Vörður


Vörður - 13.02.1926, Qupperneq 1

Vörður - 13.02.1926, Qupperneq 1
Útgefandi : Miðstjórn íhaldsflokksins. IV. ár. Reykjavík 1 3. febr. 1926. 7. blað. Pinghreinsun. Englendingar krefjast pess af pingmönnum sínum og öörum opin- berum trúnaðarmönn- um landsins, að einka- líf þeirra sje flekklaust. J. Hin fyrsta og fremsta krafa vor íslendinga til pingmanna vorra ætti að vera sú, að afskifti peirra af stjórnmálum og opinberu lífl sjeu flekklaus. K. A. 17. Rógsyndi og níðlyndi Jónasur frá Hrlfla. Skömmu eflir að bæjarstjórn- arkosningar fóru fram hjer í Reykjavik í síðasta mánuði gerði Morgunblaðið það að umtals- efni, að Jónas frá Hriflu hefði gefið mánaðarfrí í Samvinnu- skólanum á kosningadaginn og að nemendur skólans hefðu all- flestir unnið fyrir jafnaðarmenn þennan dag, sumpart á kosn- ingarskrifstofu þeirra, sumpart sem fulltrúar A-listans á kjör- stað. Þótti blaðinu óliklegt að þessir ungu menn hefðu komið úr sveitinni með brennandi á- huga fyrir skoðunum ng bar- áttu jafnaðarmanna, en sýnilegt að þeir myndu hafafengið hann fyrir áhrif frá J. J. Frásögn Mbl. um kosninga- fylgi nemenda Samvinnuskólans við jafnaðarmenn hefir J. J. ekki reynt að hnekkjameð einu oröi — hann hefir þvert ámóti steinþagað um hana. En hann svaraði Mbl. með grein um Val- tý Stejánsson. Hann kallar hann garm og mannræfil, og eftir að hann hefir entst til þess að hella sjer enn einu sinni út yfir þá dauðsynd V. S., að hafa einhverju sinni íyrir mörgum árum saurgað hið háheilaga Sambandshús með því að stíga inn fyrir dyrastaf þess undir á- hrifum víns — þá kemur þessi eftirtektarverða klausa : »1 Samvinnuskólanum er eng- inn óreglumaður. Hver einasti nemandi þar hefir unnið af kappi að námi sínu. Hjá eng- um nemanda þar hafa komið fram svo mikið sem frumdrög að þeirri mannspilling, sem hef- ir gert Vallý Stefánsson að orð- taki meðal samlanda sinna «! Hver treystir sjer til þess að setja saman gleggra og ljótara dæmi þess, hvernig lævís mað- Ur níðir andstæðing sinn? J. J. getur harðneitað því að hann hafi »sagt« að V. St. komi öll- um ósjálfrátt í bug, þegar talað sje um drykkjueymd og áfeng- isspillingu— hann er saklaus af Því að hafa ymprað á því hvers- konar »mannspilling« það sje, seör gert hafi »garminn« og »tsefiiinn« V. St. að orðtaki. Eu hvað fá ókunnugir menn V. Stefánssyni ráðið af samhengi greinarinnar ? Jeg vil biðja alla þá lesend- ur Tímans út um land, sem ekkert þekkja til V. St., að spyrja fyrsta Reykvíking sem þeir hitta, hvort V. St. sje ann- álaður drykkjumaður. Og þeg- ar þeir hafa fengið að vita að hann sje atorku- og reglumaður, þó að hann sje ef til vill ekki i stúku, þá vil jeg biðja þá að gefa sjer ofurlítið tóm til þess að hugleiða það innræti, sem lýsir sjer í grein J. J. um V. St. — í einni af greinum sinum um Árna frá Mála gefur J. J. í skyn, að þessu sinni með all- skýrum orðum, að y>ólafi Thors og hraklýð þeim, er hann starf- ar meðn (auðkent hjer) muni »ekki verða óbærileg leit úr því« að finna hæfilega menn til þess að drepa sig. Það er í þessu sambandi næsta smávægilegt þótt J. J. taki krók á leið sína í grein um Árna frá Múla til þess að ó- virða Ól. Th. — en að hann skuli ekki láta sjer það nægja, heldur taka sig til og hrópa »hraklýður«! á eftir öllum sem með honum starfa, það tekur vissulega út yfir allan þjófa- bálk. Hvaða menn starfa með Ól. Th. ? í hf. »Kveldúlfi« hafaunn- ið með honum faðir hans og bræður, skrifstofufólk fjelagsins, skipstjórar,. verkstjórar o. s. frv. Þá hefir Ól. Th. og unnið fyrir stjett sína, hann hefir um langt skeið verið formaður stjórnar Fjelags ísl. botnvörpuskipaeig- enda, en í henni vinna með honum Ágúst Flygenring, Jes Zimsen, Jón Ólafsson og Magn- ús Einarson dýralæknir. Loks hefir Ól. Th. haft afskifti af stjórnmálum, hann hefir átt sæti í Miðstjórn íhaldsflokksins. Þar hafa unnið með honum Guð- jón Guðlaugsson, Jón Ólafsson, Jón Porláksson ogMagnús Guð- mundsson. Eru það þessir menn sem J. J. kallar einu nafni hraklýð — í grein um Árna frá Múla? Mjer er að minsta kosti ekki kunnugt um að Ól. Th. starfi með öðr- um mönnum. Hvað hafa þeir til saka unnið? Þeir starfa með Ólafi Thors. Og Ól. Th. er frændi minn, en jeg hefi aftur skrifað um árás J. J. um Árna frá Múla. Er nokkur þörf á að halda áfram, nægja ekki tvö dæmi að þessu sinni, ofan á alt sem jeg hefi áður tekið til meðferðar úr greinum J. J., til þess að sýna hvað jeg á við, þegar jeg tala um rógsyndi hans og DÍðlyndi? Hvorugt skiftir máli út af fyrir sig, drykkjumannsbrigslin til V. St. eða hrakmenskuorðið sem J. J. leggur á bak öllum þeim, sem eigi nokkra samvinnu við Ól. Th. Hvorttveggja hefi jeg að eins valið sem lítil dæmi þess, tekin af handahófi úr greinum J. J. síðustu vikurnar, hvernig hann vegur að and- stæðingum sínum og þá helst um leið að sem flestum, sem þeirn eru nákomnir eða með þeim starfa. J. J. nægir ekki að leggja niðvopninu lil opin- berra andstæðinga sinna, hann sveiflar því í kring um sig, otar því í austur og vestur, meun verði sjálfir að varast að verða ekki fyrir því — eiga ekki mök við menn eins og Ólaf Thors o. s. frv. Það sem máli skiftir eru ekki hinar einstöku niðgreinar J. J. — heldur stóriðja hans í heild sinni. Hann er fyrir löngu orð- inn hið tröllauknasta fyrirbrigði svíðinglegrar ritmensku, sem íslensk blaðasaga þekkir og vanddæmt hvort furðu- legra er, hin síhressa, starfsglaða, Ó- Jónas frá Hriflu. þreytandi iðni haDS við róginn eða hið óbil- audi, bjargfasta traust á mátt niösins, á auðtrú og láglyndi ís- lenskra blaðalesenda. Því er það, að orð eins og jónasarleg- ur og jónasareðli hafa hlotið að myndast með ákveðinni merkingu og ná festu bæði í talmáli og ritmáli. Það er síður en svo, að ekki sjeu til ærlegar taugar í Jónasi frá Hriflu, það vita allir þeir, sem njóta eða hafa einhvern- tíma notið hylli hans. En jeg kem ekki auga á neinn þann stjórnmálamann bjer á landi, sem sje verri maður og ódreng- lyndari við andstæðÍDga sína, en hann er. Jeg hefi einn af andstæðingum hans Viðurkent það, sem vel er um hann, í skapgerð hans og gáfuafari, jeg hefi gert það oft og afdráttar- laust. Og þó hefir hannískrifum sínum gegn mjer sýnt mjer alt það drengskaparleysi, sem hann hefir getað við komið. Jeg þyk- ist því eiga rjett á, að áfellast hann. Ásakanir mfnar á hendur hon- um hafa verið rökbrynjaðar, ó- hrekjandi — þær hafa haldið velli. Hann hefir reynt að breiða yfir ósigra sína með því, að prenta upp »stóryrði« úr grein- um minurn, kallað þau »Thors- súrur!« Hvílíkt úrræði fyrir gáf- aðan mann, sem lendir í þvf, að eiga verja sig af ámælum fyrir margra ára níðingshátt og lygar i opinberu blaði! Bretar segja: A gentleman is Fjárhagur Frakka. Tveir franskir fjármálaráðherrar, Caillaux og Louchenr, báðir í tölu hinna fremstu fjármálamanna þjóðar sinnar, h3fa í vetur orðið að fara frá af því aö þingið gat ekki aðhylst bjargráð þeirra til þess að sjá rík- inu fyrir nægum tekjum. Þriðji maðurinn, Doumer, miklu ókunnari en hinir báðir, hefir nú siðan í miðjum desember verið að berjast við þetta sama viðfangsefni og er enn óvíst hvort honum auönast að fá þing- meirihluta fyrir tillögum sínum. í fyrstu ætluðu seks af ráðherrunum að risa, gegn þeim, en Briand stjórnarforseti beygði þá og stóð með fjármálaráðherra sínum. Þvi næst olli það miklum öröugleikum að fá fjárhagsnefnd fulltrúaþingsins til þess að fallast á fjármálastefnu Doumers, en loks ljet hún sig.lika. Nú á þingið eftir að kveða upp dóm sinn. Doumer þarf að sjá ríkissjóði fyrir 6000 miljóna franka tekjuauka á þessu ári, helmingurinn á að fara til afborgana á skuldum, helmingur til þess aö jafna tekjuhallann á fjár- lögunum. 1000 miljónir ællar hann að fá með hækkuðum tóbakstolli, 300 miljónir með því að ganga ríkar eftir tekjuskattinum, 600 miljónir með hækkun útflutningsgjalds o. s. frvt En stærstu upphæðina 3800 milj. franka á að fá með »sjerstökum bráða- birgða-kvittanaskatti«, sem lofað er að nema skuli aftur úr gildi eftir eitt ár. Þessi skattur er lagður á öll vörukaup, i heildsölu og smásölu, þó ekki á kjöt, brauð og nokkrar aðrar nauðsynjar, og hann er innheimtur þannig, að á allar vörur, sem seldar eru, ber að lima sjerstakt stimpil- merki, og fyrir það greiðist upphæð skattsins, sem er 1,20 af verði vör- unnar. Þessi skattur, sem skellur jafnt á fátæka sem ríka, mætir hinni mestu mótspyrnu frá jafnaðarmönnum og allmiklum hluta radikala. Þeir vilja í stað hans láta bæta innheimtuaðferð tekjuskattsins, hækka kaup- hallarskattinn o. fl. Stofnaöur hefir verið sjerstakur sjóður til þess aö borga rikisskuld- irnir með og leitaö samskota til hans um alt Frakkland. Hafa þau víða gengið mjög vel, margir einstaklingar, mörg fjelög og margir bæir gefiö stórfje til þeirra. a man, who is rude wben he wants to be it. Þegar »gentle«maður gerist harðorður, þá er það af ásetn- ÍDgi. Það er vesæl dygð að fara linum og deigum orðum um himinhrópandi svivirðu. Engum sæmilega skynugum manni blandast hugur um, að stóryrði mín eru eðiílegt og heil- brigt mál djúprar fyrirlitningar, innilegrar hneykslunar — jeg set þau á pappírinn með ráðnum hug, i von um, að þau veki sljófa til andstygðar á ófrýni- leik og siðleysi þeirrar spillingar í blaðaskrifum, sem J. J. á stærstan þált i að viðhalda og magna. Slóryröi min eiga ekkert skylt við tóninn í soipgreinum J. J., uppnefnin og hið lævísa orðalag, sem er gagnsýrt af of- stopa og þrákelkni heiptúðugs og harðla rangláts manns. Baráttan gegn skrilslegum og og skepnulegum blaðaskrifum er ekkert hjegómamál. Þausýkja hugsunarhátt þjóðarinnar, þau eitra andrúmsloftið í íslenskum stjórnmálum. Jeg er orðinn þreyttur á að heyra samherja J. J. »viðurkenna« að hann sje »ó- bi!gjarn«, »gangi of langt«, sje »of æstur«, »full óhlífinn«, ekki »nógu« vandaður í bardagaað- ferðum o. s. frv. Hann er ómerkilegur og ræt- inn. Hann er lygari. Hann á sjer enga — enga vörn fyrir rit- hátt sinn og allar aðfarir við andstæðinga sína. Hann er í bili algerlega for- hertur. Því ljósari rök sem færð eru að óheiðarleik hans, því viltari og ósvífnart gerist hann. Ef hann getur ekki látið sjer segjast af þeirri áminningu, að fiokkur hans negði hann til þess að hverfa afþingi um hríð, þá er honum ekki við bjarg- andi. — í næsta og síðasta kafla þessarar greinar mun jeg skrifa um landsmálalygarann Jónas frá Hriflu. K. A. Sýslunefnd Árnesinga hefir sam- þykt, að byrjað verði á bygg- ingu hjeraðsskólans þar á næsta sumri. Enn er þó ekki fullráðið, hvar skólasetrið verður. Einnig samþykti fundurinn, að fje skuli lagt úr sýslusjóði til að fullgera sjúkrahúsið á Eyrarbakka. Enn fremur skoraði fundurinn á þing og stjórn að flýta járn- brautarmálinu. Hjeraðslæknirinn i Mýrdal, Stef- án Gíslason, hefír fengið lausn frá embætti. í hans stað er Ólafur Jónsson settur hjeraðs- læknir þar, en Daníel Fjeldsted gegnir læknisstörfum Ólafs hjer fyrst um sinn.

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.