Vörður


Vörður - 13.03.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 13.03.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgÖ- armaður' Kvistján AíbertsQfi Túngötu JÉ. XJtg'ef andi : Miðætiórií XtialcisfloUlisins;. Afgreiðslu- og ínn- v, heimtuaiaður ' Ásgeir Magnússon kennaviS' IV. ár. Reykjavík 13. mars 1926 1 1. blað. Kæliskip Þeir munu verða æði margir i sveitum landsins, sem gleðjast yfir þvi hagkvæma samkomu- lagi, sem Magnúsi Guðmunds- syni atvinnumálaráðherra hefir tekist að ná við stjórn Eim- skipafjelagsins um byggingu kæliskips, og kemur fram í frv. því, sem prentað er á öðrum stað í blaðinu og landbúnaðar- nefnd Nd. tók til lluinings fyrir ráðherrann. Þar með er þetta mál komið á rjetta braut. Skip- ið verður i förum alt árið eftir fastri áætlun, afnotin frjáls fyr- ir alla jafnt til útflutnings á hverskonar nýjum matvælumtil markaðs í Englandi og öðrum nágrannalöndum. Vjer lifum svo að segja eingöngu á því að framleiða matvörur handa öðr- um þjóðum, en höfum hingað til ekki haft aðstöðu til að koma neinu nýmeti á erlendan mark- að, sem þó ætti að vera mögu- tegt eftir legu lands vors. Skip- 'Ö á að verða hið myndarleg- asta, stærð og ytra útlit og ganghraði að öllu sem Goðafoss, rúm fyrir 20 farþega á 1. og 20 á 2. farrými. Lestarúm skipsins verður fult svo mikið sem á Goðafossi, og má nota meira eða minna af þvi fyrir kæli- flutning eftir vild. Einnig verð- ur skipið sjerstaklega hentugt til flutninga á lifandi peningi, t. d. sauðfje. Þess er fastlega að vænta að framtakssemi einstakra mahna og fjelaga i landinu láti ekki á s|er standa um notkun þeirra mögu- teika, sem skipið býður þegar Það er feugið. Það er margt fleira en kjötið í sláturstíðinni sem hjer getur komið til greina. Veið á nýju kjöti og fleiru ný- meti er á ýmsum tímum árs svo hátt í nágrannalöndunum, að Hklega mundi vel borga sig að breyta til um framleiðsluaðferð- ir að einhverju leyti til þess að hagnýta sjer þetta háa verð. Alt slíkt er hægt að reyna fyrst í smáum stíl og færa sig svo «PP á skaftið eftir þvi sem reyuslan vísar til, þegar föst á- aetlun um kæliskipsferðir alt 4rið liggur fyrir. Menn höfðu í rauninni búist við miklu meiri útlátum en 350 þus, kr. úr ríkissjóði til url»usnar þessa nauðsynjamáls, jafnvel komið til tals að ríkis- sjóður bygði skip í þessu skyni sem kosta mundi á 2. milj. kr. Og þá var þó enn óráðinn vandinn um útgerð og notkun skipsins þa tíma árs, sem ekki er þörf fyrir sjerstakt kæliskip. Ur þessu er nú ráðið á öldungis eðlilegan hált, og um leið bætt úr skipsþörf Eimskipafjelagsins - bili, 0g þar meö úr þörf landsraanna fyrir auknar sam- göngur bæði til útlanda og milli hafna innanlands. Málið hefir fengið mjög góðar undirtektir í þinginu, en þó reyndi Framsóknarflokkurinn i Nd. allur, að undanskildum Klemens Jónssyni, að koma málÍDU fyrir kaltarnef með ísmeygilegum fleyg. Samgöngu- málanefnd deildarinnar hafði tekið við áliti milliþinganefndar, sem sett var í fyrra, um aukn- ingu strandferða. Hún var búin að athuga þær og hafði ekki treyst sjer til að fara íiain á að bygt yrði nýtt strandterða- skip að svo stöddu, heldur bar hún fram tillögu til þingsálykt- unar um að tekið yrði á leigu skip til strandferða yfir haust- mánuðina, þegar mest vantar á að Esjan geti fullnægt öllum þörfum. Þetta var Nd. búin að samþykkja og afgreiða til Ed. þegar kæliskipsmálið kom fram, alveg ágreiningslaust. En við 2. umræðu kæliskipsins bar Sveinn í Firði (sem sjálfur á sæti i samgöngumálanefnd, og var því meðal flutningsmanna þeirrar tillögu um leiguskip, sem búið var að samþykkja) fram breyt- ingartillögu þess efnis, að áður en ráðist yrði í framlag til kæliskipsins skyldi rikissjóður °yggía strandferðaskip fyrir »alt að 400 þús. kr.«. — Upplýst var að skipið mundi ekki kosta minna en 500 þús. kr. Auðvitað var þetta alveg nýtt mál, kæliskipinu óviðkom- andi. fhaldsmennirnir og Kl. J. tjáðu sig ekki geta greitt tillög- unni atkvæði af fjárhagsástæð- um, og fjell hún svo með 14 á móti 13 atkv. Ef hún hefði náð samþykki voru forlög kæliskips- ins mjög í tvísýnu, því að það mun vera fastur ásetningur meiri hluta þingsins að reyna að halda fjárhagnum i horfinu á þeim krepputíma, sem nú virðist vera i garð genginn. Ymsum getum er að því leitt, hvað þeim hafi geDgið til, sem fleyginn smíðuðu. Að þeír sjeu því mótfallnir, að landið fái kæliskip, kemur engum til hug- ar. Hins er getið til, aö þeim muni vera ógeöfelt að fhalds- stjórnin beri gæfu til að ráða fram úr svo mikilsverðu vanda- máli, sumum hverjum. Og menn vita að brjóst forkólfanna eru harmi þrungin yfir því, að skip- ið verður öllum jafnt til afnota og engum tengslum bundið við neina samábyrgðar-einokun. Tryggyi Sveinbjörnsson Enn heflr íslendingi hlotnast sú sæmd, að sjónleikur eftir hann hefir veriö sýndur á konungl. leikhúsinu í Kaupmannahöfn. »Regnið« eftir Tryggva Sveinbjörnsson var leikið þar í fyrsta sinni 17. f. m. T. Sv. er liðlega þrítugur maður, svarf- dælskur að ætt. Hann tók stúdents- próf hjer 1914, heíir siðan dvalið i Danmörku og er nú ritari á ís- lensku sendiherraskrifstofunni i Khöfn. Hann hefir áður gefið út sjónleikinn »Myrkur«. Tryggvi Sveinbjörnsson. Ummæli danskra blaða um »Regnið« eru yfirleitt miður lofsam- leg. Hlýlegast ritar Sven Lange i Politiken. Bendir hann á að leikur- inn sje viðvaningslega saminn, en viðurkennir að hann hafi innra gildi, sálarlifslýsingarnar sjeu sann- ar, samtölin eðlileg og lifandi. »Han er vistnok Digter«, skrifar Lange um höf. verksins. Strangari er Julius Clausen í Berl. Tidende. Hann segir að höf. virðist hafa viljað segja eitthvað fallegt, en hafi bersýnilega ekki nema á stöku stað haft hæfileika og vald til þess að varpa Ijósi yfir þær til- finningar mannshjartans, sem hann vildi skýra. Leiksagan sje misstniði, Viðvaningsbragur á mörgum atrið- um, sjerstaklega vanti þau samstill- ingu (Koncentration). »f sjónleik má helst ekkert tilsvar vera tilvilj- un, þó að svo liti út — alt verður aö miða að einhverju, segja eitt- hvað; en í þessum leik var sannar- lega of mikið af ómerkilegu masi um ekkert og af altof langdregnum atriðum . . . Sem sjónleikur var verkið fult af áberandi göllum og þess vegna ekki gott. Og þó var í því undirstraumur skáldlegrar til- finningar — sem kliðaði eins og litil lind undir yfirborði verksins«. Lange og Clausen eru sammála um að leikurinn hafi ekki verið sem best leikinn — og má vera að því sje að nokkru leyti um að kenna, hve daufar viðtökur hann hefir fengið. Konungskoman. Svo sem frá hefir verið skýrt hjer í blaðinu, koma konungshjónin hingaðl2. júní í vor. Fara þau vestur 15. júni, en munu ætla að bregða sjer hjeðan upp í sveitir efveö- ur verður gott. Konungur held- ur ríkisráð áður en hann ferúr Reykjavik. Til ísafjarðar koma kouungshjónin 16. júní ogdvelja þar sólarhring, til Akureyrar koma þau 18. júní og ætla að fara í Vaglaskóg ef vel viðrar. Á Seyðisíirði verða þau 21.júní Mussolini meðal svartliða. Landlviniiing-aliuiariiw T^Xuisssoliiiis. A þessum vetri hefir Mussolini stigið siðustu skrefin til fullkomins einveldis. Hann hefir látið gera sig að forsætisráðherra æfilangt og leysa sig af allri ábyrgð gagnvart þinginu. Ekkert mál má taka á dagskrá í þinginu án samþykkis hans og enginn má gefa út blað, nema með leyfi stjórnarinnar. Eftir að Mussolini siðustu þrjú ár hefir lagt alt kapp á fjárhagslega viðreisn ítalíu og orðið mikið ágengt i þeim efnum, þá boðar hann nú nýja stjórnarstefnu — ítalía á að verða keisaradæmi, eða eins og hann sjálfur orðar það, »rómverska keisararikið« á að endurrísa. Og hann dregur enga dul á, að hið endurrisna keisararíki ætlar sjcr ekki að verða friðsamlegt, fremur en ástæður leyfa. Hann kveður skýrt að orði um að þröngt sje um ítali heima fyrir og að þeir eigi rjett á nýjum land- námum. Er sagt að hann hafi auga á landspildum bæði i Litlu Asiu og á norðurströnd Afríku. Ðlaðamenn hans og sljómmálarithöfundar hata gert ljósa grein fyrir hinum nýju hugsjónum fascista. Einn hinn þektasti þeirra, Francesco Co- ppola, segir i grein í Tribuna: »Pegar vjer ítalir tölum um italskt keisara- riki, þá eigum við fyrst og fremst við nýienduríki, ríki sera nái út fyrir Evrópu«. Hann dvelur við hina öru fólksfjölgun i ítalíu, atvinnuleysið, skort landsins á mikilsvarðandi hráefnum (kolum og jarni) og telur þær nýlendur, sem ítalir nú eiga, fátækar að gæðum og ónógar. Ef ítalía eigi ekki að horfa fram á hnignun og vandræði, þá verði hún að eignast ný- lendur, miklar og auðugar að hráefnum. »Vilja Bandaraenn gefa ítaliu á friðsamlegan hátt það sem hún þarfnast«? spyr hann og bætir við, að ef þeir vilji það ekki, þá taki þeir á sig hina þuugu ábyrgð. Bretar virðast fúsir á að styöja ítalíu til nylenduaukninga. Peim virðist sú tilhugsun ekki óljúf, að við hlið Frakklands verði annað jafnsterkt stór- veldi á meginlandi Evrópu — og i vináttusambandi og þakkarskuld við England. en halda daginn eftir áleiðis til Danmerkur. — Jón Sveinbjöms- son konungsrilari verður í för- inni og nokkrir danskir hirð- menn. Sira Ragnar Kvaran og frú hans komu hingað um siðustu helgi frá Vesturheimi og dvelja hjer fram á su-i ar. Svo sem kunnugt er hefir R. K. þjónað öðrum islenska söfnuðinum i Winnipeg síðustu 4 ár og er ráðinn til þess að þjóna honum enn um tveggja ára skeið. Landsmálafjelsgið »Vörður« hjelt fund um fyrri helgi, sem varð bæði fjölsóttur og tjörugur. Jón Porláksson fjármálaráðherra flutti erindi um stefnur i sljórnmál- um. Mun það bráðlega birtast á prenti og skal efni þess ekki rakið bjer að þessu sinni. Miklar umræður urðu á eftir og stóð fundurinn fram yíir miðnætti. Þórarinn Guðmundsson efndi til kirkjuhljómleika á fimtudag með aðstoð Eggerts Gilfers, Simonar Póröarsonar og Axel Wolds. Skemtunin þóttihinbesta.Fiðlu- leikur Þórarins er altaf frískur og djarfur, ungur og hressandi blær yfir lónum hans. Hijómsveit Reykjavikur efndi til hljómleika á sunnudaginn með aðstoð frú Guðrúnar Sveinsdóttur. Frúin hefir hljómþýða og við- kunnanlega rödd og fór vel með lög og teksta. Af viðfangsefnum hljómsveitarinnar tókst »L'Arlé- sienoe« best, það var suðrænt sólskin yfir hinum ljettstíga og töfrandi leiktónanna. Mestskorti á að hljómsveitin gæti ráðið við »Finnlandia«, þar vantaði til- finnanlega fleiri blásturshljóð- færi. Þýskt smyglaraskip var tekið af varðskipinu »Fylla« suður í Vogum á mánudag og flutt til R^ykjavíkur. Höfðu menn áður farið á land úr því og þótti för þeirra grunsamleg. Skipið reynd- ist að vera hlaðið áfengi, mest rommi. Einn íslendingur var á því, Jón Jónsson fyrv. bryti á Esju. Játaði hann sig eiganda að nokkrum hluta farmsins, en kvaðst hafa tekið að sjer að sjá um sölu á hinu áfenginu. Sira Halldór Bjarnarson á Prest- hólum hefir fengið lausn frá embætti. .s__

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.