Vörður - 09.01.1926, Blaðsíða 4
VÖRflUB
nótt slösuðust 400 manns í
borginni, 455 voru handsamaðir
og 8 sjálfsmorð voru framin.
England. Símað er frá Lon-
don, að blöðin telji að búast
megi við miklurn tekjuhalla á
ríkisbúskapnum, á hinu nýbyrj-
aða ári.
Frakkland. Símað er frá París,
að engar likur sje til þess, að
stjórninni takist að semja fjár-
lagafrumvörp, sem þingið muni
ganga að. Er því búist við, að
stjórnin muni fara frá bráðlega.
— Stjórnin hefir lýst yfir, að
aðstaða Frakka í Sýrlandi fari
stórum batnandi.
Fuiltrúi frá Abd-el-Krim
kom til Parísar og ætlaði að
reyna að semja um frið milli
atjórnarinnar og Abd-el-Krims.
Þótti hann kröfuharður og fjekk
litla áheyrn og hvarf aftur við
svo búið.
Ungverjaland. Símað er frá
Budapest, að komist hafi upp
um einhverja hina geypilegustu
peningafölsun, er sögur fara af.
Prins Windischgreaetzh var
forsprakkinn, en aðrir þátltak-
endur voru fjöldi hátt setra
embættismanna, og þeirra á
meðal ráðherrar. Höfðu menn
þessir látið búa til tugi miljóna
af þúsund-franka seðlum, er
þeir ætluðu að selja i útlönduin,
í þeim tilgangi að útvega prins-
inum og vinum hans meðal
aðalsmanna og embættismanna
fjármagn. Prinsinn sóaði pen-
ingum vitfirringslega og tapaði
t. d. á einni nótt heilli miljón
i fjárhættuspili. Aðaltilgangur
fyrirtækisins var að gera Al-
brecht erkihertoga að konungi.
Fjöldi manna hefir verið hand-
samaður.
Prinsinn hefir lýst yfir því,
að miljónum seðla hafi verið
komið • fyrir til geymslu i ýms-
um stórborgum. Pólitiskt mark-
mið fyrirtækisins var að koma
Habsborgurum að völdum. Með-
al helstu forsprakkanna var
sjálfur lögreglustjóri borgarinn-
ar. Fjelagið hafði þegar selt
talsvert af seðlunum til ýmsra
landa. Stórblöðin kalla viðburð-
inn stærsta pólitíska hneykslis-
málið sem komið hefir fyrir í
sögu Ungverjalands.
Grikkland. Simað er frá Aþenu-
borg 4 þ. m., að þar hafi verið
gerð stjórnarbylting og hafi
Pangalos tekið sjer alræðisvald.
Fundum þingsins frestað um
óákveðin tíma. Pangalos hefir
sagt, að hann ætli að stjórna
Grikklandi með aðstoð hers og
flota.
Danmörk. í desember var tala
atvinnulausra í Danmörku 61,
389. Á sama tíma 1924 var hún
25,900 og 1923 32,300.
An8turriki. Stjórn Austurríkis
hefir snúið sjer til Þjóðbanda-
lagsins með óskir um það, að
það útvegi 60,000 atvinnulaus-
um verkamönnum atvinnu,
Stjórnin telur ómögulegt að veita
fólki þessu atvinnu í sjálfu
landinu. Norður-Ameríka hefir
neitað um innflutning á verka-
fólki frá Austurríki. Verði eng-
in bót ráðin á atvinnuleysinu,
telur stjórn Austurríkis ekki
annað fyrirsjáanlegt, en landið
sameinist Pýskalandí.
Kuldar vestanhafs. Um ára-
mótin var símað frá Bandaríkj-
unum, að kuldar miklir væru
þar vestra og hafi um hundrað
manns frosið í hel.
Vatnavextir á meginlandinu.
Eftir langvarandi frostatíð og
snjóþyngsli um alla Mið-Evrópu
kom asahláka eftir áramótin.
HJýnaði svo 1 veðri, að t. d. í
Berlin var 1* stiga hiti, en 17
stig f Munchen.
Frá Belgíu er símað 3. jan.,
að 8 þúsund hús sjeu umflotin
í borginni Liege. Fjöldi bygg-
inga þar sje kominn að hruni
og er skaðinn i þessum eina
bæ áætlaður 8 miljónir franka.
Fólk fer mestmegnis á bátum
um borgina. Heiliðið hefir verið
kallað til hjálpar og aðstoðar
það borgarbúa eftir mætti.
Liege er fögur, fræg og göm-
ul menningarborg.
Nýjustu skeyti herma, að tjón-
ið af vatnavöxtunum í Þýska-
landi nemi 30 miljónum marka.
Enn hermir skeyti, að Signa
vaxi afskaplega, og að allar
hugsanlegar ráðstafanir sjeu
gerðer til þess að varna þvi að
hún llói yíir bakkana i París.
Loftkastalar Mussoliní. Svo er
sagt í skeyti frá Lunúnum, að
mörg blöð hermi þær frjettir,
að Mussolini muni ætla að gera
ítalíu að keisaradæmi, láta út-
búa flotastöð á eynni Rodos og
enn, að hann hyggi á landvinn-
ing^ í Litlu-Asíú. Kveður hann
ítölum biýna nauðsyn að fá
fleiri nýlendur, vegna mann-
fjöldans í landinu.
Fjöldi facista-þingmanna hafa
farið þess á leit við konung-
inn, að hann geri Mussolini að
forsætisráðherra ænlangt.
Bannið i Bandarikjunum. Símað
er frá New York, að prófessor
Butler, forseti Golumbia-háskól-
ans, sem er með fremstu vísinda-
mönnum i Ameriku, hafi sent
blöðunum þar opið brjef um á-
fengisbannið. Telur hann það
mestu mistök í sögu Banda-
ríkjanna, og haíi það haft geypi-
lega siðspillingu í för með sjer.
Símað er frá New York, að
fadæma drykkjuskapur hafi
verið þar í borg á iólunum og
nýársnótt. Fjörutiu menn voru
fluttir dauðveikir á spitala.
Höfðu þeir drukkið eitraðan
spiritus, heimabruggaðan.
Enskt þröngsýni. Símað er frá
London, að fyrverandi lögreglu-
stjóri að nafni Thomson hafi
verið dæmdur i átta þnsund
sterlingspunda sekt fyrir lög-
reglurjetti, vegna þess að lög-
regluþjónn kom að honum að
kvöldi til, er hann var að tala
við götustelpu í garði nokkrum
í borginni. Dómarar álitu veru
hans þar ósiðferðilega. Svaraði
Thomson því einu til, að hann
hefði verið að kynna sjer nætur-
lifið og hefði hann hugsað sjer
að skrifa blaðagreinar um það.
Mál þetta hefir vakið mikla
athyeli i Englandi og vfðar.
Flóðbylgja geysimikil gekk
yfir eyna Yap og sópaði burt
öllu, sem var á eynni. Talið er
að allir eyjarskeggjar hafi
druknað, en þeir voru um
10000. Fregnir óljósar, og er
ógerningur að rannsaka staðinn
enn þá vegna óveðurs. — Ey
þessi er ein af Karelinu-eyjum
i suðurhluta Kyrrahafs, 247
ferkm. að stærð.
Verslunarjöfnuður Norðmanna er
100 milj. kr. hagstæðari f ár
heldur en í fyrra, vegna minni
innflutnings.
PÓIflug. Frá New York er
símað, að fjeiag þar í borginni
vinni að undirbúningi pólflugs
að vori. Vilhjálmur Stefánsson
kveður minni hættu að fljúga
til póisins heldur en yfir At-
lanshaf.
Sprenging i Saarbrucken. í
skeyti fra Saarbriicken segir, að
kviknað hafi í vörugeymsluhúsi,
er 1 voru 500 kg. af púðri. Varð
ógurleg sprenging þegar eldur-
inn náði í púðrið. Hundrað
manns særðust og fjöldi húsa
skemdist.
Breski flotinn. Símað er frá
London, að vara-aðmíráll Sir
Lambert haldi því fram í blaða-
grein, að enski fiotinn hafi verið
H.f. Eimskipafélag fslánds.
AÐALFUNDUR.
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands' verður hald-
inn í Kaupþingssalnum i húsi félagsins í Reykjavik, laugardaginn
26. júní 1926, og hefst kl. 1 e. h.
Dagskríl:
1.
2.
3.
5.
Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu
starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og
ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur-
skoð^ða rekstrarreikninga til 31. desember 1925 og efnahags-
reikning með athugasemdum endurskoðenda, svðrum stjórn-
arinnar og tillögum til úrskurðar í'rá endurskoðendum.
Tekin ákvörðun um tillögur ttjórnarinnar um skiftingu ársarðsins.
Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr
ganga samkvæmt félagslögunum.
Kosning eins endurskoðanda, i stað þess er frá fer, og eins
varaendurskoðanda.
Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna
að verða borin.
Peir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Að-
göngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs-
mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavik dagana 23. og
24. júni næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að
sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum félagsins um alt land og af-
greiðslumönnum þess, svo og á aðalskrifstofu félagsins i Reykjavík.
Reykjavík 16. desember 1925.
SÖtjóvniii.
UTVEGSMENN
og aðrir, sem steinoliu nota, skiftið við Landsverslun, þyi það mun
verða hagkvæmast, þegar á alt er litið. — Oliuverðið er nú frá
geymslustöðum Landsverslunar:
SXJIVrVA 30 aura bílóiö.
MJÖLNIR 28 — ------
G3-JLS01_j1A 33 — ------
SÓLAROLIA 33 — ------
Olían er flutt heim til kaupenda hér í bænum og á bryggju,
að skipum og bAtum, eftir því sem óskað er. SÉ VARAN TEKIN
VIÐ SKIPSHLIÐ OG GREIDD VIÐ MÓTTÖKU, ER VERÐIÐ 2
AURUM LÆGRA KÍLÓIÐ. — Stáltunnur eru lánaðar ókeypis, ef
þeim er skilað aftur innan 3 mánaða.
Trétunnur kosta 12 krónur, og eru teknar aftur fyrir sama
verð, ef þeim er skilað óskemdum innan 3 mánaða.
Landsverslun,
Jörð til sölu.
ýi hluti (10 hundruð að fornu mati) af jörðinni
I^latey á Breiðafirði fæst til kaups og ábúðar í
næstu fardögum.
Upplýsingar hjá Kristjáni Bergssyni, forseta Fiski-
fjelags íslands og Pjetri Magnússyni hæstarjettarmála-
fiutningsmanni, Reykjavík.
illa út búinn á styrjaldarárunum
og kveður hann þýska flotann
hafa haft yfirhöndina í bardag-
anum í Norðursjónum. — Krefst
hann endurbóta á flotanum.
Vesúvius hefir gerst órólegur
siðustu dagana, og tveir 'nýir
gigir myndast. Hægfara hraun-
flóð streymir út úr þeim.
Kosningin í Gullbr.- og Kiósar-
sýslu fer fram í dag. Síðustu
fundi sína bjeldu frambjóðend-
urnir að Brúarlandi í Mosfells-
sveit og að Reynivöllum í Kjós
Umræður á báðum fundum voru
kappsamlegar en kurteisar. —
Frambjóðendur höfðu ekki kom-
ist yfir að halda fund í Höfnum,
en í þeirra stað brugðu þeir
Jón Porláksson og Jón Bald-
vinsson sjer þangað suður i
vikunni og skutu á fundi með
kjósendum. — Atkvæði munu
verða talin á þriðjudag.
Nýr doktor. Jón Helgason
meistari í norrænum fræðum
varði doktorsritgerð sína viö
háskólann 7. þ. m.
Söngskemtanir. Þeir bræður,
Eggert Siejánsson og Sigvaldi
Kaldalóns, efndu til »Kaldalóns-
kvölds« á þriðjudag. Söng E. St.
lög eftir bróður sinn, tónskáldið,
sem lék undir. Áheyrendur fögn-
uðu báðum af heilum hug. —
Sigurður Birkis efndi til söng-
skemtunar síöastliðinn sunnu-
dag með aðstoð íru Guðránar
Agústdóliur, Halls Porleifssonar
og Óskars Norðmanns. Sungu
þau ýmsa kafla úr frægum söng-
leikjum (óperum og óperettum)
og þótti takast prýðilega.
Dr.Jón Helgasonbiskuphefirritað
sögu ísl. stúdenta í Khöfn. Bókin
er samin á dönsku ug verður
bráðlega gefin út af dansk-
islenska fjeiaginu.
Fálkaorðan. Nýlega hefir land-
símastjóri O. Forberg, verið
sæmdur stórriddarakrossi Fálka-
orðunnar og Sigurður Sigurðs-
son ráðunautur riddarakrossi
sömu orðu.
Frá ísafirði. Bæjarstjórnar-
kosningin 5. þ. m. fór svo að
Alþýðuflokkslistinn fjekk 346
atkvæði og voru kosnir af hon-
um Finnur Jónsson og Jón M.
Pjetursson, en Ihaldslistinn fjekk
217 atvæði og var af honum
kosinn Jóhann Bárdarson. Þrjá-e
tíu og níu seðlar voru ógildir
og 1 auður.
Bæjarstjórnarkosning fer fram
bjer í bæ 23. þ. m. Tveir listar
hafa komið fram. A öðrum eru;
Pjetur Halldórsson bósali, Jón
Ásbjörnsson hæstarjettarlögmað-
ur, Hallgrímur Benediktsson
stórkaupmaður, Árni Jónsson
timburkaupmaður og Sigurður
Halldórsson trjesmiðameistari.
Hinn listinn er frá Alþýðu-
flokknum og eru á honum:
Ólafur Friðriksson, Haraldur
Guðmundsson kaupfjelagsstjóri,
Sigurjón Ólafsson, form. Sjó-
mannafjel., Nikulás Friðriksson
og Agúst Pálmason.
Kappskákir tefldu Reykvíking-
ar og Akureyringar um nýjárið
símleiðis, eins og að undanförnu.
17 skákir voru tefldar, unnu
Reykvíkingar 10, Akureyringar
3, en 4 urðu jafntefli.
Dánarfregnir. Asgeir Blöndal,
fyrv. hjeraðslæknir, ljest á Húsa-
vik 2. þ. 1»., tæpra 68 ára að
aldri. — Elísabet Bjerring, ekkia
Hinriks Bjerring, sem eitt sinn
var verslunarstjóri í Borgarnesi,
lést 3. þ. m. i Vestmannaeyjum.
— Kristín Sveinsdóltir Möller,
kona Tómasar Möller's sim-
stjóra í Stykkishólmi, er nýlátin.
Kaupdeila hefir staðið yfir í
Vestmannaeyjum og valdið
nokkrum. óeirðum. Samningar
hafa nú tekist um kaupið milli
verkamanna og atvinnurekenda.
Standakirkja. Áheit til hennar
hafa á siðastliðnu ári numið
10666 krónum 10 aurum, mest
afhent dagblöðunum hjer í
Reykjavík.
Rauði krossinn efnir til hjúkr-
unarnámsskeiðs hjer i bæ, sem
hefst 18. þ. m. Verður kent i
tveim deildum eins og í fyrra,
»hjálp í viðlögum« og »heima-
hjúkrun«.
GtenglA.
Rvik. 8. jan. 1926.
pund sterl. . . . kr. 22,15
dönsk kr.....— 113,01
norsk — . . . . — 92,84
Gerist
kaupendur
VARÐAR
Prentsmiöjan Gutenberg.