Vörður


Vörður - 27.02.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 27.02.1926, Blaðsíða 4
4 VÖRÐUR Jörð til sölu. Jörðin JtCinax'snes í Borgarhreppi fæst til kanps og ábúðar í næstu fardögum. Jörðinni geta fylgt nokkrir hestar og kýr, ef óskað verðor. Tilboð sendist hingað á skrifstofuna fyrir 20. n. m., en þann dag verður haldinn skiftafundur í búinu, og ákvörðun væntan- lega tekin um söluna. Skrifstofu Mýra- og Borgaríjarðarsj'slu, 15. febr. 1926. G. Björnsson. OJ addavír. ^ljettur vír. Girðinganet. Gotum boðiö þesaar vörur í vor incð aamkepnislteru veröi. J. Porláksson &. Norðmann. Símneíni: JönÞorl&ka, V atnsleiðslupípur bjöðum við fyrir mjög lágt verð. Leitið tilboða okkar áður en þjer festið kaup annarsstaðar. J. Þorláksson & Norðmann. Símnefnl: JónÞorláks, r Alaborgar-sement. Pakjárn. Miðstöðvartœki. ______ E ldíæri. Auk þess allskonar byggingaretnt. J. Þorláksson Norðmann. Símnefni: JónPorláks. ♦OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC♦ jl> V Ö li U K kemur út O j álaugardögum x Ritstjórinn: § i[i Kristján Albertson Túngötu 18. O !|! Sími: q 8 1961. § i[i Afgreiöslan: O i[i Laufásveg 25. — Opin 8 ji| 5—7 síðdegis. Sími 1432. g i [ i V e r ð : 8 kr. árg. Q Gjalddagi 1. jiilf. 8 ♦ooooooooooooooooooooooe Kaupdeilan. Frá því í september siðast- liðnnm hafa útgerðarmenn verið að reyna að ná samningum við eyrarvinnumenn og verkakonur nm lækkun á kaupgjaldinu. Tímakaup verkamanna befír ver- ið kr. 1.40 en verkakvenna kr. 0.90, og böfðu verkamenn þröng- vað kaupinu upp með verkfalli í vertíðarbyrjun 1924. Það er augljóst að öil sann- girni mælir með kauplækkun nú, enda varð það að samkomulagi milli útgerðarmanna og samn- inganefndar verkamanna nndir fornstu Jóns Baldvinssonar í nóvembermánuði siðastl., að kaupið skyldi vera kr. 1.25 um tímann. Samninganefndin hafði þó eigi fult umboð til samniuga, og bar því málið nndir fjelags- fnnd í »Dagsbrún«. En er þang- að kom æsti ól. Friðriksson menn gegn allri kauplækkun, og varð endirinn sá, að verka- menn virtu að vettugi tillögur samuiugauefndar sinnar, og kröfðust sama kaups og verið hafði, en fólu Ól. Fr. og öðrum kommúuistum að fara með mál sin. Hafa þeir síðan hafnað allri kauplækkun, og ern nú horfur á að útgerðarmenn mnni sneiða hjá Reykjavik eftir föngum, og láta verka afla skipa sinna ann- arsstaðar, eftir því sem við verð- ur komið. Hitt mun enn óráðið, hvort útgerðarmenn gialda sama kaup yfir vertíðina, eða auglýsa taxta, og láta kylfu ráða kasti hvort vinnan stöðvast eða eigi. Verkakonur hafa boðið 5 aur. kauplækkun en útgerðarmenn krefjast 10 aura lækkunar um tímann og mun ráðstöfun út- gerðarmanna um verkun aflans út nm land bitna á þeim eigi síður en á eyrarvinnumönnum. Er ilt til þess að vita, að vinn- an skuli dragast úr höndum Reykvíkinga, en hitt skiljanlegt, að útgerðarmenn neyðist til að sæta bestu kjörum um afgreiðslu skipanna og verkun aflans. Fyrir stríðið var tímakaup verkakvenna 20 anrar, og ætti þvi samkvæmt dýrtiðinni nú að vera 53 aurar. Útgerðarm. bjóða 80 aura en verkakonur heimta 85 aura. Tímakaup verkamanna var 35 aurar. Ætti samkv. dýr- tíð að vera 93 aurar. Útgerðar- menn bjóða 1.25 kr. en verk- menn heimta kr. 1.40. Tölnr þessar tala svo glöggt, að óþarfi er að skýra þær. Þó skal því viðbætt, svo menn megi sem best skilja hve gjaldgeta útgerðarmanna er Jítil, að fyrir stríð var verð á fullverkuðum stórfiski rúmir 50 aurar kílóið, en nú aðeins 75 aurar. Hefir þá framleiðslu varan aðeins hækk- að í verði um 50%, en samt Karl Lindhagen, borgarstjór! 1 Stokkhólmi. Svo sem kunnugt er úthlutar nefnd, kosin af norska Stórþing- inu, friðarverðlaunum Nobels. Ný- lega hafa 88 sænskir þingmenn sent þessari nefnd áskorun um að veita friðarverðlaun þessa árs borgar- stjóranum í Stokkhólmi, Karl Lind- hagen, »en af Nordens stolteste og ridderligste Skikkelsera. Lindhagen hefir verið borgar- stjóri síðan 1903, var þingmaður lengi og gekk i jafnaðarmannaflokk- inn 1909. Hann heflr aldrei verið foringi, en ávalt talinn einn hinna víðsýnustu, starfhæfustu og gáfuð- ustu þingmanna sænska jafnaðar- mannaflokksins, enda haft mikil áhrif á endurbætur þjóðfjelagslög- gjafar i Sviþjóð. Hann hefir samið fjðlda vel ritaðraog skemtilegra bóka um stjórnmál og hagfræði. Hann segir svo sjálfur, að mannúð sje kjarninn i lifsskoðun sinni, hann krefjist fyrst og fremst að einstak- lingseölið njóti frelsis gagnvart valdhöfum og flokkum, gagnvart fjöldanum og leiðtogum hans. Hann heldur þvi fram að mikilvægasta hlutverk þjóðfjelagsins sje að bæta skilyrðin fyrir skapgerðarþroska og mentun einstaklinganna, og að fram- farir i þessum efnum sjen eini veg- urinn til betra þjóðfjelagsástands. Bolsjevismann fordæmir hann og alla aðra hervaldsharðstjórn. Dánarfregnir. Arnór Jónsson fyrrnm bóndi á Minna Mosfelli i Grímsnesi, faðir Einars prófess- ors Árnórssonar, ljest á heimili sonar síns hjer í bænum 14. þ. m. — Valdemar Briem stú- dent frá Stóra-Núpi, sonur síra Ólafs Briems, andaðist 8. þ. m. JöhannP. Jónssonhefir nú látið af skipstjórn »Þórs« og er far- inn til Hafnar til þess að bafa ettirlit með smíði nýja varð- skipsins. Mun svo ætlasl til að hann verði skipstjóri þess. Vest- manneyingar hjeldu honum fjöl- ment samsæti 5. þ. m. ogþökk- uðu honum ágæta forustu á »Þór«. Eftirmaður hans verður Einar Einarsson sem verið hefir stýrimaður á »þór«. bjóða útgerðarmenn kaupgjald sem er frá 250%—300°/o hærra en kaupgjaldið var fyrir striðið. Er ótrúlegt að slíkt kaupgjald geti haldist til langframa, enda fullvist að bráðlega kemur að því, að stórfeld kauphækkun verður að fást ef atvinnufyrir- tækin eigi ekki að falia um koll. Það er undarlegt að foringjar verkamanna skuli krefjast hrað- fara hækkunar á verðgildi krón- unnar, en neita samtímis með öllu að taka nokkurt tillit til þess í kaupinu, þótt öllum sje ljóst að það tvent getur aldrei farið saman, að krónan hækki og að kaupgjald haldist óbreytt. Rí ki sprentsmiðja. Eins og kunnugt er bólar mjög á þeirri skoðun hjá ýmsum þjóð- málamönnum, að ríkin eigi að reka ýms gróðafyrirtæki, verslun, iðnað o. þ. h. Pað er ekki ætlun mín, aö dæma um rjettmæti þessarar skoðunar i þessu greinarkorni. Fijótt á litið virðist það vera svo, að líklegt er að slíkt gæti veriö gróðavænlegt i sæmilegu árferði, og með stjóru fórnfúsra og góðra manna, en et það gagnstæða á sjer stað, er hætt- an því geigvænlegri sem lengra er gengið i þessa átt. En áður en langt er gengið á þessa braut virðist liggja nær að rikissjóður stofni til þess iðnaðar, sem hann þarf sjálfur að nota mik- ið, svo sem prentsmiðju. Eins og nú er ástatt er það geysi- fje sem til prentunar er varið úr rikissjóði, og það er mjög liklegt, að bæði væri ódýrara og þægilegra að ríkið sjálft ætti og ræki prent- smiðju. Nú sem stendur er það ekkert smáræði sem slik prentsmiðja heföi að starfa: Par yrði prentað fyrst og fremst Alþingistiðindi, þingskjöl, Stjórnartiðindi, Lögbirtingablaö, og sjálfsagt margt fleira. En svo má lika benda á það, að þetta fyrirtæki mætti gera mjðg þarft fyrir ung skáid og rithötunda. Pví þegar þeir leituðu á náöir rík- issjóðs um fjárstyrk, er ekkert[eðli- legra en ríkið ljeti prenta fyrir þá skáldverk þeirra jafnvel endurgjalds- laust, og láta þá þannig eiga þaö undir dómi þjóðarinnar hversu ríf- legan styrk þeir fengju. Seidust verk þeirra vel, fengju þeir mikið fje og frama, seldust þau ijeiega væri það hvöt fyrir þá til að legpja sig fram við nýtt verk. Að sjálfsögðu væri reistar skorð- ur við þvi að ekki væri prentaö þannig annað en það sem ætti eitt- hvert erindi til almennings, og vissu menn þá fyrirfram um hvert þaö skáldverk sem prentað væri i rík- isprentsmiðjunni, að það hefði fnnd- ið náð fyrir augum þar til kjörinn- ar nefndar. Pað er fjarri mjer að haida því framjað fella beri allan skáldastyrk úr sögunni, þótt þetta væri reynt, og sist að taka hann af þeim, sem lengi hafa unnið landi og þjóð gagn og sóma með list sinni. En jegfæ ekki betur sjeð, en að þetta væri einkar hentug leiðJil að styrkja unga rit- höfunda á listabrautinni. Bergst. Kr. Utan úr heimi, Noregur. Símað er frá Oslo að Noregsbanki hafi nýlegahald- ið árlegan fulltrúaráðsfund. Tekjuafgangur 1925 13 miljónir og er þetta sönnun þess, að jafnvægi sje farið að komast á í fjármálunum. Hluthafar fengu 8%. Rygg bankastjóri sagði, að 50 bankar hefðu orðið aðjhætta seinustu árin, en þessi fjárhags- vandræði væru nú liðin bjá. Páfinn. Símað er frá Róma- borg, að páfinn hafi nýlegahald- ið ræðu og fordæmt það, að konur gangi í stnltum pilsum og kvað karlmennina samseka kvenþjóðinni í ýmsu, sem ekki horfir til heilla. Skoraði hann á presta að andmæla tískunni. Mussolini og Páfinn. Símað er frá Rómaborg, að Mussolini ætli bráðlega að leggja fyrir þingið lagafrumvörp um kirkjumál, en páfinn hafi lýst yfir þvf, að lög um slík mál sjeu ógild, nema hann samþykki þau. Tyrkland. Símað er frá Con- stantinopel. að þingið hafi bann- að fjölkvæni með lögum. Flugslys. Sfmað er frá París, að franskur flugmaðnr hafi veðj- að við ameriskan flugmann um það, hvort hann gæti flogið gegnum opið á Eifelturninum. Flaug hann með afskaplegum hraða gegnum hvelfinguna klak- laust, en hinu megin festist vjelin í stálvirum þráðlausra móttökutækja. Kviknaði við þetta í flugvélinni og brann hún og flugmaðurinn til agna. Harðstjórnin i Grikklandi. Símað er fráAþenuborg, að Pangaloshafi látið handsama suma ráðherr- ana úr gömlu stjórninni. Ber hann því við, að þejr veki ó- ánægju meðal þjóðarinnar, Hefir hann látið flytja þá út í dálitla eyju í Ægeiska hafinu. Ofbeldisverk þetta mælist illa fyrir og fara heimsblöðin hörð- um orðum um það. Harður dómur. Símað er frá Rómaborg, að drukkinn Eog- lendingur hafi talað illa um Mussolini á vínstofu einni. Maðurinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi, auk hárrar sektar. Kolalög geysistór, eru nýfund- in í Kent á Englandi. Talið er að þar sje í jörðu fólgin hálfur annar miljarður tonna af kol- um. Stjórnin hefir veitt 2 milj- ónir sterlingspnnda til vinslunn- ar. Baráttan gegn berklaveiki. Slm- að er frá París, að prófessor Camelte hafi skýrt fró árangri af tilrannum sínnm að bólnsetja smábörn gegn tæringu. Tilraun- irnar hafa sannað, að 93% ®f börnum frá heimilum þar sem eru tæringarsjúklingar hafa ver- ið gerð ómóttæk tæringn. Ekkert er unt að fullyrða um hvort þau geti síðar meir orðið tær- ingarveik. \ Bjetttrúnaðurinn vestan hafs. Símað er að nokkur sfærsta kirkjufjelög Bandaríkjanna hafi hafið baráttu fyrir að lögboðin verði strangasta hlýðni viðbók- staf biblíunnar um að halda hvíldardaginn heilagann. Krefj- ast þau að bannaðar verði all- ar skemtanir á sunnudögum, ennfremur útgáfur blaða, hvers konar vagnaumferð og jafnvel símasamtöl. Franskir gimsteinasalar hafa nýlega keypt allmikið af dýr- gripnm keisaraættarinnar rúss- nesku fyrir 3 miljónir dollara. Pjóðhöfðingjaheimsóknir. For- seti Finnlands Relander kemur til Kaupmannahafnar í sumar, en Kristján X fer í opinbera heimsókn til Helsingfors í haust. Prentsmiðjau Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.