Vörður


Vörður - 13.03.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 13.03.1926, Blaðsíða 2
2 V Ö R Ð U K ♦3000000000000000000000# o o VÖBÐUR kemur ut O álaugardögum o Ritstjórinn: g Kristi'án AlbertsonTimgölu 18. O Sími: o 19öl. g Afgreiðslan: O Laufásveg 25. — Opin 5—7 síðdegis. Sími 1432. g Ö V e r ð : 8 kr. árg, O § Gjalddagi 1. júlí. § o o ♦0000000000000000000000° Lög nr. 10 frá 1923 »Með lögum skal land byggja, en ekki með ólögum eyða«. I. Þrátt fyrir »mottc« það, er jeg hefi valið linum þessum, fer því fjarri að jeg fylli flokk þeirra manna, er álíta að sjer- hver lagasmíð Alþingis sje i!la af hendi leyst. Þvert á móti er það sannfæring mín að löggjaf- ar vorir, fyr og nú, hafi leyst störf sín vel af hendi eftir á- stæðum. Þess ber vel að gæta, að vjer íslendiugar erum enn ekki orðnir það pólitískt þrosk- aðir, að vjer sjáum eða viður- kennum nauðsyn þess, að láta nefnd glöggra lögfræðinga yfir- fara og athuga öll lagafrumvörp, er leggja á fyrir Alþingi, og taka í þessu Englendinga oss til fyrirmyndar. Þar til svo verður gert, er næsta eðlilegt að gallar og missmíði verði á all- mörgum af lögurn þeim, er Al- þingi samþykkir. En það er ó- eðlilegt, enda fágætt, sem betur fer, að afgreidd sjeu lög svo á- berandi stórgölluð, að hver meðalgreindur maður hljóti að taka eftir göllunum, án þess að honum sje gagnrýni í hug. Ofangreind lög um stofnun sýsluvegasjóða eru undantekning þessarar tegundar. II. Athugum sýsluvegasjóð dögin eins og þau liggja fj'rir. Þau heimila sýslunefndum að ákveða með einfaldri samþykt (stað- festri af atvinuumálaráðherra), að greiða skuli sýsluvegasjóðs- gjald af öllum fasteignum innan sýslunnar, alt að 60/eo af mats- verði þeirra. Af fasteign (þ. e. jörð meö húsum og öðrum mannvirkjum), sem metin er á 100,000 kr. (þær eru til) þarf þatf ábúandi að greiða alt að 600 kr. Hjer er um nýjan skatt að ræða, og hann ekkert smá- ræði. Hvaða nauösyn knýr lög- gjafa vora til þess að fela sýslu- nefndum að ákveða hvort og hve- nær sýslufjelag skuli greiða slíkan skatt? Augljóst er að hjer ræður tilviljun ein, hvaða sýslufjelög »höndla hnossið«, án alls tillits til þarfar og getu. Að refsilög- gjöfinni sleplri eru skattalögin viðkvæmasti þáttur löggjafar vorrar. Vjer lesum í stjórnar- skránni, að »löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi, báðum saman«, og að »engan skatt má á leggja, nje breyta, nje aftaka, nema með lögum«. Vitanlega koma ákvæði sý.sluvegasjóðslaga ekki beint í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar, en stjórnar- skráin gefur þó löggjöfum vor- um ótvíræða bendingu um að afsala ekki að nauðsynjalausu löggjafarvaldi sínu í hendur öðrum, allra síst í skattamálum. III. Athugum enn sýsluvegasjóðs- lögin með tilliti til þeirrar meg- inreglu í skattalöggjöf allra sið- aðra þjóða, að beinir skattar, aðrir en nefskattar, skulu greið- ast af gjaldenduin í tilteknu (oftast nokkurnveginn rjettu) hlutfalli við »efni og ástæður«, annað þessa tveggja eða hvor- tveggja í senn, eftir því hver skattstofninn er. Sýsluvegasjóðs- 5.0Ú0 kr. enda haíi báðar veríð metnar af sömu mönnum. Tvö- falt gjald af tvöföldum arði verður hjer aðalreglan. Frá sanngirnissjónarmiði og út frá þeirri meginreglu, sem drepið er á hjer að framan, verður ekkert út á »jörð« selt, sem skattstofn. Um skatthæðina má hinsvegar deila, en i þeim til- gangi eru línur þessar ekki skrifaðar. 2. Hús til sveita eru að svo hverfandi lillu leyti arðgæf eign, að segja má að aðeins gæti smávægilegrar ónákvæmni í því að telja þau óarðgæf. Allir, sem í sveit búa, eða hafa verið þar, vita, að jarðarleiga iniðast því nær eingöngu við afrakstur jarðar, það er heyfall og hlunn- indi. Bændur eru sjaldan svoefn- um búnir að þeir sjái sjer fært að borga hærri leigu, svo nokkru verulegu nemi, fyrir jörð, að- eins lyrir það eitt að hún er betur hásuð en önnur. Kunnugt er það, að húsakynni til sveita í landi voru, jafnt mannahýbýli sem peningshús, eru yfirleitt fram úr hóíi Ijeleg, Bestu menn þjóðarinnar telja það hina mestu nauðsyn að ráðin verði bót á þessu. Mörg spor og þakkarverð hafa verið stígin í þessa átt, aðallega síðan um síð- ustu aldamót. Fó finnast enn heilir hreppar og jafnvel heil hjeruð, þar sern engin varanleg bygging hefir verið reist. Lítum á hvernig þetta ástand horfir við gagnvart sýsluvegasjóðslög- unum. Tökum til dæmis tvö býli, Hól og Hvamm. »Jörðin« Hóll er rnetin á 10.000 kr., en jarðarhús á 3000 kr. Malsverð húsanna er aðeins 23°/o af sam- anlögðumalsverði býlisins. »Jörð- in« Hvammur er einnig metin á 10,000 kr. En þar er búið að byggja varanleg og vönduð hús yfir fólk og fjenað, sem metin eru á 30,000 kr. það eru 75% af samanlögðu matsverði býlisins. Ábúendur býlannagreiða samkv. sýslunefndarsainþykt 6°/o af matsverði þeirra í sýsluvega- sjóð. Bóndinn á Hóli greiðir því 78 kr. en Hvamms-bóndinn 240 kr. Hjer af er raunveíuleg- ur húsaskattur hjá öðrum 18 kr., hjá hinum 180 kr. En báð- ir hafa, að öðru jöfnu, álíka inikinn arð af býlum sínum. Tökum annað dæmi: Knnnugl er að húsaþörf jarða stendur í engu ákveðnu hlutfalli við mats- verð þeirra. Hinar svokölluðu »erfiðu« jarðir þurfa stundum meiri húsakost, einkum íveru- húsa, en ýmsar »hægar« jarðir, þó dýrari sjeu að jarðamati. »Jörðin« Grund er metin á 5000 kr., en hús á 22,000 kr. Jörðin Brekka er metin á 15,000 kr. en hús á 3000 kr. Bóndinn á Grund hefir, að ööru jöfnu, þrefalt minni arð af sinni jörð, en borgar þó þriðjungi hærra gjald í sýsluvegasjóð. Væru jafn- dýr hús á báðum jörðunum, þyrfti bóndinn í Brekku að borga tæpum þriðjungi hærra gjald og er það aðeins lítið spor í jafnaðaráttina. Hjer er um einstaklinga að ræða. En sama gildir vitanlega unr hrepps- fjelög, þegar gjaldinu er jafnað niður á þau eftir samanlögðu fasteignamati hreppsins. Hrepps- fjelög, sem eiga innan sinna takmarka mikið af vönduðum og dýrum byggingurn, veiða harðast úti. Má þó ganga að því vísu að þar sjeu mestar skuldir og minst gjaldþol, sem mest er bygt. Nú er spurningin: Getur lög- gjöfum vorum hafa verið Ijóst, þegar þeir samþyktu sýsluvega- sjóðslögin, hve mikil ósanngirni það er að taka sama gjald af jarðarhúsum sem laruli jarða? Getur þeim hafa verið Ijóst, að með því íþyngja þeir óhæfilega og óverðskuldað þeim mönnum, Enn um hinn íslenska tvísöng. Eftir sira Bjarna Þorsteinsson. Próf. Svbj. Sveinbjörnsson hefir fyrir skömmu skriíað »fá- ein orð uru íslenskan tvísöng« í blað þetta, og er þar margt vel sagt sem vænta mátti; en þar eru einnig nokkrar álykt- anir hans, sem fara i bága við skoðanir mínar í þessu efni, sem jeg fyrir iöngu hef látið opinberlega í ljósi, og held fast við enn. Jeg vil því, með fullri virðingu fyrir prófessornum og ályktunum hans, skýra frá þess- um skoðanamismun. Prófessorinn byrjar ritgerð sína þannig: »Mjer hefir nýlega borist sú fregn, að tilraun sje gerð til þess að telja mönnum trú um, að hinn svo kallaði ís- lenski tvísöngur sje íslenskur að uppruna«. Og hann heldur áfram og segist af mörgu ný- stárlegu fátt hafa heyrt »jafn- furðanlegt«. En fyrir seytján árum kom út bók eftir mig, íslensk þjóð- lög, og er þar langt mál um hinn íslenska tvísöng, og gerð ítarleg og rökstudd grein fyrir því, hvers vegna jeg kalla tví- sönginn Islenskan. Þessa bók hefir prófessorinn vitanlega ekki lesið; en það er illa farið, aö hann skyldi ekki, áður en hann fór að rita um tvísönginn, k'ynna sjer hið eina verulega, sem um þetta efni hefir verið skrifað á íslensku. En ef hann hefir lesið skoðanir útlendra manna á tví- söng og uppruna hans, þá hlýt- ur hann að hafa orðið þess var að ýrnsir merkir söngfræöingar og sagnaritarar bafa haldið því fram, að tvísöngurinn væri upp runninn á Norðurlöndum. Jeg hef aldrei haldið þvi fram og mun aldrei gera, »ð tvísöngurinn væri upp runninn á fslandi; en það-er heldur ekki málið okkar, og köllum vjer það þó islensku, og það með fullum rjetti. Eftir að jeg hef rökstult það eftir föngum í nefndri bók (bls. 764—767), sjerstaklega með til- vitnunum í útlenda rithöfunda og einnig með eigin athugunum, að kvintsöngurinn (sama sem tvisöngurinn) sje upp runninn á Norðurlöndum, segi jeg á bls. 767—8: »það er mín sannfær- ing af framansögðu, og af öllu því, er jeg hef rannsakað og lesið um það mál, að kvint- söngurinn sje upp runninn á Norðurlöndum, að hann hafi verið orðinn þar almennur á landnámstíð vorri, að víking- gjaldið hvílir á ábúanda en ekki eiganda fasteignar, og er því í eðli sínu ábúðarskattur en ekki eignarskattur. Hann miðast því í raun og veru ein- göngu við ástæður, þær sem sje, að því verðmeiri, sem fasteign er, því meiri arð gefi hún. Petla getur verið rjett, en þarf ekki að vera það. Einmilt hjá oss íslendingum er hlutfallið á milli »jarða« og »jarðahúsa« annars- vegar, og »ljelegra húsa« og »vandaðra« hinsvegar, svo ólíkt því sem víðast er annarsstaðar, að knýjandi sanngirnisnauðsyn krefur að vel sje athugað hvað »fasteign« er, áður en hrapað er að því gagnrýnislaust að lög- leiða eða lögleyfa nýjan fast- eignaskatt. IV. Sýsluvegasjóöir, stofnaðir sam- kvæmt heimild sýsluvegasjóðs- laganna, hljóta að fá allan þorra tekna sinna af fasteign- um, (þ. e. bújörðum) í sveit- um landsins. Pessar fasteignir geri jeg því hjer sjerstaklega að umtalsefni, en hirði eigi að taka afstöðu til þess, hvort aðrar reglur kynnu að mega gilda að einhverju leyti um þurrabúðir og hús í sjávarþorp- um. Fasteign (hjer bújörð) ber að greina sundur í þrent: 1. jörð (land bújarðar). 2. »jarð- arhús« og 3. »önnur mannvirki«. Skulu nú þessir þrír liðir tekn- ir til athugunar, hver 1 siuu lagi. 1. »Jörð« í nýnefndri (þrengri) merkingu er arðgæf eign, sem ekki rýrnar eða fyrnist við venjulega notkun. Matsverð jarð- ar (að meðtöldum hlunnind- um) fer eflir áætluðum arði (þ. e. nolagildi) hennar. Gera má ráð fvrir því að jörð, sem metin er á 10,000 kr., hafi sem næst tvöfalt notagildi á móts við aðra jörð, sem metin er á arnir hafi flutt þennan söng með sjer hvert sem þeir fóru, að landnámsmenn vorir hafi flutt hann nit ð sjer hingað til íslands, að hann hafi nokkuð löngu þar eitir dáið út og horfið á Norðurlöndum eins og ann- arsstaðar, en lifað góðu lífi á íslandi öld eftir öld, að alveg eins standi á með kvintsönginn eins og hið forn-norræna mál, sein vjer nú köllum islensku. Hvorttveggja var alment um öll Norðurlönd fyrir 1000 árum; hvorltveggja flutlist hingað meö iandnámsmönnunum; hvort- tveggja aflagaðist en hvarf síðan um öll Norðurlönd, en hvort- tveggja varðveittist furðanlega lítið breytt á vorri afskektu fósturjörð alt til þessa dags. Pess vegna höfum vjer hinn sama rjett til að kalla tvísöng- inn íslenskan og vora eiginlegu eign, eins og að kalla málið íslensku, sem vjer ritum og töl- um«. Pá fyrst, þegar próf. Svein- björnsson hefir með rökum hrakið alt það, sem jeg byggi þessa niðurstöðu á, alt það, sem jeg á hinum nefndu fjór- um blaðsíðum í bók minni færi því til stuðnings, að jeg kalla tvísönginn íslenskan, þá fyrst en ekki fgr getur hann talið kenningu mína um uppruna tvísöngsins og ætterni »furðu- lega«. Pað sem næst kemur í grein prófessorsins er aukaatriði í þessu máli, en það er um hina persónulegu viðkynningu hans við tvlsönginn, — en hún er lítil. Hann hefir heyrt tvísöng á uppvaxtarárum sínum og það í »sjál!ri Reykjavík«. Já, þangað var nú belst tvísöngs að leital Og tvísðngslögin, sem hann heyrði oftast sungin, þau voru að eins fjögur, og hann telur þau upp. Tii samanburðar má geta þess, að þegar jeg bað Pal sál. Melsteð að gefa mjer lista yfir bin helstu tvísöngslög, er sungin hefðu verið í hans tið í Bessastaðaskóla, þá sendi hann mjer lista yfir rúm 40 lög (1,1. þjóðl. bls. 572—574). Og enn fremur má geta þess, að í áðurnefndri bók minni eru prentuð rúm 70 tvísöngslög með að eins annari röddinni og 42 önnur tvísöngslög með báðum röddunum. En það sem næst kemur í grein prófessorsins er þýðÍDgar- mikið atriði, en það er um framkvæmd tvísöngsins, eða hvernig hann var sunginn. Hann segir að tvísöngurinn hafi ein- göngu verið í því fólginn, að tveir menn sungu saman fyrst unisono, eða sömu tónana báð- ir, en síðar á ákveðnu atkvæði fór annar söngmaðuiinn »upp«, þ. e. söng tónstigin upp, þangað til hann var kominn hreinum kvinti hærra en hinn, en hinn beið á meðan, og svo sungu þeir lagið til enda í kvintum. Pessari lýsingu á tvfsöngnum verð jeg, sannleikans vegna, al- gerlega að mótmæla. Og þótt jeg hafi lýst því nokkuð ræki- lega í áðurnefndri bók (bls. 771—775), hvernig tvísöngur var sunginn, mun varla veita af, að taka meginatriði þess hjer upp. Tökum til dæmis Island, far- sœlda frón, eitt hið almennasta tvisöngslag. Lagið sjálft kaila jeg aðalrödd (áður kallað Ten- or), en hina röddina, sem »fór upp«, kalla jeg fylgirödd (áður kallað Bassus, og bendir nalnið á, að hún hafi lika »farið nið- ur«). Af öllum, sem kunnu tvf- söng, var þetta lag sungið, — ekki unisono aftur fyrir miðju, — heldur þannig, að frá byrj- unarorðinu Ísland, sem var sungið unisono, og aftur í orðið fornaldar, var fylgiröddin kvint fyrir neðan aðalröddina, og á atkvæðinu forn sömuleiðis kvint fyrir neðan; á atkvæðinu ald komu raddirnar saman, eða sungu unisono þetta eina at- kvæði, og á atkvæðinu ar var

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.