Vörður - 04.01.1926, Blaðsíða 6
TðíBUJ
bannfæringarinnar, sem verða
að engu fyrir það. Röddin er
ekki góð og klaufalega beitt
á stundum.
Sjera Þorgeir leikur Tómas
Hallgrímsson. Það er vandasamt
hlutverk, og Tómasi tekst ekki
að ráða við það. Hann leikur
ekki oft og tiðum. Pó er leikur
bans ekki litlaus. Tilþrif
eru i leik hans í Berghyl og
undir bannfæringunni, þó hann
gleymi sjer þá stundum. Hann
nýtur sin betur sem hermaður
en prestur.
Haraldur Sigurðsson er held-
ur ekki í rjettu hlutverki, enda
er leikur hans tilþrifalaus.
Jeg veit ekki hver leikur Sera-
piel, en gerfið er vont og rödd-
in ómöguleg. Ekkert annarlegt.
Pó ýmsu sje ábótavant við
leiksýningu þessa, fara menn
ekki erindisleysu í leikhúsið.
Ýmislegt tekst þar vel, og
mun verða mönnum minnis-
stætt. Mætti þar nefna sjón-
hverfingaleikinn f kirkjunni, sem
oft tekst prýðilega, og er mjög
áhrifamikill, og eins, þá er kirkj-
an sekkur. En ekki munu dans-
arnir og Kaldalónslögin eiga
minstan þátt í því, að menn
fara úr leikhúsinu i góðu skapi.
Dansarnir eru áhrifamiklir, og
í fullu samræmi við umhverfið.
Ætti höfundur þeirra, frú Guð-
rún Indriðadóttir, að takast á
hendur endurreisn þjóðdans-
anna íslensku.
Lög Kaldalóns við Ave Maiia
og kirkjugarðsdansinn eru bæði
stórkostlega áhrifamikil, og for-
leikurinn eftir Emil Thoroddsen
flytur áheyrendurna strax inn i
umhverfi leiksins.
1930 á Þjóðleikhúsið að vera
bygt. Pá verður Dansinn i
Hruna að sjálfsögðu leikinn i
virðingarskyni við höf. hans
fyrir hans mikla starf i þágu
isl. leiklistar. Það mun þá sýna
sig, að í því eru margar sýn-
ingar, er taka fram flestu þvi
er hér hefir sjest á leiksviði.
Andrjes G. Pormar.
Doktorskjör.
Heimspekisdeild Háskólans
kjöri á fundi 19. f. m. Hannes
þjóðskjalavörð Porsteinsson heið-
ursdoktor. Á Þorláksmessu sóttu
kennarar heimspekisdeildar þjóð-
skjalavörð heim, á skrifstofu
hans í Þjóðskjalasafninu, og
tilkyntu honum doktorskjörið.
Greinargerð deildarinnar fyrir
því er á þessa leið:
»Ættvísi og mannfræði hafa
löngum verið höfuð-uppistaðan
i söguiðkunum íslendinga. í
þeim greinum hefir þó enginn,
hvorki fyr nje síðar, lagt fram
meira í rannsóknum en Hannes
þjóðskjalavörður Þorsteinsson;
hafa þær birst i mörgum ritum
frá hans hendi, bæði smáum
og stórum; má t. d. benda á
hina miklu viðauka hans og
athugasemdir við Sýslumanna-
ævir Boga Benediktssonar. Höf-
uðverk hans i þessum greinum,
— »Ævisögur lærðra manna
islenskra«, er þó enn óprentað;
er það mikið ritverk, g«ysilega
fróðlegt og nákvæmt, enda stutt
fyrst og fremst við skjöl og hin-
ar fylstu frumheimildir. Frá
Fundarhöldin
í Kjósar- og* Gullbring'usýslu.
Sameiginlegir fundir frambjóð-
endanna í Gullbr.- og Kjósar-
sýslu, Ólafs Thors og Haralds
Guðmundssonar, hófust ekki
fyr en eftir jól, vegna þess að
hinn fyrnefndi hafði verið þungt
haldinn af lungnakvefi fram
undir hátíðir. Hafa þeir nú
haldið fundi í Hafnarfirði, Kefla-
vík, Sandgerði, Garði og á Álfta-
nesi.
Umræður á öllum þessum
fundum hafa verið hinar fjör-
ugustu og kappsamlegustu. í
Hafnarfirði, Keflavík og Garði
töluðu, auk frambjóðendanna
og allmargra innanhjeraðsmanna,
sem flestir tjáðu Ólafi Thors
fylgi sitt, þeir Jón Porláksson
og Magnús Jónsson dócent af
hálfu íhaldsmanna, en Jón
Baldvinsson, Sigurjón Ólafsson
og Björn J. Blöndal af hálfu
jafnaðarmanna.
Stefnur beggja flokka og til-
lögur þeirra i ýmsum málum,
hafa verið ræddar fram og aftur
og er auðvitað ógerningur að
rekja umræðurnar í stuttu máli.
Ástæða er til að geta um það
og benda á sem fordæmi, hve
prúðmannlegur og kurteis tónn
hefir ríkt í arðaskiftum fram-
bjóðendanna beggja. Báðir eru
prýðilega máli farnir, tala fjör-
lega og snjalt, setja skýrt og
ljóst fram rök sín og skoðanir.
Þá greinir mjög á i hðfuðstefnu-
atriðum, t. d. skattamálum, sem
hendi hans liggja og merk rit
önnur, er varða bókmentir þjóð-
arinnar beinlínis, sögu landsins
og staða- og örnafnalýsing. Ýms
merk fræðirit heíir hann og bú-
ið undir prentun og gefið úl, t.
d. islenska annála sfðari alda.
Loks má og framar öðrum
þakka honum þær horfur, er
eru á heillavænlegum úrslitum
um kröfur íslendinga til skjala
og handrita úr söfnum Dana;
atorka hans og nákvæm þekk-
ing á sögu skjala og handrita
ljeði þar þann styrk, sem reið
baggamuninn«.
Allir þeir, sem unna islensk-
um fræðum, munu samfagna
dr. Hannesi með þá maklegu
viðurkenningu, sem honum hefir
hlotnast i þessu.
Sigurður Jónsson á Ystafelli
heíir látið af þingmensku sakir
veikinda. Hverfur með honum
af þingi hinn mesti heiðurs- og
merkismaður. Þingsæti hans
tekur Ágúsl bóndi Helgason
í Birtingaholti.
Ridilarakrossi Fálkaorðunnar
hafa verið sæmd nýlega: Maria
Viktoria, prforissa i Landakoti,
Indriði Einarsson, leikskáld,
Ólafur háskólaritari Rósenkranz,
Borgþór Jósefsson, bæjargjaldk.,
sr. Páll ólafsson í Vatnsfirði,
Jóhann Jónsson, skipstjóri á
björgunarskipinu »Þór« og Sig-
urður skáld Sigurðsson frá Arn-
arholti.
báðir hafa rætt ítarlega, og þeir
sækja fram bvor gegn öðrum
af krafti og hita. En hvorugur
hefir sýnt hinum minstu óvirð-
ingu eða ósvífni, báðir viðurkent
að þeir ættu í höggi við heið-
arlegan andstæðing.
Ólafur Thors og Haraldur
Guðmundsson eru báðir ungir
menn og hafa á síðari árum
hafið afskifti sín af opinberum
málum. Það væri vel, ef fram-
koma þeirra í kosningarbarátt-
unni væri tákn þess, að hinir
yngri menn í landinu af öllum
flokkum (og í þessu sambandi
má m. a. minna á Ásgeir Ás-
geirsson) væru að snúa baki
\ið allri þeirri andstygð ósann-
inda, níðingsbragöa og hvers-
konar óheiðarleika, sem enn er
höfuðeinkenni á bardagaaðför-
um sumra íslenskra stjórnmála-
manna.
— Fundirnir hafa staðfest það
sem menn raunar vissu áður,
að Ólafur Thors á meira
fylgi í [Gullbringu- og Kjósar-
sýslu en H. G. Fylgi hins síð-
arnefnda mun aðallega í Hafn-
arfirði, en þó varð ekki séð á
fundinum þar, hvor frambjóð-
endanna átti meiri ítök í hug-
um manna. Ræðum beggja var
tekið með miklum fögnuði. Á
öllnm hinum fundunum var
auðséð að fylgismenn Ól. Th.
voru þar í yfirgnæfandi meiri
hluta.
Snjóflóð fjell yíir bæinn Sviðn-
ing i Kolbeinsdal i vikunni fyrir
jól. Tók flóðið fjárhús og bar
ol'an á baðstofuna, en i henni
voru ð menn, hjón með 2 börn-
um ásamt gamalli konu. Tví-
býli er á bænum, og sakaði ekki
hús það, er hinn bóndinn býr i.
Kom hann þegar tii hjálpar og
ijekk borgið gömlu konunni og
barni. Kom honum þá hjálp frá
öðrum bæjum og tókst loks að
grafa niður á rúm hjónanna.
Var bóndinn, Sölvi Kjartansson,
þá örendur, og annað barnið,
en húsmóðirin náðist lifandi, en
allmjög þrekuð og marin. Var
þá liðinn sólarhringur frá því
er flóðið reið yfir, og hafði kon-
an legið allan þenna tima hjá
líki barns síns. — Skriðan tók
allar skepnur og öll hey hins
bóndans.
Mósúlmálið. Símað er frá Vin-
arborg, að tyrkneska herforingja-
ráðið hkfði fundi þessa dagana
og ræði lfklega Mósúlmálið. —
Frá Lundúnum er símað, að
þeir hafi átt ial um Mósul-málið,
tyrkneski sendiherrann og Bald-
win forsætisráðherra, og er talið,
xð saman hafi dregið með þeim.
Afvopnunarráðstefnc Frá Was-
hington er simað, að Banda-
ríkjunum hafi verið boðið að
taka þátt í afvopnunarráðstefnu.
Stjórnin íhugar málið, en blöðin
eru flest meðmælt því, að boð-
inu verði tekið.
Preutsmiojan Gutenberg.
Aðalfundur
h f. Eimskipafjel. Suðurlands
verður haldinn laugard. 20. febr. 1926 á skrifstofu
hr. hæstarjettarmálaflutningsmanns Lárusar Fjeldsted,
Hafnarstræti 19, Reykjavík, og hefst kl. 4 eftir
hádegi,
Dagskrá samkv. 14. gr. fjelagslaganna.
Reykjavík 31. des. 1925.
Fjelagrsstjórnin.
íersteÉs, vörubirgðir, útistandandi skuldir m; i
Hlutafjelagið HINÁR SAMEINCBU Í8LENSKU YER8L-
ANIR í Kaupmannahöfn hefir ákveðið að selja eftirtalda 8 versl-
unarstaði og verslanir.
1. Djúpivogur. Ibúðarhús og sölubúð, geymslu-
hús, bræðsluhús, peningshus, bryggja, alt með lóðarrjettindum,
verslunaráhöld, vörubirgðir og útistandandi skuldir.
2. EsRifjöröur. fbúðarhús og sölubúð, mörg
geymsluhús, is- og frystihús, sláturhús, steinolíuhús, lýsisbræðsla,
peningshús, stórskipabryggja með öllum áhöldum, tún, mikið
landsvæði, 5 íbúðarhús einstakra manna, verslunaráhöld, vöru-
birgðir, útstandandi skuldir o. fl. Ennfremur á sama stað
eignir h.f. tslandia, síldveiðahús, geymsluhús, sildarnætur og önn-
ur áhöld.
3. Vestdalseyri. Sölubúð, mörg geymsluhús, slát-
urshús, fiskþvottahús, járnbrautir, bryggjur, 9 íbúðarhús, jðrðin
Vestdalseyri, jörðin Vestdalur, 3 mótorbátar, lítilsháttar vöru-
birgðir og útistandandi skuldir.
4. JBorgarf jöröur. N.-Múlas. íbúðarhús og sölu-
búð, ýms geymsluhús, ís- og frystihús, geymsluhús á Unaós,
sláturshús. Jarðeignirnar Bakki og Bakkagerði, V« úr jörðinni
Njarðvík, ibúðarhús og sjóbúð í Glettinganesi, bryggja, 4 íbúðar-
hús, 4 hesta Danmótor, verslunaráhöld, vörubirgðir og útistand-
andi skuldir.
ö. Vopnafjöröur. Ibúðarhús, sölubúð, ýms
geymsluhús og íbúðarhús, bryggjur, frystihús, verslunaráhöld,
vörubirgðir og útistandandi skuldir.
O. Hesteyri. íbúðarhús og sölubúð, geymsluhús,
sildaiplan með vatnsveitu, lóðarrjeUindi.
V. Bolu.nga.rvik. íbuðarhús og sölubúð, mörg
geymsluhús og fiskihús, verbúöir, mörg íbúðarhús, lóðarrjettindi,
fiskreitir, 2 mótorbátar og hlutar í 4 mótorbátum, verslunaráhöld,
vörubirgðir, og útistandandi skuldir. m. m. Ennfremur þessar
jarðeignir: Ytribúðir, Árbær og */» Grundarhóll.
8. JEPiateyri. Ibúðarhús, sölubúð, mörg geymsluhús,
bálar, bryggja með sildarplani, lóðarrjettindi, fiskreilir, járnbrautir,
lýsisbræðsla, peningshús m. m„ verslunaráhöld, vörubirgðir og
útistandandi skuldir.
Tilboð í framangreindar eignir óskast send undirrituðum
í sfðasta lagl 28. febrúar 1926. Tilboðin óskast í hvern versl-
unarstað um sig með óllu tilheyrandi, þar á meðal vörubirgðum
og útstandandi skuldum. Einnig má gera sjerstaklega tilboð i ein-
stakar eignir, svo og i eignirnar allar í einu, í útistandandi skuldir
á öllum verslunarstöðunum 0. s. frv.
Eignirnar seljast í því ástandi, sem þær nú eru, eða þegar
sala fer fram. Upplýsingar um ástand eignanna m. m. má fá hjá
núverandi umboðsmönnum Hinna sameinuðu isleusku verslana á
hverjum stað um sig. Um aðrar upplýsingar geta menn snúið
sjer til undirritaðs eða Jóns konsúls Arnesens á Akureyri. Tilboð
sem koma kunna, óskast sem skirust og greinilegust bæði um
það hvað óskast falið í kaupunum, um borgun kaupverðsins og
annað. Kaup geta- fljótl farið fram, með því að jeg hefi unboð
til sölunnar,
Sveinn Björnsson
hæstarjettarmálaflutningsmaður.
Reykjavík. — Símnefni „íjsbjörii'%