Vörður


Vörður - 09.01.1926, Qupperneq 3

Vörður - 09.01.1926, Qupperneq 3
V Ö R Ð U R 3 ugur hefði gelað mælt svo stilli- lega og prúðmannlega, ef ekki andstæðingur hans hefði komið heiðarltga fram i hvívetna — ekki fremur en jeg t. d., sem er maður kurteis og ljúfur í lund, get komist af án stóryrða, þegar jeg tala við menn eins og Jónas frá Hriflu eða Tryggva Þórhallsson. Eu til þess að greina frá því, a'ð hógværð Ól. Th. og H. G. kæmi ekki til af skorti, mælsku, rökfimi eða geðsmuna, þá lýsti jeg þeim lítið eitt, en án þess að gera upp á milli þeirra, því það var alt annað, sem íyrir mjer vakti með greinarkorni rninu. En jeg efast ekki um, að hinn háttvirti brjefritari hefir rjett fyr- ir sjer: Menn, sem eru vanir að lesa stæk og ósannorð flokks- blöð, hafa vafalaust misskilið •mig. K. A. Meðal annara orða -. •lóaas frá Ilrlflu lem síðaineíitarl. í slðasta tbl. Tlmans gerir Jónas frá Hriflu harða árás á Árna Jónsson frá Múla. Hann svarar sjálfur fyrir sig á öðrum stað hér i blaðinu. J. J. talar í grein sinni um »alment velsæmi«, »siðferðileg- an manndóm þjóðarinnar«, »siðareglur í opinberu lifi« o. s. frv. En fevern vott ber grein hans um velsæmistilfinning og siðferðisþroska hans sjálfs? Hann segir frá því að Árni frá Múla hafi verið ráðinn rit- stjóri Varðar, »þess af dilkum hann (þ. e. 170,00; 172,425; 172.67; 172,72; og 173,80 sm. Hæsti maðurinn sem G. H. mældi var 192,2 sm. (skaði að ekki náðist tii Jakobs Bjarna- sonar í Seattle, því hann hefði veriö mun hærri) en lægsti 156,1 sm. Hæstu meun fann hann jafn- aðarlega meðal Sunnlendinga, en úr sjerstökum sýslum lands- ins gnæfðu Suðurþingeyingar hæst; einkennilegt var hinsveg- ar, að Norðurþingeyingar reynd- ust honum minstir af lands- búum en mælingar voru of fáar til þess að mark sje á því takandi. Við samanburð á stjettum manna, kom í ljós að skólapilt- ar og lærðir menn voru yfir- leitt hæstir, þar næst kaupstað- arbúar holt og bolt, þá sjómenn og seinast sveitamenn. Munur- inn var þó svo lítill, að fáttmá með rökum af því leiða, en þó getur G. H. ekki stilt sig um þá tilgátu, að til skólagöngu og embættisvegi sæki yfirleitt þeir, sem sjeu af góðu bergi brotnir og þar fyrir vænni að vexti og gáfum og með meira sjálfs- trausti. Framh. Mbl. sem á sjerstaklega að falsa og vjela bændur«! En eins og kunnugt er tók Árni aldrei við ritstjórn Varðar og J. J. skýrir það svo: »Hann yfirvann freist- inguna. Vopnfirðingar höfðu að því leyti skilið Árna rjett, að hann vildi ekki gera sér að at- vinnu að stýra blaði, sem bein- línis var gefið út til að svíkja og sundra bændastéttinni.« Seinna segir J. J. að Árni hafi verið »of góður til að vilja svíkja bændur í trygðum«. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að J. J. hafi trúað þvi eitt andartak á æfi sinni, að Árni frá Múla teldi Vörd gefinn út til þess að »falsa og vjela bændur«? Blaðið er opiobert málgagn Miðstjórnar Ihalds- flokksins, og þá ætti hann líka að vera stofnaður til þess að svíkja bændur. En hvers vegna skjddi þá Árni frá Múla fylla íhaldsflokkinn á þingi, úr því hann er, að dómi J. J., »of góður til að vilja svíkja bændur í trygðum«? Hvers vegna tók Á. J. þá við stjórn Varðar í 3 vikur í sumar, meðan ritstjór- inn var fjarverandi? Og hvers vegna lætur hann Vörð flytja alt sem hann ritar í blöð, — úr því að hann að dómi J. J. telur blaðið gefið út til þess að svikja bændastjeltina — en er þó »of góður« til þess að vilja vera við þessi svik riðinn? J. J. er sjálfsagt vammiaus maður 1 einkalifi sínu. En manni hlýtur að hitna af andstygð frá hvirfli lil ilja þegar hinn spilt- asti og niðlundaðasti lygari, sem á penna heldur í þessu landi, rís upp í nafni velsæmis og siðferðis í opinberu lífi — maður sem ekki getur stilt sig um að staglast á margþvældum, ógeðslegum ósannindum í sömu andránni og hann er að kreljast strangleika í siðferðisefnum. VísIp stækkaði um áramótin og flutti um leið ávarp til lesenda sinna, þar sem hann deilir á alla þrjá stjórnmálaílokka, sem nú eru uppi í landinu. Virðist svo sem Vísir telji sig eina blaðið á landinu, sem hafi hugsjónir og áhugamál og vilji vinna að heill alþjóðar. Hefir þessi grein ekki mætt mótmælum í nokkru blaði og má því telja víst að Vísir sje nú alment talinn besta blað á íslandi. Það blað verður að teljast öfundsvert, sem getur deilt svo á alla flokka og forkólfa þeirra, að enginn treysti sér til þess að hreyfa andmælum. Bladag]afir. Hinn elsti íslenskra blaða- manna, formaður Blaðamanna- fjelagsins Porsteinn Gíslason rit- stjóri, segir svo frá í grein, sem hann reit í blað sitt, Lögrjettu, um áramótin, á tuttugu ára af- mæli þess: »Flokksblöðiu, eink- um Lögrjetta og ísafold, voru þá prentuð i stórum upplögum og mikið gert frá báðum hlið- um til þess að auka útbreiðslu þeirra, en minna skeytt nm hitt, hvort borgun kæmi fyrir blöðin eða ekki. Hefur þelta alt af áit sjer stað eflir að flokkaskifting magnaðist i landinua (auðkent hjer) o, s. frv. Það sem í\ G. minnist á hjer, var flestum kunnugt um áður. Islenskir blaöakaupendur eru misjafnlega skilvísir, en blöðin hafa hins vegar ekki sjeð sjer fært að strika óskilvisa kaup- endur út af áskrifendalistum sínum, til þess að minka ekki stjóinmálaáhrif sín. Nú hefir Jónas frá Hriflu hvað eftir annað látið eins og engin blöð önnur en Vörður og tsafold væru send óskilvisum kaupendum, og rægt þau fyrir það með lúalegustu orðatiltækj- um. Veithann þó vel, að þorrinn af lesendum Tímans borgar ekki blaðið, enda er það gefið út með beinum styrk frá S. í. S. og enn hærri óbeinum styrk frá sömu stofnun, sem eys fje í blaðið fyrir auglýsingar sínar. Hann heldur þvi fram að það sje hin mesta svivirða að önnur blöð en Tlminn, Alþgðublaðið og Dagur skuli vera út gefin með styrk, Og þó er það sannast að segja, að ef nokkur blöð ættu að foröast að gefa tilefni til þess að ræddir sjeu styrkirnir til sin, þá er það Timinn og Dagur. Því að þessi blöð njóta ekki einasta styrks af flokks- mönnum sinum, heldur og and- stæðingum, — af fjölda ihalds- bænda, sem eru í samvinnu- fjelögunum, en fyrirlíta blöðin sem þau styrkja og lúta nauð- ugir í lægra haldi fyrir meiri- hlutanum á aðalfundum S. í. S. Avarp til ritstjóranna »Tímans«. í 52. tbl. Timans þ. á. er mjög vitlaus grein með fyrir- sögninni »Vjer brosum« og hef- ir undirskrittina »Blómavinur« (= Hriflu-Jónas). Greinin er ekkert annað en illgjarnt hnútu- kast til ýmissa manna, sem eru svo giftudijúgir að vera í and- stæðingaflokki Tímaritstjóranna. Síst er þaö nýjung í Timanum þótt gnægð sje þar i dálkum blaðsins af lygum og dylgjum og eigi heldur er það nýjung þar þótt hver heimskan reki aðra. Einnig er það vani þeirra Tímaritstjóranna að nota upp- nefni á mönnum og málgögn- um í röksemdastað, sem sýnir hið óviðjafnanlega götustráks- eðli þessara manna, enda byrjaði þrælmenskan snemma hjá þing- eyska ferroingaidrengnum sem notaði frístundirnar barnanna hjá prestinum til þess með ým- islegri lævisi að koma ferming- arbræðrum sínum saman í á- flog og illdeilur, en ljest sjálfur hvergi nærri koma. Af hnútum þeim i nefndri Tímagrein, sem til mín er kast- að, er engin sem jeg, nú fremur en áður, hefði virt svars, efeigi væri þar um málvísindalegar vitleysur að ræða. Árásir Tima- ritstjóranna eru sem sje þannig lagaðar, að þær eru líkar því sem grimmur hundur glefsaði í mann, en við slíku er varla hægt annað að gera, enaðsveia kvikindinu frá sjer. En vitleys- an sem þeir Timamenn koma þarna með, er fólgin i ummæl- um þeirra um fláaframburðinn svonefnda. Svo sem flestir menn vita, þá er fláaframburðurinn í því fólginn að bera alment fram í orðum e f. i og ö f. u, svo sem t. d. bela (f. bila) og möna (f. muna) o. s. frv. alveg eins og Jónasi frá Hriflu er mjög títt að gera í algengu tali og í ræðu- höldum. En þótt einhverjum verði á að segja vflagan fyrir r>fluga<!., þá á það ekkeit skylt við fláaframbuiðinn, heldur er að eins rangmæli á einstöku orði. í*að er þá líka rangtþarna í Tímanum, að segja, að fláa- framburður af þessu tægi óprýði mjög mál sumra lakast ment- uðu mannanna, heldur hefði það eitt verið rjett að segja, að sannnefndi fláaframburðurinn ó- prýði tal illa mentaðra manna, eins og t. d. Jónasar frá Hriflu. Annars ferst Timaritstjórunum illa, að finna að mállýtum bjá öðrum, þvi að þeir kunna eigi svo nokkur mynd sje á móðurmál sitt. Tryggvi játar sjálfur á sig vitleysu sína í lat- ínu, en honum hefði verið ó- hætt að játa líka ásigvankunn- áttu sína i islensku. Hann veit þaðt.d. ekki að jurlin»solanum túberosum« hefir í 160 ár heit- ið »jarðepli« á islensku. Til þess að sjá þetta hefði hann þó eigi þurft annað en fletta upp i Sigfúsar orðabók. Vel veit jeg það að orðið »kartafla« er nú á dögum algengara nafn ájurt- inni, en eigi er það íslenskt að uppruna, þótt vel megi nota það. Bæði stafsetning og hneiging islenskra orða er iðulega fjarri óllu viti i dálkum Tímans t. d. uppfgnding {(. uppfundníng)eða jatnvel uppfinning þótt lakara sje, og svo þessi ófrávikjanlega vitleysa í hneiging eignafalls fleirtöluorða, sem tillaga, nfj- lenda, vara, stofa o. s. frv. Hjá Tryggva og Jónasi heita slik orð í ef.flt. venjulega t. d. höf- undur tillaganna((. iillagnanna) alveg eins og sagt væri flugabú (f. flugnabú) og augaverkur (f. augnaverkur); stjórn nfjlend- anna {(. nýiendnanna), aiveg eins og sagt væri keldagrös ((. keldnagrös) og lungaœðar (f. lungnaœðar), útflutningur var- anna ((. varnanna), alveg eins og sagt væri fráfœralamb (f. frájœrnalamb) og eyramark (f. egrnamark); verkafólk skrif- stofanna (f. stofnanna), alveg eins og sagt væri kofatekja (f. kofnatekjal og bjúgasali (f. bjúgnasali). Pótt slikar villur tinnist lika slundum i öðrum blöðum, þá er það engin máls- bót. Málvillur af þessari gerð eru algengar nálega í hverju tölublaði Tímans, en aftur er þar oftast furðu lítið af i og y vill- um hjá mönnum sem eru jafn- illa að sjer i móðurmáli sinu (þó leyfar f. leifar). Að rita z hafa þessir menn aldrei treyst sjer til að gera svo vit væri í, og er það skynsamlega ráðið af slíkum málflónum. Þá má geta þess að þessir Timaskriffinnar eigna mér stór- kostlegan hringlandaskap í gengismálinu. En því atriði býst jeg við að svara annarsstaðar en hjer, og leiði það þvi hjá mjer i svipinn. Annars er það öldungis undravert hvernig Tímaritstjórarnir hafa alla tíð nú siðan jeg kom hingað ^reitt mig á ýrnsan hátt og vóru raunar byrjaðir á þvf áður. Þetta er svo undarlegt, af þvi, að jeg veit eigi til að jeg hafl i upphafi stigið á nokkurt strá þessum mönnum lil meins. Fyr- ir vestan var jeg góður kaup- fjelagsmaður og þar að auki einn af kaupendum Tímans, en svo árið áður en jeg flutti hing- að, er alt í einu hætt að senda mjer blaðið. Pó hafði jeg ávalt borgað það skilvislega. En sið- an jeg tókst á hendur þetta orðsöfnunarstarf hefir hvað eftir annað klingt í Tímanum þetta illgjarna tal um hann Kvenna- brekku Jóhannes, sem sje að semja orðabókina sem aldrei komi. Þetta óvita hjal manna sem engun skilning hafa á þvi sem þarna, er verið að gera, hefi jeg aldrei virt svars og lót- ið eins og vind um eyrun þjóta. Orsökin til þess að þeir Tíma- mennirnir hafa lagt mig i ein- elti, að ástæðulausu er engin önnur en sú, að jeg hefi ávalt verið andstæðingur þeirra í stjórnmálum og stutt til þing- mensku þá menn, sem þeim er illa við. Timamennirnir eru< sem sje, svo ofstækisfullir í öllu, að þeir leggja beint hatur á hvern og eion, sem er þeim ósamdóma i stjórnmálum, trú- málum, bindindismálum og þjóð- fjelagsmálum. Hefði einhver flokksmaður þeirra hlotið þessa stöðu við orðsöfnunina, þá hefði fjárstyrkurinu víst ekki verið talinn eftir, heldur alt þótt þar þá gott og blessað i dálkum Tímans. Framhald. Jóh. L L.Jóhannsson. Utan úr heimi. Rússland. Frá Berlin er símað, að Tjitjerin hafi rætt við Strese- mann um þýðingarmikil pólitisk mál, einum um fjárroálaviðskifti rikjanna. Er það haft eftir Tjit- jerin, að hann álfti úrskurðinn í Mósúl-málinu hættulegan, en Locarnosamninginn litilsvirði. — Frá Lundúnum er sfmuð sú fregn frá Konstaninópel, að for- sætisráðherra hafi skýit þinginu frá, að séndiherrá Tyrkja, stadd- ur í Paris, h?fi gert samning við Tjitjerin, þess efnis, að Tyrk- land og Rússland skuldbindi sig til hlutleysis, verði ráðist á ann- aðhvort rikjanna. Er simað frá Paris að samningur þessi vekji geysimikla eftiitekt og sé álilinn Ijandsamlegur Evrópu. Kommúnistaflokkurinn rúss- neski hefir hald ð fjórtánda þing sitl nýlega f Moskva. Sú skoðun kom fram á fundinum, að hælta bæri tilraunum til þess að koma af stað heims- byltingu, en f stað þess skyldi smám saman hverfa aftur til fyrra fyiirkomulags um verslun og viðskilti og viðurkenna mest- an hluta rikisskuldanna. Þýsvaland. Það er nú liðið á annan mánuð siðan ráðu- neyti Luthers sagði af sjer og hafa enn engar fregnir komið um að tekist hafi að mynda nýja sfjórn. — Ástandið í land- inu sagt mjög iskyggilegt. Um jólin var símað, að í Berlin væru framin 74 sjálfsmorð ó viku að meöaltali vegna gjald- þrota og atvinnuleysis. Á nýjárs-

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.