Vörður


Vörður - 16.01.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 16.01.1926, Blaðsíða 4
4 VÖRÐUK J CHEVROLETj er íyrirmyndar l>ifreiö. Á síðast liðnu ári seldust fleiri Chevrolet vörubif- reiðar hjer á landi en nokkru sinni áður hafa verið seldar af nokkurri annari bifreiðategund á einu ári. Þetta er meðal annars ein sönnun fyrir ágæti bifreiðanna. Margar mikilsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Chevrolet vörubifreiðinni »Model 1926« svo sem: 1. Öflugri grind 6 þumiunga breið með 6 sterkum þverbitum, og lægri að aftan svo hægra sje að hlaða bifreiðina. 2. Heilfjaðrir að framan og aftao. 3. Sterkari frarnöxull. 4. Fullkomnari og sterkari slýrisumbúnaður, sem gerir bifreiðina miklu auðveldari í snúningum. 5. Gerbreyltur afturöxull svo losa má öxla og slilla drifið án þess að taka öxulhúsið undan bifreiðinni, og án þess að taka þuríi af henni hlassið. 6. Allir öxlar snúast í kúlulegum, sem eigi slíta öxl- unum. 7. Tryggara fyrirkomulag á bremsum. 8. Öll hjól jafn stór, sem hefir þann mikla kost, að hægt er að slíta gummíinu út að fullu, þannig að nota má slitna afturhringi á framlijól til stórsparn- aðar. Chevrolet bifreiðin ber 1—1V2 tonn, og með það hlass fer hún flestar brekkur með fullum braða (á 3 gíri). Chevrolet bifreiðin er með diskkúplingu, hinni heimsfrægu Remy rafkveikju og sjálfstartara, hraðamæli og sogdúnk. Sje tekið tillit til verðs, á Chevrolet engan sinn líka að vjelarkrafti, flýti, styrkleika og þægindum. Við- haldskostnaður á Chevrolet er hverfandi lítill saman- borið við aðrar bifreiðir. Verð íslenskar kr. 3400.00 uppsett í Reykjavík, eða á hvaða höfo sem er, sem hefir beinar samgöngur við Kaupmannahöfn. Einbasalar fyrir ísland: \ Jóh. 01afsson &, Co. Reykjavík Simi 584 Simnefni- ,JUWEL'• 8 - átta - fersliaistaiir 1 sili Terslunarlnís, vörubirgöir, útisfandaudi skuldir m. m. Hlutafjelagið HINAR SAMEINUÐU Í8LEN8KU VER8L- ANIR í Kaupmannahöfn hefir ákveðið að selja eftirtalda 8 versl- unarstaði og verslanir. 1. lVjtipivojgur. Ibúðarhús og sölubúð, geymslu- hús, bræðsluhús, peningshús, bryggja, alt með lóðarrjettindum, verslunaráhöld, vörubirgðir og útistandandi skuldir. 2. EsRif jörÖu.x*. íbúðarhús og sölubúð, mörg geymsluhús, ís- og fiystihús, sláturhús, steinolíuhús, lýsisbræðsla, peningshús, stórskipabryggja með öllum .áhöldum, tún, mikið landsvæði, 5 ibúðarhús einstakra manna, verslunaráhöld, vöru- birgðir, úlstandandi skuldir o. fl. Ennfremur á sama stað eignir h.f. tslandia, síldveiðahús, geymsluhús, síldarnætur og önnur áhöld. 3. Vestdalseyri. Sölubúð, inörg geymsluhús, slát- urshús, fiskþvottahús, járnbrautir, bryggjur, 9 íbúðarhús, jörðin Vestdalseyri, jörðin Vestdalur, 3 mótorbátar, lítilsbáttar vöru- birgðir og útislandandi skuldir. 4. JBo rgarf jöröixr. N.-Múlas. íbúðarhús og sölu- búð, ýms geymsluhús, ís- og frystihús, geymsluhús á Unaós, sláturshús. Jarðeignirnar Bakki og Bakkagerði, Vs úr jörðinni Njarðvik, ibúðarhús og sjóbúð i Glettinganesi, bryggja, 4 íbúðar- hús, 4 hesta Danmótor, verslunaráhöld, vörubirgðir og útistand- andi skuldir. r». Vopnafj örönr. íbúðarhús, sölubúð, ýms geymsluhús og íbúðarhús, bryggjur, frystihús, verslunaráhöld, vörubirgðir og úlistandandi skuldir. €5. Hesteyri. íbúðarliús og sölubúð, geymsluhús, síldarplan með vatnsveitu, lóðarrjettindi. T'. JBolimg-arvíli. íbúðarhús og sölubúð, mörg geymsluhús og fiskihús, verbúðir, mörg ibúðarhús, lóðarrjettindi, fiskreitir, 2 mótorbátar og hlutar í 4 mótorbátum, verslunaráhöld, vörubirgðir, og útistandandi skuldir. m. m. Ennfremur þessar jarðeignir: Ytribúðir, Árbær og 72 Grundarhóll. 8. JFTateyri. Ibúðarhús, sölubúð, mörg geymsluhús, bátar, bryggja með síldarplani, lóðarrjettindi, fiskreitir, járnbrautir, lýsisbræðsla, peningshús m. m., verslunaráhöld, vörubirgðir og útistandandi skuldir. Tilboð í framangreindar eignir óskast send undirrituðum í síðasta lagi 28. febrúar 1926. Tilboðin óskast í hvern versl- unarstað um sig með öllu tilheyrandi, þar á meðal vörubirgðum og útstandandi skuldum. Einnig má gera sjerstaklega tilboð í ein- stakar eignir, svo og í eignirnar allar í einu, í útistandandi skuldir á öllum verslunarstöðunum o. s. frv. Eignirnar seljast í því ástandi, sem þær nú eru, eða þegar sala fer fram. Upplýsingar um ástand eignanna m. m. má fá hjá núverandi umboðsmönnum Hinna sameinuðu íslensku verslana á hverjum stað um sig. Um aðrar upplýsingar geta menn snúið sjer til undirritaðs eða Jóns konsúls Arnesens á Akureyri. Tilboð sem koma kunna, óskast sem skírust og greinilegust bæði um það hvað óskast falið í kaupunum, um borgun kaupverðsins og annað. Kaup geta fljótt farið fram, með því að jeg hefi un boð til sölunnar. Sveinn Björnsson hæstarjettarmálaflutningsmaður. Revk avík. — Símnefni „ísl>iörMLss. ast á ættingja manns, föður eða bróður og jafnvel afa og brigsla andstæðingum t. d. um það, að einhver frændi hans hafi verið sauðaþjófur o. s. frv., alveg eins og menn beri ábyrgð á slíku. Slík svívirða sjest alls eigi í hinum blöðunum, jafnvel eigi þeim lökustu. í rökfærslu Tíma- ritstjóranna er það engin synd og óhæfa talin hjá sjálfum þeim og skoðanabræðrum, þótt farið sje með öfgar og ósatt mál, en ef önnur blöð tala ineð rökum og fullri sannsögli, um að ein- hver hafi farið með lygi og rangfærslur í ritsmíðum sínum, þá heitir það á máli Tímaus svívirðileg og saurug ritmenska. En að rjettu tali, er það eitt illur munnshöfnuður að viðhafa ljót orð (svo nefnd), ljúgandi og rangfærandi, en alls eigi það að nota byklaust Ijótu orðin (o: heiti andstyggilegra hluta) í þjónustu sannleikans og siðgæð- isins. Eftir siðkenningum Tím- ans verður þá glæpur að nefna lestina þeirra rjettu nöfnum, fólki til viðvörunar, en að fremja lestina, það má enginn glæpur heita. Þótt ýmislegar lygar og missagnir í Tímanum sjeu marg- hraktar, af því að það gagn- stæða hefir sannast með óræk- um vitnisgögnum, þá kemur, það aldrei fyrir, að blaðið leið- rjetti rangfærslur sinar, heldur þvert á móti, endurtekur lyg- arnar hvað eftir annað í því trausti að lesendur fari þó á endanum að trúa róginum. Djúpt fallinn er fyrverandi prest- ur að vera orðinn höfuðritstjóri slíks saurblaðs. Hann hljóp, ungur að aldri, frá góðu presta- kalli með ágætri bújörð í ein- hverju besta hjeraði landsins til að gerast ósvifinn blaðamaður. Það eru mjög ill umskifti. En um Jónas vita allir að hann starfar mest sem kafbátur undir yfirborðinu. Myrkraverkin láta honum víst best í öllum grein- um. Báðir eru menn þessir vandræðamenn og skaðræðis- gripir fyrir íslensku þjóðina, en einkum þó bændastjettina, at því, að ótrúlega slór hópur manna í þeirri stjett hefir gert þá að foringjum sínum. Læt jeg svo úttalað i bráðina um þessa Tímagrein, sem nefnd var hjer í upphafi og þessa makalausu ritstjóra. Það er sjaldgæft að jeg hafi þurft að gera slík sóða- verk sem að rita um þessa menn, en stundum verður fleira að gera en gott þykir. Vel veit jeg það, að nú svíður þessum siðgæðisspillendum svo mjög af þessari ritgerð, að jeg þarf við engri vægð af þeim að búast hjeðan af, en í slíkt má eigi horfa, því sannleikann þarf nauðsynlega að segja, þegar hætta er á ferðum og það hætta fyrir velferð heillar þjóðar. Það verður ávalt einhverjum til gagns og viðvörunar. Með því er tilgangi minum þá líka náð. Jóhannes L. L. Jóliannsson. Kosningin f Gulibringu- og Kjósarsýslu fór svo, að kosinn var Ólafur Thors með 1318 atkv., en Haraldur Guðmunds- son fjekk 958. 16 seðlar voru ógildir, 6 auðir. — íhaldsmenn mega vel una þessum sigri. Þótt þeir Ágúst Flggenring og Björn Krisljánsson fengju fleiri atkv. við síðustu kosningar en Ól. Th. nú, þá ber þess að gæta, að annar þeirra var vinsæll hjer- aðshöfðingi, en hinn hafði setið yfir 20 ár á þingi fyrir þelta kjördæmi og alt af verið í tölu starfhæfustu þingmanna. Ágúst Flygering siglir í dag á- samt Unni dóttur sinni og Þórði syni sínum, til þess að leita sjer lækninga. Manntjón og strand. I stórviðr- inu um síðustu helgi er talið að farist hafi vélbáturinn Goðafoss, sem var að veiðum. Hefir hans verið leitað árangurslaust af Pór og nokkrum togurum. Hann var eign Gunnars Ólafssonar kon- súls o. fl. manna. Á honum voru 5 menn og allir duglegir sjómenn. — í sama veðri strand- aði við Vestmannaeyjar enskt skip sem Hartfell heitir og komið hafði þangað með salt. Fórust úr því 5 menn en 8 var bjargað af enskum togara. Landhelgisbrot. 9. des. kom varðskipið Pór að togara sem var að veiðum í Ólafsvík ljós- laus að næturþeli. Varpaði Þór leitarljósi á skipiö og sást þá að þar var togarinn Júpiter. Brunaði hann af stað frá varð- skipinu og hirti ekki um þótt það skyti 6 skotum á eftir hon- um. Fiskaði Júpíter nú um hríð fyrir Vesturlandi, hjelt siðan til Englands og seldi þar afla sinn fyrir rúm 1700 sterlingspund (um 40 þús. kr.) Síðastliðinn laugardag kom skipið hingað til Reykjavíkur og fór skipstjóri þá á fund bæjarfógeta og játaði brot silt, Var hann dæmdur í 24 þús. og 500 kr. sekt og veiðarfæri auk þess gerð upptæk. Nýi öáttrnáli heitir nýútkomin bók eftir Sigurð Pórðarson fyrrum sýslumann. Er bókin allhörð ádeila á sjórnarfar og rjettarfar í landinu. Veitist höí. allþunglega að mörgum sjórn- mála- og embættismönnum og má gera ráð fyrir að þeir rísi nú upp hver af öðrum og svari fyrir sig. Tveir hafa þegar gert það, Jóh. Jóhannesson í Morgun blaðinu en Sig. Eggerz, í Vísi. Bókarinnar verður nánar getið bráðlega. Dánarfregn. PállÁrnason kaup- fjelagsstjóri í Gerðum ljest síð- astliðinn þriðjudag. Frá Seyðisfirði. Bæjarstjórnar- kosning fór fram þar 9. þ. m. A-listi fekk 158 atkv. og kom að Sigurði Jenssyni verslunar- stjóra. B-listi fekk 190 atkv. og kom að Karli Finnbogasyni skólastjóra og Brynjúlfi Eiríks- syni símaverkstjóra. Danmörk. Atvinnuleysið í sam- bandslandi voru fer stöðugt í vöxt. í fyrstu viku nýjárs var talið, að tala vinnulausra myndi nú vera um 100 þús. og megnið af þeim fjölskyldufeður. Það er méð öðruin orðum þriðjungur af vinnulýð Dana, sem nú líður meiri eða ininni neyð. Ástæðan til vinnuleysisins er hin öra hækkun krónunnar, sem hefir haft í för með sjer stöðvun fjölda atvinnufyrirtækja. — Kaupgildí krónunnar svarar ekki til verð- gildis hennar. Hinir bjartsýn- ustu vona, aö úr því líður fram í næsta mánuð minki dýrtíðin, og að þá muni smán saman koma betri tímar fyrir atvinnu- lífið. Italla. Símað er, að Mussolini ætli að láta skera sig upp, við innvortiskvilla, sem enginu veit nafn á. Uppskurðuriun er átit- inn hættulegur. Prentsmiðjan Gulenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.