Vörður


Vörður - 13.03.1926, Side 4

Vörður - 13.03.1926, Side 4
4 V t) R Ð U B Alþingi. Kællsblp. Landbúnaðamefnd flytur svo- hljóðandi frv.: »1. gr. Þegar h.f. Eimskipa- fjelag Islands lætur byggja nýtt millilandaskip, er ríkisstjórninni heimilt aö veita til þess styrk úr ríkissjóði, alt að 350000 kr., gegn því, að skipið hafi full- kominn kæliútbúnað, 2 milli- þilför og að efsta þilfar, efra milliþilfar, skipshliðar og þver- veggir milli lestarúma sje ein- angrað fyrir kæliflutning. 2. gr. Ríkisstjórninni er heim- iít að ábyrgjast fyrir hönd ríkis- sjóðs það eða þau lán, sem fje- lagið þarf til skipsbyggingar þessarar, enda sje skipið að veði gagnvart lánveitanda eða ríkissjóði. 3. gr. Eimskipafjelaginu er óheimilt að selja skipið, nema raeð samþykki ríkisstjórnarinn- ar, og ef skipið strandar, er fjelaginu skylt, annaðhvort að )áta smiða nýtt skip af sömu gerð, eða endurgreiða ríkissjóði framlag hans. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi«. Frv. fylgir svohljóðandi grein- argerð. »Landbúnaðarnefndin flytur mál þetta eftir beiðni atvinnu- taálaráðherra, og fylgdi því þessi greinargerð: Hinn 28. sept. f. á. reit at- vinnumálaráðuneytið Eimskipa- fjelagi íslands svohljóðandi brjef: »Með því að komið mun hafa til orða, að Eimskipafielag íslands hæti við skipi, aðallega til flutn- inga, áður langt um liður, og með því að mjög hefir verið um það rælt, að útvega þurfi kæliskip með sjerstöku tilliti til útflutnings á kjöti, vill ráðu- neytið hjer með leyfa sjer að spyrjast fyrir um það hjá stjórn Eimskipafjelagsins, hvort hún fyrir sitt leyti mundi ekki geta fallist á, að skip það, er aukið væri við núverandi skipa- stól, yrði kæliskip, gegn því, að ríkissjóður legði fram til skipa- kaupanna það fje, sem samn- ingar tækjust um, þannig að skipið yrði eign og þá að sjálf- sögðu undir stjórn fjelagsins, enda sæi það um útvegun þess og smíði að öllu leyti. Hversu mikið ríkissjóður mundi leggja fram, verður ekki sagt um, enda þarf til þess samþykki Alþingis, en ef um hentugt og vel útbúið skip væri að ræða, þykir ráðuneytinu líklegt, að Alþingi mundi taka vel í málið. Svar við þessu væri æskilegt að fá við fyrstu hentugleika. Magnús Guðmundsson. Oddur Hermannsson«. Til svars þessu brjefi hefir atvinnumálaráðaneytinu borist svohljóðandi brjef, dags. 24. febr. þ. á.: »Út af brjefi hins háa ráðu- neytis, dags. 28. sept. f. á., við- vikjandi nýju skipi með kæli- útbúnaði, skal stjórn h.f. Eim- skipafjelags íslands leyfa sjer að tjá ráðuneytinu það, sem bjer segir: Stjórnin hefir íhugað rækilega möguleikana á því að afla slíks skips, leitað tilboða í útlöndum o. s. frv. Hefir stjórnin að lokn- um þeim íhugunum og rann- sóknum ákveðið að svara fyrir- spurn ráðuneytisins á þessa leið: Fjelagið er fúst til að láta byggja nýtt kæliskip, með skips- skrokk og vjel eins og á Goða- fossi, með rúmi fyrir 20 farþega á 1. og 20 á 2. farrými, tveim milliþilförum, og sje efsta þil- far, efra milliþiifar, skipshliðar og þverveggir milli lestarúma einangrað fyrir kæliflutning. Á- ætlað er að slikt skip kosti um 1050 þús. danskar kr. (ca. 1260 þús. isl. kr.). Þau skilyrði eru sett, að rikissjóður leggi fram til skipasmiðarinnar 350 þús. kr. án kröfu til endurgjalds eða eignarhluta í skipinu og láni fjelaginu 600 þús. kr., er það þarf að fá til viðbótar láni á 1. veðrjetti í skipinu, eða á- byrgist slikt lán, ef fáanlegt er annarsstaðar. Umræddar 350 þús. kr. (tillagið) samsvarar verði sjálfs kæliútbúnaðarins og þess hluta af skipsverðinu sjálfu, er samsvarar lestarrúmi því, er fer forgörðum vegna kæliútbúnaðarins. Við ákvörðun þessarar upphæðar gekk fjelags- stjórnin út frá þvi, að sjálfur kæliútbúnaðurinn kosti um 125 þús. d. kr. Stjórnin er fús á að gefa ráðuneytinu eða þingnefnd þær frekari upplýsíngar í málinu, sem hún getur, sýna uppdrætti o. s. frv., ef óskað veröur. Virðingarfylst. H. f. Eimskipafjelags íslands. Sveinn Björnsson, formaður. H. Benediktsson. Eggert Claessen. Jón Árnason. Brjef þessi sýna svo glögt, hvernig málið liggur fyrir, að naumast virðist þörf að skýra það nánar. Þess má þó geta.að Goðafoss hefir reynst eitthvert besta skipið, sem hefir verið i siglingum hjer við land, og má því telja æskilegt að fá annað skip af sömu gerð. Rjett er að geta þess, að þetta skip mundi verða mjög hentugt fjárflutninga- skip. Skipasmíðastöðin mun þurfa um 8 mánuði til að smíða slíkt skip sem þetta, og virðist rjett- ast að hefja byggingu þess sem fyrst og ekki síðar en svo, að það yrði tekið til notkunar haustið 1927. Nánari skýringar munu koma fram í meðferð málsins á þinginu«. Verðtollur. Stjórnin flytur frv. um verð- toll. Fer það fram á framleng- ing núgildandi laga, sem ann- ars falia úr gildi í lok þessa árs. Jafnframtersú breyting gerð, að tollurinn lækkar nokkuð um- fram þá lækkun, sem gekk í gildi 1. þ. m. Tollílokkarnir verða nú tveir, greiðist 20% af verði þeirra vara, sem í fyrra flokknum eru, en 12V20/0 af sið- ara flokknum. Tekjur af verð- tolli á árinu 1927 eru áætlaðar 850 þús, kr. Flóaávcitan. Stjórnin flytur frv. um breyt- ingu á lögunum um Flóaáveit- una, og hljóðar 1. gr. þess svo: »Landsstjórninni heimilast að láta gera þau mannvirki á FJóa- áveitusvæðinu, auk skurða og garða, sem nauðsynleg verða að teljast, til þess að áveitan komi að fullum notum, og greiðist kostnaður af framkvæmdum þessum á þann hátt, sem um semst milli landstjórnarinnar og íbúa áveitusvæðisins, enda nemi tillag rikissjóðs til vegagerða aldrei meiru en helmingi kostn- aðar, og ekki yfir V4 kostnaðar til annara framkvæmda«. Frv. hefir verið afgreitt írá Nd. og liggur nú fyrir Ed. Ný bankavaxtnbrjef. Stjórnin flytur frv. um heim- ild fyrir veðdeild Landsbank- ans til að gefa út ný banka- vaxtabrjef, að mestu samhljóða frumv. þessa efnis, sem banka- málanefndin hafði samið samkvæmt tilætlun síðasta þings. 1. gr. frv. hljóðar svo: »Veðdeild Landsbankans skal vera heimilt að gefa út banka- vaxtabrjef, alt að 10 miljónum króna. Vaxtabrjefunum má skifta í flokka, og nefnist sá þeirra, er fyrst kemur til framkvæmda, 5. flokkur veðdeildarinnar og hinir í áframhaldandi töluröð þar á eftir. Fjármálaráðherra ákveður hvenær hverjum flokki skuli vera lokið.er stjórn Lands- bankans hefir gert tillögur um það. Fyrstu fjögur árin, eftir að 5. flokkur er seitur á stofn, veitist tillag til þessara veðdeild- arflokka úr ríkissjóði, 8000 kr. á ári«. Útsvör. Stjórnin flytur allmikinnlaga- bálk um útsvör. Höfuðbreyting trv. frá núgildandi lögum er sú, að útsvör verða lögð á menn eingöngu þar sem þeir eru heim- ilisfastir, en hafi gjaldþegn haft atvinnu eða rekið atvinnu ann- arsstaðar, þá skal útsvarinu síð- an skift milli hlutaðeigandi sveita eða bæja. Yeitingasala og gistihásliald. Stjórnin flytur frv. um veit- ingasölu og gistihúshald. Höfuð- nýmæli frv. er það, að leyfi lög- reglustjóra þarf til þess að mega gera sjer gistihúshald eða veit- ingar að atvinnu. Fyrir leyfi til gistihúshalds greiðist í ríkissjóð 200 kr., fyrir leyfi til veitinga alment 150 kr. og fyrir leyfi til tækifærisveitinga skal greiða i sveitarsjóð eða bæjar frá kr. 5—50 eftir ákvörðún. Happdrætti. Áður hefir verið frá því skýrt að þeir Jörundur Brynjólfsson og Pjetur Ottesen flytji frv. um að ráðuneytinu veitist heimild til að veita bræðrunum Sturlu Jónssyni og Friðriki Jónssyni einkaleyfi til stofnunar íslensks happdrættis, með ýmsum skil- yrðum sem greind eru í frv. Fylgir frv. svobljóðandi greinar- gerð: »Á Alþingi 1924 var borið fram frv. í Nd. um stofnun ís- lensks happdrættis, að miklu leyti samhljóða þessu frv. Málið kom mjög seint fram á þinginu og varð því ekki útrælt. Þetta frv. er þó frábrugðið hinu fyrra frv. að því leyti, að tekjuvon Jandsins samkvæmt þessu frv. er mun meiri, eða sem nemur 200 þús. kr. á ári. Ef vel gengur með sölu happ- drættismiðanna, ættu beinar tekjur landsins af happdrættinu að geta numið um 800 þús. kr. á ári. Auk þess hefði landið miklar tekjur af starfsemi happ- drættisins, fyrir írímerkjasölu, símanot o. fl. Myndi mikið fje koma landinu til tekna á þann hátt. Á það má og benda, að er- lend »Iotteri« selja nú hjer á landi afarmikið af seðlum sín- um, og þeir fjármunir, er fara úr landi á þennan hátt, skifta tugum eða jafnvel hundruðum þúsunda kr. árlega, og af því fje hlotnast landinu engar tekj- ur, en tvímælalaust myndi stofnun slíks happdrættis, sem hjer um ræðir, reynast örugg- asta leiðin til að koma í veg fyrir sölu erlendra »lotterí«- seðla bjer á landi. Tekjum þeim, sem landinu áskotnast fyrir starfsemi þessa happdrættis, álítum við best og hagkvæmast varið á þann hátt að láta þær renna til ræktunar- sjóðsins og landbelgissjóðsins. En hlutverk þessara sjóða er að stuðla að eflingu og þró- un höðuðatvinnuvega landsins, hvers á sínu sviði. Og því fær- ari verða þeir til að inna af hendi þelta mikilsverða hlut- verk, sem þeim er veittur meiri fjárbagslegur stuðningur«. Byggiogar- og landnáms- sjáðnr. Jónas frá Hriflu flytur frumv. um gróðaskatt og annað frumv. um byggingar- og landnámssjóð. 1. gr. frv. um gróðaskatt hljóð- ar svo : »AUir gjaldþegnar á ís- landi, sem skyldir eru sam- kvæmt lögum að greiða til landssjóðs tekju- og eignaskalt, skulu þar að auki greiða sjer- stakan gróðaskatt, ef skattskyld- ar tekjur eru 15 þús. kr. eða meira eitthvert ár, eða skalt- skyldar eignir 50 þús. kr. eða meira. Gróðaskalturinn miðast við alla upphæðina«. í 3. gr. frv. er ákveðið hvern- ig gióðaskatturinn sknli reikn- aður út. Af lekjurn frá 15—20 þús. kr. greiðist 25 kr. afhverju þúsundi, af tekjum frá 20—30 þús. 50 kr. af þús., af tekjum frá 30—40 þúsund 75 kr. af þúsundi, af tekjum frá 40—50 þús. 100 kr. af þús. o. s. frv. — skatturinn af þúsundi hækk- ar því meiri sem tekjurnar verða og er ákveðinn 200 kr. af þús. af 80 þús. kr, tekjum eða meiru. Af skuldlausri eign, sem er 50 þús. kr. virði eða meira, greiðist í gróðaskatt 15 kr. af þús. í 4. gr. frv. er svo fyrir mælt: »Jafnóðum oggróðaskattur greið- ist lil innheimtumanna ríkis- sjóðs, skulu þeir endurgreiða skatlinn til Lardsbanka íslands. Stjórn Búnaðarfjelags íslands ráðsíafar gróðaskaltinum árlega eítir því, sem fyrir er mælt í lögum um byggingar- og land- námssjóð og reglugerð hans«. Þá er frv. um byggingar- og landuámssjóð. 1. gr. hljóðar svo: »Stofna skal sjóð, er heilir bygg- ingar- og landnámssjóður. Verk- svið hans er að gera efnalitl- um bændum og grasbýlamönn- um við kauptún færl að endur- byggja bæí sina eða reisa ný- býli, rneð skiftingu jarða við erfð eða öðruvísi, þar sem hent- ug ræktunarskilyrði eru. Stjórn Arsfundur í Berklavarnarljelagi íslands verður haldinn i kaupþingssaln- um í húsi Eimskipafjelags ís- lands í Reykjavik laugardaginn 15. maí næstkomandi Dagskrá samkvæmt 14. gr„ fjelagslaganna en auk þess mun verða lögð fyrir fundinn tillaga um að slíta fjelaginu og nm ráðstöfun vegna þess. Reykjavik 4. mars 1S26. Stjórnin. Starf nautpenings' æktarráðanantiS Búuaðarfjelags íslands er laust til umsóknar. Byijunar- laun 3000 kr. á ári, auk dýr- tiðaruppbótar, sem er sú sama og annara staifsmanna ríkisins. Launin hækka á þriggja ára fresti um 300, 300 og 400 kr. upp í 4000 kr. Umsóknarfrestur til 1. júní n. k. Búnaðarfjelag íslands. Síðnstliðið haust var mjer dregiö hvítt hrútlamb, með mínu marki, sem er: sneiðrifað framan h., gagn- bitað vínstrs. Lamb petta á jeg ekki. Rjettur eigandi getur vitjað and- virðis fyrir lamb petta hjá undir- rituðum. Hróarsholti 31. jan, 1926. Helgi S. Xhorarenseu. Búnaðarfjelags íslands annast bókhald og gjaldkerastörf fyrir hann, þar til öðruvísi er ákveð- ið«. I 2. gr. frv. er ákveðið að starfi sjóðsins skuli vera þann- ig háttað, »að hann ábyrgist aö greiða alla eðá nokkurn hluta af vöxtum tiltekinna lána, er varið hefir verið eftir fyrirmæl- uin þessaia laga lil endurbygg- inga á sveitabæjum eða til land- náms«. Lánin má taka hvar sem er, en þau verða að vera veitt til 25 ára að minsta kosti og enn fleiri skilyrði eru sett fyrir því, að sjóðuriun inegi veita þessi hlunnindi í vaxta- greiðslum. Allar tekjur af gióðaskatti renna i byggingar- og land- námssjóð. Páll ísólfsson oflTelmanyhjeldti kirkjuhljómleika í Holmens- kirkju í Khöfn fyrir nokkrum dögum. Símað er að blööin tali mjög lofsamlega um báða lista- mennina. Dánarfregnir. Skoska skáldkon- an Disneg Leith ljest 19. f. m.. á eynni Wight. Hún var víð- kunn hjer á íslandi, hafði ferð- ast hjer í íjölmörg sumur og bar hlýjan bug til lands og þjóð- ar. — Poroaldur Arason bóndi og póstafgreiðslumaður á Víði- mýri í Skagafirði er nýlátinu, 75 ára að aldri. Vjelbátur ferst. Talið er víst að vjelbáturinn »Eir« frá ísa- firði, eign Jóhanns Þorsteinsson- ar, hafi farist um síðustu helgi. Hefir ekki til hans spurst síðan á laugardag, en á sunnudag gerði stórviðri og er talið að hann hafi í því farist. Hefur »Þór« leitað bátsins árangurs- laust. 12 menn voru á honum, flestir þeirra kvæntir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.