Vörður


Vörður - 03.01.1925, Qupperneq 6

Vörður - 03.01.1925, Qupperneq 6
1 4 V Ö R Ð U R Heidiirsme3>Iii, 1. þ. m. voru nokkurir menn, innlendir og útlendir, sæmdir riddara- krossi Fálkaorðunnar. Þar á meðal voru þessir: A. V. Tuli- nius, forseti S. í. S., síra Einar Jónsson prófastur á Hofi, Ein- ar Jónsson myndhöggvari, Guðm. Jónsson, skipstjóri, Ingibjörg H. Bjarnason, alþm., Jón Guð- mundsson, hreppstjóri á Sauð- árkróki, Jón Halldórsson trje- smiðameistari, Jón Ólafsson, framkv.stj., Ólafur Eggertsson, hreppstj., KróksQarðarnesi, Ól- afur Jóhannesson, konsúll, Pat- reksfirði, P. J. Thorsteinsson frá Bíldudal, Runólfur Halldórsson, hreppstjóri, Rauðalæk, Pórhall- ur Daníelsson, kaupm. Horna- firði, Pórarinn Guðmundsson, kaupm. Seyðisfirði, prófessor Craigie, prófessor Paul Hermann, magister Carl Kúchler, háskóla- bókavörður Heinrich Erkes. Þýskui* tog'avi, »Ulrich Schulmeyer« að nafni, strandaði nú í vikunni í dimmviðrishríð á skeri vestur af Hjörsey á Mýrum. Skipverjar komust allir af, en ólíklegt er talið að skip- inu verði bjargað. Hafsigliiig. Laust fyrir kl. 7 að rnorgni hins 29. des. sigldi togarinn »SkaIlagrímur« á kola- skipið »Inger Benedicte«, er lá úti á Engeyjarsundi, og sökk það á svipstundu, en allir menn björguðust. Var það 2300 smál. að stærð. Guðm. Jónsson, skip- stjóri á »Skallagrími«, var í landi þegar slysið varð. íslensk kvikmynd. Hr. Loftur Guðmundsson hefir á liðnu ári ferðast um ísland og \. tekið kvikmyndir af landi og Iþjóð, sem nú er byrjað að sýna í Nýja bíó. Myndin sýnir fyrst höfuðstaðinn, útlit hans og bæj- arbrag, þá smábæina út um land, íslenska náttúrufegurð til sveita og upp um fjöll og firn- indi, íslenska atvinnuvegi og þjóðháttu, kvenbúninga vora og íslenska kvenfegurð. Frá land- búnaðinum eru sýndar mynd- ir af heyvinnu bæði með nýju og gömlu búskaparlagi, slætti með ljá og með vjelum, hey- þurkun, heybandi og hey- lestum, ennfremnr mjöltun á kúm, strokkun, rjettarfje og rjettalífi, lambfje að vorlagi, út- skipun á hestum o. s. frv. Hr. L. G. hefir farið út með togur- unum, bæði á síldarveiðar og þorskveiðar og tekið myndir af vinnubrögðunum á skipunum. slðan af síldarsöltun, fiskþvotti, fiskþurkun o. s. frv. Loks eru myndir af komu amerísku- og itölsku flugmannanna til Reykja- víkur í sumar. Allar eru myndirnar prýðilega teknar, niðurröðun þeirrá góð og tekstinn sem fylgir þeim á- gætur, skýr, fræðandi og smekk- lega gerður. Engin vafi er á því að þessi mynd verður til þess að vekja athygii á íslandi víða um heim og hún ber landi og þjóð söguna vel. Unun var að því að sjá átök og atorku bænda- fólks og sjómanna við vinnu sína og gat engum dulist að kraftþjóð og manndómsfólk byggir Iand vort. Helst mætti það að myndinni finna, að hún snýr sjer of ein- hliða að náttúru landsins og atvinnulífi þjóðarinnar. Vel hefði mátt enda á nokkrum myndum er mintu á æðri menningu vora og andlegt líf, það hefði prýtt og fullkomnað þann þjóðarsvip, sem myndin annars sýnir: Hús Einars Jónssonar, hann sjálfur á vinnustofu sinni, Einar Bene- diktsson stígur á land í Reykja- vik, Helgi Pjeturs á götu, Einar H. Kvaran við skrifborðið, Guðm. Finnbogason talar af þinghús- svölunum 1. des., Sigurður Nor- dal flytur fyrirlestur á háskól- anum, Bjarni frá Vogi talar á fundi í Neðri deild, Ásgrímur eða Kjarval með pentgrind og litakassa á göngu úti á víða- vangi, Guðm. Friðjónsson á hlaðinu á Sandi o. s. frv. En hvað um það — svo langt sem myndin nær er skylt að þakka hr. L, G. fyrir hana og óska þess að hún megi sem víðast um heim fara. Andstæðingar ,,Varðaru hefna sín. Utan af landi berast þær fregnir, að mikil vanskil hafi víða orðið á »Verði«, sem send- ur var með síðustu póstum, og fylgir það með, að varla verði þau með öðru skýrð en því, að póstafgreiðslumenn sem óvin- veittir ern blaöinu, sjeu valdir að þeim, í einni sýslu hefir komist upp um Tíma-mann, að hann hefir falsað fjölda undir- skrifta undir uppsögn á »Verði«, sem send var afgreiðslumanni blaðsins. Er sýslumaður nú að rannsaka þetta mál, og sætir viðkomandi auðvitað þeirri hegningu fyrir athæfi sitt, sem lög ákveða, og eins aðrir þeir, sem uppvísir verða að glæp- samlegu framferði til þess að hindra viðgang og útbreiðslu »Varðar«. illísillii. Eftfr síra Eirík Albertsson á Hesti. Framh. Samkvæmt þessu virðist eðli- legt að hugsa sjer heppilegasta fyrirkomulag alþýðumenningar- innar þannig, að bættur yrði bókakostur þjóðarinnar fyrst og fremst. Að auka hann að vöxt- unum er ekki svo mikil þörf, en að gæðum þyrfti honum að fara fram. Hafa þar ritdómarar mikið verk að vinna og ekki vandalaust. Dugir þqr ekki að sjá í gegnum fingur sjer eða berja í brestina, heldur að segja kost og löst á bókunum svo að lestrarsmekkur alþýðunnar spill- ist ekki meira en orðið er. Eh með rækilegri ritskoðun og gagn- rýni að ryðja braut því almenn- ingsáliti, er kröfur gerði til að fá góðar bækur, en ekkert rusl. En jafnhliða þyrfti þá að styrkja vel efnilega rithöfunda, er væru búnir að sýna tilþrif og listvísi, ef þörf gerðist. En framar öllu öðru myndi á þessu sviði hin glæsilega tillaga prófessors Sig- urðar Nordal að gagni koma er hann gerði grein fyrir í ágætri ritgerð í Skírni 1919. Ritgerðin heitir Þýðingar, og hefir verið vísað til hennar hjer að framan. Leggur hann þar til að úrvals bækur og rit úr erlendum mál- um verði þýdd á íslenska tungu undir forustu eins manns, er því vandastarfi væri vaxinn. Að öðru leyti vísa jeg til ritgerðar prófessorsins. í þessari nefndu ritgerð er gert ráð fyrir, að þessar þýddu bækur yrðu svo ódýrar að allur þorri manna gæti eignast þær. En að bækurnar gætu orðið al- mennari er mikið nauðsynjamál til þess að þær komi að liði til að byggja upp alþýðumenningu þjóðarinnar. Pví að þótt lestrar- fjelög og bókasöfn sjeu góð og gagnleg þyrfti þó hvert heimlli að eignast dálítinn úrvalsbóka- kost. Pví að það er heimilis- menningin, sem fyrst og fremst þarf að efla og bækurnar eru þar eitthvert besta ráðið. »Bóka- safn á heimili er eins og dálítil Hliðskjálf. Pað má setjast við það og sjá um alla heima, sitja kyr á sama stað og samt að vera að ferðast. Alt sem eflir heimilismenninguna, eflir sveit- irnar, en viðgangur þeirra er lífsskilyrði fyrir menningu og heilbrigði þjóðarinnar. Með aukn- um bókakosti mundi líka heim- ilisfræðslan aukast af sjálfu sjer, bæði foreldrar og börn mundu lesa meira, foreldrarnir fræða börnin og mentast á því sjálíir«. [Sig. Nordal: Pýðingarj. Pá öðl- aðist andleg vaxtarþörf æsku- mannanna fullnægingu heima að meiru leyti en nú er farið að verða. Þeir fengju því að vaxa eðlilega upp af rót sinni eins og vera ber. Hins vegar er þó sjálfsagt, að lestrarfjelög og bókasöfn ann- ist um bókaforðann að nokkru leyti. Væri þá nauðsyn að lestr- arfjelag væri í hverri sveit eða sókn, er ætti bókasafn. Kalla mætti það undirbókasafn. En bver sýsla ætti yfirbókasafn, er keypti þær bækur, er dýrari væru og minna notaðar. Eink- um bæri yfirbókasafninu að kaupa bækur á erlendum mál- um, að svo miklu leyti, sem þýðingarnar fullnægðu ekki þeirri þörf. Á þennan hátt væri búið að tryggja sjálfsmentun og menn- ingu heimilanna, að mjög miklu leyti, en að því þarf alt að hníga, og yrðu þau þá jafnframt fær um að annast uppeldismál- in nokkuð áleiðis. Barnaskóla skyldi því ekki reisa í sveitum og börnin ekki slitin frá heim- ilunum. En til styrktar ogstuðn- ings heimilisfræðslunni myndi þurfa einn umsjónarmann, er vandað væri til, í hverju fræðslu- hjeraði. Hann ferðaðist á milli heimilanna til að leiðbeina og hjálpa til [Þar sem um lítil fræðsluhjeruð væri að ræða gæti einn umsjónarmaður dugað í tveimurj. Jafnhliöa þvi væru og prestarnir sjálfsagðir til að vera heimilunum til aðstoðar. Á þennan hátt væri að mestu unglingafræðslu fram að ferm- ingaraldri sjeð borgið. En samhliða þessu þyrfti að koma á fót mentandi fjelagslífi. Hinir starfandi menn á því sviði yrðu að vera sjálfboðalið- ar. Samkvæmt því vildi jeg kalla þá stoð alþýðumenningar- innar frjálsa menningarstarfsemi. Færi hún sumpart fram sem fyrirlestrastarfsemi sumparl sem samlestrar (studiecirklar). Að sjálfsögðu gæti fyrirlestrasiarf- semin átt bakhjall þar sem al- þýðuskólarnir væru og ung- mennafjelögin, en á sjálfboða- liðshugmyndinni þyrfti starf- semin að byggjast. Um fyrir- komulag fyrirlestrastarfseminnar þarf hjer ekki að tala, því að slík starfsemi er kunn hjer á landi.. Nú er að eins um það að ræða að sveigja starfsemi þessa inn á svið alþýðumenn- ingarinnar með ákveðið mark fyrir augum. En um samlestra eða samnámsstarfsemina er öðru máli að gegna. Hún er svo ung og tiltölulega lítið útbreidd nema í forgangslandinu, Svíþjóð; en hinsvegar eru sumar hliðar hennar svo íslenskar í eðlisínu, að hún myndi eiga hjer við. Samlestra- eða samnámsform- in eru þrjú aðallega: 1. Pátttakendur hittast nokkr- um sinnum á vetri, lesa upp úr- valsrit og spjalla um þau. Petta minnir mjög á kvöldvökurnar íslensku, þar sem einn las eða kvað fyrir alt heimilisfólkið, en þegar lesandinn lók sjer hvíld, var spjallað um það sem lesið hafði verið.^2. Pátttakendur fá sjer ltennara. Hann fer yfir það efni, sem stundað er ýmist með því að hlýða yfir eða með þvi að hann og nemendurnir tala saman um það. 3. Því efni sem stundað er, er raðað og skift að nokkru leyti milli þátttak- enda. Formaður er kosinn, á- kveðið hve oft skuli komasam- an o. s. frv. Á hverri samkomu eru umræður innleiddar með fyrirlestri, sem einhver þátttak- andi flytur, og hann hefir und- irbúið frá byrjun starfsársins. Meðal þroskaðri manna, er þetta síðasta fyrirkomulag mjög not- að. En til þess að koma sem bestu stipulagi á starfsemina, semja forystumennirnir tillögur cg uppköst um niðurröðun á ýmsum viðfangsefnum, sem sennilegt er að tekin verði til meðferðar, gefa leiðbeiningar um bækur, sem styðjast megi við, til að kynna sjer efnið. [Sbr. Arnór Sigurjónsson: Um frjálsa alþýðlega mentastarfsemi áNorð- urlöndum]. Pær greinir, sem stunda mætti þannig, væru t. d. þættir úr almennri sögu, ís- lenskar bókmentir, sálarfræði, siðfræði og ýmsar greinir fje- lagsfræðinnar. Slík inentastarfsemi þarf nauð- synlega að eiga aðgang að bóka- söfnum. Gæti þar sveita og sýslubókasöfnin komið að góðu haldi. Húsakynni þyrfti þessi frjálsa menningarstarfsemi að eiga líka aðgang að. Að svo miklu leyti, sem ekki værihægt að láta hana fara fram til skift- is heima hjá þátttakendunum, mætti setja hana í samband við kirkjuferðir, en einkum væri á- kjósanlegt að hún ætti griða- stað í húsakynnum ungmenna- fjelaganna. Það cr auðsætt mál, að slík frjáls menuingarstarfsemi til sveita, gæti orðið að hinu mesta og besta liði til að styrkja og efla heimilismenninguna yfirleitt, fullnægja að talsverðu leyti and- legum þörfum unglinganna og því sporna við því, að æsku- menn úr sveitum leituðu burt úr þeim. En til eflingar alþýðumenn- ingunni, með þessari þjóð þyrfti og að fjölga alþýðuskólum í sveitum frá því sem er. En framar öllu öðru þyrfti þá að haga mentastarfseminni þannig, að hún væri fyrst og fremst lif- andi þáttur í viðreisn og efl- ingu íslenskrar alþýðumenning- ar. Pað vill oft verða að dauðri þekkingu sje of mikið troðið í nemendurna án þess að setja hana í samband við lífog þroska. En á þann veg verða menn ó- sjálfbjarga í hugsun og leiðir á allri andlegri viðleitni. Á þessu sviði liggur meginsynd og yfir- sjón margia skóla. Hjáþvískeri yrði að sigla, því að öðrum kosti geta alþýðuskólarnir ekki orðið að liði í því starfi að reisa við og efla íslenska al- þýðumenningu. Hlutverk alþýðu- skólanna er þvi að varðveita alt gamalt og gott og vekja ng sjón- arhorf og heilbrigð, fgrst og fremst gagnvart manneðlinu og manngildinu, (kemur þá til greina: sálarfræði, trúarbragðasaga, al- menn bókmentasaga, uppeldis- fræði og siðfræði), pá gagnvart einkennum og eðli þjóðlífsins og köllunarstarfi mannsins innan ve- bandaþess. (Par kemur til greina: íslendingasaga, þjóðfjelagsfræði, íslensk bókmentasaga og bók- mentir og almenn saga að öðru leyti, að ógleymdu móðurmál- inu, sem er eins og rauði þráð- urinn í þessu öllu saman). Ef alþýðuskólar vorir eiga að verða lifandi og máttugur liður í því mikla nauðsynjastarfi þessarar þjóðar, að reisa við og efla al- þýðumenninguna, sveitamenn- inguna, þarf megináherslan í starfi þeirra að hvíla á því, er nú hefir verið nefnt. Við það má og á vitanlega að bæta t.d. stærðfræði og aflfræði, danskri tungu og landafræði. Hvort meira yrði tekíð skiftir engu máli í þessu sambandi. En öll þessi menningarstarf- semi til eflingar íslenskri alþýðu- menningu þyrfti að eiga sjer miðstöð, sem væri þessu starfi sem sláandi hjarta. Miðstöð eða meginsetur, þar sem blásið væri i lúðrana, ábuganum haldið vakandi, leiðbeiningar gefnar um starfsaðferðir, en framar öllu öðru, yrði hún að skapa með áhrifum sínum ötula og liðfæra forystumenn í starfinu í þágu alþýðumenningarinnar út um sveitir. Öflugum alþýðuháskóla þyrfti því að koma á fót til að annast um að halda andanum vakandi í alþýðumenningar- starfinu. En það ætti hanu ekki að eins að geru meö því að taka nemendur til kenslu vetr- arlaugt, heldur og með því, að hafa stutt námsskeið fyrir þá, er væru stofnuninni andlega skyldir. Eru þá einkum hafðir i huga þeir, sem ynnu gott og gagnlegt slarf út um sveitir landsins í þágu alþýðlegrar sveitamenningar. Frh. Leiðrj etting;. Inn i grein mína Pjóðkirkjan og viðboð hafa slæðst nokkrar óviðkunnanlégar prentvillur. Pessar helstar: í 1. dálki greinarinnar stendur »makað« f, mallað, í 2. dálki stend- ur eitthvað um »niðurlægingukirkju- staðsins« f. kirkjuástandsins; ein - hversstaðar stendur, »trinetatus« f. trinitatis. II. II. Laxness. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.