fyrir- verða sig fyrir þá tegund skáld- skapar, því göfugar tilfinningar á því sviði hafa oft skapað hetju úr hugleysingja, en oft líka orsakað æfilangt böl. Fer það mest eftir því hvernig ein- staklingurinn lítur á það sjálfur. Ekki verður sjeð, að höf. hafi glatað góöri hugsun í þeirri glímu, og væri gott fyrir fleiri en höf. að hyggja á þessa leið: Fó þjer fyndist fátt utn raig og færir götu þína, skal jeg alt af elska þig eins og systur mina. Það er engin hælta á því, að stökur Gísla verði ekki lesn- ir. Þær verða lærðar og kveðn- ar svo lengi sem braglipurð Páls og Porsteins fellur islensku eyra; tel jeg það kost, að vísum hans keimar að kveðanda til, til þeirra Ijóðbræðra; og von raín er sú, að meira bjartsýni og meiri hvetjandi þróttur búi í þeim kveðlingum, sem Gísli á enn þá óorta, ef honum end- ist heilsa og aldur, því skáld- gáfa hans er »guðleg náðargjöfcr, og þess vegna finst hvergi sam- anklamprað stagl bjá honum. Meinlegt er það, að inn i kverið hefir slæðst vísa eftir Bjarna Gíslason: »jeg hef kynst við trega’ og tál« bls. 17. Mun höf. alls enga sök eiga á því, heldur sá sem búið hefir bókina til prentunar. — Og svo vil jeg kveðja Gísla með þessari vísu Porsteins, en hvetja sem flesta til að kaupa ritið: Margir leggja á leiöin sin, legstein þyngri' og meiri en ef aö týnist þúfan þín þá verður htjótt um fleiri. Margeir Jónsson. r Osipr saiTiDoÉrejí- r mgarinnar á Italíii. í 50. tbl. Tímans, f. ár, hefir Jónas Jónsson frá Hriflu, í grein sem heitir »Fyr og nú«, farið nokkrum orðum um at- burði þá, sem gerst hafa á sviði samvinnunnur á ítaliu. Skal engum getum að því leitt, hvað- an honum kemur sá vísdómur, sem þar er frara settur. Eu þar eð mjer virðist frásögn hans sje á margan veg, vægast sagt, ófullnægjandi, þá þykir mjer hlýða að birta skoðanir erlendra manna, sein glögga þekkingu hafa á þessum atburðum, og geta þá lesendur borið saman frásögn Jónasar og ummæli þessara manna og síðan trúað því, sem þeim þykir sennilegra. í danska samvinnubl. »Andels- bladet« 16/& f. á. ergreinein, sem fjallar um þetta mál og legg jeg hana hjer til grundvallar í frásögninni. Par stendur meðal annars: »— Hreyfingin, sem, eins og samvinnuhreyfingin, byggist á öflugri hugsjón, verður aldiei sigruð af uían að komandi á- rásum, — jafnvel þó þær sjeu eins harðsnúnar Ög þessi (á Ítalíu). — Að eins innbyrðis gallar og veikleiki verður henni að bana«. Einn af hinum gömlu for- ingjum samvinnuhreyfingarinnar á Italíu, Quirino Nofri þing- maður, sem er stjórnandi hins stóra og merka samvinnufjelags »AHeanca Cooperativa« í Turin, hefir ritað grein í ítalskt sain- vinnublað og lýsir þar hinum sönnu orsökum að ósigri sam- vinnunnar á ítaliu. Hann telur að ófriðurinn milli Fascisma og Kommunisma og hið erfiða fjárhagsástand, sem af ófriðnum leiddi haíi hvorugt verið orsök til hnignunar samvinnunnar, heldur hafi þessir erfiðleikar að eins leitt í ljós hina innri galla á fyrirkomulaginu sem áður hafi átt sjer stað. Nefnir Nofri þar fyrst hin mörgu smáfjelög. í borginni Róm voru t. d. yfir 200 smá neytendafjelög, því hver sjerstakur trúar- eða stjórn- málaflokkur myndaði sjer sjálf- stætt fjelag. Var því eigi að undra, þó fjelög þessi skyrti rekstursfje og viðskiftavini og hefðu lítil lífsskilyrði, þegar alda fjárhagserfiðleikanna reið yfir. Við þetta bættist og, að skorlur var á nógu mörgum mönnum, sem færir væru um að stjórna. Á aðalfundunum voru þeir helst valdir, sem mest ljetu á sjer bera, en duglegur rekstur slikra fyrirtækja krefst alt annara hæfileika. Starfs- menn félaganna mynduðu inn- byrðis fjelög og reyndu með verkföllum að ná sem mestu kaupi fyiir sem minsta viunu, og af því Ieiddi, að reksturs- kostnaðurinn varð óhæfilega hár. Petta gekk jafnvel svo laDgt, að því var fastlega haldið fram, að samvinnufjslögin ættu fyrst og fremst að efla hag starfsmanna sinna og því næst annara fje- lagsmanna. Ymsar aðrar orsakir nefnir Nofri til hruns fjelaganna: »Men den stærkest virkende Aarsag var vel alligevel, at Andelsbe- vægelsen blev blandet ind í Partipolitikken og især knyttet til den yderliggaaende Socialis- me, hvorved det jo bliver for- staaeligt at Fascismens Sejr maatte blive Andelsbevægelsens Nederlag«. (En hin áhrifamesta ástæða er þó sú, að samvinnu- hreyfingunni var blandað inn í flokkapólitíkina og einkum tengd við hina rótlœku jajnaðarstefnu, verður það því skiljanlegt, að sigur »Fascismans« hlaut að verða ósigur samvinnuhreyf- ingarinnar). [Andelsbl. 20. bl. 1924]. Vergnanini, sem er samherji Nofri í þinginu og einnig er samvinnumaður (underskriver i det væsentlige denne Bedöm- melse), telur hinar sömu orsak- ir til hrunsins og Nofri. Peir sem ekki geta látið sann- færast, að jafn nauðsynlegt sje fyrir oss íslendinga sem aðrar þjóðir, að halda samvinnuuni utan við stjórnmálaflokkana eru kallaðir á Tímamáli »svartalið- ar«, og eru nú æði margirkomn- ir á svarta listann. T. d. Axel Gjörex ritstj. tveggja samvinnu- blaða f Svíþjóð og merkisberi samvinnunnar í landi sínu. Einn- ig Randólf Arnesen ritstj. »Ko- operatören« í Noregi. Pá Andr. Nielsen ritstj. Andelsbl. í Dan- mörku og margir merkir sam- vinnuinenn í Finnlandi, Sviss Pýskalandi og Bretlandi. Og verður nánar vikið að þessu síðar. Sem sjá má af því, er hjer að framan er sagt hafa Nofri og Vergnanini hina sömu sögu að segja og viðast annarsstaðar þar sem samvinnuhreyfingin hefir fengið reynslu í erfiðleik- um, að mesta böl fyrir fjelags- skapinn er, að blanda honum inn í óviðkomandi málefni og skoðanir. Tel jeg það samvinnu- fjelagsskap Islendinga til hinnar mestu blessunar, ef svo vel færi að reynsla annara þjóða og um- sagnir bestu manna fjelagsskap- arins þar yrðu teknar til ihug- unar í hvivetna og slikar upp- lýsingar meira metnar, en há- vaði og málróf æstra stjórn- málaspekúlanta. Og hvað segir nú Andelsbl. um skoðun Vergna- nini í þessu máli. Paðsegirsvo: »Naar man nu kurtde afholde sig fra politiske Kandestöberier, .......ja, saa varslede det en ny Morgen«. Væri hægt að halda sjer utan við pólitiskt stjórn- málaglamur . . . . þá rofaði til fyrir nýjum degi. Vegna þess að Jónas Jóns- son alþm. og slcólastjóri hefir það hlutverk með höndum, að fræða landsmenn uin fjelags- mál, hefi jeg viljandi látið falla hjer úr 8 línur í greininni »An- delsbevægelsens Nederlag i Ita- lien«, blaðsíðu 490, í síðasta dálki i 5. línu að ofan. Von- andi finnur hann skyldu hjá sjer til þess að gera þessar 5 línur að umtalsefni, ef þær skyldu vera málstað hans til bóta; því jeg vil ekki geta þess til, að hann væni þann mann um hlutdrægni er Danir hafa um lengri tíma trúað fyrir því að skýra rjett frá viðburðum, er snerta fjelagsmál hinna einstöku þjóða. En trúað gæti jeg því, að skólastj. væri lítill hagur að því að þræða nákvæmar umsagnir hinna bestu samv.manna með öðrum þjóðum um fjelagsmál. En fæii svo að hann gerði það, væri það fyrirboði þess að rödd hins æðra vilja væri búin að sigra »rokhviður« hinna á- stríðufullu tilhneiginga og »ísk- ur hinnar ömuríegu óvildar« til allra þeirra, er ekki geta látið sannfærast af skrifum þessmæta manns (J.J.). Að endingu vil jeg óska þess, að allir góðir sain- vinnumenn í landinu festi í huga sjer erindi það, er hjer fer á eftir, sem er úr kvæði einu er frændur vorir austan hafs, sam- vinnumennirnir í Noregi syngja á fundum sínum: Kom slá en ring om vort fœdreland Vi knytler samvirkebandet. Vár fremtidsdröm er at alle mann med oss vil bygge landet. Nár vi oss alle fylker telt og felles sag vil bœre da vil vi ogsk /á vor ret, og lykken med oss vœre. Sig. Sigurðsson frá Kálfafelli. I Jón Thoroddsen cand. juris ljest i Kaupmanna- höfn á nýársdag, eftir að hafa orðið undir vagni á götu og stórslasast á höfði. Hann var sonur hinna þjóðfrægu hjóna, Skúla heitins alþm. og frú Theó- dóru. Hann lauk Iaganámi nú í vor, hafði nokkuð tekið þátt í stjórnmálalífinu og fylgdi slefnu jafnaðarmanna, var prýðilega vel gefinn maður og hinn besti drengur og er mikil eftirsjá að honum. Innlendar frjettir, Stjórnarf rumvörpin verða að þessu sinni lögð fyrir kon- ung af fulltrúa Islands í Kaup- mannahöfn, en ekki af forsætis- ráðherra, eins og venja hefir verið. skoðanabræður sína: Skipið ykk- ur í stjórnmálaflokka þar sem yður sýnist, það kemur ekki samvinnunni við fremur en trú- arbragðaskoðanir yður. Ef þjer vinnið með oss í samvinnumál- unum er skyldunum við okkur fullnægt. VI. Næst liggur þá fyrir að svara þvi hverjir það eru, sem valdið hafa þessari tvískiftingu sam- vinnumannanna hjer á landi. Eru það þeir, sem fylgja rúss- nesku stefnunni eða þeir, sein fylgja ensku stefnunni, sem vald- ir eru að klofnÍDgnum? Pað þarf ekki að fara í langar graf- götur til þess að svara því. Pað eru vitaskuld fylgjendur rúss- nesku stefnunnar, sem hafa vald- ið klofningnum, því að það eru þeir, sem boða þá nýju kenn- iugu, að samvinnustefnan sje í raun og veru sjálfstæð stjórn- öiálastefna. Fylgjendur ensku stefnunnar eru enn á hinum uPprunalega samvinnugrundvelli og þeim getur því ekki orðið kent um klofninginn. Á grund- velli ensku stefnunnar stóð t. d. Pjetur sál. Jónsson, því að hann barðist meðan hans naut við gegn því, að Samband Samvinnu- fjelaganna gerði sig að pólitísku fjelagi með þvi að gefa út al- menn stjórnmálablöð. Og á sama grundvelli hafa staðið og standa enn flestir hinna eldri samvinnu- manna hjer á landi. Víðast um heim gefa samvinnumenn út rit, til þess að mæla með stefnu sinni. Pessum ritum svipar mjög til þess, sem tilgangurinn var með Tímariti samvinnufjelag- anna. En slíkumí ritum er hvergi í hinuin eiginlega samvinnu- heimi ætlað að ná lil stjórnmála alment, heldur að eins til sam- vinnumála. Rit þessi eru því að eins inálgögn þessara fjelags- manna, þar sem þeir ræða á- hugamál sín á sama hátt og t. d. Læknablaðið ræðir áhugamál lækna, Verslunartíðindi áhuga- mál kaupmanna og Tímarit verkfræðinga . áhugamál verk- fræðinga. Sá maður sem fyrstur inn- leiðir rússnesku stefnuna í sam- vinnumálum hjer á landi mun vera Jónas Jónsson frá Hriflu og enginn efi er á því, að hann á mestan þátt í útbreiðslu henn- ar bjer á landi. Hann hafði um nokkurn tíma verið einn for- kólfa jafnaðarmanna í Rvík á- samt Ólafi Friðrikssyni o. fl., en þegar Framsóknarflokkurinnvar stofnaður 1916—1917, gekk hann í þann flokk. Um þessi vistaskifti hans hefir Alþýðu- blaðið hvað eftir annað gefið í skyn, að Jónas Jónsson hafi átt að vinna fyrir jafnaðarmenn áfram með því að útvega þeim fylgi hjá bændum. Hjer skal ekkert fullyrt um það hvort þessi frásögn Alþbl. er rjett, en óneitanlega styður það hana, að Jónas var viðurkendur jafnað- armaður fram til þess tima er hann fór í Framsóknarflokkinn og aldrei hefir það komið fyrir, að Alþbl. haíi hreitt einu árás- arorði til Jónasar, en' það hefir blað þetta gert við því nær alla aðra Framsóknarmenn. Parfekki í þessu sambandi að benda á annað en það, að eftir að síð- asta Alþingi lauk, rjeðist Alþbl. mjög á Framsóknarflokkinn fyr- ir það hversu hann hefði fylgt stefnu íhaldsflokksins á þinginu og undantók þar engan ílokks- mann nema Jónas Jónsson, sem það kvað i engu hafa brugðist stefnu jafnaðarmanna. Til sönn- unar þessu nefndi blaðið 12 mál. Pað eru því til vitnisburðir frá nýjustu tímum, um að jafn- aðarmenn f Rvík eru hinir á- nægðustu með stefnu Jónasar í stjórnmálum og bendir það ó- tvírætt í þá átt, að hann sje enn jafnaðarmaður. Og í Alþbl. 3. júlí í sumar er það beinlínis sagt að tengiliðurinn milli jafn- aðarinanna og Tímamanna sjeu samvinnumálin og þá liggur nærri að ætla, að Jónas hafi átt að vera túlkurinn. En þessi tengiliður voru ekki samviuuu- málin á gamla ópólitiska grund- vellinum heldur á þeim grund- velli, að þau væru í sjálfu sjer stjórnmál. Jafnaðarmenn höfðu til þessa tíma lítt eða ekki skift sjer af samvinnumálunum sjerslaklega, en nú þegar von var um að nota þau sem pólitíska iyftistöng, tóku þeir því vitaskuld fegins hendi og hefir orðið töluvert á- gegnt á þenna hátt. Til þessa tíma höfðu bændur því nær ein- göngu verið brautryðjendur sam- vinnuslefnunar hjer á landi og fylgt þar eindregið ensku stefn- unni og meðan svo var fylgd- ust allir samvinnumenn að til eflingar þessari hollu stefnu, sem mörgu góðu kom þá til leiðar um vöruvöndun, vöruverð o. fl. Framhald. Cives. Ásbrifenður „Varðar“ eru beðnir aö tilkynna afgr. breytingar á heim- ilisfangi. Á

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.