Vörður


Vörður - 09.01.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 09.01.1926, Blaðsíða 1
Ritstiórí og ábyrgö armaður hristján Albertson Túngötu 18. Utg'eíaiidi: Miöstjórn íhaldsflokksins. 1 V. ár. Reykjavík 9. jan. 1926. AfgreíSslO" og !(Ut> heimtumaðar Ásgeir Magnússon kennaxi. 2. blað. Landhelgisgæslan Eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti. Nú eru íslendingar loks þa& langt komnir, að nú á að fara að byggja ágætt og vandað skip til landhelgisgæslu. Skipið tekur væntanlega til starfa á næsta síldveiðatíman- um, ásamt Þór og danska eftir- litsskipinu. Það er því ekki að efa, að eftirlit með hinu marg- háttnðn ólöglcga atferli Norð- manna um sildveiðitímann fyr- ir norðan, verði mjög sóma- samlegt, enda er tími til kom- inn; yfirgangur Norðmanna hef- ir þar, eins og viðast þar sem þeir koma, verið öldungis ó- þolandi. En þá kemur landheigisgsesl- an á vetrarvertið. Er rjett að minnast á sumt er fram kom í málinu á síðasta þingi og er auðsjeð á ræðum ýmsra háttvirtra þingmanna, að lítið hafa þeir hugsað um mál- ið, eða rjettara sagt, hversu staríi skipanna myndi viturleg- ast hagað. Sumir þeirra halda því fram, að skipið eigi æiinlega að vera á þönupi kringum alt landið. Á vetrarvertið viröast skipin eiga litið erindi norður fyrir land, þar er þá alls ekki um togaraútgerð að ræða. Hins veg- ar er togaraveiði stunduð við suðurströnd landsins allan vet- urinn á mörg hundruð skipum. Eftirlitsskipin ættu þá aðal- lega að starfa þar, enda hefir öll undanfarin reynsla sýnt, að landslögin eru þar gífurlega brotin á hverjum einasta degi allan veturinn. í*á eru sumir þingmenn að mótmæla því að skipin hugsi nokkuð um björgun; það sje ekki í þeirra verkahring. JÞetfa er mjög vanhugsað, enda hefi jeg það fyrir satt, að þau sjeu ekki að eins siðferðislega, held- ur að lögum skyldug til að hjálpa bátum, sem nauðulega eru staddir, hvort sem þau sjálf verða vör við þá, eða þau beðin um aðstoð úr landi. Geta má þess að maður cftir mann stendur upp í þinginu og þakkar síra Sigurði sál. Stefáns- syni strandvarnarmálið. Jú, hann kom fram með þá tillögu að stofna landhelgissjóð; ekki lagði hann eyri fram, eða ómak í þarfir málsins og — landhelgis- sjóður er enginn til! Aftur á móti eru þeir ekki nefndir á nafn í þessu sambandi Jón- as Jónsson, Tryggvi Pórhalls- son, Ásgeir Ásgeirsson Pjelur Ottesen, Bjarni frá Vogi eða Benedikt Sveinsson, sem allir hafa frá því fyrsta lagt vitmn og kapp til stuðnings þessa máls. Að ógleymdum Sig. Eggerz, sem í ráðlierratíð sinni stofnaði fyrslur til alger- lega sjálfstæðrar ísl. landhelgis- gæslu. Núverandi landsstjórn mun framtíðin telja sig standa í mikilli þakklætisskuld við fyrir afskifti hennar af málinu, nú 1 lokin. Og verður ekki móti því mælt, að það sem ráðherrarnir hjeldu fram í þinginu, var yfirleitt mjög hyggilegt, ekki síst for- sætisráðherra, kröfurnar mjög sómasamlegar, en þó stilt við hóf svo að ríkissjóði ætti aldrei að verða um megn að halda áfram; en upp úr því leggja þeir mikið, sem mestan áhuga hafa á aukinni landhelgisgæslu, að aldrei komi lil þess að skip, sem rtkissjóður hefir keypt í þessu skyni, verði látið hætta að starfa, þótt eitthvað blási óbyrlega um fjárbag ríkissjóðs í bili. Pað er tvent í ræðum háttv. forsætisráðherra, sem einkum gaf mjer tilefni til að rita þess- ar línur. Hið fyrra: »Sjálfsagt er að slaka ekki í neina á kröf- unum til Dana« (nfl. um land- helgisgæslu þeirra), geta senni- lega allir tekið undir. Danir hafa lijer þau rjettindi að ekki er nema sanngjarnt og sjálfsagt að þeim fylgi einhverjar skyld- ur, og ekki mega menn kippa sjer upp við það, þólt danskir stjórnmálamenn kalli þetta »styrk« til íslands, eða þess háttar. Peir eiga skipin hvort sem er og geta ekki á heppi- legri hátt vanið sjómenn sina við karlmensku og harðfengi á sjónum, en einmitt með því að senda þá að vetrarlagi austur í Meðallands-»bugtina«, því í Eyrarsundi og Beltunum dönsku er lítið að græða í þessu efni. Hitt er athugasemd háttv. forsætisráðherra um væntanleg- ar tekjur ríkissjóðs af sektum fyrir ólöglegar veiðar. Jeg hef áöur haldiö því fram, að þessar sektir minkuðu að sama skapi sem eftirlitið balnaði. Og þetta er rjett. En — enn þá er svo langt í land um gæsluna, að þetta viðbótarskip mun naum- ast draga mikið úr áræði land- helgisbrjótanna. Arðsvonin í landhelgi er svo mikil og auk þess eru skipin í samábyrgð um sektarfjeð. Pað er því eng- um efa undirorpið að ríkissjóði muni berast miklar tekjur í þessum sektum, ekki sfst ef góð samvinna verður með skipun- um. Pannig er það segin saga, að aldrei er landhelgin skafin eins afskaplega austur með söndum, frá Vík að Hornafirði, eins og einmitt eftir að eftirlits- skipin eru lögð af stað þaðan með sökudólga til Vestmanna- eyja eða Reykjavíkur. Ættu þá hin skipin að bregða á vettvang þegar í stað og yrði auðvelt í framkvæmd þar eð öll skipin hafa Ioftskeytatæki og ættu vit- anlega að eiga sjer launmál (Code).* 1 — Pá vil jeg að lokum nota tækifærið til þess að mótmæla harðlega atferli hins danska eftirlitsskips nú upp á síðkaslið. Pað hefir nú farið til Reykja- víkur með landhelgisbrjóta aust- an frá söndum — fram hjá Yestniannaeyjam í blíðskapar- veðri, þrem sinnum, 7. okt. með einn, í októbermánuði með þrjá í viðbót og 8. nóv. með einn. Petta er fyrst og fremst alveg ólöglegt, bakar sakborn- ingum órjettmætan kostnað og tímatöf, er megnasta ókurteysi við bæjarfógetann í Eyjunum og skaðar hjeraðsbúa. Pað er annað mál og ef til afsakaniegt að eftirlitsskipið teymi þessa togara til Reykja- víkur í tvísýnu veðri, en í þessi þrjú síðustu skifti hefir það verið meö öllu óafsakanlegt. Alþingismaður Vestmanneyja, Jóhann konsúll Jósefsson, gerði sjer á síðasta alþingi far um að afsaka og bera í bætifláka fyrir yfirmenn dönsku varðskip- anna, bar þeim góða söguna, eins og rjettlátt var — en svo kemur þetta óvænta atferli. Og það mega þeir vita, sem þessum málum stýra, að nú er vel tek- ið eftir og vandlega fyllst með hverju einu sem aðhafst er í strandvarnarmálinu. íslendingar eru loks vaknaðir og raknaðir úr rotinu í þessu máli. NýjárskYeðja Jónasar. Jónas frá Hriflu sendir mjer kveðju sína i 1. tbl. Tímans þ. á. Kveðja þessi er dálítið frábrugð- in venjulegum áramótakveðjum, en þó með þeim hætti, sem við mátti búast og á yrði kosið — úr þeirri átt. Jeg vona að menn virði mjer til vorkunar, að jeg fer æði- fljótt yfir sögu, að þessu sinni. Jeg hef óbeit á að ræða eiuka- mál mín við annan eins mann og Jónas frá Hrifln, og hefði vissulega eklci virt hann svars, ef jeg hefði ekki búist við, að þögn mín yrði þá algerlega mis- skilin. Jónas hefir einlægan hug á, að koma mjer út úr þinginu og krefst þess, að jeg leggi nið- 1) Kostnað rikissjóðs af símanum í sambandi við útgerð strandvarn- arskips mun jeg gera að umtalsefni i framhaldsgrein. ur þingmensku nú þegar. — lvröfu þessa byggir hann á því, að jeg hafi gert þjóð minni slíka svívirðing erlendis, að með eins- dæmum sje. Fjasar hann rnikið um drykkjuskap íslendinga, sem til útlanda ferðast, og má það engan undra, sem þekkir ofstæki hans í bindindismálum. Hitt mundi fremur vekja undrun manna, að hann heíir aldrei fyr en nú fundið ástæðu til þess, að veitast að neinura sjerstökum landa sinna fyrir þessar sakir. En Jónas hefir skýringuna á takteinum. Vegna þess, að jeg er í opinberri heimsókn til lands- ins, verður að gera til mín frek- ari kröfur enn til Pjeturs og Páls. Hann talar um mig eins og jeg væri »diplomatiskur sendiherra« og hefði komið fram fyrir lands- ins hönd í Danmörku. Á því byggist krafa hans um, að jeg leggi niður þingmenskuna. Hefði jeg ferðast utan sem »prívat«- maöur, hefði Jónas iátið sjer nægja, að skrifa trúnaðarmönn- um sínum út um land vel stíl- aðar slúðursögur af ferðalaginu með tilmælum um að »láta þær berast«. ' En nú er það svo að jeg ferðast algerlega sem »prívat«maður. Jeg átti hvergi að koma fram opinberlega fyrir landsins hönd, heldur að eins sem kunnugur maður að vera samningamanni vorum til aðstoðar. Jónas veit sennilega að utanríkismálin eru enn sameiginleg með íslandi og Danmörku og að þeir sem koma opinberlega fram fyrir vora hönd í öðrum löndum eru sendiherrar Dana. Hefði verið um eitthvert hneyksli að ræða af minni hálfu, gat það því ekki bitnað á þjóðinni á þann hátl sem Jónas vill vera láta. En jeg hef ekki annað til saka unnið, en jeg hef smakkað á glasi við og *við í kunningjahóp, eins og fleiri góðir íslendingar hafa gert fyrr og siðar, án þess mannorð þeirra hafi beðið hnekki að. Paö er Jónas frá Hriflu, sem með stakri fram- hleypni hefir búið til þann »skandala«, sem hann vill láta koma mjer i koll. Hann skirrist ekki við að setja alla þjóðina í gapastokk frammi fyrir um- heiminum, til þess að geta náð sjer niðri á mjer. Jónas segir að jeg hafi ekki komist til Ameríku vegna drykkjuskapar, og er það ein- hver sú spaugilegasta vitleysa, sem jeg hefi heyrt. Sannleikur- inn er sá, að jeg varð veikur og lá vikum saman rúmfastur (lagðist í eymd og volæði, kallar Jónas það). Baðst jeg því undan að fara vestur. Jeg ætla ekkert að fara út í hinar aðrar sakargiftir Jónasar. Pær eru að mestu endurtekning á rógi og illmælgi, sem Jónas bar um mig meðal kjósenda ininna fyiir austan i sumar sem leið. Jeg býst við að Jónas hafi látið þær fljóta þarna með til þess að sýna mönnum þessum hreinlyndi sitt: Jeg skal sýna ykkur það piltar, að jeg þori að segja þetta upp í »opið geð- ið« á honum. Jeg nenni ekki að eltast við allan þann söguburð. En hvers vegna ræðst Jónas á mig? Pað mælti geta þess til að hann ætlist til meira af mjeren öðrum. Pað mætti geta þess til að honum væri svo miklu ann- ara um mig en aðra menn,sem samskonar söguburður hefir gengið um. En hvorugt þetta er rjett, Hann ræðst á mig nú, af því að hann bjrggur, að hann geti haft pólitískan hagnað af því. Stjórnin þarf á öllu þingfylgi sínu að halda. Jónas er að vona að þingmaður einn, sem hann veit stjórninni hlyntan, muni ófær til þingsetu á næsta þingi. Geti hann komið því til leiðar að jeg leggi niður þing- mensku, þá þykist hann sjá fyrir örlög stjórnarinnar. Hann ræðst á mig nú af því að hann trúir því að jeg sje lagstur í »eymd og volæði« og muni því liggja flatur fyrir, ef hann sje nógu harðskeyttur og ósvífinn. Hann fer að mjer með sama hug og Porbjörn öngull að Gretti. Hann heldur að jeg sje óvígur. Hann getur komist að raun um, hvort svo er. Árni Jónsson frá Múla. Halaför á Skallagrími eftir Bjarna Sœmundsson. Framli. Lífið á sjónum var ekki fjöl- skrúðugt og bendir það á að ekki hafi verið mikið æti við yfir- borð, lítill sem enginn svartfugl; engin súla, máfur eða óðinshani; örsjaldan kría, einstaka stóra- skrofa, það er fugl á stærð við ritu, skyldur fýl, sjest allmikið á sutnrin í hafinu milli Græn- lands og íslands, er líklega far- fugl úr Suður-íshafi, því að eng- inn veit um varpstaði hans á norðurhveli. Slangur var af ritu i kringum skipið, eins og vant er, til þess að ná f æti og svo minnir mig að þar væri eitt- hvað af fýl, eða »múkka« (o: malamúkka), eins og Vestfirð- ingar nefna hann liðast. Hvílík mergð og hvílík áleitni. Pað var karfinn sem lokkaði hann. Pús- undum saman var hann i kring um hvert skip, sem hafði feng- ið góðari kartadrátt, og þegar fleiri skip voru saman og köst- uðu samtímis karfanum út, get jeg þess til, að fýllinn hafi náð tugum þúsunda. Hvar sem littð

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.