Vörður


Vörður - 20.03.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 20.03.1926, Blaðsíða 2
2 VÖRÐDR lit til, að það er þó líklegra að framkvæmanlegt þyki síðar meir, en nota raforku til rekstrar járnbrauta en bifreiða, þá er bersýnilegt að bifreiðarnar verða miklu háðari, en járnbrautin, verðlagi útlendrar vöru, elds- neytis og gúmmí, sem ætlað er þegar á 2. ári að kosta um 160 þús, kr. En járnbrautin notar þá eldsneyti fyrir aðeins 30þús. kr. með 50. kr. verði fyrir hverja kolasmálest. Af öðrum gjaldliðum munar mest um kostnað við viðhald brautar, eimreiða og vagna, svo og kaup starfsfólks. Þessir liðir eru mun hærri en tilsvarandi gjöld bif- reiðanna. Hvernig sem á málið er lilið, verður rekstrarafkoma bifreið- anna miklu lakari en járnbraut- arinnar. En mest gætir þó hins, að þær jafnast alls eigi við járn- braut um að fullnægja þörfum vaxandi umferðar. Nú verður að gera ráð fyrri því, að ræktun Suðurlandsundirlendisins vaxi til muna, jafnvel i náinni fram- tið, þannig að framleiðsla og flutningar geti margfaldast fram úr því sem áætlað er á 10. rekstursári. Til þess vaxtar eru mörg skilyrði fyrir hendi. Er þá aðgætandi, að járnbrautin getur afkastað miklu rneiri flutn- ingum án þess að kaupa þurfi vagna eða eimreiðar eða kosta verulega meiru til viðhalds brautinni og tii fólkshalds. En jafnóðum og umferð bifreiða vex, þarf að bæta við nýjum, því þær sem fyrir eru anna ekki meiru en þeim var ætlað i upphafi. í samanburðinum gætir þess nokkuð, að bifreiðarnar verða seinni í förum en eimlestir á járnbrautinni. t*eim er ætluð 21/s klst. milli Reykjavíkur og Ölfusár, en svo stórar bifreiðar sem þessar mega ekki aka hratt, síst ef vagn er hnýttur aftani þær. Hámarks ökuhraði þeirra er t. d. í Danmörku 24 km. á klst. og aðeins 15 km. á klst. með vagn. Með viðstöðum yrðu þá fólksbifreiðarnar um 3Vs klst. eða 1 klst. lengur á leiðinni en eimlest. í þessu efni er mjög fróðleg- ur samanburður við reynslu þá, sem fengin er i nálægum lönd- um. Mun jeg því skýra frá þeirri reynslu eftir kynningu, sem jeg hefi af henni haft bæði á ferðum erlendis og í ýmsum skýrsluma. Því næst ræðir í skýrslunni um reynslu annara þjóða í þessum efnum og þá sjerstak- lega um reynsluna Noregi; um hana er niðurstaðan þessi: »Reynslan í Noregi er því sú, að þrátt fyrir sjerlega víðtæka notkun bifreiða út um allar sveitir, þá hefir þeim hvergi verið ætlað að anna svo mikl- um flutningum, sem bjer eru austur. 1 þeim sveitum, sem flutningarnir eru mestir, er lögð sjerstök áhersla á að koma bif- reiðaferðum sem haganlegast fyrir, víða til þess að búa á þann hátt í haginn fyrir járn- braut síðar. En jeg þori að fullyrða, að hvergi í Noregi á nokkur sveit með slíkri flutn- ingsþörf, sem Suðurlandsund- irlendið hjer, að búa við svip- aðar samgöngur, örðugar og ófullnægjandi«. Ályktnn vegamálastjóra er á þessa leíð: »Allir, sem nokkuð eru kunn- ugir hjer sunnanlands, hljóta að verða sammála um, að brýn þörf er fullkominnar samgöngu- bótar milli Reykjavíkur og Suð- urlandsundirlendisins. Aðallega hefir menn greint á um, hvort nokkuð vit gæti verið, að hugsa til að leggja þar járnbraut, hvorl járnbraut þyrfti ekki miklu meiri flutninga en hjer eru, til þess að hún yrði ekki afarþungur baggi. í þeim um- ræðum hæltir mörgum við, bæði að gera of litið úr flutn- ingum milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisins og eins hinu, að ætla að slíkar smá- brautir þurfi miklu meiri um- ferð en raun er á, til sæmilegr- ar rekstrarafkomu. Rá er borin er saman járn- brautin við bifreiðar, verður að gæta þess, að með járnbrautinni má anna mjög auknum flutn- ingum án þess að resktrarkostn- aður vaxi til mikilla muna. En til aukinna flutninga á bifreið- um vex resktrarkostnaður ná- lega í hlutfalli við flutningana. Má þannig fullyrða, að járn- brautin er meir til frambúðar en bifreiðarnar. Enda sýnt með áætlunum hjer að framan, að rekstur bifreiða ber sig jafnvel í byijun lakar en rekstur járnbrautar. Eftir að jeg nú um lengri tíma hefi á ýmsan hátt kynt mjer þetta mikilsverða sam- göngumál, hefi jeg sannfærst um, að járnbrautin er heppileg- asta lausn þess og jafnframt sú rjettasta, hvort sem litið er á hagnað beinan eða óbeinan eða árlegan rekstrarkostnað. Reynist áætlanir Möllers ná- lægt sanni, sem vænta má, því þær hefir einmitt verið reynt að gera mjög varlegar, þá á járnbrautin að vera fær um að svara 5% vöxtum af stofnkostn- aði eftir að eins 10 ár, og jafn- vel nokkrum rekstrarafgangi upp í vexti þegar á fyrstu árum. Sumum kann að þykja þetta ótrúlegt, og má að sjálfsögðu uin það deila, hve ört menn vænta aukinna framkvæmda og framleiðslu í bjeröðum þeim, er brautin nær til. Um hitt ættu menn að geta verið sammála, að hjer eru ýms góð skilyrði fyrir framtakssama alhafna- menn til þess að rækta landið, en sem ekki verða notuð, nema slík stórfeld samgöngubót skapi grundvöllinn, ódýra og trygga flutninga, bæöi fyrir afurðir og aðfluttar vörur, svo sera bygg- ingarefui, tilbúinn áburð o. fl.« íslandsbanki. Reikningur hans fyrir síðastl. ár er nú fullgerður. Ágóði bankans á árinu, þegar ekki er tekið tillit til gengistaps, hefir orðið kr. 1,406,465,41. En gengistap varð kr. 508,093,74, svo að hreinn ágóði er kr. 826,371,67. Þerney eeld. Guðm. Jónsson skipstjóri á Skallagrfmi hefir nýlega keypt Þerney af Gunnari Gunnarssyni kaupmanni. Pörf bók. Einar Helgason: II vaunir. Matjurtabók meö 60 myndum. Rvík 1926. Pað hefir lengi vantað góða bók um matjurtarækt, bók sem gæfi ljósar og áreiðanlegar leið- beiningar um hvernig rækta skyldi og hagnýta þær matjurt- ir, sem þrífast hjer auðveldlega og ættu að vera ræktaðar á hverri jörð um sveitir landsins og í kaupstöðum líka, þar sem unt er, þó ekki sje nema um smábletti að ræöa. Nú hefir Einar Helgason garðyrkjustjóri bætt úr þessu með nýútkom- inni bók og er óhætt að segja að hún hefir tekist frábærlega vel. Hann héfir starfaö aðgarð- yrkju meir en aldarfjórðung, hefir án efa meiri reynslu en nokkur annar maður hjer á landi i þeim efnum og er auk þess mjög samviskusamur í starfi sínu. Það er því óhætt fyiir hvern mann að treysta því, að leiðbeiningar hans eru reislar á vandlegri hugsun og mikilli reynslu. Bókinni er skift í 3 aðalkafla: 1. Almennar garðyrkjureglur, um garðstæði, undirbúning og vinslu landsins, áburð, sáningu, bæði í vermireiti, sólreiti, sáð- kassa, gróðrarslíur og garða. Þá skrifar hann um hirðing jurtanna og garðanna, umsjúk- dóma plantna og ýms ráð við þeim og loks um uppskeruna og geymslu heunar. Öllu er Iýst með hinni mestu nákvæmni og fylgir fjöldi mynda, bæði af hesta- og handverkfærum, sem nota skyldi við vinnuna. 2. kafli er um ræktun ein- stakra tegunda. Taldar eru upp í honum milli 80 og 90 tegund- ir, sem hægt er að rækta hjer. Skýr fyrirsögn um hvernig skuli rækta og hvaða skilyrði hver einstök tegund þurfi til að þró- ast, ásamt leiðbeiningu um notk- unina. 3. og síðasti kafli er um fræ- rækt. Er þar nákvæmlega sagt frá hvernig rækta skuli gul- rófnafræ og nokkuð um fræ af næpum og einni káltegund. Höf. lýsir tilgangi bókar sinnar svo vel í formála hennar, að það verður ekki af öðrum betur gert og vil jeg því tilfæra nokkur orð úr honum : Hollur er heimafeuginn baggi. sÞað hefir einhver slingurmað- »ur komist svo að oiði, að garð- »urinn væri lyfjabúð heimilisins; »átti hann við heilnæmi jurta- »fæðunnar, átti við það, að »menn gætu ekki lifað góðu lífl »án hennar. En garðarnir hafa »einnig aðra heilsusamlega þýð- »ingu, einkum fyrir íbúa kaup- »túnanna. Par gefst þeim tæki- »færi til að vinna úti, undir »beru lofti, og þeim veitist sú »ánægja að vera í samstarfi við »guð og náttúruna í því að »framleiða björg og blessun úr »skauti fósturjarðarinnar. — — »Ósk mín er sú, og hefir verið, »að ritið verði til þess, að garð- »yrkjan aukist í landinu, að »uppskeran margfaldist, að garð- »arnir verði prýðilegri, að þeir »beri það eftirleiðis með sjer, »að þar drýpur smjör af hverju »strái«. Bókin er að stærð 288 síður í 8 blaða broti, kostar að eins 6 kr. Er þeim peningum sann- arlega vel varið, sem fyrir liana eru látnir. Hún ætli sem allra fyrst að komast inn á hvert einasta heimili og verða sjálf- sögð handbók hvers manns, er eitthvað fæst við garðyrkju. Blikastööum 3. mars 1926. P. Magnús Porláksson. Alþingí. Járnbrautarmálið. Jörundur Brynjólfsson og Magnús Jónsson flytja svohljóð- andi frv. um heimild fyrir stjórn- ina til að láta leggja járnbraut austur: »1. gr. Landsstjórninni er heimilt að láta leggja járnbraut frá Reykjavík um Hellisheiði að endastöð austan eða vestan ÖI- fusár. Sporvídd brautarinnar skal vera 1.067 metrar, og skal gerð hennar í aðalatriðum snið- in eftir tillögum Sv. Möllers verkfræðings. 2. gr. Kostnaðinn við járn- brautargerðina skal greiða þann- ig: a. Reykjavíkurkaupstaður kost- ar land undir stöðvar og greiðir bætur allar fyrirland- nám, jarðrask og átroðning vestan afrjettar eða alinenn- ings á Hellisheiði. b. Árnessýsla kostar á sama hált land undir stöðvar og greiðir bætur allar fyrir landnám, jarðrask ogátroðn- ing austan afrjeltar eða al- mennings á Hellisheiði. c. Ríkissjóðurleggurframkostn- aðinn að öðru leyti þannig: 1. Sem beint framlag 21/* milj. kr. Af þessu fram- lagi skal að minsta kosti 1 milj. kr. vera handbær, þeg- ar byrjað er á verkinu, og alt að l1/* milj. kr. lagt fram með árlegumgreiðsl- um, meðan verkið stend- ur yfir. 2. Sem lán til fyrirtækisins, það, er lil vantar. 3. gr. Landsstjórninni er heim- ilt að að taka fje það, er ræðir ir um í 2. gr. c. 2, að láni handa ríkissjóði. Sömuleiðis er henni heimilt að taka lán til greiðslu á framlagi rikissjóðs samkvæmt 2. gr. c. 1, að þvi leyti, sem ekki verður veitt íje til þess í fjárlögum eða það greitt af handbærum tekjuaf- gangi. 4. gr. Járnbrautin, ásamt öll- um tækjum og mannvirkjum, er henni tilheyra, verður eign rík- issjóðs. Rekstribrautarinnar skal haldið uppi á kostnað ríkis- sjóðs, nema öðruvísi verði á- kveðið með lögum. Ríkisstjórn- inni er veitt heimild lil að á- kveða með reglugerðum flutn- ingsgjöld og fargjöld með braut- inni, svo og annað það, er á- kveða þarf starfrækslunnar vegna, eða til öryggis fyrir starfsfólk þrautarinnar, notendur og al- menning. í reglugerðum, er settar verða samkvæmt þessari lagagrein, má ákveða sektir fyrir brot á þeim. Laun framkvæmdarstjóra og fastra starfsmanna við rekstur brautarinnar skulu ákveðin með lögum. 5. gr. Þegar ríkisstjórnin hef- ir ákveðið að róðas,t í fram- kvæmd járnbrautarlagningarinn- ar, eru landeigendu*- og leigu- iiðar á þvi svæði, sem mann- virkin eiga áð ná yfir, skyldir að þola þau á löndura sínum og lóðum, láta af hendi landog mannvirki og þola h\erskonar afnot af landi, takmarkanir á umráðarjetli og óþægindi, sem nauðsynleg eru vegna fram- kvæmdar verksins, viðhalds þess og starfrækslu brautarinn- ar, gegn fullu endurgjaldi, sem ákveðið skal með mati samlcv. lögum nr. 51, 14. nóv. 1917, ef samkomulag næst eigi. 6. gr. Rekstri braularinnar skal haga svo, að lekjur henn- ar svo fljótt sem unt er nægi til þess að ávaxta og endurgreiða þann hluta stofnkostnaðarin^, sem heimilað er að taka að láni samkvæmt 2. gr. c. 2. 7. gr. Heimild þessi gengur í gildi þegar ríkisstjórnin leggur fram 1 milj. kr. samkv. 2. gr. c. 1., og hefir trygt sjer lánsfje það, sem hún telur þurfa til fyrirtækisins. Eigi verður þó byrjað á framkvæmd verksins, annars en undirbúnings, fyr en á árinu 1928«. Gongisviðaukinn. í samráði við stjórniua ber fjárhagsnefnd Nd. fram frv. um afnám gengisviðauka á vörutolli, frá 1. apríl næstkomandi. Geng- isviðaukinn hefir, sem kunnngt er, numið 25°/« af tollinum og má því búast við að afnám hans hafi í för með sjernokkra verðlagslækkun. Lærði skólinn. Sljórnin ber fram frv. um lærðaskólann, og eru höfuðbreyt- ingar þess frá núverandi fyrir- komulagi þær, að námið verð- ur óslitið 6 ára nám, latina kend í öllum bekkjum, og meira en nokkurt annað erlent mál. I tveim efslu bekkjunum skulu vera tvær deildir, málfræðideild og stærðfræðideild. Af öðrum nýmælum frv. má nefna þau, að »hver fastur kenn- ari skólans skal hafa ieyfi frá kenslustörfum 10. hvert ár með fullum launum« og að »heima- vislir skulu vera við skólann fyrir ekki færri en 50 nemend- ur«, sem njóta þar ókeypis hús- næðis, ljóss og hita. Forgangs- rjett til heimavistar hafa nem- endur, sem búa utan Reykja- víkur. Húsameistari rikisins á- ætlar að húsbygging á lóðskól- ans fyrir heimavistir handa 50 nemendum muni kosta um 150 þús. kr. Montftsktíli á Akuroyri. Bernharð Stefánsson flytur frv. um að bætt skuli lærdóms- deild við gagnfræðaskólann á Akureyri og hann framvegis kallast mentaskóli Norður- og Austurlands. Sljórnarráðið sem- ur reglugerð skólans. Gamla Bio. Byrjað er að grafa fyrir grunni hinnar nýju bygg- ingar þess við Ingólfsstræti, beint á móti Fjelagsprentsmiðj- unni. Er ráðgert að hún verði reist í sumar og verði 31,5 metrar á lengd, en 18,83 m. á breidd og rúmi 601 sæti. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.